Dagblaðið - 12.05.1979, Síða 12

Dagblaðið - 12.05.1979, Síða 12
12 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 12. MAÍ 1979. Allir geta keppt í spyrnu Notkun kvartmílubrautarinnar Standard kvartmíluf lokkur Fjórar stórkeppnir í sumar Síðastliðið haust var fyrsta mann- virkið, sem einungis er ætlað til iðk- unar bifreiðaíþrótta, tilbúið. Er það að sjálfsögðu kvartmílubrautin í Kapelluhrauni sem þar er átt við. Þrátt fyrir að átta mánuðir séu frá malbikun brautarinnar hefur hún lítið sem ekkert verið notuð og má þar um kenna vondum veðrum. Eins og flestir vita er ekki hægt að keppa í kvartmiluakstri í votviðri, og enn þá síður í hálku og snjó. Það er fyrst nú sem brautin fer að koma að tilætluð- um notum. Meginmarkmið með byggingu brautarinnar voru að fjarlægja hrað- akstur og kappakstur af götum borg- ar og bæja og þjóðvegum inn á lok- að, löglegt svæði þar sem hvorki al- menningi né búfénaði stafaði hætta af. Eigandi brautarinnar, Kvartmílu- klúbburinn, var stofnaður með þetta markmið i huga, svo og að'koma upp aðstöðu fyrir félagsmenn klúbbsins. Þrjú ár liðu frá stofnun klúbbsins þar til brautin var malbikuð og á þeim tíma hefur stjórn Kvartmíluklúbbsins barist gegn hvers kyns ólöglegum hraðakstri og orðið vel ágengt. Alltaf voru þó einhverjir sem kepptu í spyrnu á þjóðvegum í kringum höfuðborgina og var þeim ef til vill nokkur vorkunn meðan ekki var til nein keppnisbraut, en með tilkomu hennar hafa þeir enga afsökun fyrir athæfi sínu. Lögreglan hefur tekið alltof vægt á brotum þessara manna með tilliti til að þeir stofna sér og sak- lausum vegfarendum í mikla hættu með skipulagslausum og handahófs- kenndum kappakstri í skjóli myrk- urs. Æfingar á brautinni Svo sem fyrr sagði hefur kvart- mílubrautin verið tekin í notkun og geta félagsmenn Kvartmíluklúbbsins æft sig þar og prófað bíla sína. Þegar æfingar fara fram verður að tilkynna lögreglunni í Hafnarfirði það en æfingin verður alltaf að vera undir stjórn einhvers i stjórn Kvart- míluklúbbsins eða trúnaðarmanna stjórnarinnar, sem hafa þá lyklavöld að brautinni. Við æfingarnar gilda nokkrar reglur, sem allir verða að faraeftir, en þær eru að einungis einn bíll fer eftir brautinni í einu og verður hann að aka tilbakabrautina aftur að starfsvæðinu en ekki eftir sjálfri keppnisbrautinni. ökumenn verða að nota öryggisbelti og hafa hjálm á höfði. Til að fá að fara á brautina þurfa menn að vera félagar í Kvart- míluklúbbnum og vart þarf að taka það fram að allir bílarnir verða að vera í fullkomnu lagi. Keppnir á brautinni Ef tveir bilar fara eftir brautinni í einu er um bifreiðaiþróttakeppni að ræða og þá verður að fá sérstakt leyfi hjá dómsmálaráðuneytinu, tryggja bílana sérstaklega og fullnægja ýmsum öðrum skilyrðum. Fyrirhugað er að halda þrjár stórar kvartmílukeppnir í sumar auk sand- spyrnukeppni. Fyrsta kvartmílu- keppnin á að vera sunnudaginn 20. maí. Verið er að smíða nýjar tíma- græjur fyrir klúbbinn og veltur allt á því hvort þær verða tilbúnar hvort .keppnin verður þann 20. eða 27. mai. Ekki er nauðsynlegl að vera með átta strokka bíl til að keppa í kvartmílu- akstri. Þessi BMW eróbreytturog mun keppa i standard kvartmíluflokki. Chevrolet Corvette árg. ’69: Þessi bíll lenti í árekstri fyrir tveimur árum en nú er veriö að gera hann