Dagblaðið - 18.05.1979, Síða 10
10.
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 1979.
Útgeffancfi: Dagblaðifl hff.
Framkvœmdastjórí: Svoinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson.
Rhstjómarfulltrúi: Haykur Helgason. Skriffstófustjóri ritstjómar Jóhannes Reykdal. Fróttastjóri: Ómar
Vakfimarsson.
íþróttir Hnlhir Símonarson. Menning: AAalstpinn IngóKsson. Aflstoðarfróttastjóri: Jónas Haraldsson.
Handrit: Ásgrimur Pólsson.
Blaflamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Atli Steinarsson, Bragi Sigurflsson, Dóra Stefónsdótt-
ir, Gissur Sigurflsson, Gunniaugur A. Jónsson, Helgi Pótursson, Ólaffur Goirsson, Sigurflur Sverrisson.
Hönnun: Gufljón H. Pólsson.
Ljósmyncfir. Ámi Póll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamloifsson, Hörflur Vilhjólmsson, Ragnar Th. Sigurfls-
son, Sveám Pormóðsson.
Skriffstoffustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þróinn Þorieifsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Dreifing
arstjóri: Mór E.M. Halldórsson.
Ritstjóm Síöumúla 12. Afgreiflsla, óskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þvorholti 11.
AAaisími blaflsins er 27022 (10 linur). Áskrift 3000 kr. ó mónufli innanlands. í lausasölu 150 kr. eintakifl.
Setning og umbrot Dagblaflið hf., Siflumúla 12. Mynda- og plötugorfl: Hilmir hf. Stflumúla 12. Prentun:
Arvakur hff. Skoifunni 10.
Minnihlutastjóm ísumar?
Formenn tveggja stjórnarflokkanna,
Ólafur Jóhannesson og Lúðvík Jóseps-
son, hafa undanfarna daga gælt við þá
nugmynd að reka Alþingi heim. Við
það ynnist, að dómi þeirra, að þing-
menn væru ekki að „þvælast fyrir”
aðgerðum í kjara- og efnahagsmálum. Eftir það gætu
ráðherrarnir níu stjórnað með einræðisvaldi.
Ástandið er nú mjög alvarlegt, ekki sízt vegna þess
að stjórnarflokkarnir hafa ekki náð samstöðu um
neinar aðgerðir í launa- og efnahagsmálum. Verkfall
farmanna veldur sífellt meiri vandræðum með hverjum
degi, sem líður, og ekkert útlit fyrir, að samningar
takist í þeirri deilu. Undirmenn eru í verkbanni.
Mjólkurfræðingar hafa verið í svonefndu verkfalli á
fullu kaupi við að reisa fjöll mjólkurafurða.
Launastefna ríkisstjórnarinnar er hrunin. Stjórnin
lýsti yfír í byrjun, að hún stefndi að því, að grunnkaup
haekkaði ekki til ársloka 1979 og launajöfnun skyldi
varðveitt. Með kauphækkun flugmanna og annarri
þaklyftingu hlaut launajöfnunarstefnan slíkan skell,
að alþýða manna treystir ríkisstjórninni ekki lengur í
því efni. Grunnkaupsstefnan var felld við atkvæða-
greiðsluna í Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja.
Hvað á ríkisstjórnin að taka til bragðs við þessar
aðstæður?
Annaðhvort geta stjórnarflokkarnir staðið saman
um stjórn mikilvægustu þjóðmála eða ekki. Sé ekki
samstaða, á ríkisstjórnin að fara frá.
Það er einkum þingflokkur Alþýðuflokksins, sem
raskar ró flokksforingjanna. Ólafi Jóhannessyni og
Lúðvík Jósepssyni gengur alltaf betur að lynda við ráð-
herra Alþýðuflokksins en þingflokkinn. Dagblaðið
hefur áður greint frá því, að við borð liggur, að ráð-
herrasveitin í Alþýðuflokknum og þingflokkurinn séu
tveir flokkar. Einstakir þingmenn Alþýðuflokksins
hafa verið ómyrkir við að lýsa, hvernig Ólafur og
Lúðvík hafi hvað eftir annað „platað” ráðherra
Alþýðuflokksins til ýmissa verka.
