Dagblaðið - 02.03.1979, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 02.03.1979, Blaðsíða 22
26 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1979. r Veðrið Sunnan gola eða kaldi um vastan- vert landið og éljagangur, an hœg breytilog átt austan til á landinu op dálftil ál. Vaður kl. 6 i morgun: Raykjavik sunnan gola, úrkoma I grannd, Gufu- skálar, suðvastan gola, frost, rigning og —3 stig, Gaharvhtí vastan gola, ál og —5 stig, Akurayri suðaustan gola, ál og —10 stig, Raufarhöfn suðaustan gola, skýjaö og —7 stig, Dalatangi sunnan gola, skýjað og —7 stig, Höfn Homafiröi norðvastan gola, skýjað og —8 stig og Stóvhöfði f Vestmanne- ayjum suðvastan stinningskaldl, skafrenningur og 0 stig. Þórshöfn í Fsarayjum láttskýjað og. 6 stig, Kaupmannahöfn skýjað og 1 stig, Osló þokumóða og —4 stig, London rigning og 8 stig, Hamborg stydda og 1 stig, Madrid láttskýjað og 0 stig, Ussabon láttskýjað og 6 stig og Naw York skýjað og 7 stig. Anciiát Þorsteinn Þorsteinsson fyrrverandi hag- stofustjóri lézt 15. febrúar. Þorsteinn var fæddur 5. april 1880 á Brú í Biskups- tungum, sonur hjónanna Þorsteins Narfasonar bónda og Sigrúnar Þor- steinsdóttur. Þorsteinn varðstúdent árið 1902, það haust hóf hann nám í hag- fræði við Hafnarháskóla og lauk1 kandidatsprófi í ársbyrjun 1906. Eftir að Þorsteinn kom heim gerðist hann starfs- maður i atvinnu- og samgöngumáladeild Stjórnarráðsins, en 1909 fluttist hann í fjármáladeild þess. Hagstofustjóri varð hann árið 1914. Því starfi gegndi hann um 36 ára skeið eða til ársins 1950. Þor- steinn var í ýmsum nefndum og ráðum. Var hann formaður i landbúnaðarvísi- tölunefnd. Þorsteinn sá um útgáfu mánaðarritanna Hagtíðinda og Statistical Bulletin. Þorsteinn var rit- stjóri handbókarinnar Iceland, þar til Seðlabankinn tók við því riti. Kennslubók í esperantó kom út eftir Þorstein árið 1909 og ennfremur bókin Esperantólykill árið 1933. Þorsteinn var gerður að heiðursfélaga laga- og hag- fræðideildar á 35 ára afmæli Háskólans árið 1946. Einnig var hann heiðursfélagi í Félagi hagfræðinga, Vísindafélaginu, Bókmenntafélaginu og Sambandi islenzkra esperantista. Kona Þorsteins var Guðrún, dóttir Geirs T. Zoéga, en hún lézt árið 1955. Þorsteinn ogGuðrún eignuðust fimm börn. Þorsteinn verður jarðsunginn 1 dag frá Dómkirkjunni í Reykjavlk, kl. 2. Ingibjörg Guðlaugsdóttir frá Bildudal lézt 23. feb. Hún var fædd 17. nóv. 1896 að Hokinsdal i Arnarfirði. Foreldr- ar hennar voru hjónin Jensína Guðlaugsdóttir og Guðlaugur Egilsson. Er Ingibjörg var um tvítugt giftist hún Jóni Sumarliðasyni á Fossi i Arnarfirði. Ingibjörg verður jarðsungin fiá Foss- vogskirkju í dag, föstudag, 2. marz kl. 3. Walter W. Cobler, aðalræðismaður tslands í Vestur-Berlin lézt hinn 23.1 febrúar síðastliðinn. Cobler gegndi stöðu ræðismanns og síðar aðalræðismanns íslands í Vestur-Berlín undanfarin 16 ár. Katrin Vigfúsdóttir lézt í Landakots- spítala