Dagblaðið - 18.05.1979, Side 22

Dagblaðið - 18.05.1979, Side 22
26 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 1979. Veðrið Spáð er áframhaldandi noröonátt með éljagangi á Norðuriandi. Bjart . veröur á Suðausturiandi en skýjað og úrkomulaust á Su8vosturiandi. Þar ' hlýnar eitthvað íbili. Klukkan sex f morgun var 3 stiga frosuog úrkoma f ReykjavBc, —1 og skýjað á Gufuskálum, —2 og láttskýj- að á Gaharvrta, —5 og snjókoma á Akuroyri, —7 og skýjað á Raufarhöfn, —4 og lóttskýjað á Dalatanga, —3 ogj skýjað á Hðfn og —3 og léttskýjað f ** Vestmannaeyjum. ( Þórshöfn var slydduól og 0 stiga hiti, rígning og 9 í Kaupmannahöfn, skýjað og 8 f OskS, léttskýjaö og 9 f[ London, skýjað og 14 í Hamborg, létt-, <:'skýjað og 10 í Madríd, þokumóöa og 7 í Lissabon og léttskýjað og 18 í New! York. Andlát Sigríður V. Eggertsdóttir sem lézt þann 10. maí var fædd 29. marz 1910. Hún var gift Óskari Bergssyni og áttu þau fjögur börn. Þorgeir Stefón Jóhannsson sem lézt þann 13. maí var fæddur 25. marz 1932 að Tungu í Bakkagerði, Borgarfirði eystra. Foreldrar hans voru hjónin Jóhann Helgason bóndi og Bergrún Árnadóttir. Þorgeir tók próf frá Mið- skóla Stykkishólms og árið 1953 frá Samvinnuskólanum. Skömmu siðar tók hann til starfa sem verzlunarstjóri í Kaupfélagi Suðumesja. í fjögur ár vann hann á skrifstofu Skipaútgerðar ríkisins og i nokkur ár var hann for- stjóri sælgætisgerðar. Síðast gegndi hann störfum verzlunarstjóra í Rafbúð SÍS. Þorgeir kvæntist árið 1955 eftirlif- andi konu sinni, Valgerði Magnúsdótt- ur og eiga þau fjögur börn. Þórhallur Karlsson skipstjóri Asgarðs- vegi 5, Húsavík, verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju á morgun, laugardag, kl. 14. r«ad iteiila Gullbrúðkaup Gullbrúðkaup eiga á morgun, laugardag 19. mai, hjónin Helga Einarsdóttir frá Arngeirsstöðum í Fljótshlíð og Sigurður Sigurðsson frá Steinmóðarbæ V-Eyjafjöllum en þar bjuggu þau hjón þar ti! þau íluttust til Reykjavíkur fyrir 7 árum. Heimili þeirra nú er Fossgil við Blesugróf. Helga og Siguröur taka á móti gestum I Gaflinum við Reykjamesbraut í dag frá kl. 6. Launajöfnun eða stjórnarslit Á fundi stjórnar FUF í Reykjavik mánudaginn 14.5. 1979 varsamþykktsvohljóðandiályktun: Stjórn FUF í Reykjavík krefst þess af forystu Framsóknarflokksins, að hún hviki ekki frá síðustu til- lögum sínum um verðhjöðnun og launajöfnun, sem lagðar hafa verið fram í ríkisstjóm, en sllti að öðrum kosti stjómarsamstarfi viðóábyrga hentistefnuflokka. Undirrót þess ófremdarástands sem skapazt hefur, er sú slagorðapólitík sem Alþýðuflokkur og Alþýðu bandalag notuðu til atkvæöasöfnunar fyrir síðustu kosningar. Kjarkleysi og ábyrgöarleysi þessara flokka siðan hefur I raun haft i för meðsér fráhvarf frá launa- jöfnunar- og veröhjöðnunarstefnu Framsóknarflokks ins, sem ríkisstjórnin var mynduð um. Það er þvi álit stjórnar FUF, að nái tillögur Framsóknarflokksins ekki fram að ganga sé grundvöllur