Dagblaðið - 27.04.1979, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 27.04.1979, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1979. 13 • — < Útimark- aðurinn skríður úr híðinu: HROGNKELSI, VÖFFLUR, KRÆKUNGUR OG BLÓM Miklar endurbætur fyrirhugaðar á Lækjartorgi V.í. 1959 V.1.1959 þeir horfið eins og dögg fyrir sólu, eftirspurnin væri mikil. Ávextir alls konar yrðu svo á boðstólum. Svartfuglsegg „Einn náungi hefur sótt um leyfi til þess að fá að selja svartfuglsegg, söl og blómate alls konar,” sagði Kristinn. „Það er einmitt alls kyns þess háttar sem okkur hefur vantað. Að fólk komi með sínar hugmyndir um söluvöru og því fjölbreyttari því sjálfsagðara á útimarkaði.” Sá hinn sami mun verða með berja- sölu í haust og hann hefur ennfremur velt fyrir sér hugmynd um sölu á kræklingum. Á morgun, föstudag, verður svo sala á hrognkelsum i fyrsta skipti og taldi Kristinn það til verulegra bóta. Pylsur og vöfflur „Það hefur háð útimarkaðinum að hér hefur ekki verið um auðugan garð að gresja varðandi eitthvað matarkyns,” sagði Kristinn. „Það var því til verulegra bóta að pylsu- vagn var staðsettur hér. Ég veit til þess að veitingamaðurinn hefur farið fram á það að fá að selja hamborg- ara, en það strandar vist á einhverri vitlausri reglugerð eins og svo margt i sambandi við markaðinn. Hér voru stúdentar fyrir skömmu með sölu á vöfflum og þær runnu út eins og heitar lummur. Fólk grípur hvaða tækifæri sem er til þess að breyta til í hversdagsleikanum og því ekki að Fjölmennum öll á hóf Nemendasambands Verzlunarskóla íslands að Hótel Sögu mánu- daginn 30. apríl n.k. „Við erum nú að skríða úr híðinu eftir þennan ógurlega vetur,” sagði Kristinn Ragnarsson, arkitekt hjá Þróunarstofnun Reykjavíkurborgar, í viðtali við Dagblaðið um útimark- aðinn á Lækjartorgi, sem nú fer að taka á sig fyllri mynd ef svo mætti segja. Margar nýjungar eru þar fyrir- hugaðar og verður allt kapp lagt á að gera svæðið sem vistlegast úr garði og að þarna rísi raunverulegur útimark- aður með öllum þeim atriðum, sem útimarkaði eru eiginleg. „Veturinn hefur orðið okkur erfiður að mörgu leyti, ísland er kannski ekki heppilegasta landið til þess að vera með útimarkað yfir hávetrartímann, en okkur finnst við hafa sloppið furðanlega. Við ætlum því að vinna að ýmsum breytingum til batnaðar í ljósi þess sem reynslan hefur sýnt og erum fullir bjartsýni, enda eigum við góðan tíma framund- an þar sem sumarið er.” Hvað gerist ef ungur maður, eða nokkrir saman, koma með hljóðfæri eins og gítara, flautur, munnhörpur o.þ.h. og hefja upp spil í góðu veðri á Lækjartorgi? Verða þeir hirtir? „Nei, ekki ef enginn kvartar undan þeim eða mennirnir eru ófullir og ekki til ama,” sagði Bjarki Elíasson yfirlögregluþjónn. „Við förum alls ekki að amast við því að fólk leiki tónlist á torginu svo lengi sem af þvi hlýzt ekki óverjandi hávaði. Við förum heldur ekki að dæma tónlist- ina sem flutt er, menn mega spila hvað sem er okkar vegna, svo lengi sem ekki hlýzt af truflun í nærliggj- andi húsum.” Þá höfum við það. Þá er að tina •fram hljóðfærin. - HP ÞAÐ erulOársíðan Blóm og alls kyns grænmeti verður á boðstólum i sumar á útimarkaðinum en auk þess verður bryddað upp á margs konar nýjungum. - DB-mynd Hörður hefði verið tekið á Þorláksmessu, er skátatjöld voru fengin að láni, að heildarmynd svæðisins hefði orðið fyllri og skemmtilegri. Nýtt grænmeti „Það hefur verið stefna okkar að fá sem flesta sem eitthvað spennandi hafa að kynna eða selja til þess að koma og fá sér bás,” sagði Kristinn ennfremur. „Sala á öllu grænmeti hefur gengið ákaflega