Dagblaðið - 27.04.1979, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 27.04.1979, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1979. ^ 11 tölurnar 68.5 fyrír karla og 72,8 ár fyrir konur. Þó þetta séu nokkuð há- ar tölur jafnast .þær engan veginn á við meðalaldur íslendinga. Ástæðan fyrir langlífinu er örugg- lega ekki góð veðurskilyrði á íslandi. Satt að segja er veðurfar þar eitt hið leiðinlegasta í heimi. Búast má við regni og slyddu hvern einasta dag ársins. Meðal sólskinsstundir í janúar er 21 klukkustund — já, tuttugu og ein klukkustund á einum mánuði. Meðalhitinn i júlí er 54,4 stig (Fahrenheit) eða um 12 stig á Celsíus. Ástæðan fyrir langlífi íslendinga er mjög auðsæ. Hún er eins augljós eins og mismunurinn á degi og nóttu eða með öðrum orðum jafn auðsæ og mismunurinn á hinu kristalstæra lofti yfir höfuðborginni Reykjavík og skýjamuggunni yfir iðnaðarborgum Bandaríkjanna. Mengun er engin á íslandi. Á bandarískan mælikvarða er mengun- in hreint ekki nein. Enginn reykur kemur frá iðnfyrirtækjum. Raf- magnið er framleitt í vatnsaflsstöðv- um en ekki kola eða olíuorkuverum, sem spýta frá sér sótinu. Öll húsa- kynni í bæjum á íslandi eru hituð upp með heitu vatni sem fæst úr iðrum jarðar. Enginn úrgangur er látinn renna út á árnar. Hundaskítur er meira að segja ólöglegur á götum Reykjavíkur þar sem hundahald er ekki leyft. Milljónir Bandarikjamanna, sem hlaupa fram og aftur um garða stór- borganna á hverjum degi lifa í sjálfs- blekkingu. Þeir eru ekki að lengja líf sitt um eina einustu klukkustund. Líklega eru þeir meira að segja að stytta það vegna þess að þeir anda meiru af hinu mengaða andrúmslofti að sér en þeir ella mundu gera. Bandarikjamenn, sem lifað hafa í þessarri sjálfsblekkingu verða að gera sér grein fyrir því, að eina leiðin til að lengja lif sitt með hlaupum er að hlaupa og hlaupa þar til þeir að lok- um komast út úr landinu og úr menguninni. Þannig lýkur hinn gagnmerki greinarhöfundur Michael Kilian hug- leiðingu sinni um lífshætti íslendinga og ástæður fyrir langlífi þeirra. Opið bréf til Vilmundar Þeir hafa ekki verið margir á um- liðnum árum, sem þorað hafa að fletta ofan af stórglæpamönnum í blöðum eða öðrum fjölmiðlum. Enn færri sem lagt hafa í að benda á sam- verkamenn þeirra í stjórnmála- flokkunum eða embættismanna- kerfinu. Út á þessa braut lagðir þú sannarlega í sumum greina þinna og uppskarst virðingu þeirra fáu sem vilja framgang góðra mála en reiði 'þeirra sem styðja ranglætið. Gleði okkar, sem höfum staðið fáliðaðir í þessari baráttu, var óneitanlega mikil að hafa fengið gunnreifan ungan mann til liðs við okkur — mann sem hvergi virtist smeykur. Og fram- gangur þinn var vissulega meiri en félagar okkar hafa átt að venjast. Heill stjórnmálaflokkur var tilbúinn að gera þín mál að sínum og svo furðulega vildi til að þjóðin veitti þessum flokki brautargengi í síðustu kosningum. Sem sagt krossfari gegn spillingu var kominn á þing. En hvert hefur svo orðið þitt hlutskipti, ungi maður? Barátta gegn verðbólgu hefur Hilmar Jónsson verið ofarlega á baugi og má segja að sá málflutningur þinn hafi verið í fullu samræmi við fyrri loforð en annað mál hefur samt sem áður skipað fyrirrúm hjá þér: Það er barátta fyrir meiri drykkjuskap í landinu, rýmri opnunartíma áfengis- búlla og fleiri áfengisútsölum. Með öðrum orðum krossfarinn gegn glæpum og spillingu er