Dagblaðið - 27.04.1979, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 27.04.1979, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1979. DB á ne ytendamarkaði Mánuðimir getaverið misdýrir ( — Verið með í útreikningum að staðaldri, það gefur réttasta meðaltalsútreikninginn ) „Óvenju há útgjöld, bæði í mat og öðru þennan mánuð vegna fermingar dótturinnar í apríl, t.d. hreingerning á húsinu 47.960 og gólf- teppi á herbergið hennar, 106 þúsund. kr. Þá eru ótalin fasteigna- gjöld. Við erum þrjú í heimili núorðið, einstæð útivinnandi móðir, 13 ára dóttir og 18 ára sonur, bæði í skólum. Mér finnst við fara sparlega með hlutina, erum yfirleitt fyrir neðan meðallag í útkomu. Mér eru óskiljanlegar þær dagbækur sem sýna í raun enga eyðslu og finnst að ekki ætti að taka þær inn í meðaltals- eyðslu. Það kemur oft í ljós að þessi heimili þurfa aldrei að kaupa fisk eða kjöt og ýmislegt annað sem við önnur þurfum að kaupa,” segir í bréfi frá Birnu Björnsdóttur og fylgdi með út- gjaldaseðlinum hennar. Birna sendir okkur einnig uppskrift að fiskhuffi, sem sjá má annars staðar hér á síð- unni. Mánuðirnir misjafnlega dýrir Sl. mánuður var Birnu óvenjulega þungur í skauti fjárhagslega, segir hún. Þar með hækkar hún meðaltals- töluna fyrir þriggja manna fjölskyldur í útreikningi fyrir marz- mánuð. Væntanlega verður kostnaðurinn miklu minni hjá henni í apríl. Þá verður hennar seðill til þess að lækka meðaltalskostnað sömu fjölskyldustærðar. Með því að sem flestir séu með í þessari könnun okkar að staðaldri fæst einmitt þessi meðaltalsútkoma sem verið er að sækjast eftir. Það er ekki hugsað sem keppni á milli heimilanna, um hver getur verið lægstur í útgjöldum. í bréfi frá annarri húsmóður segir að „Það sé enginn sómi að svelta sitt fólk eða láta það líða af næringarskorti”. Hún telur suma af seðlunum vera „yfirgengilega vitleysu” og ættu slíkir seðlar ekki að vera með í út- reikningunum. Á hún þar við heimili sem þurfa „aðeins að kaupa mjólk, brauð og ávexti.” Allir verða að kaupa í matinn einhvern tímann Auðvitað þurfa öll heimili ein- hvern tímann að kaupa mat til þess að eiga í frystikistunni. En á mörgum heimilum er það ekki gert nema einu sinni eða tvisvar á ári! Hins vegar skal einnig bent á að heimilin í landinu eru mismunandi „þung á fóðrum”. Víða hagar svo til að heimilisfólkið borðar ekki nema morgunverð og kvöldverð heima hjá sér. Er annaðhvort í fæði á vinnustað eða kaupir sér „snarl” í næstu búð. Á öðrum heimilum borðar allt heimilisfólkið allar sínar máltíðir heima og fær jafnvel með sér nestispakka. Einnig er það staðreynd, að karlmenn eru yfirleitt „þyngri á fóðrunum” en kvenfólk. En jregar tekið er meðaltal af seðlum frá heimilum með þessar mis- munandi aðstæður ætti að fást út meðaltal sem er nokkuð marktækt. Mikilsvert að vera með í útreikningnum yfir lengra tímabil Við erum að reikna út meðaltalið af innsendum seðlum þessa dagana. Að þessu sinni hafa okkur nú borizt seðlar frá þrjátíu og fjórum stöðum á landinu. Nokkrir nýir hafa bætzt í hóp þeirra sem áður hafa sent okkur seðla en því miður söknum við seðla frá fólki sem áður hefur sent okkur. Má nefna staði eins og Garðabæ, Hafnarfjörð, Eskifjörð, Mosfells- sveit, Selfoss og Húsavík. Við viljum hvetja þá sem áður hafa verið með á þessum stöðum að senda okkur seðil við uppgjör þess mánaðar sem nú er að ljúka. Til þess að sem mest verði að marka meðaltalsútreikning yfir margra mánaða tímabil væri kannski ekki úr vegi að viðkomandi sem Fermingarmánuðirnir verða mörgum heimilum dýrir, en það eru einmitt mánuðirnir marz og aprfl. April verður lika sennilega öðrum dýrari vegna þess að meira er borið i matarkaup og bakstur vegna páskanna. Hins vegar er enginn að sjá eftir þessum peningum, — fermingarveizlur eru ágætis fyrirbrigði til þess að viðhalda fjölskyldutengslum. Ýmislegt sem framkvæmt er I sambandi við fermingar á heimilinu, eins og t.d. hreingerning eða máining á ibúðinni, hefði þurft að gera hvort eð var. Ef keypt eru ný húsgögn eða gólfteppi er það ekki annað en fjárfesting — slikt telst ekki til eyðslu. DB-mynd Ragnar Th. sendu okkur ekki seðil fyrir marz, skrifi marz-töluna sína neðst á áprílseðilinn! Þá viljum við enn einu sinni ítreka að mánaðarlega úttektin sem við veitum útdregnum