fimmtudaginn 1. marz. Basar Fœreyska sjómannakvinnuhringsins Hér í Reykjavík er í byggingu sjómannaheimili, sem bygginganefnd Færeyska kristilega sjómanna- heimilisins stendur aö, þar sem ráögert er að gistirými verði fyrir 60 manns og opiö öllum sjómönnum, bæði innlendum og erlendum. Byggingin er að rísa I Skipholti, og er nú verið að vinna að annarri hæð hússins. Sjómannakvinnuhringurinn, sem er félags- skapur færeyskra kvenna í Reykjavfk, gengst fyrir sín- um áriega basar til styrktar sjómannaheimilinu | sunnudaginn 4. marz nk. kl. 3 e. hádegi, I færeyska sjómannaheimilinu að Skúlagötu 18. Á boðstólum verður m.a. færeyskar peysur, önnur handavinna, og heimabakaðar kökur. imiimiiiimHiiiiiiiiiiiiiiiiiitiimiiii ~».n- Framhaldafbls. 251 Þrif. Tökum að okkur hreingerningar á íbúðum, stigahúsum, stofnunum og fl. Einnig teppahreinsun með nýrri djúp- hreinsivél. Vanir og vandvirkir menn. Uppl. í sima 33049 og 85086. Haukur og Guðmundur. Hreingerningar-teppahreinsun. Hreinsum íbúðir, stigaganga og stofn- anir. Símar 72180 og 27409. Hólm- bræður. ðkukennsla Ökukennsla-Æfingatimar-Bifhjólapróf. Kenni á Simca 1508 GT, engir skyldu- tímar. Nemendur geta byrjað strax, öku- skóli og öll prófgögn ef óskað er. Magnús Helgason, slmi 66660._______ Ökukennsla—Æfingatimar. Kenni á Datsun 180 B árg. 78. Sérstak- lega lipran og þægilegan bil. Útvega öll prófgögn, ökuskóli. Nokkrir nemendur geta byrjaðstrax. Greiðslukjör. Sigurður Gíslason ökukennari, sími 75224. ökukennsla—æfingatimar. Kennslubifreið Datsun 140 Y árgerð 79, lipur og þægilegur bíll. Kenni allan- daginn alla daga. ökuskóli og prófgögn ef óskað er ásamt litmynd i ökuskirteini. Nokkrir nemendur geta byrjað strax. Valdimar Jónsson, ökukennari, s. 72864.____________________________ ökukennsla. •' GunnarKolbeinsson,sími74215. 1 Ökukennsla-æfingatimar. iKenni á japanskan bíl. ökuskóli og prófgögn ef þess er óskað. Aðstoða við, endúrnýjun ökuskírteina. Nýir; nemendur geta byrjað strax. Jóhanna Guðmundsdóttir, sími 30704 og uppl. hjá auglþj. DB í síma 27022. H—11354. ökukennsla—Æfingatimar. Lærið að aka við misjafnar aðstæður,: það tryggir aksturshæfni um ókomin ár. Kenni á Mazda 323, nýr og lipur bíll.j ökuskóli og öll prófgögn. Helgi K. Sess-1 elíusson, sími 81349. Ökukennsla. Get nú aftur bætt við mig nokkrum nemendum. Kenni á Mazda 323, ökuskóli og prófgögn fyrir þá sem þess óska. Hallfríður Stefánsdóttir, sími' 81349. ökukennsla — æfingatimar — endur- hæfing. Kenni á Datsun 180B árg. 78. Um-; ferðarfræðsla i góðum ökuskóla. öll prófgögn ef óskað er. Jón Jónsson öku- kennari, sími 33481. Ökukennsla-bifhjólapróf-æfingatimar. Kenni á Cortinu 1600, ökuskóli og prófgögn ef þess er óskað. Hringdu í sima.44914 og þú byrjar strax. Eiríkur Beck. ökukennsla-æfingatimbr. Kenni á Toyotu Mark II 306. Greiðslukjör ef óskað er. Nýir nemendur geta byrjað strax. ökuskóli og öll prófgögn. Kristján Sigurðsson, sími 