vel, en erfitt er að verða sér úti um grænmeti á þeim tíma sem markaðurinn hefur verið starfræktur. Þetta stendur auðvitað allt til bóta og agúrkur, tómatar og allt annað grænmeti verður til sölu á torginu í sumar. Útimarkaður yrði litils virði ef ekki væri selt þar græn- meti.” Verið er að ræða við blómasala um sölu á afskornum blómum á mark- aðinum og nefndi Kristinn sem dæmi að Blómaval hefði verið með ódýra blómavendi til sölu á markaðinum og leyfa þvi að kaupa sér heitar vöffl- ur?” Eins vildi Kristinn benda á að alls kyns kynningar á vörum og matvæl- um væru auðvitað tilvaldar þarna og hér má skjóta að hugmynd til handa alls kyns ferðasjóðum og nemenda- félögum að fara með kökubasara sína og skemmtiatriði niður á markað í stað þess að fela sig í einhverjum skólahúsum. Tónlist Það hefur verið margsagt frá því að eitt af því alvarlegasta sem fyrir fólk geti komið sé að syngja eða hlæja hér á almannafæri. Slíkt getur valdið tafarlausri handtöku og yfir- heyrslum, enda virðast.lögreglusam- þykktir í flestum bæjum hérlendis vera sniðnar eftir herlögum í Suður- Ameríku. Við spurðum Kristin, hvað hann héldi að gerast myndi á tónlistarsviðinu á markaðinum i sumar: listar- og atriðaflutning annan á markaðinum.” Opið lengur í sumar? Sumarkvöldin í Reykjavík eru rómuð fyrir fegurð og að sögn Kristins er verið að kanna möguleika á því að hafa opið lengur á kvöldin, ef vel viðrar. „Þá er jafnvel verið að athuga hvort hægt væri að skipta um vörur og hafa eitthvert próuram i gangi. Reyna að gera inarknöinn að samkomustað fyrir borgarbúa, eðli- legum samkomustað,” sagði Krist- inn. Báta á Tjörnina? Margar húgmyndir hafa verið uppi um að reyna að lífga upp á bæjarlifið i Reykjavík með einhverjum hætti. Má nefna, að rætt hefur vev.ð um að setja upp bátaleigu á Tjörninni og Breytingar á tjöldum „Með fyrstu verkefnum er að breyta tjöldum og fjölga þeim,” sagði Kristinn. „Við höfum tekið eftir því að tjöldin hafa ekki veitt nægilegt skjól og verða þau því lengd fram um a.m.k. einn metra. svo að fólkið geti staðið undir skyggni allan hringinn. Þá sagði Kristinn, að þeir hefðu i huga að breyta formi tjaldanna og vonandi yrðu þau fleiri. Til þess Ekki hefur þótt vera nægilega mikið skjól af tjöldum þeim sem tjaldað er yfir verzlunarbásana á markaðinum. Nú verða skyggni þeirra lengd um einn metra og tjöldunum fjölgað. „Ég veit það satt að segjaekki. Við erum með hugmyndir um að revna að festa kaup á hátalarakerfi og fá hljómsveitir til þess að spila og eins að nýjar plötur verði kynntar þarna. Það hefur gefizt vel, en við þurfum að samræma tónlistarflutning á svæðinu til þess að hann fái notið sín. Ef einn og einn maður kemur og spilar getum við ekki ábyrgzt hann vegna lögreglusamþykktar en við þyrftum að koma skipulagi á tón- efna til tónleika á Austurvelli með reglulegu millibili. Ekki er vitað um viðbrögð yfir- valda við þeim hugmyndum. Sumir kerfiskallar virðast hafa það sem við- kvæði að segja nei við öllu slíku. Ef ekki, þá gætu þeir reynt að benda á að í Tjörninni séu mikilvægar hrygn- ingarstöðvar hornsilisins og slývöxtur sé viðkvæmur, hvað þá um allar end- urnar og kríurnar, sem sennilegast myndu alveg hverfa af Tjörninni við slíka innrás mannanna. - Pétursson Verða menn hirtir? Hittumst öll í Lækjarhvammi kl. 18. Miðasala hefst hjá V.R. Hagamel 4 föstudag 27. apríl. 4. bekkjarráð. Fmlux LITSJOIMVARPSTÆKI 20" Kr. 425.000,- mefl 22" Kr. 499.000.- sjálfvirkum 26" Kr. 549.000.- stöflvarveljara SJÓNVARPSBÚÐIN BORGARTUNI 18 REYKJAVIK SIMI 27099

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.