Dagblaðið - 27.04.1979, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 27.04.1979, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1979. Þakkir til útvarps/sjónvarps Inga skrifar: Þar sem ég hef legið á sjúkrahúsi frá því fyrir páska langar mig að senda þessum sígildu bitbeinum okkar íslendinga, fjölmiðlunum tveimur, ríkisútvarpi/sjónvarpi, nokkurorð. í þetta sinn þakkarorð. Útvarpshlustandi hef ég löngum verið en ekki fundið fyrr en nú hvílíkur gleðigjafi á löngum stundum útvarpið er. í því er margt sem hlusta má ásér til gleði og fróðleiks. Lestur Gísla afbragð Fyrst verð ég að nefna lestur Gísla HalldórsSonar leikara á sögunni Góði dátinn Svejk eftir Hasek.Gísli kemur alltof sjaldan í útvarp að mínu áliti og sagan er sérstaklega góð og fyndin og lesturinn alveg afbragð.’ Föstudaginn 13. apríl flutti Hjörtur 'Pálsson dagskrárstjóri þátt um sænska skáldið Ivar-Lo Johannsson, en ég tel að við íslendingar vitum allt oflítið um það góða skáld. Stenzt aldrei Ævintýri á gönguför Böðvar Guðmundsson, Silja Aðalsteinsdóttir og Sverrir Hólmars- son lífguðu upp á skírdaginn með þjóðlegum frásögnum og ágætum lestri. Öll eru þau afbragðs upplesar- ar. Ævintýri á gönguför get ég aldrei staðizt. Ég hef séð leikritið á sviði og heyrt í hljóðvarpi oftsinnis gegnum tíðina og finnst það því skemmtilegra sem ég heyri það oftar. Þar sem ég er margra barna móðir verð ég að minnast á barnatímann. Mikið hefur verið kvartað undanfarið yfir barna- efninu, en ég get ekki betur séð og heyrt en að barnaefni bæði í hljóð- varpi og sjónvarpi sé að breytast til batnaðarí seinni tið. Páskadrunginn horfinn Sem betur fer er páskadrunginn sem hvíldi yfir fjölmiðlunum að hverfa. Létt efni og góðar myndir sjást nú orðið í sjónvarpinu þessá daga. Sagan af Davið var góð og Íífgaði upp á biblíusögukennslu krakkanna minna tveggja, sem eru einmitt að læra um þetta tímabil. Islenzka skemmtiefnið þar sem Edda Andrésdóttir var kynnir fannst mér ofur þunnt og olli mörgum vonbrigðum. Afturgöngurnar hans Ibsens voru samar við sig og sígilt listaverk. Tónlist í útvarpi yfir þetta tiltekna tímabil fannst mér ágæt. Viti menn, Stundin okkar orðin góð Húsið á sléttunni hefur í vetur verið vinsælasta efni sjónvarpsins hjá börnunum mínum, en viti menn. Síðustu vikurnar hafa þau horft öll fjögur á Stundina okkar og sagt að lokum: „Nei, þetta var alltof stuttur þáttur”. Á því sér maður að þegar tíminn virðist fljótur að liða og allir gleyma sér er efnið einhvers virði. Ég veit að sjónvarpið heldur á- fram á sömu braut þar sem það á svo marga vini á öllum aldri sem kunna' bezt að þakka fyrir það sem vel er gert. Ég vil svo að lokum þakka Ríkisútvarpi/sjónvarpi fyrir ánægjustundir fyrr og síðar, ekki sízt þessar síðustu vikur þegar ég heilsu og kröftum svipt átti mitt helzia athvarf við títtnefnda fjölmiðla. Þakka skal þeim er þakka ber. IÞ „Gísli Halldórsson kemur alltof sjaldan i útvarpið,” segir bréfritari. með því sem fram fer, er kallað „stríðsástand", þá langar mig að spyrja. Hvað segir orðabókin um orðið stríðsástand? Varðandi fréttina um „lög- reglubúrið” þann 23. þ.m. erekki of- sögum sagt að hún er hreinn útúr- snúningur frá upphafi til enda. í fréttinni segir: „Varð að sam- komulagi að halda almennan fund til þess að ræða málin. Á fundinum áttu að hittast málsaðilar, unglingar, lögregla, stjórn og framkvstj. Herðu- breiðar og sýslufulltrúi, auk al- mennra borgara. Ekkert varð þó af þessum borgarafundi þar sem stjórn Herðubreiðar boðaði með skömmum fyrirvara fámennan fund með unglingunum. Lítið kom út úr þeim fundi, enda lítill undirbúningur fyrir hann.” Rétt og óvefengjanleg atburðarrás er hins vegar þessi: Stjórn Herðubreiðar kom saman til fundar föstudaginn 20. þ.m. Á fundinn mættu sýslufulltrúi og 2 lögreglu- menn. Annar lögreglumaðurinn upplýsti m.a. að HANN hafi boðið hópi unglinga að sitja fyrir svörum á fundi með þeim ef þau óskuðu þess. Á stjórnarfundinum varð það að samkomulagi stjórnar Herðubreiðar og lögreglu að bjóða um