24158. Kenni á Toyota Cressida _____ árg. 78, útvega öll gögn. Hjálpa einnig þeim, sem af einhverjum ástæðum hafa misst ökuleyfið sitt til að öðlast það að nýju. Geir P. Þormar, ökukennari, simar 83825,21722 og 71895. Eölisfræðingarnir í Breiðholtsskóla Menntaskólinn við Sund frumsýnir Eðlisfræðingana eftir Dtlrrenmatt í Breiðholtsskóla, laugardaginn 3. marz kl. 17. Leikstjóri er Þórir Steingrímsson. Átján nemendur fara með hlutverk i leikritinu, en alls vinna tuttugu og sex að sýningunni. Áætlað er aö hafa fimm sýningar. Leikurinn er hárbeitt ádeila á stórveldapólitik og höfundurinn leggur sitt af mörkum til að skilgreina vigbúnaðarkapphlaupið. En yfir þvi hvilir léttur blær og taldi leiklistarsvið M.S. það þess vegna vel henta til sýninga. Útivistarferðir Vörðufell-Miðfell 2.-4. marz. Gist í Skjólborg á Flúðum. Böð og hitapottar. Komið að Gullfossi og Geysi. Fararstjóri Jón I. Bjamason. Farseðlar á skrifstofunni Lækjargötu 6, simi 14606. Samtök móðurmálskennara gangast fyrir almennum fundi um barnabókmenntir og stöðu þeirra i skólanum laugardag, 3. marz, kl. 14.00 i Kennaraháskóla íshnds, slofu 301.Tveir fyrir- lesarar munu halda stutt inngÉngserindi um efnið og siðan verða uymræður. Aöalfundir Aðalfundur Vörubíl- stjórafólagsins Þróttar verður haldinn laugardaginn 3. marz nk. aö Borgar- túni 33 og hefst kl. 14. Dagskrá samkvæmt félags- lögum. Reikningar fyrir árið 1978 liggja frammi á skrifstofu félagsins á skrifstofutima. Kvenfélag Langholtssóknar heldur afmælisfund nk. þriðjudagskvöld 6. marz kl. 8.30 i safnaðarheimilinu. Kristján Gunnarsson. fræðslustjóri flytur erindi i tilefni bamaársins. •Skemmtiatriði, m.a. barnakór Vogaskóla. Samtök astma- og ofnæmissjúklinga Munið aðalfundinn aö Norðurbrún 1 kl. 3 á laugar- dag. Venjuleg aðalfundarstörf. Veitingar. Kattavinafélag íslands Aðalfundur Kattavinafélags íslands verður haldinn að , Hallveigarstöðum laugardaginn 3. marz og hefst klukkan tvö. Dagskrá: Venjulegaðalfundarstörf. önnur mál. Sjálfsbjörg Suðurnesjum Aðalfundur félagsins verður haldinn i Tjarnarlundi, Keflavík, kl. 2 e.h. sunnudaginn 4. marz. Venjuleg aðalfundarstörf. Kaffiveitingar. Skautafélag Reykjavíkur Aðalfundur verður haldinn í Skautafélagi Reykja- víkur fimmtudaginn 8. marz kl. 20 i fundarsal Iðnskólans. Læknakvennafélagið Eik tilkynnir Aðalfundur verður haldinn í Domus Medica þriðju- daginn 6. marz kl. 8.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Knattspyrnufélagið Þróttur Aðalfundur félagsins verður haldinn að Hótel Esju miðvikudaginn 7. marz n.k. kl. 8.30 e.h. venjuleg aðal- fundarstörf. Aðatfundur ungmennafélagsins Aftureldingar verður haldinn fimmtudaginn 8. marz kl. 20.30 i Brúarlandi. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf, laga- ( breytingar og önnur mál. Skátafélagið Landnemar Aðalfundur verður haldinn fimmtudaginn 8. marz kl. 20.30 i Skátaheimilinu. Venjuleg aöalfundarstörf. Stjórnmáfafundir Hvöt félag Sjálfstæðis- kvenna i Reykjavík Hvöt efnir til hádegisfundar á morgun laugardaginn 3. marz kl. 12—14. Gestur fundarins: Sólveig Ólafsdóttir formaður Kvenréttindafélags Islands. Léttar veiting- ar. Félagar í Hvöt og gestir þeirra velkomnir. Félag sjálfstæðismanna í Laugarneshverfi t tilefni bamaársins hefur stjóm félagsins ákveðið að, hleypa af stokkunum eftirtöldum umræðuhópum, sem starfa munu fyrri hluta marzmánaöar. 1. Bamið og heimilið. 2.'*Bamið og skólinn. 3. Bamið og tóm- stundirnar. Stjómin hvetur sjálfstæðisfólk í hverfinu til að taka þátt i starfi hópanna. Vinsamlegast tilkynn- ið þátttöku i sima 82963 (kl- 9—5) fyrir 5. márz. Bókakynning norrænu sendikennaranna Næstkomandi laugardag verður i Norræna húsinu hin árlega bókmenntakynning norrænu sendikennaranna við Háskóla lslands. Laugardaginn 3. marz kl. 16.00 kynna Peter Rasmussen og Ingeborg Donali danskar og norskar bækur sem út komu árið 1978. Ennfremur les danski rithöfundurinn Sven Holm úr nýjustu ljóða- bók sinni „Luftcns temperament og 33 andre digte fra Gronland” (1978). 1 bókasafni verður til sýnis og út- lána gott úrval hinna nýju bóka, og bókalistar munu liggja frammi handa þeim sem vilja. ' Mánudaginn 5. marz kl. 20.30 kynnir Svcn Holm (1940) verk sin, en hann er meðal merkustu höfunda óbundins máls i Danmörku. Fyrsta bók hans var smá- sögusafn „Den store fjende” (1961) og siðan komu út mörg ágæt smásagnasöfn, t.d. „Rex” (1969). Fyrsta skáldsagan „Fra den nederste himmel” kom út 1965 og ári siðar kom út hin bráðsmellna skáldsaga „Jomfrutur”. Af síðari verkum hans má nefna m.a. „Det private liv” (1974), „Langt bort taler byen med min stemme” (1976), „Ægteskabsleg” (1977) og nú, siðast áðurnefnt ljóðasafn, snilldarlega myndskreytt af grænlenzku listakonunni Aka Hoegh. Þriðjudaginn 6. marz kl. 20.30 flytur Carl Jacob, Garberg (1926), þjóðminjavörður Finna, fyrirlestur, sem hann nefnir „Kulturlandskap och miljöer” Þar fjallar hann um gamla finnska byggingarlist og viðleitni manna til aö halda vð bestu gömlu byggingunum. Me fyrirlestrinum verða sýndar skuggamyndir. Carl Johan Gardberg er einn þekktasti fomleifafræðingur og menningarsagnfræðingur Finnlands. Hann hefur einkum fengizt við rannsóknir á sögu borgarinnar Ábo og skrifaði 1960 doktorsrit- gerðina Abot slott under den áldre Vasetiden”. Einnig hefur hann skrifað bók um elztu tima borg- arinnar. Hann hefur mjög fengizt við rannsóknir á húsgerðarsögu og húsavemd. Frá 1972 hefur hann verið þjóðminjavöröur. Árnesingamót 1979 verður haldið í Félagsheimili Fóstbræðra Langholts- vegi 109—111 laugardaginn 10. marz nk. og hefst með borðhaldi kl. 19.00. Húsið verður opnað kl. 18.30. Heiðursgestir mótsins verða hjónin Kristin Ólafsdóttir og dr. Haraldur Matthiasson menntaskóla- kennari á Laugarvatni. Dagskrá mótsins verður þessi: 1. Arinbjörn Kolbeinsson formaður Ámesingafélags- ins setur mótið. 