Dagblaðið - 27.04.1979, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 27.04.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1979. 5 N HEIMILiSLÆKNIR SVARAR Enga löngun til kynlífs þegar á hólminn er komið Ein áhyggjufull skrifar: Getur þú sagt mér af hverju gulir flekkir á brjóstum stafa? Þeim fylgja engin óþægindi og vara aðeins einn sólarhring í mesta lagi. Ég hef fengið þetta einu sinni áður. Hvað er hægt að gera við áhuga- leysi á kynlífi? Ég er átján ára og hef oft sofið hjá, en þegar á hólminn er komið hef ég enga löngun til kynlifs. Svar: Gulu flekkina get ég því miður ekki útskýrt, enda held ég að þú' hljótir nú að fara til heimilislæknisins með þann vanda, hrjái hann þig að ráði. Hvað kynlífið áhrærir þá er jú ekki um neinar einfaldar lausnir að ræða. Maður lætur gera við bílinn, hrærivélina, jafnvel hálskirtlana og magann, en kynlífsvandamál er ekki unnt að meðhöndla á sama hátt. Ég er þess vegna i stökustu vand- ræðum með að gefa þér ráð, algildar reglur eru engar og án nánari upplýs- inga eru mínar vangaveltur e.t.v. alveg út í bláinn. Af spumingu þinni virðist þó mega ráða, að þú haldir að ánægja af kynlífi fáist fyrirhafnar- laust eða lítið. Slíkt getur átt við karl- ,menn, þeir geta fengið ágætis full- nægingu með því að ota sínum tota i næstum hvers konar gat, við flestar aðstæður. Kynlíf konu er flóknara og meira tengt tilfinningalífinu. Hún þarf því oftast meiri tilfinningatengsl, meiri blíðu og meiri tima en karlinn til að fá notið kynlífs. Skyndiuppáferðir í bílaftursætum t.d. eru sniðnar eftir þörfum karlmanna, sjaldgæft er að konur fái eitthvað út úr slíku. E.t.v. er þinn vandi sá, að þúgefur þér ekki nægan tima til nánari kynna og inni- leika áður en að sjálfri kynlifsathöfn- inni kemur. Þinar ástæður fyrir kynmökum eru ivonandi að þig langi til þess, að þú sért tilbúin til slíks, ekki að nú sértu búin að vera með strákum í viku, eða sex mánuði og því eigi hann rétt á „drætti”. Ekki heldur að allar hinar stelpurnar i klikunni sofi hjá reglu- lega og því verðir þú að gera slíkt hið sama. Mín fátæklegu ráð eru þvi að þú bíðir með allt „hjásofelsi” þar til þú hefur myndað þannig tengsl við aðra manneskju, að þig raunverulega langi til slíks. Á grundvelli gagn- kvæms trausts og hlýju nær þín kyn-, lifslöngun og nautn að þroskast. Á þínuni aldri er vandamál sem þitt fnjög algengt og í nánast öllum tilvik- tim leysist það með árunum að gefn- um þeim forsendum sem ég nefndi hér að framan. Sem sagt: gefðu sjálfri þér og þínum eigin þörfum smásjens og með timanum leysist vandinn án þess að neinar sérstakar „viðgerðir” komi til. Er 51 árs kona úr barneign? Kona í Garðabæ hringdi: 1. Eru einhverjar líkur til að kona á 51. aldursári verði vanfær hafi hún reglulegar tiðir og notar ekki pilluna? 2. Hvað er það sem skeður í leginu þegar tíðir hætta? Hættir slím- húðarmyndun strax eða heldur hún eitthvað áfram? 3. Hvers vegna verða konur fram- settari eftir að tíðir hætta? Svar: 1. Reglulegar og að öllu leyti eðli- legar tíðablæðingar benda til að egglos eigi sér stað. Því eru tals- verðar likur á að frjóvgun geti orðið. 2. Tíðablæðing er bein afleiðing slímhúðarmyndunar í leginu. Séu tiðir hættar er þvi ekki lengur um slímhúðarmyndun í leginu að ræða. 3. Ég veit ekki, en það gæti orsakazt af þeim breytingum i húð og vöðvum sem hormónaskortur þessa timabils veldur._ Eru þetta eftirstöðvar heilabólgu? Hæstvirti heimilislæknir! Þannig er mál með vexti, að ég var svo seinheppin að fá snert af heila- bólgu (sennilega vegna ofnæmis af völdum taugaveikisprautu, sem ég fékk áður en ég fór til sólarlanda) og eftir rannsókn á Landspítalanum var mér tjáð að þetta lagaðist af sjálfu sér á u.