stjórnarsamstarfs brostinn. Hótelstjóraskipti í Borgarnesi Þann 1. mai s\. urðu hótelstjóraskipti við Hótel Borgarnes. ólafur Reynisson lét af hótelstjórn en við tók Jóhannes Sigurðsson. Nú er unnið að stækkun hótelsins og er búizt við þvi að nýbyggingin verði fok- held I sumar. Viðhorf — tímarit um alþjóðamál Komiðer út fimmta tölublað ritsins Viðhorfs, tima rits um alþjóöamál, sem er sameiginlegt málgagn félaganna Varðbergs og SVS (Samtaka um vestræna samvinnu). Þegar SVS héldu ráðstefnu sína, „Atlantshafs bandalagið — friður í 30 ár", hinn 10. marz síðastlið inn, var ákveðið að gefa öll erindi og ávörp, sem þar voru flutt, átta að tölu, út i sérstöku hefti Viöhorfs. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Magnús Þórðarson. Þetta hefti Viöhorfs er sent flestum framhaldsskóla nemendum i Reykjavik og nágrenni, félagsmönnum Varöbergs og SVS og ýmsum öðrum aðilum. Þeir sem hafa hug á að eignast heftið geta skrifað eftir þvi i pósthólf 28, Rcykjavík.eða hringt ísima 10015. Tómas Ámi Jónasson formaður Krabbameinsfélags Reykjavíkur Svo sem frá hefur verið skýrt var dr. Gunnlaugur Snædal yfirlæknir endurkjörinn formaður Krabba- meinsfélags Reykjavíkur á aðalfundi félagsins í mars sl. Hinn 27. april var dr. Gunnlaugur kosinn formaður Krabbameinsfélags Islands og i framhaldi af þvi baðst hann lausnar frá stjórríarstörfum í Krabbameinsfélagi Reykjavíkur. Tók Tómas Árni Jónasson læknir við formennsku í félaginu á stjórnarfundi hinn 10. mai. Gunnlaugi voru þar þökkuð farsæl störf hans i þágu félagsins en hann hefur verið formaður þess siðustu þrettán árin. Tómas Árni hefur verið í stjórn Krabbameinsfélags Reykjavikur siðan 1973, lengst af gjaldkeri, en í fyrra var hann kosinn varaformaður félagsins. Ársrit Söguf élags ísfirðinga Kominn er út 22. árgangur Ársrits Sögufélags Is- firðinga, 1979. Að þessu sinni er á forsíðu litmynd tekin úr lofti af Grunnavík og nágrenni. Myndina tók Jóhann Gunnar Ólafsson. Aðalgreinin i þessu hefti er um Grunnavik á siðmifr öldum eftir Steingrim Jónsson, þar sem raktar eru elztu heimildir um byggð þar. Einnig hefur Stein- grimur tekið saman skrá um verkefni til háskólaprófs, er taka til vestfirzksefnis. 1 heftinu nú lýkur grein Lýðs B. Björnssonar um saltvinnslu og saltverkiö i Reykjanesi. ólafur Þ. Kristjánsson skrifar greinar um fjölbreyti- legt efni, svo sem: Litið undir handarkrika, viðauka við þátt ólafs Guðmundssonar, ætt Björnssona i Skálavík, vinnubrögð i Holtsseli og um tvær konur er kusu i hreppsnefnd 1874. Grein er þarna um Jón i Breiðadal og Ingibjörgu eftir Eyjólf Jónsson. Guðmundur Bernharðsson birtir i heftinu litla sögu af Ingjaldssandi og Gunnar Guðmundsson frá Hofi segir ágrip af sögu Búnaðarfélags Þingeyrarhrepps. Ýmsar fleiri greinar og meiri fróðleikur er i þessu hefti eða alls 24 greinar og fróðleikskorn. Nokkuð er um myndir í ritinu og þar af 4 siður lit- prentaðar. Frá Lionshreyfingunni á