Dagblaðið - 18.05.1979, Síða 13
DAGBLADID. FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 1979.
13
Lúðvík Guðmundsson, stofnandi
MHÍ, virðist eftir öllum sólarmerkj-
um að dæma hafa verið hinn mesti
forkur. Ekki veit ég hvaðan honum
kom áhugi á sjónmenntum, en víst er
að eftir skólastjórn á Hvítárbakka og
á Ísafirði ræðst hann i það að stofna
Handíðaskólann árið 1939 — þá á
miðjum aldri. Sama sumar hafði
hann leitað fanga í Þýskalandi og
fundið mann sem var honum að
skapi, Kurt Zier. Ekki veit ég heldur
hvað Zier gekk til — manni sem
hafði reynslu af stórum listaskólum í
heimalandi sínu og Svisslandi — að
ráðast til starfa hér uppi á klaka. Allt
um það byrjuðu þeir Lúðvík og Zier í
fjórum kjallarastofum að Hverfis-
götu 57.
Á flækingi
Þaðan lá leiðin í Stýrimannaskól-
ann við Öldugötu, síðan á Grundar-
Úlskurður eftir Kurt Zier.
stíg 2A, svo að Laugavegi 118, síðan
aftur á Grundarstíginn, síðan i
stuttan tíma í gamla Iðnskólann við
Vonarstræti og loks tókst MHÍ að
komast í varanlegt húsnæði að Skip-
holti 1 á því herrans ári 1956.
Kennslan árið 1939 hófst með tveim
námskeiðum í leikfangagerð og varð
hún regluleg árið 1940 með kennslu í
tré- og málmsmíði ásamt teikningu.
Kennarar voru þá aðeins tveir, þeir
Zier og Lúðvik. Nemendur hafa verið
u.þ.b. ein tylft. Á þessu ári voru
nemendur alls hátt á sjöunda
hundrað, með námskeiðum. Kennar-
ar voru á sama tíma yfir fjörutíu,
fastráðnir og lausamenn. Samt eru
margar greinar sjónmennta útundan
og þar er kannski tilfinnanlegastur
l extíldeild liggur ekki á liði sinu.
skorturinn á skúlptúrkennslu. Staða
islensks skúlptúrs í dag hlýtur að ein-
hverju leyti að vera afleiðing þeirrar
ávöntunar. Leikmyndagerð þyrfti
einnig að kenna að staðaldri, svo og
fatahönnun, guUsmíði, húsgagna-
teiknun og almenna iðnhönnun. En
þær greinar kalla svo aftur á aukið og
bætt húsnæði. En litum í staðinn á
það sem skólinn hefur megnað að
gera.
Skipt sköpum
Nær allir yngri myndlistarmenn
okkar hafa stundað þar undirstöðu-
nám, myndlistarkennarar hafa lang-
r
umar SKUiason — Mynd, lt*7V.
er ég hræddur um að við lendum i
ógöngum. Ég minnist þess þegar
bandaríski listamaðurinn Rauschen-
berg varð að hætta að brúka mynd af
Kennedy í samsetningum sinum þar
eð hún vakti svo sterkar tilfinningar í
brjósti áhorfenda að röskun varð á
heildarinntaki þeirra. Ómar gæti
þurft að glíma við svipuð vandamál á
komandi árum. En þetta er umfram
allt hressandi sýning og sannar að
Ómar stendur ekki kyrr í kúnstinni.
Vinna teiknikennaradeildar
1
flestir útskrifast þaðan og þar var
lagður grunnur að íslenskri auglýs-
ingahönnun og nú síðast, — að textíl.
Skólinn hefur skipt sköpum hvað
snertir íslenska grafík og hefur haft
úrslitaþýðingu í þróun keramikur á
landinu. Þar hafa nýrri hræringar
innan myndlistar einnig verið ræddar
og krufnar til mergjar. En kennarar
hafa held ég ávallt gert sér grein fyrir
þvi að fjögurra ára skóli gerir vart
nema að leggja undirstöðuna að list-
námi og hafa stöðugt hvatt nemendur
til framhaldsnáms erlendis og hefur
MHÍ þannig stuðlað að innflutningi
nýrra hugmynda á mörgum sviðum.
