Dagblaðið - 02.03.1979, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 02.03.1979, Blaðsíða 24
28 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1979. 4 hljómleikum með Joe Cocker Stórskuldugur alkóhólisti, en alltaf sami, gamli söngvarinn Árin hafa eitt af öðru sett mark sitt á andlit svita- söngvarans mikla, Joe Cocker, en hin tilfinningaríka og grófa rödd hans er enn bráðskemmtileg á að hlýða. Margir minnast Cockers á- reiðanlega ennþá frá því er hann söng bítlalagið With A Little Help From My Friends og mjög fleiri á sinn sérstæða hátt. Þegar Joe var staddur hér í San Francisco á dögun- um, og hélt hljómleika í klúbb einum á stærð við fyrstu hæð Klúbbsins við Borgartún, þótti mér vel við hæfi að rifja upp gamlan kunningskap og heyra drenginn syngja. Konsertinn hófst á því, að countryhljómsveit lék nokkra „bikkjublúsa”, sem allir höfðu sama takt og hljóma. Við og við kom þó fiðlusóló, svona til tilbreytingar. Ekki þótti tónlist þessarar hljóm- sveitar sérlega merkileg og var fáum eftirsjá að henni er síðasta laginu lauk og rótarar tóku til við að undir- búa komu Cockers og hljómsveitar hans. Spennan var orðin gífurleg og þegar rótararnir voru búnir að nostra við snúrur og fleira í hálfa klukkustund, en loks gekk hljóm- sveitin inn ásviðið. Hún hóf leikinn á instrumentallagi, sem gerði fólk enn órólegra í bið sinni eftir Jóa söngvara. Liðsmenn hljómsveitarinnar eru allir ungir að árum. Þeir ganga undir nafninu The All American Band Stand. Þrjár vel þybbnar söngkonur voru einnig með á sviðinu, en mér er ekki kunnugt um, hvort þær tilheyra hljómsveitinni. En hvað um það. Þær hljómuðu vel saman með blæ af kirkjutónlist blökkumanna. Loksins kom Joe inn á sviðið. Hann byrjaði vel með laginu Feelin’ Allright. Það var upphaflega flutt af hljómsveitinni Traffic, en Joe gerði það einnig frægt á sinn hátt líkt og mörg önnur lög. FráFeelin’ Allright lá leiðin síðan að bluesnum. Lög eins og Mississippi og Chicago gcrðu góða lukku, sömuleiðis nokkur ensk blueslög. Ómögulegt er að lýsa með orðum Við ræddum um þorskastríð, húsakost Islendinga og stelpurnar. Joe þótti fýsi- legt að heimsækja landann og halda hér hljómleika. DB-mynd. Nýr umboðsmaður Dagblaðsins á Djúpavogi er Hjörtur Arnar Hjartar- son, Kambi, sími 97—8886. íBLAÐIÐ FELAG LOFTLEIÐAFLUGMANNA AÐALFUNDUR F.L.F. verður haldinn föstudaginn 2. marz kl. 20.30 í LEIFSBÚÐ, Hótel Loftleiðum. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin. JOE COCKER — Skuldar brezka ríkinu stórar upphæðir i skatta og fyrrverandi útgáfu- fyrirtæki sínu enn meira. Þrátt fyrir alla erfiðleika er litinn bil- bug á kappanum að finna. flutningi Joe á þessum lögum, það hefur allt að segja að sjá hann og heyra. Til að gera prógrammið ekki of einhæft laumaði hann rólegum lögum inn á milli. Sem dæmi um þau lög má nefna You Ar So Beautiful og Jamaica Say You Will. Frægasta lag Joe, With a Little Help From my Friends, var stórkost- lega flutt. Það byrjaði ljúflegaog lágt með hárfinum söng þybbnu söngkvennanna þriggja. Þær og Joe kváðust á góða stund, en brátt slógust gítar og trommur í hópinn með bassanum. Flutningur þessi gekk mjög skemmtilega fyrir sig og gerðist lagið sífellt magnaðra. Á endanum voru blásararnir fjórir komnir með í leikinn, svo ekkert skorti á nema strokhljóðfæri til að lyfta þakinu af klúbbnum. Auk framantalinna laga og nokkurra annarra söng Joe Cocker nokkur lög af nýju plötunni sinni, A Luxury You Can Afford. Margt skemmtilegt mátti heyra i þessum lögum, þó að gamli, góði „feelingurinn” sitji að mestu leyti í fyrirrúmi. Jóe er söngvari sem líkist engum öðrum. Af þeim sökum halda lög hans gæðum sínum þegar frá líður og fyrnast seint. Ég hélt að Joe væri orðinn stakur bindindismaður á áfengi. Hann hefur um langt skeið átt við alvarlegt