Dagblaðið - 15.03.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1979.
3
ADGERÐR Á BARNAÁRI
Það hlýtur að vera lýðum ljóst að börnin eru betur komin i umsjá menntaðra
fóstra sem sinna þvi starfi eingöngu að annast börnin.
Laufey og Erla skrifa:
Málefni barna
á forskólaaldri
Á hvaða sviði verða böm á for-
skólaaldri harðast úti hér á landi?
Að sjálfsögðu má nefna marga þaetti
sem bæta þarf úr. Einna mikilvæg-
astan teljum við þann sem við gerum
að umtalsefni hér — skort á dag-
vistarrými.
Ekki er víst að allir geri sér ljósar
afleiðingar þess mikla munar sem er
á tölu dagvistarrýma og á fjölda
þeirra bama sem ekki geta dvalizt
hjá foreldrum allan daginn vegna úti-
vinnu þeirra. Hvar em öll þessi börn
á daginn? Sum em hjá fullorðnum
ættingjum, önnur eru i umsjá eldri
systkina sem sjálf em í mörgum
tilfellum á aldrinum 8 til 14 ára. Flest
Raddir
lesenda
eru þó hjá dagmömmum og það er
algengt að börn í síðastnefnda
hópnum hafi fengið að kynnast
þremur eða fleiri dagmömmum er
þau ná 6 ára aldri. Slík skipti em talin
óheppileg fyrir sálarlíf barna en eru
óumflýjanleg vegna þess hve dag-
mömmur eru óáreiðanleg lausn á
dagvistarvandanum. Þær hætta af
ýmsum ástæðum: veikjast, flytjast
burt, fara 1 frí er þeim hentar o.s.frv.
Einnig er venjan sú að þær stundi
heimilisstörf samhliða gæzlu 3—7
ára barna, auk þess að sinna sínum
eigin bömum. Þessar konur em alls
ekki ámælisverðar. Þærgera yfirleitt
sitt bezta og em í mörgum tilfellum
neyddar til starfsins vegna þess að
þær fá hvergi gæzlu fyrir sín eigin
böm.
Það hlýtur að vera lýðum ljóst að
bömin eru betur komin í umsjá
menntaðra fóstra sem sinna því starfi
eingöngu að annast börnin. Þau ættu
að geta átakalaust fengið inni á
góðum barnaheimilum í sínum
hverfum þar sem þau geta dvalizt
allan forskólaaldurinn. Þar læra þau
að umgangast önnur böm, þau fá
margs konar andlega örvun og yfir-
leitt hollan mat. Síðast en ekki sízt
sleppa þau við öryggisleysið sem
fylgir stöðugum umskiptum.
Hvernig er leyst úr þessum málum
í dag? Skorturinn á dagvistarrými er
svo mikill að einungis forgangshópar
koma bömum sínum að, og það eftir
langa bið. Giftir foreldrar, sem ekki
eru 1 námi, fá ekki einu sinni að setja
nöfn barna sinna á biðlista dag-
heimilanna. Undanskildar eru hér
sumar starfsstéttir sjúkrahúsanna og
þeir sem eiga kost á einkadag-
heimilum. Einnig veldur dagheimila-
fátæktin og fóstruskorturinn því að
of mörg börn eru á hverja fóstru á
dagheimilunum. Fóstruskorturinn
stafar m.a. af því að lítið er hlúð að
Fósturskólanum af hálfu ríkisins og
hann fjársveltur.
Hér verður ekki komið inn á
málefni bama á skólaaldri en sama
vandræðaástandið ríkir þar vegna
skorts á skóladagheimilum og starfs-
aðstöðu fyrir bömin til að læra í
skólunum.
Hvað skal gera?
Nú verða allir foreldrar og aðrir
velunnarar barna að nota tækifærið
á barnaárinu og þrýsta á um að
barnaheimilum verði fjölgað til sam-
ræmis þörfinni og þau einnig bætt
tafarlaust. Ekki má heldur gleyma að
'krefjast bættrar aðstöðu Fóstur-
skólans og kjarabóta fyrir fóstrur.
Liklega verða menn seint sammála
um hvað eigi að gera við Torfuna.
Raddir lesenda taka við
skilaboðum til umsjónar-
manns þáttaríns „Heimil-
islæknir svarar" í sima
27022, kl. 13-15 alla
virka daga.
Akið á hægri akrein
DÖMUDEILD
FALLEGT URVAL AF
TÍZKUFATNAÐI
ÚR ÚRVALS ULLAREFÉUM
GLÆSILEGUR KLÆÐNAÐUF
FYRIR |
FERMINGARSTÚLKURNAFa
FERMINGARSKYRTUR
ÁDREIMGI
fej ÍMÖRGUM
i.LITUM
—farið f ramúr á þeirri vinstri
Einar S. Jónsson skrifar:
Ég átti samtal við lög-
Hentugast er að nota hægri akrein til
aksturs og þá vinstri til framúr-
aksturs. En hvað á að gera á mestu
annatimum?
regluvarðstjóra þann 12.3 vegna þess
ófremdarástands er ríkti í umferðar-
menningu okkar er ökumenn notuðu
vinstri akreinar til aksturs en ekki til
framúrkeyrslu.
Tjáði lögregluvarðstjóri mér að
ekkert sektarákvæði væri til um þetta
mál í umferðarlögum. Aftur á móti
tæki fólk því mjög vel ef því væri
bent á hve slæmur þessi keyrslumáti
væri. Samt sem áður væri litill
árangur af þessum tilmælum lög-
reglunnar.
Einar spyr því hvort ekki sé brýn
nauðsyn á herferð í þessum málum
þannig að fólk almennt æki á hægri
akrein en notáði þá vinstri til framúr-
aksturs.
Spurning
dagsins
Hvort kanntu betur
við snjó eða rign-
ingu?
Helga Jónsdóttir hjúkrunarnemi: Ég er
hrifnari af snjónum vegna þess að þá
gefst tækifæri til að fara á skiði og þess
háttar.
Magnús Guðmundsson, 11 ára: Ég er
hrifnari af snjónum og er alls ekki
búinn að fá nóg af honum. Maður
blotnar svo i rigningunni.
Erla Sigvaldadóttir meinatæknlr: Ég
kann betur við snjóinn og vil hafa
hann á vetuma. Hins vegar leiðist mér
rigningin.
Ásbjörn Pálsson húsvörður: Það fer
allt eftir þvi á hvaða árstíma það er. Ég
kann betur við snjó á veturna en
rigningu ásumrin.
Jón Þ. Arason málarí: Ég kann betur
við rigninguna og er búinn að fá alveg
nóg af snjónum.
Herborg Slgtryggsdóttir nemi: Ætli ég
kunni ekki betur við snjóinn. En það
fer þó eftir þvi hvort maður er labbandi
eða á bil.