Dagblaðið - 15.03.1979, Qupperneq 12
12
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1979.
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Prúðu leikararnir nýkomnir
Manch. Utd.
sigraði
Tottenham
- 24 á Old Trafford
íManchester. Mætir
Liverpool í undan-
úrslitum bikarsins
Manchester United sigraði Totten-
ham 2—0 á Old Trafford í enska
Bikarnum í gærkvöld. United mætir
því Liverpool i undanúrslitum en
Manch. Utd. sigraði einmitt Liverpool
2—1 í úrslitum á Wembley fyrir
tveimur árum. Sigur Manch. Utd. var
verðskuldaður á Old Trafford og
Tottenham hafði litið fram að færa. Þó
skall hurð nærri hælum í fyrri hálfleik
þegar Martin Buchan bjargaði á línu
fyrir Manchesterliðið.
Þá þegar hafði United náð forustu.
Joe Jordan, er átti mjög góðan leik,
sifellt ógnandi með hæð sinni og hraða
skoraði. Jordan hefur verið frá í tvo
mánuði vegna meiðsla, eftir meiðsli,
sem hann hlaut í landsleik Skota. Og
Sammy Mcllroy bætti við öðru marki
Manch. Utd. á 55. mínútu eftir góðan
undirbúning Mike Thomas, velska
landsliðsmannsins hjá United.
Annars urðu úrslit á Englandi i gær-
kvöld.
Nottm. Forest-Norwich 2—1
WBA-Chelsea 1—0
2. deild
Blackburn-Oldham 0—2
Stoke-Orient 3—1
Sunderland-Crystal Palace 1—2
3. deild
Chester-Rotherham. 0—1
Chesterfield-BIackpooI 1—3
4. deild
Wigan-Torquay 3—1
WBA hefur nú tapað aðeins tveimur
stigum meir en Liverpool í 1. deild.
Ally Brown skoraði sigurmark WBA á
Chelsea á The Hawthorns í gærkvöld.
Og meistarar Nottingham Forest
sigruðu Norwich 2—1, með tveimur
mörkum enska landsliðsmannsins
Tony Woodcock á City Ground í
Nottingham.
Sextugur datt
ílukkupottinn
í 29. leikviku getrauna kom fram
einn seðill með 12 réttum og átti hann
sextugur vélstjórí i Reykjavík. Hlýtur
hann kr. 848.500.- fyrír sinn 4 raða
seðil. Með 11 rétta voru 4 seðlar og
vinningur á hvern kr. 90.900.-
Vegna tafanna, sem orðið hafa á
bikarkeppninni ensku, var ekki hægt
að notast við leiki úr 8-liða úrslitum
þeirrar , keppni á laugardag. Þegar
seðillinn fór i prentun, voru aðeins
fyrír hendi 9 leikir i 1. og 2. deild og var
fyllt upp með 3 leikjum úr 3. deild, en
hvað um það, allir leikirnir gátu farið
fram.
Firmakeppni
Blikana
— úrslitakeppnin
um helgina
Unanfarna þrjá sunnudaga hefur
staðið yfir 16 liða undankeppni i
fjórum riðlum í UBK-firmakeppninni í
handknattleik 1979. Sigurliðin úr
riðlunum, alls fjögur, leika síðan til úr
slita næsta sunnudag í íþróttahúsinu
Ásgarði í Garðabæ milli kl. 15 og 18.
Liðin í úrslitunum eru frá
Verzlunarbankanum, Dagblað-
inu/Hilmi, Skýrsluvélum og ISAL.
Ef marka má leiki undankcppninnar
verður þetta fjörug og skemmtileg
barátta þar sem jafnt þekktir og
óþekktir handknattleiksmenn sýna
sannkölluð tilþríf f íþróttinni.
Sigurvegararnir i Keflavik, fremri röð frá vinstrí: Sveinn Valdimarsson, Guðný
Aftari röð: Unnur Magnadóttir, Eðvarð Eðvarðsson, Haildóra Magnúsdó
Guðmundsdóttir.
Ósigur Celtic
á Park Head
— í Glasgow í skozka bikarnum gegn
Aberdeen, 1-2
Hinir 37 þúsund áhorfendur sem
flykktust til Park Head i Glasgow til að
fylgjast með viðureign Celtic og
Aberdeen i skozka Bikarnum urðu
fyrír miklum vonbrígðum. Aberdeen
sigraði Celtic fyrír framan eigin áhorf-
endur og Aberdeen mætir því
Hibernian í undanúrslitum í skozka
Bikarnum.
