Dagblaðið - 12.05.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 12. MAÍ 1979.
5
Deildakeppnin
ískák:
— og Seltjamarnes
í 2. deild
Þegar aðeins eru fjórir leikir eftir í
deildakeppninni Skáksambands
íslands er staðan þannig í 1. deild: 1.
Taflfélag Reykjavíkur 41,5 v., 2.-3.
Skákfélag Akureyrar og Skákfélagið
Mjölnir 32,5 v., 4. Taflfélag Kópa-
vogs 28,5 v., 5. Skákfélag Hafnar-
fjarðar 24 v., 6. Skákfélag Keflavíkur
23 v„ 7. Taflfélag HreyfUs 14 v. 8.
Skáksamband Austfjarða 12 v.
S 2. deild hefur Taflfélag
Seltjarnarness þegar sigrað með 31
vinningi og þar með tryggt sér
keppnisrétt i 1. deild næsta vetur. Af
siðustu úrslitum í 1. deild má nefna
Ölfusárbrú enn ekki á áætlun:
Brúarskorturinn kostar
Stokkseyri og Eyrar-
bakka 85-100 millj. á ári
— hvergi meiri f ólksfækkun en einmitt þar—fólkið flytur brott
að TR sigraði Mjölni með 5—3,
Kópavogur sigraði Austfirði með
6,5—1,5 og Keflavík sigraði með
Hreyfil með5— 2.
Taflfélag Reykjavikur er sigur-
vegari í 1. deild og er það i fjórða
sinn sem þaö sigrar í keppninni sem
nú fer fram í 5. sinn. Mjölnir hefur
sigrað einu sinni. -GAJ-
„Ef á að fresta brúarframkvæmdun-
um enn einu sinni er hætt við að ekki
þurfi að ræða frekar um þessa brú
vegna þess að engir yrðu til að nota
hana. Á síðustu tveimur árum hafa
fjörutíu manns flutt héðan,” sagði
Magnús Karel Hannesson, sveitar-
stjórnarmaður á Eyrarbakka, í samtali
við DB.
í fyrrakvöld héldu hreppsnefndar-
menn á Eyrarbakka og Stokkseyri fund
með þingmönnum Suðurlandskjör-
dæmis vegna þess að verið er að leggja
fram á Alþingi vegaáætlun til fjögurra
ára þar sem ekki er minnzt einu orði á
Ölfusárbrú.
Á fundinum var lögð fram greinar-
gerð þar sem sýnt er fram á nauðsyn
brúarinnar. Þar kemur meðal annars
fram að fimm mánuði ársins er Þor-
lákshöfn heimahöfn Eyrbekkinga og
Stokkseyringa vegna þess að trygginga-
félögin taka ekki í mál að tryggja báta í
þessum höfnum á þeim tíma vegna lé-
legra hafnarskilyrða á Eyrarbakka og
Stokkseyri. í skýrslunni kemur og fram
að sá aukakostnaður sem hinir 1100
Eyrbekkingar og Stokkseyringar beri
vegna dráttar á byggingu Ölfusárbrúar
nemi 85—'110 milljónum á ári. Bent er
á að vegalengdin Eyrarbakki — Þor-
lákshöfn mundi styttast úr 43,18 km í
15,45 km með tilkomu brúarinnar og
vegalengdin Stokkseyri — Þorlákshöfn
mundi styttast úr 44,96 km í 20,25 km.
Bent er á að Þrengslavegur hafi á sín-
um tima verið byggður með brú í Ós-
eyrarnesi sem forsendu. Þorlákshöfn
var gerð að landshöfn með sömu for-
sendu og landshöfnin stækkuð, enn á
sömu forsendu.
Fjárveitingar til hafnargerðar á
Eyrarbakka og Stokkseyri hafa um
langt árabil verið langt undir þörfum á
þeirri forsendu að brú í Óseyrarnesi
muni létta framkvæmdaþörf við hafn-
irnar. Jafnhliða því hefur fram-
kvæmdaleysið við hafnirnar og óra-
fjarlægð til „heimahafnar” í Þorláks-
höfn hvað eftir annað steypt yfir þessi
þorp hundruð milljóna króna tjónum
vegna skipsskaða og fast að þvi lagt i
rústir atvinnumöguleika íbúanna. 1
skýrslunni er bent á að kostnaðarauki
fiskvinnslustöðvanna á Eyrarbakka og
Stokkseyri af brúarleysinu í beinum
flutningskostnaði hafi numið 30 millj-
ónum króna mánuðina janúar-april á
þessu ári. Þá er og minnt á að hitaveilu-
möguleikar byggist á vatnsöflun vestan
Ölfusár. Það þurfi þvi engan að undra
þótt meiri fólksfækkun hafi orðið i
þessum byggðum en þekkist annars
staðar á landinu undanfarin ár. Að
óbreyttum samgöngum hljóti þessi þró-
un að halda áfram unz y fir lýkur.