Vorsýningar myndlistarskólanna
eru breytilegar frá ári til árs.
Árgangar eru misjafnir, eins og
gengur og gerist' — og kennarar
sömuleiðis. Kannski er varasamt að
vera að ræða nemendavinnu yfirleitt,
en þó finnst mér rétt að geta um
nokkra þætti MHÍ sýningarinnar.
Gróska í grafík
Athyglisvert finnst mér t.d. hve
mjög málverkið hefur hneygst yfir í
hlutbundna túlkun og má greina ný
viðhorf í fæðingu í þeirri deild. Frá
því fólki sem nú stundar nám í deild-
inni má vænta einhverra tiðinda á
komandi árum. Sérstök gróska
virðisl nú ríkja í grafík skólans, sem
sjálfsagt má rekja til ólíkra en at-
kvæðamikilla kennara og sýna
nokkrir nemendur þar óvenju þrosk-
aða vinnu. Keramík er falleg og fjöl-
breytt og barnavinnan hugmyndarík.
Ekki fer mikið fyrir fjölbreytni í að-
ferðum og verkefnavali í nýlistadeild
og hlýtur brátt að koma að því að
menn hvíli myndavélarnar. Þeir ný-
listamenn frumsýndu samt nýja og
afar langa kvikmynd um Einar Guð-
mundsson skáld á opnunardegi. Það
var einnig vel við hæfi að setja upp
litla sýningu til heiðurs Kurt Zier inn-
an skólasýningarinnar. Hún er engan
veginn tæmandi og reyndar læðist að
manni sá grunur að betur hcfði máti
standa að hcnni.
Fjölhæfur f römuður
Zier lagði gjörva hönd á margt —
var liðugur teiknari og málari, skar í
tré og gerði grafik. List hans er af cx'-
pressjóníska skólanum, eins og
vænta mátti, og sterkir litir og
þungar áherslur ráða ríkjum i verk-
um hans. Merkilegt nokk, þá eiga
þeir samleið í listinni á köllurn Guð-
mundur Einarsson frá Miðdal og
Zier. En öll meiri háttar umfjöllun
um Zier og list hans verður að bíða
betri tíma og yfirgripsmeiri sýningar
á verkum hans. Þáer ekki annaðeftir
en að óska skólanum til hamingju og
velfamaðar á komandi árum. Það er
engin hætta á öðru en að honum tak-
ist að axla þá ábyrgð sem á honum
hvilir, hvernig sem sljórnvöld munu
haga sér.
vandaðaðar vörur
Verkfæra-
kassar
Eins, þriggja og fimm holfa
Afar hagstætt verð.
She
Heildsolubirqðtr:
Smavorudeild Simi: 81722
vandaðaðar vörur
Hleðslutæki
6,12 og 24 volta.
Margar gerðir.
Oliufélagið
Skeliunqur hf i_r
Skeljungur hf Shell
Heildsölubirgðir:
Smávörudeila Sími: 81722
Aðalfundur
Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda
verður haldinn í hliðarsal Hótel Sögu fimmtu-
daginn 7. júní nk. og hefst kl. 10 árdegis.
Dagskrá samkvæmt félagslögum.
Lagabreytingar.
Stjórn Sölusambands íslenzkra
fiskframleióenda
KENNARAR!
Nokkrar almennar kennarastöður eru
lausar við grunnskóla Akraness. Um-
sóknarfrestur er til 1. júní.
Skólanefnd Akraness.
Kvartmíluklúbburinn
Starfsmenn og sýningaraðilar á bílasýningu
Kvartmíluklúbbsins eru beðnir að halda til
haga sýningarpössum sínum vegna vœntan-
legs hófs sem Kvartmíluklúbburinn mun
halda fyrir starfsfólk og sýnendur eftir fyrstu
kvartmílukeppnina 20. maí. Verður hófið