Samþykkt þingflokks Alþýðuflokksins um kjara-
málin í fyrrinótt eykur ekki trú forsætisráðherra á, að
unnt sé að stjórna í samvinnu við slíkt lið. Því hefur
forsætisráðherra síðustu daga dreymt um að losa sig
við þá sveit, senda þingið heim og stjórna sem yfirvald
níu manna alræðissveitar ráðherranna.
Þá gæti sú staða komið upp hvenær sem væri að
landinu yrði stjórnað með tilskipunum manna, sem
væru í minnihluta meðal þingmanna.
Sú staða getur að sjálfsögðu einnig komið upp fljót-
lega, þótt þingið sitji í nokkra daga fram yfir helgina.
Þingflokkur Alþýðuflokksins hefur samþykkt að óska
eftir, að þingið verði ekki sent heim, fyrr en lausn hafi
fundizt í launamálunum.
Finni stjórnarflokkarnir enga lausn á launamálunum
næstu daga, er réttast að þeir hætti tilburðum sínum til
að standa sameiginlega að ríkisstjórn.
Þá mætti kanna, hvort einhverjir möguleikar eru á
meirihlutasamstarfi, en ganga til nýrra þingkosninga
ella.
Tilburðir til að losa sig við þingið til að stjórna síðan
með tilskipunum eru forkastanlegir. Slík staða hefur
ekki komið upp áður hér á landi. Með þeirri afstöðu
yrði lýðræðið fótumtroðið.
Réttast er, að þing sitji, þangað til fullreynt er, hvort
það getur staðið að aðgerðum í launa- og efnahagsmál-
um.
t —....
Bretland:
Anægja allra
hægrí stjóma
með Thatcher
v
— það sýnir hver f ramtíðarutanríkisstef na ríkisst jórnar
hennar verður, segir hin vinstrisinnaða brezka leikkona
ogframbjóðandi Vanessa Redgrave
Vanessa Redgrave kvikmyndaleik-
ari og óskarsverðlaunahafi bauð sig
fram í brezku þingkosningunum og
var auk þess í forsvari fyrir flokk
sinn, sem er mjög vinstrisinnaður.
Árangur framboðsins varð lítill og
fékk flokkurinn, sem bauð fram í
sextíu kjördæmum, engan frambjóð-
anda sinn kjörinn í neðri málstofu
brezka þingsins. Sjálf hlaut Vanessa
Redgrave aðeins 255 atkvæði í kjör-
dæmi sínu í Manchester.
í viðtali sem birtist nýlega i danska
blaðinu Information við leikkonuna
var hún meðal annars spurð um hvað
hún vildi segja um úrslit kosning-
anna.
„Ég tel að þessi stjóm íhalds-
flokksins verði afturhaldssamasta
rikisstjóm sem setið hefur í Bretlandi
um langa hríð. í kosningabaráttunni
réðust frambjóðendur hans gegn
verkalýðsfélögunum, innflytjendum
og atvinnulausum,” sagði Vanessa
Redgrave.
„Ég tel að hér hafi ekki einvörð-
ungu verið um ómerk kosningaslag-
orð að ræða heldur hafi þarna verið á
ferðinni ljós merki þess hvernig
stefnu stjórnar Margrétar Thatcher
verður háttað á næstunni. Fyrsta
skotmark hennar verður samtök
launþega.”
Vanessa Redgrave var spurð hver
væri afstaða hennar tii þess að í
fyrsta skipti hefði kona orðið for-
sætisráðherra Bretlands.
„Ekki skiptir máli hvort kona er í
sæti forsætisráðherra eða ekki.
Sjálfstæðisflokk-
ur á timamótum
Einn fjölmennasti landsfundur
Sjálfstæðisflokksins var haldinn fyrir
skömmu. Mikil eftirvænting ríkti
fyrir fundinn, enda var hann nokkurs
konar lokauppgjör vegna úrslita
kosninganna á síðasta ári, sem voru
flokknum verulega óhagstæð miðað
við úrslit fyrri kosninga. Þrjú mál
lágu fyrir fundinum: í fyrsta lagi
skipulagsbreytingar, í öðru lagi
stefnumörkun og í þriðja lagi
kosningar forystuliðs.