-GAJ
Ekki þessum að þakka
að ekki varð slys af
„Það ætti að taka prófið af bílstjór-
anurn fyrir þetta,” sagði lögregluþjónn
sem leit inn á ritstjórn og sá þessa
mynd.
Þetta er víst hættulegur leikur. Pilt-
urinn rak allt í einu efri búkinn — og
vel það — út um gluggann á bílnum og
kona á smábil við hliðina hrökklaðist
upp á gangstétt. Það var ekki þessum
pilti að þakka að ekki varð alvariegl
slys.
DB-mynd Sv. Þorm.
HÁSKÓLINN FYLGIST MEÐ LYFJA-
STYRKLEIKA í BLÓDIVISTMANNA
— yf irlýsing Þrastar Laxdal, læknis Tjaldanesheimilisins
Reykjavík 10. maí 1979.
Dagblaðið, Reykjavík.
í Dagblaðinu hafa undanfarna
daga birzt öfgafull og órökstudd
skrif varðandi illa meðferð á vist-
mönnum Tjaldanesheimilisins í Mos-
fellssveit. Vitnað er í atburði sem eiga
að hafa átt sér stað fyrir u.þ.b. 3
árum og forstöðumaður heimilisins
borinn þungum sökum.
Meðal annars er þvi fleygt fram að
„óhugnanlegum tilraunúm” með lyf
hafi verið beitt, að undirlagi læknis
heimilisins ,,að því er tjáð var”.
Hér er um að ræða augljósa van-
þekkingu og villandi vitpisburð fyrr-
verandi starfsfólks á Tjaldanesi svo
að ástæða þykir að leiða fram stað-
reyndir þótt á þessum vettvangi sé.
Á Tjaldanesi dvelja að jafnaði 24
þroskaheftir piltar, mismunandi
heilaskaðaðir. Nokkrir piltanna eru
einnig haldnir flogaveiki og þurfa á
stöðugri og margvíslegri lyfjameð-
ferð að halda. í slæmum köstum
getur oft þurft að bæta við lyfjum ,,i
sprautuformiVlyfjum sem verka vel á
flogaköstin en eru vissulega einnig
„róandi” — undir venjulegum kring-
umstæðum. Sumir þessara pilta hafa
svarað mjög illa flogaveikimeðferð,
eins og títt er með heilaskaðaða ein-
staklinga. Hefur því ósjaldan þurft
að þreifa sig áfram með ýmsar
krampalyfjategundir í mismunandi
skömmtum, í von um beztan árang-
ur. Þessum lyfjagjöfum er öllum
stjórnað af lækni heimilisins og
fylgzt með lyfjastyrkleika í blóði með
mælingum á Rannsóknastofu Há-
skólans í lyfjafræði, nokkrum sinn-
um á ári.
Þá hafa örfáir piltanna fengið
tímabundnar lyfjagjafir vegna árás-
arhneigðar, mjög erfiðra hegðunar-
vandkvæða eða geðsýkikasta og þá
ávallt verið reynt að minnka og hætta
við lyfin þegar fært þótti, hverju
sinni. Komið hefur fyrir að þurft hafi
að leggja vistmann inn á Kleppsspít-
ala til að hafa hann undir stöðugu
lækniseftirliti, meðan önnur og meiri
lyfjameðferð væri reynd heldur en sú
sem tíðkast á Tjaldanesi til að koma
viðkomandi úr bráðu geðsýkikasti.
Lyfjagjafir og lyfjaskammtabreyt-
ingar á Tjaldanesi hafa mér vitanlega
aðeins farið fram í fullu samráði við
lækni og „lyfjum á línuna” og
„óhugnanlegum tilraunum” vísa ég
til föðurhúsanna.
Tel ég reyndar nokkuð athyglisvert
að aldrei sá fyrrnefnt starfsfólk
heimilisins ástæðu til að kvarta við
lækni út af ómaklegum lyfjagjöfum.
Þess má einnig geta að stærstur hluti
vistmanna hefur aldrei fengið nein
lyf, nema vitamín.
Sem læknir Tjaldanesheimilisins vitni að frjálslegu og hlýju viðmóti sem velferð drengjanna virðist ávallt
undanfarin sjö ár hef ég jafnan dáðst starfsfólks við vistmenn og er for- sitja í fyrirrúmi.
að heimilisbrag þar og aðeins orðið stöðumaður sizt undanskilinn þar Þröstur Laxdal læknir.
SÚPER-HLUTAVELTA
VERÐUR HALDIN í IÐNAÐARMAIMIMAHÚSIIMU
SUNNUDAGINN 13. MAÍ NK. KL. 2 E.H.
SKÓLALÚÐRASVEIT ÁRBÆJAR OG BREIÐ
HOLTS LEIKUR.
★ Meðal vinninga eru utanlandsferðir með Samvinnu-
ferðum.
★ Yfir 10.000 vinningar.
★ Enginnúll.
★ Gamla krónan ífullu verðgildi.
★ Verðgildi allra vinninga yfir kostnaðarverði.
★ Allur ágóði til líknar- ogstyrktarmála.
Kiwanisklúbburinn ELLIÐI