upplýsingaseðli er ekki ætluð sem verðlaun. Úttektin er ekkert annað en happdrætti, eins konar umbun til sendenda seðlanna fyrir að taka þátt í þessari könnun okkar á DB og Vikunni. -A.Bj. Fyllir jafnóðum i matarkistuna góðu Reykjavík- Eskrfjörður 5 herbergja íbúð í Reykjavík til leigu í skiptum fyrir jafnstóra íbúð eða hús á Eskifirði. Uppl. í síma 85193 Helga Einarsdóttir. A.F. skrifar: Mig langar til að fá að svara bréfi sem birtist í „Raddir neytenda” 10. aprU sl. „Hvar fæst fuU frystikista”. Svava nokkur Sigurðardóttir virðist furðulostin yfir búreikningum sumra kvenna, sem stæra sig af lítilli eyðslu. Klykki þær svo út með því að þær eigi stóra frystikistu sem alltaf sé full! Svava tók jafnframt fram að nógu gaman væri að fá vitneskju um slíkan ævintýragrip, sem virðist alltaf vera fullur, hversu mikið sem tekið væri úr. Það sem þetta á víst við mig hef ég ánægju af að segja henni hvUíkan kostagrip við hjónin eigum. Það er Atlas 410 1 kista, sem sagt, mun stærri en kistan sem Svava á. Við erum þrjú í heimUi. Hvenær hafa þær húsmæður sem halda búreikninga sagt að það kosti ekkert að hafa kistuna fulla? Við notum auðsjáanlega ekki sömu að- ferðir. Mín kista er ennþá hér um bil full. Af hverju? Jú, vegna þess að ég er ennþá að kaupa í hana eða setja í hana. Aðferð min er þessi: Á haustin er kistan fyllt bæði með kjöti og slátri, auk þess sem við söltum töluvert.' Þegar fór að minnka í kistunni keyptum við kjúklinga og í janúar keyptum við nautakjöt. Síðan látum við ýmiss konar fiskmeti sem við kaupum í kistuna. Næstu daga ætla ég svo að baka seytt rúgbrauð. Bý þá til 13 stk. í einu, þ.e. í fullan ofn. Síðan bý ég til flatkökur, vanalega 2—300 kökur í einu. Þetta bætist allt í kistuna. Þannig gæti ég haldið áfram. Þetta kalla ég ekki ókeypis mat, — heldur hagstæð innkaup. Ekki þætti mér skynsamlegt að fara að ráðum Svövu og verðleggja matinn daglega. Meining mín í sam- bandi við búreikningahaldið er ekki að fylgjast með daglegri eyðslu, heldur fá yfirlit yfir fieiri mánuði. Að lokum, ein ráðlegging til Svövu: Reyndu sjálf að halda bú- reikning. Þetta er spennandi og tekur enga stund.” Raddir neytenda „Hvar fæst full frystikista?...” Ég skal viöurkenna I byrjun, að eg er ekki pennafcr mannokja, enda aldrei skrifað i blöð, en nú finnst mír tg mega tð. Ég skil ekki þessar konur, scm eru með þennan búreikning. Þær stxra sig af lltilU eyðslu, en klykkja svo út með þvi, að þær eigi stóra frystikistu sem sé full. Hvernig er það, þurfa þacr aldrei að kaupa I þessar kistur sinar? Ég > 310 I kistu, sem ég fylU i haustin. Svo smieyðist úr henni yfir irið, maður gerir oft betri kaup með þvi að kaupa i stórum slumpum, en það er nú ekki þar með sagt. að þaö kostiekkineitt! Mér finnast dæmin viUandi, þar sem ckki kemur fram sú tala sem fer I kaup i mat I frystikistuna. Maður gæti haldið að stund gOmlu ævintýr- anna væri að renna upp, kistan væri aUtaf full, hversu tnikið sem úr henni væri tckið. Það væri nógu gaman að fi vitn- eskju um þaö hvar þær fengjusl, þaö eru ibyggilega margir sem myndu spara til þess að eignast sUkan grip. Væri ekki skynsamlegra að iætla verð i þeim mat sem úr kistunni er tekinn I það og það skiptið og færa það með Oðru inn i búrokningmn? Þannig finnst mér að það ætti að vera til þess að eitthvert vit væri i slikum reikningum. FISKBUFF 1 kg hakkaður fiskur (þorskur eöa ýsa bezt) 1 meðalstór laukur salt-pipar eða annað krydd eftir smekk sósulitur, það mikið að deigið verði vel brúnt á lit. Hökkuðum fiskinum, söxuðum lauknum, kryddi og sósubtnum er hrært saman í skál og búnar til flatar buffkökur. Velt upp úr hveiti og brúnað á pönnu á báðum hliðum. Vatni hellt á pönnuna, bragðbætt, með kjötkrafti og buffin soðin í nokkrar minútur. Þá eru buffkök- urnar teknar af pönnunni og sósan jöfnuð með örlitlum hveitijafningi. Borið fram með soðnum kartöflum. Hráefnið í þennan rétt kostar innan við þúsund krónur. Þökkum við Birnu Björnsdóttur kærlega fyrir uppskriftina. -A.Bj. K¥ERAGERÐI Dagblaðiö vantar umboðs- rnann í Hveragerði. Uppl. í síma 27022 og 99—4577. BLAÐIÐ Svefnherbergishúsgögn — Mesta úrvalið INGVAR 06 GYLFI GRENSASVEGI3108 REYKJAVÍK, SÍMI: 81144 OG 33630. Sérverzlun með rúm

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.