íslandi „Við bendum oft á tsland,” sagði Ralph A. Lynam, al- þjóðaforseti Lions er hann ávarpaði islenzka lions- menn. „Þegar við ræðum um útbreiðslu Lionshreyfingar- innar í heiminum bendum við oft á Island þvi að hér eru hlutfallslega fleiri íbúar innan vébanda hreyfingar- innar en nokkurs staðar annars staðar í heiminurn. Engu að siður eru nú starfandi lionsklúbbar í rúmlega 150 löndum með um 1250 þúsund félagsmenn,” sagði Ralph A. Lynam meðal annars er hann ávarpaði is- lenzka lionsmenn á Hótel Sögu í Reykjavlk á dögun- um. Lynam er alþjóðaforseti Lionshreyfingarinnar og kom hann hingað á dögunum til þess að kynna sér starfsemi Lions hérlendis, auk þess sem hann hitti for- seta tslands, dr. Kristján Eldjárn, að máli og færði honum gjöf frá þessum fjölmennustu samtökum þjón- ustuklúbba i heiminum. Alþjódaforseti Lionshreyfingarinnar er hér á miðri mynd i hópi frammámanna hreyfingarinnar hér á landi. Myndin var tekin er hann sat fund með islenzk- um lionsmönnum að Hótel Sögu á dögunum. Hreingerningar og teppahreinsun. Gerum hreinar íbúöir, stigaganga og stofnanir. Gerum föst tilboð ef óskaö er. Vanir og vandvirkir menn. Uppl. í sima 13275 og 19232. Hreingerningar sf. Vélhreinsum teppi i heimahúsum og stofnunum. Kraftmikil ryksuga. Uppl. í simum 84395, 28786 og 77587. Hreingerningar-teppáhreinsun. Hreinsum íbúðir, stigaganga og stofn- anir. Simar 72^80 og 27409. Hólm- bræður. Önnumst allar hreingerningar, gerum einnig föst tilboð ef óskað er. Vant og vandvirkt fólk. Uppl. i síma 71484 og 84017. Gunnar. I Ökukennsla ökukennsla — æfingatimar. Kenni á Cortinu, ökuskóli og prófgögn ef óskaö er. Guðbrandur Bogason, simi 83326. Ökukennsla — xfingatímar. Kenni á Cortinu 1600, ökuskóli og próf- gögn ef óskað er. Guðmundur Haralds- son, sími 53651. ökukennsla — æfingatimar. Kenni á Mazda 323, nemandi greiðir aðeins tekna tíma. Engir skyldutímar. greiðslufrestur. Útvega öll prófgögn. ökuskóli ef óskað er. Gunnar Jónsson, sími 40694. [Ökukennsla er mitt fag, á því hef ég bezta fag. Verði stilla vil í hóf, vantar þigekki ökupróf. í nitján átta níu sex, náðu í síma og gleðin vex. í gögn ég næ og greiði veg Geir P. Þormar heiti ég. Sími 19896. Ökukennsla-æfingatimar-hæfnisvottorð. Nemendur greiða aðeins tekna tíma. Ökuskóli og öll prófgögn ásamt litmynd i ökuskírteini óski nemandi þess. Jóhann G. Guðjónsson. Uppl. i símum 38265, 21098 og 17384. endurhæfing — hæfnis- Ökukennsla vottorð. Kenni á lipran og þægilegan bíl, Datsur 180 B. Lágmarkstímar við hæfi nem- enda. Nokkrir nemendur geta byrjað strax. Greiðslukjör. Halldór Jónsson ökukennari. Sími 32943 og hjá auglþj. DB i sima 27022. H-526 Ökukennsla — æfingatimar — bifhjóla- próf. Kenni á Simca 1508 GT. Nemendur greiða aðeins tekna tíma. Nemendur geta byrjaö strax. Ökúskóli og öll próf- gögn ef óskað er. Magnús Helgason, sími 66660. Ökukennsla-æfingatimar-endurhæfing. Lipur og þægilegur kennslubíll, Datsun 