2. Páll Jóhannsson syngur einsöng við undirleik Jónínu Gísladóttur. 3. Leikþáttur fluttur af félögum í Árnesingafélaginu. 4. Heiðursgestur móts- ins, dr. Haraldur Matthiasson, flytur ávarp. 5. Jóhannes Kristjánsson flytur skemmtiþátt með eftir- hermum. 6. Hljómsveitin Frostrósir ásamt söngkon- unni Elínu Reynisdóttur leikur fyrír dansi. Miðasala og boröapantanir verða i Félagsheimili Fóst- bræðra mánudaginn 5. marz kl. 17.00—19.00. Miðar verða einnig seldir i Bókabúð Lárusar Blöndal Skóla- vörðustig 2, simi 15650. Ámesingar, stofnið til nýrra kynna og eflið hin gömlu með þvi að sækja fjöruga og fjölbreytta skemmtun. Takið með ykkur gesti. Hittumst heil á Árnesinga- móti. Farsóttir í Reykjavík vikuna 11.—17. febrúar 1979, samkvæmt skýrslum 10(10) lækna: Iðrakvef 20 (37), Kighósti 9 (14), Hlaupabóla 2 (2),Mislingar 1 (0), Rauðir hundar 20 (27), Hettusótt 12 (14), Hvotsótt 3 (0), Hálsbólga 29 (36), Kvefsótt 119 (132), Lungnakvef 11 (32), Inflúensa 6 (8), Virus 19(20). Vrtuan r«Ak við yfirtaknl » MmtAmJt LodQ*. tmttööumann Ofl * VsiÍMt* VWa, 2 unga btoixkiyt i •ndurtiatflngu á fitxiintwok Lodga og Magnú* nifWvfll iAh-iuiMivi .taiÍM k v-oim Iiii.iwI .tm VIKAN, 9. TBL Aðalefni blaðsins fjallar um endurhæfmgu áfengis- sjúklinga eftir að þeir hafa hlotið meðferð á FreeDort. hinu kunna sjúkrahúsi i New York sem margir íslend- ingar hafa leitað til. JÓhanna Þráinsdóttir, blaða- maður Vikunnar, heimsótti endurhæringarstöðvamar Rheinbeck Lodge og Veritas Villa og ræddi þar m.a. við tvo unga íslendinga í endurhæfingu. Einnig ræddi Jóhanna við yfirlækni á Rheinbeck Lodge, for- stöðumanns Veritas Villa og félagsráðgjafa þar, svo og við Magnús Blöndal Jóhannsson, sem starfar á vegum Freeport ytra. Ný framhaldssaga hefur göngu sína í þessu blaði, Á krossgötum eftir Arthur Laurents. Sagan hefur verið kvikmynduð undir stjórn Herberts Ross með þeim Shirley MacLaine og Anne Bancroft í aðalhlut- verkum, og hefur leikur þeirra og myndin öll hlotið mikla athygli. Kvikmyndin verður væntanlega sýnd i Nýja Biói siðar á árinu. Þá er fylgzt með fæðingu konfektmola, Guðfínna Eydal, sálfræðingur, skrifar um sjúkdóma velferðar- samfélagsins, Ævar R. Kvaran skrifar um Elinborgu Lárusdóttur, vin smælingjanna, og Jónas Kristjánsson lýsir Miðjarðarhafshvitvinum, sem fást hér i Ríkinu. Auk þess em i blaðinu tizkumyndir, handavinna, Boney M. i poppkomi, Jodie Foster á opnuplakati, þrjár smásögur og ýmislegt fleira. Skíma, málgagn móðurmálskennara, er komið út, 2. árg. 1 tbl. Meðal efnis er „Máltaka” eftir Jón Gunnarsson lektor, greinar eftir Kristján Ámason og ólaf Viði Bjömsson, sagt frá væntanlegu sumamámskeiði nor- rænna móðurmálskennara, fréttir og margt fleira. Skima er 20 bls. 1 ritnefnd blaðsins eru Ásgeir Svanbergsson (ábm.) Indriði Gíslason, Bjami ólafsson, Þórður Helgason og Kolbrún Sigurðardóttir. Símaþjónusta Amurtek og Kvennasamtaka Prout tekur til starfa