þ.b. ári. Nú er árið senn liðið og ekkert bólar á batanum. Ennþá hef ég stöðug óþægindi í höfði, svima- köst og stundum sjóntruflanir. Þar sem ég bý úti á landi og nánast er ógerlegt að ná sambandi við sérfræð- ing þann sem stundaði mig á Land- spítalanum í síma, þá langar mig að spyrja: Er ekki hægt að flýta fyrir bata með einhvers konar lyfjagjöf eða þá annarri meðferð? Ef ekki, hvað má ég búast við að vera svona iengi? Ein með heilabólgu. Svar: Sé raunverulega um eftirstöðvar heilabólgu að ræða er ekki unnt að hafa áhrif á slíkt með lyfjum né öðrum þekktum ráðum. Hins vegar hafa einkenni þín nú varað svo lengi að full ástæða er til að endurskoða greininguna. E.t.v. eru orsakir aðrar og þá jafnvel læknanlegar; sé heila- bólgu um að kenna er þér nauðsyn- legt að fá álit sérfræðings varðandi þína framtið hvað snertir einkenni þessi og þá sérstaklega hver þeirra þú verðir að læra að lifa við um langan tíma. Þessi samskipti verða aldrei að gagni símleiðis, ég held að þú æítir að panta tíma á stofu þess læknis sem stundaði þig á Landspítalanum og iskreppa hingað suður til nánari kort- lagningar þess erfiða vandamáls. Laus staða Staða prófessors i félagsfræði i félagsvisindadeild Háskóla Islandser laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um visindastörf þau er þeir .hafa unnið, ritsmiðar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. Umsóknir skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir I. júni nk. Menntamálaráðuneytið, 24. apríl 1979. Auglýsing um aðalskoðun bifreiða í lögsagnar- umdæmi Reykjavíkur í maímánuði 1979. Miðvikudagur 2. mai R—24701 til R—25200 Fimmtudagur 3. mai R—25201 til R—25700 Föstudagur 4. mai R—25701 til R—26200 Mánudagur 7. mai R—26201 til R—26700 Þriðjudagur 8. mai R—26701 til R—27200 Miðvikudagur 9. mai R—27201 til R—27700 Fimmtudagur 10. mai R—27701 til R—28200 Föstudagur 11. mai R—28201 til R—28700 Mánudagur 14. mai R—28701 til R—29200 Þriðjudagur 15. mai R—29201 til R—29700 Miðvikudagur 16. mai R—29701 til R—30200 Fimmtudagur 17. mai R—30201 til R—30700 Föstudagur 18. mai R—30701 til R—31200 Mánudagur 21. mai R—31201 til R—31700 Þriðjudagur 22. mai R—31701 til R—32200 Miðvikudagur 23. mai R—32201 til R—32700 Föstudagur 25. mai R—32701 til R—33200 Mánudagur 28. mai R—33201 til R—33700 Þriðjudagur 29. maí R—33701 til R—34200 Miðvikudagur 30. mai R—34201 til R—34700 Fimmtudagur 31. mai R—34701 til R—35200 Bifreiðaeigendum ber að koma með bif- reiðar sínar til Bifreiðaeftirlits ríkisins, Bílds- höfða 8 og verður skoðun framkvæmd þar alla virka daga kl. 08.00 til 16.00. Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því að bifreiðaskattur sé greiddur og vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi. Athygli skal vakin á því, að skráningar- númer skulu vera vel læsileg. Samkvæmt gildandi reglum skal vera gjald- mælir í leigubifreiðum, sem sýnir rétt ökugjald á hverjum tíma. Á leigubifreiðum til mannflutninga, allt að 8 farþega, skal vera sér- stakt merki með bókstafnum L. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á auglýstum tíma verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðarlögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Bifreiðaeftirlitið er lokað á laugardögum. Lögreglustjórinn í Reykjavík 24. apríl 1979. Sigurjón Sigurðsson. SKYNDIMYNDIR Vandaðar litmyndir i öll skírteini. barna&fjölsk/ldu- Ijðsmyndir AUSTURSTRÆTI 6 SIMI 12644 ökklaskór svartir og brúnir leðursólikr. 19.600.- NÝKOMIÐ Í^SavileRouP) Reiðskór (jodpur boots) svartir og brúnir leðursóli kr. 18.550.- Avalon SHOES OF DISTINCTION Gönguskór svartir og brúnir „militairé” sólikr. 15.900.- . . Lögreglustígvél Stœrðir 41 45/46 svört á leðursóla PÓSTSENDUM kr'18-950- HERRASKÓBÚÐIIM SF. ÁRMÚLA 7 - SÍMI81646.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.