Dagblaðið - 28.03.1979, Qupperneq 8
„Málið er það að í lok febrúar var
boðið út þetta einangrunarefni fyrir
Hitaveitu Reykjavíkur. Þau tilboð
sem bárust í tæka tíð voru 14,” sagði
Eiríkur Tómasson, aðstoðarráðherra
og stjórnarformaður Innkaupa-
stofnunar Reykjavíkur, í viðtali við
DB.
Síðan kvað Eirikur það hafa
spurzt að SÍS hefði ekki sent tilboð.
Hefði það komið á óvart, einkum af
tveim ástæðum. Önnur var sú að þeg-
ar síðast var boðið út einangrunar-
efni var SÍS með lægsta tilboðið. Hin
var sú að sams konar einangrunar-
verkefni var boðið út fyrir Hitaveitu
Egilsstaða þrem vikum áður en
umrætt útboð Innkaupastofnunar.
Haft SÍS verið með áberandi lægst
boð í báðum tilvikum.
„Við nánari könnun kom í ljós,”
sagði Eiríkur, „að ekki höfðu verið
send útboðsgögn til SÍS, eins og föst
venja hefur verið um alllangt skeið.
Reyndar átti þetta við öll þau
fyrirtæki sem áður hafa fengið út-
boðsgögn send reglulega.
Þetta sögðu talsmenn SÍS að hefði
verið ástæðan fyrir því að þeir sendu
ekki tilboð nú. Tvö áðurnefnd tilboð
styðja þá fullyrðingu,” sagði Eiríkur.
„Rétt er að taka fram að tilboð
SÍS, sem barst eftir að önnur tilboð
höfðu verið opnuð, var 1.750 þúsund
krónum lægra en það tilboð sem
lægst hafði borizt áður,” sagði
Eiríkur, „og var þá miðað við fob-
verð. Með aðflutningsgjöldum og
fleiru er munurinn á þessum tveim
tilboðum 3—4 milljónir króna.
í útboðsskilmálum var tekið fram
að heimilt væri að hafna öllum til-
boðum sem bærust,” sagði Eiríkur
Tómasson. „Þess vegna er að dómi
okkar, stjórnarmanna í Innkaupa-
stofnuninni ekki grundvöllur fyrir
málshöfðun vegna þessa máls.”
4 stjórnarmenn greiddu atkvæði
með þeirri aðferð sem viðhöfð var.
Þeir eru: Eiríkur Tómasson, Sigurjón
Pétursson, Siguroddur Magnússon
og Valgarð Briem. Magnús L. Sveins-
son sat hjá.
Loks sagði Eiríkur að málið hefði
orðið að afgreiða á fundi Innkaupa-
stofnunar í fyrradag og panta efnið.
Að öðrum kosti hefði verið hætta á
að skortur hefði orðið á heitu vatni í
Reykjavík vegna tafa á fram-
kvæmdum.
„Við stjórnarmenn Innkaupa-
stofnunar Reykjavíkur hörmum að
þessi mistök áttu sér stað í fram-
kvæmd útboðsins og væntum þess
að slíkt endurtaki sig ekki. Við teljum
að fyrirtæki, sem lofað hefur verið
að fá útboðsgögn, megi treysta því
Ioforði,” sagði Eiríkur að lokum. BS.
Tían á sýningu
Hin nýja DC—10 breiöþota Flugleiða tók litla lykkju á leið sína í gærdag. Flug-
stjóri þotunnar ákvað að fljúga lágflug yfir Reykjavík í góða veðrinu og sýna
höfuðborgarbúum og nágrönnum hinn glæsta grip. DB-mynd Ragnar Th.
Allar vörur til
skíöaiökana
Atomic skíöi
Salomon bindingar
Byrjendaskíði
á kr. 7.620.-
Skíðastafir — hanskar
Gleraugu
Opið frá kl.
10—12 og 1—6
v. Opið á
V laugardögum
\ til kl. 4.
Sportmarkaðurihn
Grensásvegi 50 — Sími 31290
SIS verður að sæta sömu
llÍAMim oAkÍk — vinnubrögðum Innkaupastofn
tvjuium Ug aUIII unarharðlegamótmælt
Steinull hf. mótmælir harðlega
aðferðum Innkaupastofnunar Reykja-
víkur í útboðsgerð og allri aðferð við
kaup á einangrunarefni til Hita-
veitunnar.
Eftirfarandi bréf var sent forstjóra
Innkaupastofnunar Reykjavíkur í
fyrradag af því tilefni að ekki var tekið
lægsta tilboði i efniskaup sem boðin
voru út.
Miðvikudaginn 28. febrúar 1979 kl.
11.00 f.h. voru opnuð tilboð í framan-
greint útboð yðar nr. 79009/HVR fyrir
röraeinangrun vegna Hitaveitu Reykja-
víkur. í tilboði þessu tóku þátt 10—12
aðilar víðs vegar að, eins og bókanir
stofnunarinnar sýna.
12. þ.m. barst oss frétt um, að
Hitaveita Reykjavíkur hefði ákveðið að
óska eftir að stofnun yðar pantaði
röraeinangrun samkvæmt framan-
greindu útboði frá Ecomax í Svíþjóð,
sem vér erum umboðsmenn fyrir, enda
var tilboð þeirra hagstæðast að þessu
sinni. Þá hefur oss verið tjáð, að lagt
haft verið fram tilboð frá SÍS v/Elkem
i Noregi og harI það verið ca 10%
lægra en tilboð vo.t.
