Dagblaðið - 27.04.1979, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 27.04.1979, Blaðsíða 9
Marokko slítur stjórnmála- sambandi við Egyptaland Marokko tilkynnti stjórnmálaslit við Egyptaland vegna friðarsamning- anna við ísrael. Eru þá fjórtán araba- ríki búin að slíta sambandi við Egypta. Marokko hefur verið eitt þeirra arabaríkja, sem hægast hefur farið sér i fordæmingu á tilraunum Sadats til að tryggja frið í Miðausturlöndum og framtíð Palestínuaraba. GvaV stórmarkaðurinn CAjJj SKEMMUVEGI 4A kópavogi DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1979. Erlendar fréttir REUTER Bandaríkin: Billy Carter kominnaf sjúkra- húsi með yfirvaraskegg Billy Carter, bróðir Bandaríkjafor- seta fór í gær af sjúkrahúsi eftir sex vikna meðferð við áfengissýki. Billy var til skamms tíma einhver þekktasti bjórdrykkjumaður í Bandaríkjunum og hafði að sögn góðar tekjur af því að ljá nafn sitt við framleiðslu á þeim drykk. Billy sem hefur grennzt mjög við sjúkrahúsdvölina ‘eraukþess kom- inn með hið föngulegasta skegg á efrivör. Fyrr í vikunni tilkynnti hann opinberlega að hann væri áfengis- sjúklingur. Billy fór af sjúkrahúsinu á- leiðis til heimabyggðar sinnar í Plains í Georgíufylki. Bítlaumboðsmaður sekurum skattsvik Allen Klein, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Bítlanna, var í gær dæmdur sekur um skattsvik í Banda- ríkjunum. Getur hann verið dæmdur í allt að þriggja ára fangelsi og fimm þúsund dollara sekt hinn 17. júní næst- komandi, þegar úrslit verða tilkynnt í málinu. Bandaríkin: Carterboðar hækkun skattaá olíufélög Jimmy Carter Bandaríkjaforseti boðaði í gær nýja skatta á olíufélög til að minnka hinn stórkostlega hagnað sem þau munu hljóta vegna stöðugt hækkaðs olíuverðs. Talið er að hagnaður félaganna sé nú meiri en hann hefur nokkru sinni verið siðast- liðin séx ár. Kanada: Fylgi Trudeauvalt samkvæmt skoðanakönnun Samkvæmt niðurstöðum nýjustu skoðanakannanna í Kanada eru taldar miklar líkur á að stjórn Trudeaus for- sætisráðherra landsins muni falla í næstu þingkosningum, sem verða hinn 22. næsta mánaðar. Skoðanakannanir sýna að íhaldsflokkurinn, sem verið hefur í stjórnarandstöðu síðan 1%3. haft fylgi meirihluta kjósenda í níu af tíu fylkjum landsins. Aðeins Quebec, þar sem meirihluti íbúanna er af tcönskum uppruna, er enn á bandi TruHéaus og Frjálslynda flokksins. Þar er þó stór hiuti íbúanna á þeirri skoðun að stofna beri sérstakt ríki fröasku- mælandi Kanadabúa. Bretland: Geislavirkur úrgang- ur út með skolpinu — gerðist 16. marz en ekki tilkynnt fyrr en nú, mun menga umhverf ið ífimmtán hundruð ár Mikið magn af geislavirkum úr- gangi rann frá kjarnorkuveri í Bret- landi í gegnum niðurfallsrör um miðjan marz síðastliðinn. Var fyrst skýrt frá þessu, er brezka blaðið The Observer birti frétt um málið. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa viðurkennt að geislavirku efnin hafi sloppið út en neita því að nokkuð hafi verið gert til að koma í veg fyrir að rétt yfirvöld fengju af því fregnir. — Það er aðeins það að nú fyrst höfum við glögga yfirsýn yfir hvað gerðist, — sagði einn forsvarsmann- anna. Hann tók fram að engin mann- eskja hefði beðið tjón á líkama sínum við slysið. Leki mun hafa komizt að röri og geislavirka efnið komist út. Að sögn sérfræðinga mun það taka fimmtán hundruð ár þar til eiturefnin eyðist í jarðveginum þar sem þau eru nú, fimm til átta metra undir yfir- borðinu. Slysið uppgötvaðist ekki fyrr en farið var af einhverjum ástæðum, að gera bortilraunir í jarðveginn. Fannst þá hið geislavirka efni á mælitækj- um. Rörið sem bilaði flutti geisla- virkan úrgang í kælitank þar sem hann er varðveittur. Áður en úrgangurinn fer í tankinn er allt vatn skilið frá. Við bilunina lak hluti hins geislavirka efnis út áður en það var gert. Engar skýringar hafa fengizt á því hvernig bilunin á rörinu gat orðið án þess að henni væri veitt nein athygli. Orkuverið sem er nefnt Windscale var hið fyrsta í heimi til að selja orku til almennra nota, unna úr kjarn- orku. Auk orkuframleiðslu hefur einnig verið varðveittur þar geisla- virkur úrgangur frá ellefu öðrum kjarnorkustöðvum í Bretlandi. Gleymdist átján daga í klefanum Hann gleymdist í fangaklefa i kjallara ráðhússins í austurríska bænum Höschst í átján daga. Sam- kvæmt áiiti sérfræðinga hefði hann ekki átt að lifa matarlaus og vatns- laus allan þennan tíma. En Andreas Mihavecz, átján ára, ar hraustur og er nú á sjúkrahúsi k.-, óðum að ná heilsu aftur. Þeir voru tveir félagarnir í ökutúr, þegar bifreiðin rakst á veg og þeir voru handteknir vegna ölvunar. Andreas var stungið inn í fangaklefa, sem er í kjallara ráðhússins, gegnt lögreglustöðinni í Höschst. Vegna þess að eins einn lögreglumaður var á vakt kallaði hann sér til aðstoðar félaga sína úr næsta héraði. Fóru þeir síðan á braut. En Adreas, sem ekki hafði einu sinni ekið bifreiðinni, fékk að dúsa í klefa sinum í átján daga. Allir höfðu gleymt honum og enginn heyrði neyðaróp hans þótt sjálfur gæti hann heyrt hringingu klukknanna í kirkju þorpsins. Andreas lifði af með því að drekka sitt eigið þvag og naga leðurmerki á gallabuxunum. Vegna þess að engan þurfti að setja inn vegna fylleriis eða annarra óspekta í hinu friðsæla þorpi var ekkert gengið um kjallarann þar sem hann var fanginn. Hvorki var Ijós né hiti í klefanum og vistin þar öll heldur rosaleg. Ekki varð vart við hinn gleymda fanga fyrr en lögreglumaður átti leið um kjallarann með reiðhjól i óskilum. Fann hann lykt sem honum fannst undarleg og þá loks bjargaðist Andreas úr prísundinni. Hann léttist um 24 kilógrömm þá átján daga, sem hann lá öllum gleymdur I fangaklefanum I kjallara ráðhússins I Höschst, litlum bæ i Austurriki. Aöeins með þvi að drekka þvag sitt og naga leðrið á galla- buxunum tókst hinum átján ára gamla Andreasi að lifa af. Staður hagstæðra stórínnkaupa K}öt, mjólk, brauð, pakkavörur og niðursuðuvörur. Pappírsvörur, kerti-leikföng og gjafavörur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.