meir og af- dráttarlausari talsmaður áfengis- auðmagnsins en nokkur sem hefur á þing komið. Ég verð að segja að þetta er meiri harmleikur heldur en ég hefi nokkru sinni upplifað á minni ævi. Meira að segja bjórpostularnir Pétur Sigurðsson og Jón Sólnes dirfðust ekki að ganga eins langt og þú í ósvífni og rangtúlkun á hugtakinu frelsi. Bjarni Benedikts- son spyrnir við f æti Ég hygg að rekja megi núverandi reglur um opnunartima áfengisstaða til þess mæta manns Bjarna heitins Benediktssonar. En þá var hann að ráða bót á ófremdarástandi, sem frjáls opnunartími vínbúlla hafði skapað. Þetta gamla ástand hyggst þú nú innleiða á nýjan leik og færð í lið með þér skuggalegasta lið borg- arinnar, umboðsmenn áfengis- auðmagnsins og sprúttsala. Upp á þetta plagg þitt skrifa svo þrír ungir þingmenn: Eiður Guðnason, Friðrik Sóphusson, og Ellert Skram. Algerir imbar ísögu Fyrr í vetur átti ég orðastað við ykkur Friðrik ásamt öðrum á Hótel Borg út af áfengismálum. Satt að segja hélt ég að þið mynduð láta ykkur þá útreið að kenningu verða því þekkingarleysi ykkar var slíkt að engu tali tekur. T.d. hélst þú því fram að lög- brot á íslandi hefðu hafis* me5 Banmnu og átti sú gáfulega staðhæfing að standa i íslandssögu eftir Heimi Þorleifsson. Það út af fyrir sig að sagnfræðingur skuli láta slíka vitleysu frá sér fara á opinber-- um vettvangi er sannarlega verðugt verkefni fyrir rannsóknarblaðamann. Hitt, að vita ekki af hollum áhrifum Bannsins, sem nálega má lesa í hvaða íslandssögu sem vera kann (Þorleifi Bjarnasyni, Þorsteini M. Jónssyni og fleirum) — það er vitaskuld slíkur hundavaðsháttur sem hlýtur að leiða til meiri háttar slyss í málflutningi um menningarmál. Hugrekki Jónasar Árnasonar í haust eða vetur las ég eftir þig á- gæta grein um leikrit Jónasar Árna- (sonar: Valmúinn springur út á nóttunni. Þar hældir þú Jónasi á hvert reipi og var ég þar innilega sammála. Valmúinn er eitt besta leikhúsverk íslenskt sem ég hefi séð upp á síðkastið. En hvað var Jónas að gagnrýna í þessu snjalla verki? Fyrst og fremst menningarpólitík flokksbræðra sinna. Einkum og sér í lagi þeirra róttæklinga í Háskólanum, sem sí og æ ganga erinda eiturlyfjasala og áfengis- auðmagns. Þetta gast þú viðurkennt Þá. Frumvarpið steindautt Ég hefi fyrir því góðar heimildir að þið fjórmenningar hafið fengið dræmar undirtektir við frumvarpið fræga. Einhver málamyndarkönnun í Dagblaðinu, sem ekki nokkur maður tekur mark á, á sennilega að hræra í þeim, sem halda að þessi della ykkar sé vænleg til fylgisaukningar. Meira að segja Hilmar Helgason, er ákafir talsmenn áfengisauðmagnsins telja eina bindindismanninn í landinu, er á móti ykkur. Og má þá vissulega segja að fokið sé í flest skjól. Siðbótarmenn leita eftir nýju stjórnmálaaf li Ég er ekki spámaður en segja mætti mér að ef frumvarp þitt yrði að lögum þá gæti farið svo að þið þessir ungu þingmenn í Alþýðu- og Sjálfstæðisflokki stæðuð andspænis nýju stjórnmálaafli, kristilegum flokki, sem mundi hrífa til sín sóma- kært fólk úr ykkar röðum, sem sannarlega vill berjast gegn spillingu og hræsni. Sannleikurinn er sá að af .nógu er að taka fyrir þá sem hafa augun opin. Kennslukerfið er orðin slík gróðrarstía fyrir kommúnista að flestum ofbýður. Sögufalsanir og rangtúlkun er þar daglegt brauð. Frægustu skáld okkar eru ekki lengur nefnd í kennslubókum, samanber nýja bókmenntasögu eftir Heimf