Dagblaðið - 27.04.1979, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 27.04.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1979. 3 Ölvaðir ökumenn — og lögreglan í eltingarleik Spurning dagsins Helga Hlynsdóttir, Blómvangi v/Kársnesbraut, skrifar: Hvenær ætlar lögreglan hérna að hætta að hafa skemmtun af ölvuðum ökumönnum? Mér var nóg boðið þegar ég horfði á það aðfaranótt 19. april þegar lögreglan var að elta Plymouthbifreið eftir Kringlumýrar- brautinni og var hraðinn gífurlegur, bæði hjá ökumanni Plymouthbif- reiðarinnar og lögreglubils af Volvogerð sem var fast á eftir. Bif- reið ölvaða ökumannsins lenti á staur rétt fyrir ofan Nesti. Þar kviknaði í bílnum og sat ökumaðurinn fastur og stórslasaður í bíl sinum. Það er hins vegar að segja af Volvobifreið lög- reglunnar að hún hentist á öllum sín- um hraða framhjá flakinu og upp á miðja Kópavogsbrú. Þar á eftir komu 3 til 4 aðrir lögreglubílar. Þvi er verið að gera iilt verra með því að elta þessa menn? Það er ekki eingöngu hinir ölvuðu sem stofna sínu og annarra manna lifi í hættu með akstri sínum, heldur einnig lög- reglan með sínum hraðakstri. Og ein- hvers staðar las ég það að lög- reglubílar væru stórhættulegir, þegar þeir væru komnir yfir 120 km hraða. Þegar svo kraftmiklum bíl sem Plymouth er ekið á svo miklum hraða þá er voðinn vís, því að hinn ölvaði verður fyrir svo mikilli spennu að hann veit ekki hvað hann gerir. Og ef 4—5 lögreglubílar eru komnir í spilið þá reynir sá ölvaði allt hvað hann getur til þess að koma sér undan og — og óþeytanlegur Haraldur Halldórsson, Rauðarárstíg 7, hringdi: „Ég ias frétt hjá ykkur i Dag- blaðinu um allan súra rjómann sem eyðilagði heila fermingarveizlu. Ég vil nú halda því fram að það sé ekkert nýmæli þótt súr rjómi sé á boðstólum hér. Ég kaupi mér oft pela af rjóma og hef lent 1 bví oftar en einu sinni að fá rjóm. sem hefur orðið ónýtur áður en slðasti sölu- dagur hefur runnið út. tinnig hef ég fengið rjóma sem hefur hreinlega ekki verið hægt að þeyta. Ég hef hins vegar ekkert verið að kvarta yfir þvi þótt ég fái einn og einn pela en það er auðvitað mjög bagalegt þegar heil fermingarveizla er eyðilögð fyrir barni.” Ojbara, súrrjómi. DB-myndSv.Þ. SÚR RJÓMI Kisssjúkir unglingar — vilja sjá goð sín í Skonrokki Meðlimir hljómsveitarinnar Kiss eru lítt kyssilegir svona útlits. Raddir lesenda Hringið ísíma 27022 milli kl. 13 og 15, eða skrifið KlSS-aðdáendur skrifa: Okkur langar til þess að þakka fyrir Skonrokkið sem er án efa bezti þáttur sem sýndur hefur verið frá upphafi starfsemi íslenzka sjónvarpsins. Þó finnst okkur vanta meira hart rokk í þáttinn. T.d. Kiss, Tom Robinsonband og að sjálfsögðu blessað punkið. Kiss er án efa ein frægasta og bezta rokkhljómsveit Bandaríkjanna og ekki alls fyrir löngu gáfu þeir út fjórar sólóplötur. Pinnst okkur að sjónvarpið ætti nú að taka sig á og sýna þátt með hljómsveitinni. Hún á marga aðdá- endur hér á landi eins og fram hefur komið í blöðunum að undanförnu. DB hafði samband við Þorgeir Astvaldsson vegna þess gífurlega fjölda lesendabréfa sem okkur berast frá Kisaaðdáendum. Sagðist hann hvergi hafa rekizt á nafn hljóm- sveitarinnar Kiss á þeim listum sem gerðir eru yfir þær myndir sem í boði eru. Kvaðst hann hins vegar gera ráð fyrir því að að því kæmi að sér byðist mynd með þeim og lofaði að hafa óskir Kissaðdáenda bak við eyrað. Herða mætti eftirlit með ölvun við akstur. þá endar það oftast með því að hann missir vald á bíl sínum. Hvaða gagn hefur lögreglan af því að ná þessum mönnum stórslösuðum, limlestum eða jafnveldauðum. Ég er ekki að skrifa þetta vegna þess að ég telji það réttlætanlegt, að fólk aki ölvað. Mér finnst aðeins að með fólk eigi ekki að fara eins og skepnur. Það er svo margt sem gera mætti til þess að koma í veg fyrir að fólk aki ölvað. T.d. mætti herða allt eftirlit og hafa lögreglubíla fyrir utan hvert einasta vínveitingahús um helgar. Á þeim stöðum sést ekki lögreglubíll. Næsti áfangi viö byggingu Hrafn- istu í Hafnarfiröi verður bygging hjúkrunardeildar fyrir 90—100 manns, sem mjög brýn þörf er fyrir, og þar yröi jafnframt þjón- ustumiöstöð fyrir nágranna- byggöir. Happdrætti DAS hefur einnig lagt fram fé til bygginga dvalarheimila á 12 stööum víös vegar um land. Hver miöi í Happdrætti DAS er framlag sem kemur gamla fólkinu til góöa — framlag sem mikils er metið. BÚUM ÖLDRUÐUM ÁHYGGJU- LAUST ÆVIKVÖLD. Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðin(n) stór? Guðfinna Pálsdóttir, 8 ára: Ég ætla að verða flugfreyja. Katrin Þórdis Jakobsen, 9 ára: að verða lögfræðingur. ætla Hulda Birna Helgadóttir, 9 ára: Ég ætla að verða flugfreyja. Steinar Haraldsson, 8 ára: Ég ætla að verða smiður. Smiðir hafa svo gott kaup. Rúnar Ómarsson, 8 ára: Ég ætla að verða tannlæknir. Það er svo gaman að fikta í tönnunum á fólki. Ellert Björnsson, 8 ára: Það veit ég ekki. Ég er ekkert farinn að hugsa um það.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.