það bil 10— 20 unglingum til fundar við sig sunnudaginn 22. apríl kl. 13 til að ræða nýliðna atburði, ef þau óskuðu eftir slíku. Lögreglan kom strax boðum um þetta til unglinganna. Síðan gerist það að á áður ákveðnum fundartíma mæta um það bil 50—60 manns og sá stjórnin eða Iögreglan ekkert athugavert við þennan fjölda og var öllum hleypt inn á fundinn sem óskuðu þess, þó varla gæti þetta talizt almennur borgarafundur, enda ekki auglýst opinberlega. Um fundinn er það að segja, að hann var einn skemmtilegasti, mál- efnalegasti og prúðmannlegasti fundur sem ég hef setið. Ekki færri en 20 manns tóku til máls og var víða komið við í umræðunum. Niðurstaða Vegna fréttaflutnings í Dag- blaðinu undir fyrirsögnunum „Stríðsástand á Seyðisfirði” og „Á leið í lögreglubúrið” vil ég koma á framfæri eftirfarandi: Fyrri fréttin lýsir að mínu mati engu öðru en sálarástandi Dag- blaðsins og heimildarmanna þess. Þegar það, að lögreglan taki í sina vörzlu 6 uppivöðslusama unglinga og forvitnir vegfarendur fylgist af áhuga MHRIKR gj MRRINER Teikning er eftir greinarhöfund. fundarins var í grófum dráttum sú að allir málsaðilar töldu eðlilegast að unglingarnir leystu málin sjálfir í góðri samvinnu við lögregluna og félagsheimilið, t.d. með skemmtana- haldi sem unglingarnir stæðu sjálfir að og væru þar með ábyrgir fyrir því sem þar færi fram. Fundinum lauk svo með því að allir málsaðilar þökkuðu fyrir ánægjulegan og gagn- legan fund. Rétt er að taka fram að bæði lög- regla og stjórn Herðubreiðar lýstu sig reiðubúin að mæta á almennum borgarafundi um málið en töldu það þó ekki vænlegt til frekari árangurs, enda væru þessir aðilar ávallt til Að gefnu tilefni skal þeim sem senda Dagblaðinu les- endabréf bent á að þau eru ekki birt nema nafn og heimilisfang ásamt nafn- númeri sendanda fylgi með. viðtals um það sem betur mætti fara. Um það sem ég hef hér rakið tel ég að allir hlutaðeigandi geti vitnað, nema hugsanlega „heimildarmaður” Dagblaðsins, þar sem hann mætti ekki á fundinum fyrr en 20—30 min. eftir að hann hófst og hvarf af fundi löngu áður en honum lauk. Af ofanrituðu má sjá að varla stendur eitt orð eftir rétt með farið í grein Dagblaðsins undir fyrir- sögninni „Á leið í lögreglubúrið.” Ástæðan fyrir því að ég rita þetta er að ég vil hafa það er sannara reynist og að það eina sem við Seyð- firðingar oft á tíðum fréttum af því sem miður fer hjá okkur, lesum við í Dagblaðinu, og oft á þann hátt, sem hér hefur verið rakið. Segir það sína sögu. í lokin vil ég ítreka spurningu mína í upphafi og bæta fáum við. Er það ekki venja dagblaða að leita heimilda lögreglu, þegar um frá- sagnir af lögreglumáli er að ræða? Er það ekki venja dagblaða að leita álits beggja aðila í fréttum af þvi. er tveir deQa? Er Dagblaðið það illa statt í sam- keppni dagblaðanna að það þurfi að nota slíka æsifréitamennsku til að halda lífi? Verzlunarstjóri óskast Þarf að vera áreiðanlegur. Viðkomandi þarf að hafa góða undirstöðu- menntun, þ.e.a.s verzlunar- eða sambærilega menntun. Umsóknum skal skilað til DB fyrir 5. maí merkt „Verzlunarstjóri”. Með von um greinargóð svör, Gísli Blöndal Seyðisfirði. Aths. DB. Ekki verður annað séð en fréttir DB frá atburði þessum á Seyðisfirði séu staðfestar með bréfi þessu, enda hafðar eftir fréttaritara blaðsins á staðnum. Fréttaritarinn var viðstaddur atburði þessa og lýsti því sem gerðist. Ekki hefur bréfritari lesið Dag- blaðið nægilega vel, þvi fulltrúi sýslu- manns og yfirmaður lögreglu staðarins skýrði málið frá hlið lög- reglunnar í Dagblaðinu þriðjudaginn 24. apríl sl. .jh. Raddir lesenda Plusím lil* ose® PLASTPOKAR O 82655 -STRÍDSÁSTANDIAFLÉTF I MARINER er mcettur til mikilla átaka á Norður-Atlantzhafinu. Yfir 50 módel til að velja Qg úr þannig að allir fái mótor sem hentar ná- g kvæmlega þörfum hvers Q og eins. ^ Velkomin í BARCO- or básinn á bátasýningunni, Í3« Bíldshöfða. S6a/*co g BÁTA- OG VÉLAVERZLUN, LYNGÁSI 6, QC GAROABÆ 53322 B AmA 52277 I XI

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.