Skipulagsbreytingar
Helztu skipulagsbreytingarnar,
sepj samþykktar voru, voru fjölgun í
miðstjórn, ákvæði um framkvæmda-
stjórn og útbreiðslunefnd. Flokkur-
inn hefur þegar fengið góða reynslu
af framkvæmdastjórn, sem í vetur
hefur starfað undir stjórn Birgis ís-
leifs Gunnarssonar. Þá var ákveðið
að miðstjórn skuli samræma fram-
kvæmdareglur um prófkjör vegna
alþingiskosninga. Varla verður sagt,
að þessar breytingar séu byltingar-
kenndar, en þær eru þó liður í endur-
skipulagningu flokksins til að gera
hann hæfari við úrlausn verkefna
líðandi stundar. Gera verður ráð
fyrir, að þessu endurskipulagn-
ingarstarfi haldi áfram og á næsta
fundi verði enn leitast við að laga
skipulagið að breyttum aðstæðum.
Skipulagsnefnd flokksins undir
forystu Ragnars Kjartanssonar vann
mestan hluta undirbúningsstarfsins,
en tillögumar voru bornar upp í
nafni miðstjórnar og samþykktar
samhljóða. Eflaust hefðu stærri skref
verið stigin í þessum efnum, ef starf-
ið síðustu vikur fyrir landsfund hefði
ekki verið í skugga formanns- og
varaformannskjörsins.
Kosningarnar
Formanns- og varaformannskjör
voru þeir atburðir, sem beðið var
eftir og vöktu mesta athygli. Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur þá sérstöðu
meðal íslenzkra stjórnmálaflokka, að
innan hans geta átt sér stað flokka-
drættir og átök um menn og málefni
án þess að hætta sé á klofningi.
Óþarfi er að tíunda úrslitin í kosn-
ingunum á landsfundinum. Það hafa
blöðin þegar gert. Umræðumar í
sambandi við kosningarnar voru
opinskáar og gagnlegar fyrir flokkinn
og flestir eru sammála um að hann
stendur sterkari eftir. Landsfundur-
inn markaði upphaf nýs tímabils á
ferli flokksins. Endurnýjað umboð
Geirs Hallgrímssonar gefur honum
mikla möguleika til að leiða flokkinn
IÐJUSTÚLKAN
—bamapössun
Satt að segja brá mér heldur betur í
brún er ég opnaði fyrir útvarpið
skömmu eftir kl. 7.30 að kvöldi 1.
maí sl. Það var vitanlega af því að ég
hafði misst af kynningu þáttarins.
Eitthvert samantekið efni um kven-
fólk á vinnustöðum og ég greip senni-
lega inn í miðjuna á upplestri úr bók
að nafni Vatn á myllu kölska eftir
Ólaf H. Símonarson.
Væri ég verksmiðjustúlka (hef þó
unnið í fiski) hefði ég heldur betur
opnað mig og mótmælt þvi að
nokkur manneskja gæti verið jafn-
heimsk og Ólafur lýsir verksmiðju-
stúlkunni i félaginu Iðju.
Auðvitað var komið inn á dag-
vistunarmál. Það er mál málanna.
öll börn á dagvistunarheimili.
Aumingja Iðjustúlkan átti eitt barn.
Hún var búin að slíta samvistum við
bóndann og þurfti að koma barninu
fyrir. Hún hafði bara þá menntun, að
hafa verið 3 ár í gagnt'ræðaskóla. Þar
með voru allar bjargir bannaðar.
Ekkert framundan nema illa launuð
verksmiðjuvinna.
Ekki var mikill töggur í verk-
smiðjustúlkunni hans Ólafs. Hún
gat ekki farið í kvöldskóla til þess,
þótt ekki væri nema að ná gagn-
fræðaprófi og svo sem lítið upp úr
því að hafa. Enginn atvinnurekandi
myndi ráða hana frekar þótt hún
hefði slíkt próf upp á vasann. Hún
hafði heldur aldrei tima frá þessu