á ný. Simaþjónustan er ætluð þeim sem vilja ræða vandamál sín í trúnaði við utanaðkomandi aöila. Simaþjónustan er opin mánudaga og föstudaga frá kl. 18—21. Simi 23588. Brautskráning kandídata frá Háskóla íslands Afhending prófskírteina til kandídata fór fram við athöfn i hátiðasal háskólans laugardaginn 24. febrúar. Rektor háskólans, prófessor Guðlaugur Þorvaldsson ávarpaði kandídata en síðan söng Háskólakórinn ! nokkur lög, stjórnandi var frú Ruth Magnússon. Deildarforsetar afhentu prófskírteinin, og að lokum las óskar Halldórsson nokkur kvæði. Próf við Háskóla íslands í lok haustmisseris hafa eftirtaldir stúdentar, 38 að tölu, lokið prófum við Háskóla íslands: Embættispróf í guðfræði Jón Valur Jensson Valdimar Hreiðarsson. KandidaLspróf i viðskipiafræði Gestur Þórarinsson Margrét Thoroddsen Sigríður Elín Sigfúsdóttir KandidaLspróf f fslenzku Friða Áslaug Sigurðardóttir. B.A. próf f heimspekideild Ásdís Guðrún Kjartansdóttir Bjarki .Bjarnason Guðmundur Gislason Guðmundur Jónsson Hannes Hólmsteinn Gissurarson Kristín Jónsdóttir Matthías Viðar Sæmundsson Nanna Bjarnadóttir Þröstur Ásmundsson örnólfur Thorsson Próf i islenzku fyrir erlenda stúdenta Ingþór Þórðarson Verkfræði- og raunvisindadeild Byggingarverkfræði Eysteinn Haraldsson B.S.-próf i raungreinum Tðlvunarfræði Jón Þór Árnason Eðlisfræði Guðrún Magnúsdóttir Lfffræði Aðalbjörg Þórðardóttir Ámi H. Helgason Björg Þorleifsdóttir Páll Stefánsson Sigurbjörg Þorsteinsdóttir Snorri Baldursson Jarðfræði Elísabet Þorsteinsdóttir Landafræði Guðrún Halla Gunnarsdóttir Þuriður Y ngvadóttir , Kandídatspróf i tannlækningum Jónína Pálsdóttir B.A-próf f félagsvisindadeild Guðjón Magnús Bjamason Guðrún Helga Hannesdóttir Guðrún Magnúsdóttir Herbjört Pétursdóttir Lilja Karlsdóttir Sólveig D. ögmundsdóttir Valborg Stefánsdóttir Þórður Ægir Óskarsson. 1 Gengið gengisskrAning Forðamanna- Nr. 41 — 1. marz 1979. gjaldeyrir Ekiirvg KL 12.00 Kaup Sata Kaup Sala 1 Bondaríkjadollar 323.50 324.30 355.85 356.73 1 Steriingspund 654.95 655.55* 720.45 721.11* 1 Kanadadollar 270.90 271.60 297.99 298.76 100 ^)anskar krónur 6228.00 6243.40* 6850.80 6867.74* 100 Norskar krónur 6360.00 6375.70* 6996.00 7013.27* 100 Sœnskar krónur 7410.70 7429.00* 8151.77 8171.90* 100 Rnnskmörk 8144.50 8164.60* 8958.95 8961.06* 100 Franskir frankar 7555.75 7574.45* 8311.33 8331.90* 100 Bolg.frankar 1103.35 1106.05* 1213.69 1216.66* 100 Svissn. frankar 19296.15 19343.85* 21225.77 21278.24* 100 Gyllini 16141.90 16181.80* 17756.09 17799.98* 100 V-Þýzk mörk 17437.50 17480.60* 19181.25 19228.66* 100 Lirur 38.42 38.52* 42.26 42.37* 100 Austurr. Sch. 2379.55 2385.45* 2617.51 2624.00* 100 Escudos 678.90 680.60* 746.79 748.66* 100 Pesetar 467.60 468.80* 514.36 515.68* 100 Yen 159.36 159.75* 175.30 175.73* * Breyting frá stðustu skrónlngu. . Simavari vegna gangtsskránlnga 22190. __

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.