Pálsson. Við þessu þegir þú eins og þér sé borgað fyrir. Ég held jafnvel að þú hafir gasprað eitthvað um frelsi og beðið um gott veður fyrir Svein Skorra, þegar Félagi Jesú kom á dagskrá í vetur i þinginu. Við launafólk í landinu höfum yfirleitt tekið vel tilraunum sumra stjórnar- sinna að hamla gegn verðbólgu. En hvað gerir þið gegn þeim, sem bein- línis storka okkur og hlæja að okkur eins og milljónagreifarnir í Flugleiðum? Á félag, sem rekið er með bullandi tapi, að líðast að stór- hækka kaup við mestu hátekjumenn landsins og láta svn al'^'—ning borga brúsann? Þetta er vert að hugleiða og berjast gegn en ekki að gerast stefnu- laust rekald fyrir skemmtanasjúkt fólk — lýð, sem frekar vill vín og veislur en brauð og mjólk. Á löggjaf- arsamkundu íslendinga þarf hug- rakka hugsjónamenn en ekki loddara og lýðskrumara. Með bestu kveðju. Hilmar Jónsson Keflavik. ekkert gert sem réttlætt gæti tilvist hennar. Jafnvel æstustu talsmenn hennar innan samtakanna eru farnir að gera sér það ljóst, að hún hefur ekkert upp á að bjóða annað en beinar og milliliðalausar kjara- skerðingar. Stefna stjómarinnar, eins og hún hefur komið fram það sem af er, er ekki annað en beint framhald þeirrar stefnu, sem rekin var af hægri stjórninni. Launaskerðingar, afnám vísitölubóta og niðurskurður félags- legra framkvæmda, það em hennar ærogkýr. Það er og ljóst, að þessi stjórn mun í engu hrófla við þeim grund- velli, sem auðvaldsþjóðfélagið íslenska hvílir á. Hún mun ekki beita neinum þeim ráðstöfunum, sem ganga út fyrir ramma auðvalds- þjóðfélagsins. Og hún er fjarri því að vera sú stjórn „vinnandi stétta” sem verkalýðsfélögin geti sagt fyrir verkum, vegna þeirrar einföldu staðreyndar, að hún byggir á veik- leika verkalýðssamtakanna, fremur en styrkleika. Þetta hefur berlega komið i ljós aö undanförnu. Kreppa auðvaldsins — og gjaldþrot endurbóta- stefnunnar Menn verða að gera sér það fylli- lega ljóst að miðað við þær þjóö- félagslegu kringumstæður er nú ríkja, þ.e. almenna kreppu sem hrjáir efnahagslífið víðast hvar i auðvalds- heiminum, sem ísland er líklega háðara en nokkurt annað ríki, mun stjórn sem þessi er nú situr ekki koma neinu til leiðar er máli skiptir fyrir verkalýðinn og aðra kúgaða hópa þjóðfélagsins. Hún mun ekki koma til leiðar hinum minnstu umbótum. Enda er hvergi sjáanlegt að slíkt sé á dagskrá hjá henni. Hlutverk þess- arar stjórnar er að finna leið út úr kreppunni fyrir auðvaldsstéttina. ÖU stefna stjórnarinnar og allur „praksís” hefur miðast við þetta. Enda eru a.m.k. tveir stjórnarflokk- anna ákveðnir á þeirri linu, að stjórnin verði að ávinna sér traust hjá borgarastéttinni. Fyrr muni hún ekki „nátökumá efnahagsvandanum”. Á uppsveiflutímum í þjóðfélaginu, þegar þensla er mikil og auðvaldið hefur visst „svigrúm” (!) til launa- hækkana, geta stéttasamvinnustjórn- ir á borð við núverandi stjórn náð í höfn vissum umbótamálum og kjara- bótum til hagsbóta fyrir verkalýð og aðra kúgaða hópa. Á krepputímum, þegar stöðnun og samdráttur ríkir, eru slíkar stjórnir óhjákvæmilega dæmdar úr leik. Þeirra hlutverk verður þá einungis það að keyra í gegn það „pró- gramm”, sem borgarastéttin setur á oddinn. Söguleg ábyrgð Alþýðu- bandalagsins Þótt ýmsum hugsandi sósialistum bg baráttusinnum innan verkalýðs- hreyfingarinnar sé orðið ljóst, að nú- verandi stjórn sé kaupránsstjórn og stefna hennar skilji sig í litlu