upp og verður hann . byggður upp frá grunni með keppnir í standard flokki i huga. DB-myndir Jóhann Kristjánsson. Guðmundur Kjartansson, gjaldkcri Kvartmíluklúbbsins, gerir heiðarlega tilraun til að slátra dekkjunum undir bil sínum meðan nokkrir félagar hans halda bílnum föstum. DB-mynd Jóhann Kristjánsson. Kvartmílukeppnistímabilið ís- lenska, það fyrsta í röðinni, fer nú senn að hefjast og af því tilefni munum við nú kynna flokkaskipt- ingu og reglur Kvartmíluklúbbsins sem keppt verður eftir. Kvartmílu- íþróttin er bifreiðaíþrótt almennings vegna þess að hægt er að keppa á svo að segja hvaða bíl sem er. í kvart- mílukeppni eru bílarnir flokkaðir á tvennan hátt. í fyrsta lagi eru bílarnir flokkaðir eftir því hvort þeir eru í upprunalegri mynd eða meira og minna sérsmíðaðir. Síðan eru þeir flokkaðir í undirflokka eftir þyngd og vélarstærð. Það eru því ekki alltaf kraftmestu bílarnir sem vinna, auk þess sem ökumaðurinn hefur sitt að segja. íslensku kvartmílureglurnar eru byggöar á reglum bandaríska kvart- mílusambandsins (National Hot Rod Association) og voru þýddar úr sænsku yfir á islensku. í islensku reglunum eru sænsku nöfnin á flokk- unum notuð og hefur það valdið nokkrum ruglingi, einkum vegna þess að islenskir kvartmílingar lesa mest amerísk kvartmílublöð og bækur. Standard flokkur Fyrsti flokkurinn, sem við segjum frá, nefnist standard flokkur og er það sem Ameríkanar kall? Stock Eliminator. í þeim flokki má breyta bílunum minnst. Ekki má hreyfa við innréttingunni í bílnum og verða jafnvel gólfmotturnar að vera á Sínum stað. Vélin í bílnum verður að vera upprunaleg og má ekki nota annan útbúnað en verksmiöjan gefur upp. Leyfilegt er að bora vélarblokk- ina út í 0.060 tommur en ekki má breyta þjöppuhlutfalli né öðru. Þá er einnig óleyfilegt að létta kasthjól og aðra snúningshluti vélarinnar. Kamb- ás, ventlar og ventlagormar veröa að vera upprunalegir. Þá má ekki skipta um blöndung, en leyfilegt er að skipta um nálar í blöndungnum. Óleyfilegt er að taka vatnsdælu, dínamó og viftuspaða úr sambandi. Leyfilegt er að taka púströr og hljóð- kúta undan bílnum. Þá má einnig fjarlægja loftsíur af vélinni. Þá má nota hvaða drifhlutfall sem er í hás- inguna og einnig má setja læst mis- munadrif í hana. Breyta máyfirbygg- ingu bílsins en þær breytingar mega ekki á nokkurn hátt breyta þyngdar- punkti hans. Þá er einnig óheimilt að hækka eða lækka bílinn að framan eða aftan til að færa þyngdarpunkt hans. Óleyfilegt er að setja göt eða opnanir, sem ekki eru upprunalegar á bílnum, á vélarlokið. Framdekk bílsins verða að vera í upprunalegri stærð en leyfilegt er að breyta stærð afturdekkja og nota sér- stök keppnisdekk, slikka. Þá verða bílar í standard flokki að fylgja regl- um um gerð og búnað ökutækja á ís- landi. Ekki er þetta tæmandi upp- talning á reglunum en gefur vonandi einhverja hugmynd um hvað má og hvað má ekki i standard kvartmílu- flokki. Jóhann Kristjánsson. Sandspyrnukeppnin verður að vanda um miðjan júní á söndunum við ósa ölfusár. Hinar keppnirnar verða svo í júlí og ágúst. Nú þegar er byrjað að vinna í að fá erlenda keppendur á júlíkeppnina og verður reynt að fá nokkra bíla sem mundu geta keppt við íslensku bilana. Jóhann Kristjánsson.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.