Tvö mörk á fyrstu 13. mín. leiks-j
ins lögðu grunn að sigri Aberdeen. |
BBC talaði um að bæði mörkin mættu
skrifast á reikning enska
markvarðarins hjá Birmingham, Peter
Latchford. Davidson náði forustu fyrir
Aberdeen og Archibald jók muninn í
2—0, eftir aðeins 13. mínútur. Það
sljákkaði mjög í áhorfendum. Þrátt
fyrir þunga sókn Celtic varð lítið
ágengt gegn sterkri vörn Aberdeen. Á
60. mínútu var Alfie Conn tekinn út af
hjá Celtic og Bobby Lennox kom inn á
sem varamaður. Aðeins þremur
mínútum síðar minnkaði Lennox
muninn i 2—1 en þar við sat. Aberdeen
fór með sigur af hólmi og mætir því
Hibemian í undanúrslitum.
f úrvalsdeildinni skozku fóm fram
nokkrir leikir og úrslit urðu:
Dundee United-Partick 2—1
Rangers-Hibernian 1—0
Morton-Motherwell 6—0
Gordon Smith skoraði sigurmark
Rangers gegn Hibernian. En sigur
Rangers hefði átt að verða stærri, fór
illa með upplögð tækifæri. Þó slapp
Rangers i lokin, þegar Jackson handlék
knöttinn í vítateig Rangers. AUir á
Ibrox sáu atvikið, en dómarinn,
Valendne er dæmdi hér tvívegis síðast-
liðið haust, lokaði augunum fyrir at-
vikinu og Rangers slapp með
skrekkinn.
Dundee United vann góðan sigur á
Partick, 2—1. Paul Hegarty náði
forustu fyrir Dundee United þegar á 2.
mínútu en Partick náði að jafna á 58.
mínútu, McAdam var þá að verki. En
Paul Hegarty hafði ekki sagt sitt
síðasta orð. Hann skoraði sigurmark
Dundee United á75. mínútu.
Námskeið
íblaki
Blaksamband íslands genst fyrír A-
stigs námskeiði i blaki dagana 31. marz
— 1. april 1979.
Þátttökutilkynningar þurfa að
berast til skrifstofu ÍSÍ, Rvík, sími
83377, fyrir 25. marz. Þar fást nánari
upplýsingar um námskeiðið.
Fræðslunefnd BLÍ.
Sundmót Barna-
skóla Keflavíkur
— keppt íf jórum aldursflokkum
aðeins i öxl.
Á sunnudaginn fór fram i Sundhöll
Keflavíkur fyrsta sundmót Barna-
skóla Keflavíkur. Keppt var í 50 metra
bringustundi stúikna og pilta í fjórum
aldursflokkum — það er 3., 4., 5. og 6.
bekk bamaskólans.
Sigurvegarar í mótinu í Keflavík
urðu: í 3. bekk
Stúlkur;
Guðbjörg Guðmundsdóttir 56.4
Piltar:
Sigurður Hinriksson 59.4
í 4. bekk Stúlkur: Unnur Magnadóttir Piltar: 55.8
Sveinn Valdimarsson í. S.bekk 50.3
Stúlkur: Guðný Aðalsteinsdóttir Piltar: 51.6
Eðvarð Þ. Eðvarðsson í. 6. bekk 38.1
Stúlkur:
Halldóra Magnúsdóttir Piltar: 46.6
Jóhann Björnsson 40.7
Þess má geta að tími Eðvarðs er
undir íslandsmeti sveina en þar sem
laugin í Keflavík er aðeins tæpir 17
metrar að lengd þá fæst það ekki stað-
fest, til þess þyrfti 25 metra laug.
Húsnæðismálastofnun
ríkisins Laugavegi 77
Útboö
Framkvæmdanefnd um byggingu leigu- og
söluíbúða í Neskaupstað, óskar eftir tilboðum í
byggingu 11 íbúða fjölbýlishúss við Nesbakka
í Neskaupstað.
Húsinu skal skila fullbúnu með grófjafnaðri lóð
15. október 1980.
Útboðsgögn verða til afhendingar á Bæjarskrifstofu
Neskaupstaðar og hjá Tæknideild
Húsnæðismálastofnunar ríkisins frá 16. mars,
gegn 30.000 kr. skilatryggingu.
Tilboðum skal skila til sömu aðila eigi síðar
en þriðjudaginn 10. apríl kl. 11.00 og verða þau þá
opnuð að viðstöddum bjóðendum.
Framkvæmdanefnd um byggingu
leigu- og söluíbúða í Neskaupstað.