Dagblaðið - 27.04.1979, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 27.04.1979, Blaðsíða 12
Leiklist DAGBLAÐID. FÖSTUDAGUR11. APRÍL 1979. Það held ég að sé almenn regla að leikarar vorir, flestir hverjir að minnsta kosti, ættu að forðast það að lesa upp skáldskap. Eiginlega er það ekki einleikið hvað þeim lætur það oftast illa, og því verr sem textinn er meiri fyrir sér — skyldi ekki vera eitthvað athugavert við skólanám og þjálfun leikara að þessu leyti? Ógn og skelfing var líka vandræðalegt að heyra þau Gunnar Eyjólfsson og Bríetu Héðinsdóttur lesa úr Egils sögu á barnadagskrá Þjóðleikhússins i gærkvöldi. Mikið létti bæði þeim og öðrum þcgar í stað Snorra (eða hver það annars var sem skrifaði Eglu) kom skáldið Sveinbjörn Baidvinsson og bragur hans ”þetta fullorðna fólk”. En fullorðið fólk segir skáld þetta á nýlegri hljómplötu, að séu „dáin börn” sem vissulega er líka skoðun á mönnunum, heiminum og lífinu. Þennan brag sungu leikarar einkar áheyrilega. En auðvitað geta leikarar líka lesið dável þegar svo ber undir. í þessari dagskrá fór Briet Héðins- dóttir fallega með kafla úr Sjálf- stæðu fólki, um stóru systur.ogÞóra Friðriksdóttir las alveg ágætlega \ol frásögn eftir Þórberg — af þvi þegar amma dó, afi var fullur og sálmurinn var sunginn um blómið. Sálmuinn um blómið er nú sjálfsagt meistara- verkið á meðal „bókmennta um börn” á íslensku, að minnsta kosti fyrri hlutinn, meðan blessaður karlinn enn gat stillt sig um að brúka samskipti þeirra Lillu-Heggu til að þusast um eitthvað annað. En það er algengi gallinn á barnlýsingum, að oft og einatt eru höfundarnir að tala um eitthvað allt annað en börnin' er þeir þó þykjast vera að segjafrá. Þetta fannst mér koma skýrt fram í kafla úr Lifandi vatnið eftir Jakobínu Sigurðardóttur, samtali mæðgna, sem þær Þóra og Anna Kristín Arngrímsdóttir fóru einkar á- smekklega valið til flutnings með þessum hætti og njóta sín prýðisvel i dagskránni. Leikhúskjallarinn er augljóslega alveg tilvalinn staður fyrir dagskrárgerð sem þessa og mætti vera meira í boði af slíku tagi — nóg er til af góðum skáldskap að syngja og leika og lesa og tilvalið fyrir leikara að liðka sig við slík efni. Og meðal annarra orða: ósköp hefur verið lítið um að vera i kjallaranum í vetur, engin ný sýning síðan um jól. Börn i bókmenntun er auðvitað mikið dagskrárefni og þarf ekki að vænta þess að þvi séu ,,gerð skil” i eitt eða annað sinn. En birtir þá þessi dagskrá einhverja samfellda mynd barns og bernsku á margumræddu barnaári? Það held ég nú ekki, sem betur fer— kannski bernskan sé eins og spegill þar sem hver og einn lítur sjálfan sig, sumir ósköp angurværir, aðrir með mesta áhyggjusvip, og enn aðrir eintóm flírulæti. Endanlega er auðvitað Þórbergur sjálfur aðal- maðurinn í Sálminum um blómið. En ég botnaði ekki almennilega í loka- söngnum í Leikhúskjallaranum, nýj- um brag eftir Böðvar Guðmundsson þar sem fundið er að því að alltaf sé verið að flengja börn og borgara- stéttinni talið hollara að taka sjálf inn lýsi en þröngva því ofan í börnin sín. Þetta passar allténd ekki við mína reynslu. Dóttir min er sólgin í lýsi og hefur enn ekki verið flengd. Engin ástæða til að nefna nöfn og númer, en yfirleitt virtist mér efnið heyrilega með: þar er raunar verið að móralísera út af „lífsfirringu” frekar en lýsa og segja frá fólki. Þetta verður auðvitað enn tiltakanlegra en ella af því hvað kaflinn er vel skrifaður eftir sínum hætti. Annars er þessi dagskrá, eins og kannski má sjá af því sem þegar er nefnt, og er þó fátt talið, býsna fjöl- breytilega saman sett, og hún er fyrir alla muni bæði ásjáleg og áheyrileg, meir lagt upp úr leikrænum flutningi, samlestri og söngvum en hreinum og beinum upplestri. Fyrir utan hinar alvörugefnu bókmenntir út af börnum, siðferðilega umvöndun Jakobínu, íhugun Kiljans um rök og eðli listar í kaflanum um stóru systur, er margt flutt af gamansamlegu efni, skopþættir eftir Jónas Árnason, Svavar Gests, söngvar og bragir eftir Stefán Jónsson, Pétur Gunnarsson, Theódóru Thoroddsen, húsgangar og kviðlingar. Hveráaö taka inn lýsið? LeithúskjaHarinn: SEGÐU MÉR SÖGUNA AFTUR Uppiestrar- og söngdagskrá um börn í íslenskum bókmenntun Umsjón: Guönín Þ. Stophensen. \ I kappi við úrsynninginn Tónleikar Sinfónkihljómsveitar íslands I Háskólabfói 26.aprfl. Stjórnandi: Hubert Soudant. Einsöngvari: Sioglinde Kahmann. Efnisskrá: Concorto Grosso í G-dúr op. 6, nr. 1, eftir G. F. Hándel; Exultate Jubilate K 165, eftir W. A. Mozart; Sinfónia nr. 4 f G-dúr eftir G. Mahler. Það er alltaf spennandi að heyra hvernig nýjum hljómsveitarstjóra gengur með hljómsveitina okkar. Venjan er, að annaðhvort spila þau hreint cins og englar eða þá eins og þokkaleg skólahljómsveit, allt eftir þvi hvernig þeim líkar við hann. Tekinn í hópinn Það var auðheyrt strax í byrjun að Hubert Soudant hafði öðlast virðingu okkar manna og frammi- staða hljómsveitarinnar varð eftir því. Ég átti þó allt eins von á að því yrði öfugt varið, því að Soudant hefur fremur frumstæða slagtækni, svo á stundum minnti á gúmmíkarl eða ungan stork að reyna vængina. Slíkt hefði stundum nægt hér áður fyrr til að hljómsveitin hafnaði annars ágætum stjórnanda. Stjórn- anda má auðvitað ekki dæma eingöngu eftir útliti og framkomu á hljómleikum. Á hljómleikunum er hann aðeins að reka smiðshöggið á stranga undirbúningsvinnu, þar sem reynir á allt aðra hluti enhæfnihans í leikfimi. Hubert Soudant er vand- virkur stjórnandi, sem heldur hljóm- sveitinni í góðu innbyrðis jafnvægi, og fær út úr henni prýðisgóðan hljóm. Concerto Grosso Hándels virtist standa þarna á efnisskránni sem klára upphitunarstykki, og reyndar örugglega ætlað sem slíkt, en þessi litla hljómsveit þurfti enga sér- staka upphitun og lék verkið átaka- laust, svo hljómaði vel þegar í byrjun. Mozart mun hafa samið Exultate Jubilate fyrir geldinginn Rauzzini. Rauzzini þessi leit á sig sem arftaka Farinellis. Farinelli hafði raunar um 35 áður en Exultate Jubilate var samið horfið úr hljómleikahringiðu álfunnar og ráðist til Filippusar 5. Spánarkonungs. Þar gengni Farinelli eins konar „Davíðshlutverki”, því að með söng sínum huggaði hann Filippus, sem lagstur var í þunglyndi, svo vel, að sjóli taldist fær um að sinna stjórnarstörfum í ríki sínu. Margir telja því, að réttast sé að fá drengjum einsöngshlutverk þetta. Það má svo sem rétt vera. Gallinn er aðeins sá að ákaflega fáir drengir hafa fengið þá nauðsynlegu skólun, sem til þarf til að syngja verkið og þess vegna fá söngkonur nútimans að sitja að því nær einar. Um söng Sieglinde Kahmann þarf ekki að fjöl- yrða. Hann var geysigóður. Aðeins í byrjun var eins og örlaði á kvíða, en sá kvíði reyndist ástæðulaus. í „Veit oss frið” naut hennar hlýja rödd sín mjög vel og í síðasta kaflanum „Halleluja” fór hún á kostum. Góðir, þrátt f yrir fámenni Fjórðu Mahler skilaði hljómsveitin ótrúlega^el. Blásararnir voru að vísu sæmilega mannaðir, þótt aldrei geti orðið jafnræði með mönnum sem bætast í raðir liðsmanna af og til. En þótt strengirnir væru bættir nægði þaðengan veginn til að fullskipa hóp- inn. Það reynir varla nokkur maður að flytja Mahler með svona fámennu strengjaliði, nema að hafa úrvals- menn í hverju rúmi, og svo marga afburðafiðlunga eigum við ekki enn. En strengirnir stóðu sig ótrúlega vel. Leikurinn var kannski ívið þung- lamalegur og finnst mér að í þeim efnum sé helst við stjómandann að sakast. Sieglinde Kahmann skilaði söngnum í fjórða kaflanum með sóma. Púki eða músagangur Þegar á upphafstónum hins við- kvæma þriðja kafla urðu menn varir við að einhver púki var kominn í spil- verkið Hvað gat þetta verið? Músa- gangur í stórtrommunni? Nei, þessi trufiun kom utan úr miðjum sal. Var farið að hrikta í fínu dönsku heyrðar- þiljunum innan í harmóníkunni? Ónei. .Þarna var á ferðinni ættar- fylgja íslenskrar húsagerðarlistar, LEKI. Nú skyldi maður halda að nokkrir vatnsdropar segðu ekki stórt i kappi við heila sinfóníuhljómsveit. Jú, þegar kvikindin falla úr tiu metra hæð ofan á blikk þá hafa þau i fullu tré við heila hljómsveit. Og þarna fékk úrsynningurinn að leika sinn einleik og var ekki einu sinni í takt, svínið að tarna. Stúlkan ráðagóða Þessu hélt hann svo áfram þar til stúlka úr áheyrendahópnum brá sjali sínu undir lekann og stakk þar með upp í úrsynninginn, svo aðekki fékk hann lengur leikið sinn háðungarsöng um íslenska húsagerðarlist. Á sínum tínta var settur plasthiminn yfir hljómsveitina. Næst verður likast til að setja plasthimin yfir kofann, svo að stúlkur þurfi ekki að fórna spari- sjölum sínum til að fá hlýtt á hina fögru tóna.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.