Hafi formaðurinn óskað þess að
þessu tilboði væri tekið þrátt fyrir að
það barst 10—12 dögum eftir að tilboð
voru opnuð samkvæmt útboði. Þetta
hefur framkvæmdastjóri yðar staðfest
við undirritaðan í simtali í dag.
Þetta eru nýjar aðferðir og ný
vinnubrögð á þessu sviði sem vér
teljum oss verða að niótmæla og for-
dæma. SÍS verður að sæta sömu
kjörum og aðrir.
Hafi verið um einhver mistök að
ræða verða þau vart leiðrétt á þennan
hátt. Fjöldi tilboða barst og þau voru
opnuð á tilsettum tíma, að viðstöddum
þeim sem þess óskuðu.
Tilboð vort var valið og óskað eftir
að því yrði tekið. Verði fram hjá því
gengið sjáum vér ekki annarra kosta
völ en leita réttar vors og umbjóðenda
vorra með málshöfðun á hendur yður
vegna óheiðarlegra aðferða við kaup
samkvæmt útboði og brot á íslenzkum
staðli um útboðm.a.
Undir þetta bréf ritar f.h.
Steinullar hf. Axel Kristjánsson, fram-
kvæmdastjóri. -B.S.
„Önnur rafvæðing sveitanna” íburðarliðnum:
Þriggja fasa rafmagn við tún-
fót hvers býlis _ — fyrir8,8milljarða
Orkuráð hefur lagt inn á borð hjá
iðnaðarráðherra tillögu um „að á
næstu 8 árum verði árlega varið fjár-
hæð sem að framkvæmdamætti jafn-
gildir 1100 milljónum að verðmæti í
byrjun þessa árs til að styrkja raf-
dreifikerfið í strjálbýli á landi hér. Á
rafdreifikerFið að geta flutt rafmagn er
nægi til almennra heimilisnota i
sveitum, fullrar húsahitunar með raf-
magni og búnota hvers konar, svo og
til margvíslegra annarra nota, svo sem
þjónustu og iðnaðar í strjálbýli.”
Verkið á næstu átta árum kostar því
8.8 milljarða miðað við verð i árs-
byrjun nú.
Samkvæmt tillögunni er lagt til að
styrkingin verði með þrífösun, þ.e. að
einfasa flutningslínum verði breytt í
þrífasa línur á um 65% af heildarlengd
dreifikerfisins. Hafa þá 70—80% íbúa
sveitanna aðgang að þrífasa rafmagni
eins og segir í fréttatilkynningu
Orkuráðs.
í tillögunni sem nú liggur hjá
ráðherra er lagt til „að þannig styrking
rafdreifikerfis verði fjármögnuð með
óafturkræfum framlögum ríkissjóðs i
Orkusjóð sem síðan kosti fram-
kvæmdirnar á.sama hátt og rafvæðing
sveitanna hefur verið kostuð til þessa.”
Þessi styrking rafdreifikerfisins
leiðir 3ja fasa raforku að túnfæti hvers
bónda. Býli i landinu munu nú um 5000
og þriðjungur þeirra talinn hafa súg-
þurrkun. Eftirspurn eftir henni eykst
og þvi má gera ráð fyrir að bændur
kosti í þriggja fasa heimtaugar í aukn-
um mæli frá væntanlegum línum við
túnfótinn.
Þessi áætlun sem lögð hefur verið
fram í tillöguformi var á blaðamanna-
fundi Orkuráðs í dag nefnd „önnur
rafvæðing sveitanna.” Voru þarna
látnar einlægar vonir í ljós um að
alþingismenn og stjórnvöld myndu nú
samþykkja þessar tillögur þó dýrar séu.
-ASt.
EINLÍFIESKFIRZKRA PIPAR-
OlfdMA ál^lIAA — engarlæsingaráhurðumnýju
wVtlNM UUNMtl piparsveinahallarinnar
Einlífi eskfirzkra piparsveina er nú
alvarlega ógnað nema bæjarstjórinn
bregðist hart við og láti setja læsingar á
hurðir hinna nýju t'búða í verkamanna-
bústaðnum, sem gjarnan er nefnd
piparsveinahöllin, þar sem einhleypir
karlmenn hafa einkum fest kaup á
íbúðum þar.
í fyrrakvöld hugðust þeir fjölmenna
á fund bæjarstjóra og bera upp vand-
ræði sín og höfðu á orði að rifta
kaupunum fengist ekki botn í málið,
svo annt er þeim um „prívatið”.
Innréttingarnar, sem að sögn
kunnugra eru hinar vönduðustu, eru
framleiddar í trésmiðju Kaupfélagsins
á Selfossi og getur fréttaritari DB á
Esk-ifirði sér helzt til að læsinga-
skorturinn sé af pólitískum toga
spunnin. Framsóknarmenn, sem ráði
kaupfélaginu, vilji hafa íbúðirnar
opnar í alla enda eins og flokkinn.
GS/Regína.
„Rúm”-bezta verzlun landsins
INGVAR OG GYLFI
GRENSÁSVEGI3108 REYKJAVÍK, SÍMI: 81144 OG 33530.
Sérverzlun með rúm