á- fengisvandamál að stríða. Því miður er ég smeykur um að ekki hafi verið vatn í öllum þeim Heineken-bjór- flöskum, sem hann svalg úr um kvöldið. Joe sagði í viðtali fyrir skömmu að hann væri þakklátur þeim vinum sínum, sem enn tryðu á hann. Það héldi honum frá því að fara endanlega í skítinn. ,,Ef þessir vinir bregðast.. já, þá er ekkert fyrir mig að gera en að fá mér vinnu á einhverjum helvítis bar,” sagði hann. ,,Ég ætti ekki síður að geta sungið þar en hver annar. ” Joe er skuldugur upp fyrir haus um þessar mundir. A&M hljómplötu- fyrirtækið á hjá honum yfir fjögur hundruð þúsund dollara. í heima- landi sínu, Englandi, skuldar hann um 65.000 sterlingspund í skatta. En þrátt fyrir þetta lætur hann ekki bugast alveg, en heldur húmornum. Ég hitti Joe eftir konsertinn. Ósköp litið var þá eftir af honum nema bjór- istran. En þrátt fyrir þreytuna lifnaði hann allur við þegar hann heyrði að ég væri frá islandi og sama sígilda spurningin kom á augabragði: „Hvernig eru stelpurnar á Íslandi?” Ég kvað þær vera fagrar og hraustlegar með roða i kinnum og óskemmdar tennur. Það hlakkaði i Joe og hann stakk þvi að hljómleika- stjóra sinum, að hann langaði til að syngja á íslandi. Þá hafði Joe Cocker einnig áhuga á að vita hvort við byggjum í góðum húsum. Þar brá nokkuð út af vananum, þvi almennt telja menn okkur búa í snjóhúsum. Ég leiðrétti þann misskilning að íslendingar hefðu ráðizt á fiskimenn Breta i þorskastríðinu og fullvissaði hann um að við Víkingar værum siðmenntuð þjóð og notuðum sápu. Með þvi lauk skemmtilegri kvöld- stund með svitasöngvaranum Joe Cocker. -Hallgrímur/ÁT- / oröaleik á veruleik Þokkabót —IVERULEIK Útgefandí: Fálkinn. Stjóm upptöku: Alan Luca* & Þokkabót. Upptökumaðun Alan Lucas. ’ Hljoörltun: Hljóötiti, aapt-okt '78. A þessum erfiöleikatimum i plötuútgáfu og -sölu orkar það tvímælis að gefa út plötu eins og I veruleik. Á henni er ekkert sölulag, sem á eftir að hljóma í Lögum unga fólksins, Á frívaktinni eða Óska- lögum sjúklinga fram á sumar. Einnig er platan í heild afslöppuð og greinilega gerð án þess að reikna með því að hún þurfi að seljast. Sé Veruleikurinn borinn saman við fyrri plötur Þokkabótar er út- koman heldur óhagstæð. Plötuna skortir frískleika Upphafsins og Bætifláka og músíklega er ekki eins sterk og Fráfærur. í heild virðist platan vera fremur gerð eftir pöntun en af þörf. Þessa skoðun mína styð ég fyrst með því að benda á hve textar Þokkabótar eru nú orðnir mun veiklulegri en áður. Þá var tekin af- staða til hlutanna á hnyttinn og skemmtilegan hátt. Núeru textarnir lítið annað en orðaleikur og éinstaka innhverfar vangaveltur. — Einu sinni mér áður brá. Þá er einnig fullvíst að hægt hefði verið að gera sönginn mun betur úr garði á Veruleik en gert er. Ingólfur Steinsson og Halldór Gunnarsson eru hvorugur með mestu söngvurum hérlendum, en á þremur fyrstu plötum Þokkabótar siuppu þeir mun betur frá söngnum en nú. Þá eru upp taldir tveir stærstu ókostir plötunnar í veruleik. Hljóðfæraleikurinn á plötunni er, líkt og lögin, afslappaður, sléttur og felldur. Ekkert er út á hann að setja, en engu er heldur ástæða til að hrósa sérstaklega nema ef vera skyldi líflegum trommuleik Asgeirs Óskarssonar. , Égerþess fullviss að Þokkabót getur gert mun betri plötu en I veruleik. Það hafa strákarnir sýnt með fyrri plötum sínum. Það er engin ástæða til að láta sér leiðast í stúdíói — sá leiði skilar sér jafn margföldum og upplag plötunnar er. Þá er-ég einnig sannfærður um að Þokkabótarmenn hafa enn skoðanir á þeim hlutum og at- burðum, sem fyrirfinnast allt 1 kringum þá. Hvernig væri að yrkja um þá — og jafnvel dálítið póhtiskt — frekar en að leika sér að orðum? Slíkt spor afturábak er einungis við hæfi þurrausinna textasmiða. -AT-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.