sem engu frá stefnu hægri stjómarinnar, þá heyrist ennþá gamla drafúldna nauðhyggjan, að ef stjórnin falli þá komi íhaldið aftur til skjalanna og af tvennu illu sé skárra að halda í núver- andi stjórn.HvíIíkarröksemdir! Meira að segja „fræðimenn” (!) á borð við Ólaf R. Grímsson hafa „dramatíser- að” íhaldsgrýluna svo hrikalega, að helst er á þeim að skilja, að ef ihaldið komist til valda, þá muni renna upp nýtt skeiðógnaraldarílandinu. Þessir menn virðast eiga afskap- lega erfitt með að skilja, að það eru þeir sem hafa verið að undirbúa jarð- veginn fyrir íhaldið. Með þátttöku sinni í þessari stjórn, með þvi að afvopna verkalýðshreyfinguna og með því að drepa niður það afl sem i henni býr og veikja innviði hennar, er verið að færa íhaldinu upp í hendurnar öll spilin og undirbúa jarðveginn fyrir það, að íhaldið taki hin þingræðislegu völd yfir á nýjan leik. Það er verið að framkvæma þau íhaldsúrræði, sem Geir og félagar hefðu annars þurft að framkvæma sjálfir. Þeir geta svo sannarlega unað sínumhagvel. Með því að tal a þátt í stjórn af þessu tagi mun A d. bera sinn hluta þeirrar sögulegu ál yrgðar, sem felst í því að hrekja kjós' ndur aftur í faðm íhaldsins. Abl. mt i bera sinn hluta þeirrar ábyrgðar, ; em felst í núver- andi ástandi vei kalýðshreyfingar- innar, og hlutur þe. s í því máli er ekki svo lítill. Og það er gersamlega vonlaust fyrir forysturmnn Abl. að skjóta sér bak við gamk' lummur þess efnis, að það séu hinir í’okkarn- • ir, sem séu slæmir. Það sé ,,i 'íeðli” samstarfsflokkanna, sem sé vanv’inn, svo að notuð séu orð „fræðiman 's- ins” (sic) Ólafs R. Grímssonar ' síðasta tbl. Réttar. Abl. vissi afskap- lega vel, að hverju það gekk, þegar af stjómarsamstarfinu varð, og það skal fá að standa reikningsskil þeirra gerða sinna. Ástand vinstri hreyfingarinnar Ég hef áður minnst á vonleysis- ástandið og deyfðina innan verka- lýðshreyfingarinnar. Um vinstri hreyfinguna er svipað ástatt. Alla- ballar eru fremur daufir um þessar mundir. Þó að þeir kalli nú ekki allt ömmu sína varðandi ýmis pólitísk mistök hjá flokknum sinum, þetta er jú ungur flokkur, og geti fyrirgefið ýmar slíkar misgjörðir, þá er eins og aö langlundargeðið sé á þrotum. Það er greinilegt, að stjórnarþátttaka Abl. í þetta sinn er alveg á „grens- unni” með að verða þoluð meðal ýmissa grandvarra sósíalista innan Allaballans. Það verður einnig að segjast eins og er, að hópnum t. vinstri við Abl. hefur lítið tekist að gera sig gildandi þó að hentistefná Abl. og undan- hald verkalýðsforystunnar hafi gefið nægilegt tilefni til þess. Þetta sýnir einfaldlega að „demóralíserings” tímar eru ekki uppgangstímar fyrir neinn aðila innan hinnar sósíalísku hreyfingar. Upp úr rís þó annars vegar starf Rauðsokka í vetur, þó að flest þeirra baráttumál hafi lent undir skurða- hníf borgarstjórnar og ríkisstjórnar. Eins sýndu herstöðvaandstæðingar ánægjulegan fjörkipp núna seinni part vetrar með menningardögum sinum og fundum um allt land. Það segir e.t.v. sína sögu um það pólitíska siðferði, sem virðist vera einkennandi fyrir forystu Abl. að á sama tíma sem Samtök herstöðva- andstæðinga eru að mótmæla 30 ára aðild að NATÓ með margvíslegu starfi, þá sendir miðstjórn Abl. frá sér ályktun þar sem minnt er á, að gefnu tilefni, að Abl. sé jú eini flokkurinn, sem heill og óskiptur berjist gegn hernum og NATÓ. En innan um allt orðskrúðið var hvergi