Dagblaðið - 02.03.1979, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 02.03.1979, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1979. IMOTIÐ TÆKIFÆRIÐ og látiö sóla gömlu skóhlifarnar, stlgvélin eða kuldaskóna með sólum negldum með ÍSNÖGLUM Einnig úrval af öðrum snjósólum. Ný antik litun Ljósu stlgvélin þín með saltröndinni gerum við sem ný með ANTIK-litun. Nýir mjóir hælar. VÍKKUM KULDASKO UM LEGGI Á MJÖG SKÖMMUM TÍMA G-60-14 ásamt 165x13 BR. 78x13 B. 78x14 DR. 78x14 ER. 78x14 195/75RX 14 205/70RX 14 FR. 78x14 HR. 78x14 600x15 F. 78x15 FR. 78x15 GR. 78x15 HR. 78x15 LR. 78x15 Póstsendum Nýkomin amerísk dekk á mjög hagstæðu verði GÚMM/VINNUSTOFAN SKIPHOL 7735 - SÍMI31055 Margt er sér til gamans gert. Verzl- unarskólanemar efndu til „metkvölds” í skólanum í síðustu viku og voru þar sett mörg met — ef ekki heimsmet, þá að minnsta kosti skólamet. Þar setti til dæmis sveinn úr þriðja bekk skólans met í pilsnerdrykkju — drakk tíu flöskur á 13.35.40 mínútum. Sjöttibekkingur setti met i appelsinuáti — innbyrti tíu appelsínur á 7.06.50 mínútum. Sá þriðji, fimmtibekkingur, setti met í samlokuáti — sporðrenndi tíu slíkum á 24.08.15 mínútum — aðrir tveir keppendur gáfust upp eftir að hvor um sig hafði troðið í sig fimm samlokum. Loks var sett met í eggjaáti — það setti fjórðibekkingur, sem át tíu hrá egg á 16.06 sekúndum. Hann háði harða keppni við tvo aðra, sem einnig átu tíuegghvor. Einnig var efnt til grettukeppni, brandarakeppni og öskurkeppni. Þar komu fram margir efnilegir og fengu verðlaun eftir atvikum. Tveir nemar úr Vl kepptu í rimna- kveðskap og vöktu mikla kátínu, verzl- unarskólasveinn keppti við menntskæl- ing í stærðfræði og sigraði menntskæl-, ingurinn og loks er þess að geta, að annar stjórnenda keppninnar heilsaði SAMKEPPNIN í HÁVEGUM HÖFÐ —kepp t í öllu milli himins og jaröar í Verzlunarskólanum Keppt í appelsínuáti: tiunda appelsínan komin niður í maga — en leitar upp aftur. skólabróður sínum stanzlaust í 2.46 mínútur. Meðan á þessu stóð — í níu klukku- stundir — lék þriðjibekkingur úr Verzló, Jón Ólafsson, á píanó og tók á móti áheitum, sem renna beint til söfn- unarinnar Gleymdra barna '79. <c Pilsnerdrykkjan í hámarki. Rjómabollur og saltkjöt með fram- sóknar- bragði Að sögn Þorsteins Sæmunds- sonar forstjóra Pöntunarfélags Eskfirðinga voru bakaðar á 5. þúsund rjómabollur í bakaríi Pöntunarfélagsins. Runnu boU- urnar út eins og heitar lummur á bolludaginn. Hver boUa kostaði 260 krónur með ekta rjóma frá Egilsstöðum og Akureyri svo framsóknarbragð var að öllu saman. Á þriðjudag borðuðu allir Esk- firðingar saltkjöt og baunir eins og vera ber. Saltkjötið var 1. flokks vara með framsóknar- bragði auðvitað eins og gott salt- kjötáað vera. Hér var glaðasólskin á sprengi- daginn og snjór að mestu horftnn afláglendi. Verksmiðjureykurinn og sólin blönduðust yftr bænum í einn ávaxtagraut. -Regína. Albert Einstein (Gunnar Borgarsson), Möbíus (Kári Gylfason) og Sir Isak Newton (Ari Eggertsson) ræða saman á geðveikrahælinu sem þeir hafa verið lokaðir inni á. DB-mynd Kristján Ingi. Eðlisfræðingarnir f Breiðholtinu — menntaskólasýning á laugardag Menntaskólinn við Sund frumsýnir EðUsfræðingana eftir Durrenmatt i Breiðholtsskóla við Arnarbakka á laug- ardaginn kemur kl. 17. Leikstjóri er Þórir Steingrimsson. Átján nemendur fara með hlutverk í leikritinu, en alls vinna tuttugu og sex að sýningunni. Áætlað er að hafa fimm sýningar. Leikurinn er hárbeitt ádeila á stór- veldapólitík og höfundurinn leggur sitt af mörkum til að skilgreina vigbúnað- arkapphlaupið. En yfir því hvílir léttur blær og taldi leiklistarsvið M.S. það þess vegna vel henta til sýninga. GB Eigið þið myndir úr skólalíf inu? Myndlista- og handíðaskólinn á 40 ára afmæli á næstunni og verður þess m.a. minnzt með því aðgefaút sérstakt rit um sögu skólans. Er hér með skorað á alla eldri nemendur (eða börn þeirra) að líta í skúffur og skápa eftir gömlum ljósmyndum úr skólalífinu. Einhvers staðar gætu leynzt myndir úr ferða- lögum, kennslustundum og þar fram eftir götunum. Eins væri gaman að fá myndir af húsum þeim, sem skólinn hefur verið i. Afmælisnefndin verður afar þakklát öllum þeim, sem vildu lána slíkar myndir til birtingar í ritinu. Vinsamleg- ast hafið samband við skrifstofu skól- ans, Skipholti 1, sími 18921.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.