Dagblaðið - 15.03.1979, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1979.
—sem neyddur var til að f remja sjálf smorð í nóvember
Þrír ónýtir strætisvagnar, tuttugu verið geymd þar síðan komið var með dollarar. Þar af voru greiddir 43
stáltrommur og ræðustóll voru seld á þau til Bandaríkjanna í nóvember. þúsund dollarar fyrir strætisvagnana
uppboði á San Fransisco í gær. Upp- Á uppboðinu fengust um 300 þúsund og 1450dollarar fyrir ræðustólinn.
boð þetta var haldið á eignum þeim
sem trúarhópur Jim Jones í Guayana
skUdi eftir sig, en hópurinn framdi
allur sjálfsmorð, eða öllu heldur var
neyddur til þess í nóvember sl.
Hluti þess fjár er fékkst á uppboðinu
verður notaður til þess að koma
hundruðum líka heim til Californiu, en
likin eru nú geymd i frystigeymslum á
herflugveUinum í Delaware. Líkin hafa
Erlendar
fréttir
JÓNAS
HARALDSSON
REUTER
Ekkja
Mussolini
á spftala
Rachele Mussolini, 88 ára ekkja
ítalska einræðisherrans Mussolini, var
flutt á sjúkrahús í gær til rannsóknar.
Sonur hennar Vittorio heimsótti móður
sína á sjúkrahúsið og sagði að hún væri
enn spræk og fylgdist af áhuga með
hvað væri að gerast nú á dögum.
ísraelsstjóm sam-
þykktí samninginn
Carter Bandaríkjaforseti segir að
öU meginefni væntanlegs friðar-
samnings ísraels og Egyptalands hafi
verið leyst, eftir að stjórn ísraels sam-
þykkti í gær friðarsamninginn, sem
forsetinn lagði fyrir.
í Jerúsalem sagði Menahem Begjn,
að stjórn sín hefði samþykkt friðar-
samninginn með 15 atkvæðum gegn
engu, en einn ráðherrann sat hjá við
atkvæðagreiðsluna.
Áður hefur sami friðarsamningur
verið samþykktur af Anwar Sadat
Egyptalandsf orseta.
Carter gaf þessa yfirlýsingu aðeins
fáum klukkustundum eftir að hann
kom heim úr hinni sögulegu för sinni
til Kaíró og Jerúsalem, þar sem hann
tefldi djarft til .þess að reyna að ná
friðarsamningum.
Mustapha Khalil forsætisráðherra
. Egyptalands sagði í Kaíró í gær, að
Sadat Egyptalandsforseti færi til
Washington, annað hvort 22. eða 23.
marz nk. til þess að undirrita friðar-
samninginn, ef allt fer að óskum og
ástandið verður með eðUlegum hætti
milli ísraels og Egypta fram að þeim
tíma.
Arabaríki og samtök sem andsnúin
eru samningum ísraelsmanna og
Egypta hótuðu því i gær að nota
„olíuvopnið” til þess að berjast gegn
samningnum og að hætta að kaupa
bandariskar vörur.
Þau hvöttu einnig til mótmæla og
verkfalla og hvöttu til þess að
arabískir sjóðir yrðu fluttir frá
Bandaríkjunum.
Carter flytur ávarp sitt í egypzka
þinginu. Sadat í baksýn.
UPPBOÐ A EIGUM TRÚFLOKKSINS
7
N
Sovézk kona: r
KASTAÐISER FRA
SKIPISÍNU 0G LEZT
Sovézk kona lézt eftir að hafa Nafn konunnar var Valentina
stokkið frá borði á sovézku flutninga- Ovsvenikova og var hún 26 ára að
skipi, þar sem skipið var á siglingu á aldri. Hún mun hafa stokkið frá borði
Adríahafi frá Ítalíu til Júgóslavíu. sl. manudag. Að sögn skipstjóra
Júgóslavneska dagblaðið Politika i sovézka skipsins fannst lík konunnar
Belgrað greindi frá þessu í gær. eftir tveggja tíma leit. Konan var í
áhöfn skipsins.
Söngvarínn góflkunni Ray Charies á heimaslóðum I Georgiufylki i Banda-
ríkjunum. Útgáfa hans á laginu Georgia on my Mind hefur nú veríð gerð að
opinberum söng fylkisins.
Peking:
Farþegaþota hrapaði
—talið að um 200 haf i farizt
Kínversk farþegaþota fórst í gær og nýlega hafið sig til flugs frá her- og
hrapaði þotan á verksmiðju. Talið er æfingaflugvelli í Peking er slysið varð.
að um 200 manns hafi farizt, bæði með Farþegaþotan var af Trident gerð.
þotunni og á jörðu niðri. Þotan hafði
INNLENT LÁN
RÍKISSJÓÐS ÍSLANDS
1979 1.FL.
VERÐTRYGGÐ
SPARISKÍRTEINI
Fjármálaráðherra hefur fyrir
hönd ríkissjóðs ákveðið að
bjóða út verðtryggð spariskír-
teini allt að fjárhæð 1.500
milljónir króna.
Kjör skírteinanna eru í aðal-
atriðum þessi:
Meðalvextir eru um 3,5% á ári,
þau eru lengst til 20 ára og
bundin til 5 ára frá útgáfu.
Skírteinin bera vexti frá 25.
febrúar og eru með verð-
tryggingu miðað við breyting-
ar á vísitölu byggingar-
kostnaðar, er tekur gildi
1. apríl 1979.
Skírteinin eru framtalsskyld
og eru skattlögð eða skatt-
frjáls á sama hátt og banka-
innistæður samkvæmt lögum
nr. 40/1978. Skírteinin eru
gefin út í fjórum stærðum,
10.000, 50.000, 100.000 og
500.000 krónum, og skulu þau
skráð á nafn.
Sala skírteinanna hefst
15. þ.m., og eru þau til sölu hjá
bönkum, bankaútibúum og
sparisjóðum um land allt svo
og nokkrum verðbréfasölum
í Reykjavík.
Sérprentaðir útboðsskilmálar
liggja frammi hjá þessum
aðilum.
Mexíkóborg:
Jarðskjálfti banaði tveimur
— ogslasaði35 menn
Sterkur jarðskjálfti, sem varð fyrir hluta landsins. Talsmaður Rauða
dögun i Mexíkóborg varð tveimur krossins sagði að meira en 35 manns
mönnum þar að bana og skók aðra hefðu slasazt í jarðskjálftanum.
Mars 1979