Dagblaðið - 12.05.1979, Síða 24

Dagblaðið - 12.05.1979, Síða 24
24 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 12. MAÍ 1979. Myndsjá f rá Myndlistarskólanum Það er mikið um að vera í mynd- listarskólum borgarinnar þessa helgi. Myndlistarskólinn t Reykjavík, sem nú hefur flutt starfsemi sína að Laugavegi 118 ( hús Egils Vilhjálms- sonar) úr Ásmundarsal, heldur sumarsýningu á nýja staðnum. Gengið er upp frá Rauðarárstíg. Þar voru nemendur m.a. að leggja síð- ustu hönd á verk sín. — Þeir eldri unnu að skúlptúr, en yngsta kynslóð- in skreytti af kappi. Myndlista- og handíðaskóli íslands heldur upp á 40 ára afmæli sitt með glæsilegri sýn- ingu að Kjarvalsstöðum, en þar er auk þess haldin sýning á verkum Kurt Zier sem átti mikinn þátt í þvi að móta skólann á sínum tíma. Sú sýn- ing stendur í næstu tvær vikur. Þar voru vefnaðarkonur m.a. að velja úr verkum sínum til upphengingar. Mœðradagurinn erá morgun mmm mMmm ð«i s $M§m í:' • 5 ; >• V ■ ■ ■: •• . ; ij -\w ■•; > % :; ■ ' •. \ •-•■ .'5 • ■- WnVs ■ 2^!^j ... '>•: : ; ■ ; . •'■■ h‘: : mm ■■ : •: ': : Ilffllii ':.:■ :■:. : :V': ■ : Myndlist Dyggðir landsbyggðarinnar Þegar menn gera sér ferð i Norræna húsið til að skoða myndlist þar, ættu þeir að staldra við i and- dyrinu stöku sinnum. Þar eru oft á ferðinni sýningar sem ómaksins vert er að berja augum og stundum eru þær reyndar betri en sú list sem hangir í kjallaranum. Nú hangir í anddyrinu falleg sýning á 27 grafík- verkum eftir sænska listamanninn Svenrobert Lundquist og verður hún þar til mánaðamóta. Lundquist er vel látinn listamaður í heimalandi sínu, en hann nam við Valands lista- skólann á árunum 1963—67, sam- tímis nokkrum íslenskum lista- mönnum. Frá þeim tíma hefur hann haldið fjölda einkasýninga — i Stokkhólmi, Gautaborg, Malmö og víða og verk hans er að finna í söfnum víða um Norðurlönd. Þetta er hins vegar fyrsta sýning hans hér. Sígild grafík Lundquist vinnur ætingar og akvatintur og heldur þar sérstaklega vel á spöðunum. Sjálfur segist hann vera gamaldags í grafíkinni, án allra fordóma gagnvart nýrri tækni og tilraunum. Sé hlutbundin túlkun á húsum, trjám og fólki upp til sveita úr móð hefur Lundquist lögað mæla. En sé það einnig orðið gamaldags að kanna hverjar séu leikreglur tilver- unnar og kjölfesturnar í hringiðunni, og lýsa yfir trú á manneskjunni, — þá er eitthvað meirá en lítið að. Grafík Lundquists er hvorki gamal- dags eða stundarfyrirbæri heldur eðli legt framhald á þeirri sígildu og manneskjulegu grafík sem gamlir meistarar eins og Claude Lorraine og Ruysdael framleiddu. Grafik þeirra allra er rómantísk að því leyti að þeir freista þess að finna tilfinningum sínum samsvörun í hrynjandi náttúr- unnar: kræklótt og lúin eik gat táknað hugarangur, blómstrandi tré í sumarvindi er vitni hamingju lista- mannsins o.s.frv. Einmana hús En þessi grafík er einnig aðlaðandi fyrir þá virðingu sem listamennirnir bera fyrir sköpuninni og handverki mannanna. Þessum eiginleikum stafar af verku.n Lundquists. Tækni- legt handbragð hans er fyrsta flokks, en það ræður hvergi ferðinni. Lista- maðurinn hyllir þær dyggðir sem hann finnur úti á landsbyggðinni og tákn þeirra eru stílhrein og elskuleg húsin — stundum einmana og niður- nídd en þó ávallt aðlaðandi og gest- risin að sjá. Þetta tákngildi húsa í verkum Lundquists minnir mann á verk landa hans og vinar, Sixten Haage, sem sýndi á sama stað fyrir ári. En Haage tjáir einsemd og jafnvel vonleysi borgarumhverfisins meðan Lundquist fer vongóður nær- færnum höndum um látlausa húskof- ana úti á landi. Þetta eru stillileg verk, en stundum er þögnin rofin af stökum fugli sem flýgur út úr mynd- inni (Vid Stenbrottet, nr. 12) eða þá að allt í einu má sjá bónda á fleygi- ferð niðri í horni myndflatarins, á leið í póstkassann. Ljósbrigði Annars konar tilfinningu er að finna í trjámyndum Lundquists, — þar er meira að gerast er náttúran lætur til sín taka, — sveigir trén, hristir þau eða afklæðir. Eftirtektar- verð er grafík Lundquists einnig að því leyti hvað hann hefur næmt auga fyrir öllum blæbrigðum ljóss og hvernig hann kann að virkja það i þágu þeirrar stemmningar sem mynd- irnar eiga að miðla. Mér er sérstak- lega eftirminnileg „Grannens lada” (nr. 19) þar sem forgrunnur fer yfir í kolsvart. Hér er djarft teflt — en myndin tekst. Svenrobert Lundquist er afburða listamaður á sínu sviði og það verður enginn svikinn af því að hinkra við i anddyrinu í Norræn^ húsinu.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.