minnst á tilvist SHA, sem eru jú einu samtökin, sem eitthvað reyna að gera 1 málinu. Það er full ástæða til þess að minna miðstjórn Abl. á að auka út- gáfutíðni slíkra ályktana, svo að stefna flokksins gufi ekki upp í vitund almennings. Hún kemur hvort eð er ekki annars staðar fram. 1. maí Það er fyllsta ástæða fyrir alla ein- læga sósíalista og verkalýðssinna að nota 1. maí nk. til virkra og öflugra mótmæla gegn uppgjöfmni. Þá þarf að skapa volduga samfylkingu gegn ,,samráðs”makki verkalýðsforyst- unnar og kaupránsstefnu ríkis- stjórnarinnar. Nái Rauð verkalýðs- eining að fylkja undir sín merki jieim margvíslegu óánægjuöflum, sem í dag láta lítið á sér kræla, þá gætu 1. maí aðgerðirnar vissulega þjónað því hlutverki að vísa veginn framá við, blásið nýju lífi í veikburða innviði verkalýðshreyfingarinnar og gefið verkalýðsforystunni og verkalýðs- flokkunum þá aðvörun, sem þeir svo sannarlega þarfnast. Rauð verkalýðseining Rauð verkalýðseining hefur verið við lýði sem ákyeðin baráttuaðgerð þ. 1. maí allt frá árinu 1972. í eitt skipti, árið 1976, tóku aðstandendur aðgerðanna þá ákvörðun að fylkja liði með fulltrúaráðinu, enda voru þá sérstök póUtisk skilyrði tU þess, sóknarhugur innan verkalýðs- nreyfingarinnar og kjarakröfur á oddinum, sem mikil samstaða var am, og forystan sýndi á sér baráttu- >nið. í undanhaldinu sl. vor tók Rauð >,erkalýðseining afstöðu gegn að- gerðum forystunnar 1. maí sl., og það er.ekki síður ástæða til þess nú. Við munum aldrei fylgja forystunni niður í fen undanhalds og uppgjafar. Þar má hún dúsa sjálf, en okkar hlut- verk er að reyna að hindra, að Olóminn úr verkalýðsstéttinni fylgi henni eftir niður í fenin. Maóistar ganga sameinaðir til leiks i þetta sinn. Innrás Kínverja í Víet- nam virðist hafa þjappað þeim saman. Oft var þörf, en nú er nauð- syn. Strax í mars sl. lýsti KFÍ (ml), annar af aðstandendum aðgerða þeirra maóista, því yfir, að samstarf við Rauða verkalýðseiningu kæmi ekki til áUta. í sjálfu sér hörmum við þetta ekki svo mikið, því að með síð- ustu atburðum í Suðaustur-Asíu hafa augu margra opnast fyrir gagn- byltingarsinnuðu eðli maóismans og á hvaða stig pólitísk úrkynjun maóistasamtakanna er komin. Það eru allar forsendur til þess, að ' Rauð verkalýðseining geti orðið öflug baráttuaðgerð þ. 1. mai nk. , Kröfur aðgerðanna munu fyrst og fremst beinast gegn kaupránsstjórn- inni, gegn „samráðsmakki” og uppgjafarstefnu, fyrir verkalýðsvöld- um og sósíalisma. Þær munu beinast gegn hernum og Nató og fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um hermálið og gegn kapítalískri yfirdrottnun í hvaða mynd sem hún birtist. Þær munu beinast gegn innrás Kína í Víetnam, fyrir frelsi pólitískra fanga o.s.frv. Umbótakröfurnar munu beinast gegn niðurskurði á félags- legum framkvæmdum, fyrir nægum og góðum dagvistunarheimilum, ódýru leiguhúsnæði, námslánum á viðunandi kjörum, svo að eitthvað sé nefnt. Fylkjum liði á 1. maí nk.! Gerum Rauða verkalýðseiningu að því afli sem oft var þörf á en nú er nauðsyn! Mótmælum kaupránsstjóminni! Mótmælum samráðsmakkinu! Hittumst eldhress með blóðrauða fána! Guðmundur Hallvarðsson byggingaverkamaður W ,,Ábyrgðin á ósigri verkalýðsstéttarinn- ar og því vonleysi, sem fylgt hefur í kjölfarið, hvílir sameiginlega á forystuliði verkalýðshreyfingarinnar og verkalýðsflokk- unum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.