180 B, gerir námið létt og ánægjulegt. Sími 33481. Ökukennsla-æfingatimar. Kenni á Datsun 180B árg. 78, sérstak ' lega lipran og þægilegan bíl. Útvega öll prófgögn, ökuskóli. Nokkrir nemendur geta byrjað strax. Greiðslukjör. Sigurður Gíslason. ökukennari, sími 75224. Ökukennsla — æfingartímar — bif-. hjólapróf, ökuskóli og prófgögn ef óskað er. Kenni á Mazda 626 árg. 79, reynslutimi án skuldbindinga. Lúðvík Eiðsson, sími 74974 og 14464. Ökukennsla — Bifhjólapróf. Kenni á Mazda 626 árg. 1979. Hringdu og fáðu reynslutima strax án nokkurra skuldbindinga af þinni hálfu. Ökuskóli og öll prófgögn ef óskað er. Eiður H. Eiðsson, simi 71501. Skógræktarfélag Reykjavíkur AÖalfundur Skógræktarfélags Reykjavíkur var hald- inn miðvikudaginn 2. mai sl. Þetta var 33. aðalfundur félagsins. Þau tiðindi gerðust á þessum fundi að Guðmundur Marteinsson formaður og Sveinbjörn Jónsson meðstjórnandi gengu úr stjóm félagsins. Hafði Guðmundur Marteinsson veriö formaður félagsins allt frá stofnun þess árið 1946 og Sveinbjörn Jónsson I stjóm félagsins frá sama tima. Að tillögu stjómar var samþykkt að gera Sveinbjöm Jónsson aö heiðursfélaga Skógræktarfélags Reykjavíkur. I stjórn félagsins vom kosnir að .þessu sinni Jón Birgir Jónsson verkfræðingur, Ragnar Jónsson af- greiðslumaður og Bjami K. Bjamason borgardómari sem er nýr i stjórninni. 1 varastjóm var kosinn Þor- valdur S. Þorvaldsson arkitekL Aðrir i stjómninni em Lárus Blöndal Guðmundsson, Bjöm Ófeigsson, í aðal- stjóm, og i varastjóm em Kjartan Thors og Kjartan Sveinsson. Framkvæmdastjóri félagsins er Vilhjálmur Sigtryggsson. Ný verzlun, LITAVAL, hefur verið opnuð að Reykjavíkurvegi 64, Hafnar- firði. A boðstólum em hvers kyns málningarvörur, tcppi, veggstrigi og aðrar skyldar byggingarvömr, enn- fremur flest verkfæri til garðyrkju. Eigendur verzl- unarinnar em Jón Eiríksson og Guðlaugur Þórðarson. Stjórn Krabbameinsfélags Islands 1978—79 ásamt framkvæmdastjóra félagsins. Standandi eru, talið frá vinstri: Matthías Johannessen ritstjóri, dr. Gunnlaugur Snædal yfirlæknir, Vigdls Magnúsdóttir hjúkrunar- forstjóri, dr. Friörik Einarsson fyrrv. yfirlæknir, Erlendur Einarsson forstjóri og Olafur Öm Arnarson læknir. Sitjandi eru: Jónas Hailgrímsson prófessor, dr. Ólafur Bjarnason prófessor, Halldóra Thoroddsen framkvæmdastjóri félagsins og Hjörtur Hjartarson forstjóri. Aðalfundur Krabbameins- fólags íslands Aðalfundur Krabbameinsfélags Islands var haldinn 27. april sl. i húsakynnum félagsins að Suöurgötu 22 i Reykjavík. Mættur var 21 fulltrúi frá 13 krabba- meinsfélögum, auk stjórnar og starfsmanna, en aöild- arfélögin eru nú 24 og félagsmenn þeirra á tiunda þús- und. Dr. ólafur Bjarnason lýsti þvi yfir á fundinum að hann gæfi ekki kost á sér til endurkjörs sem formaður félagsins. Vom honum þökkuð vel unnin störf í þágu krabbameinsfélaganna en hann hefur verið formaður Krabbameinsfélags Islands siöan 1973. Áður hafði hann verið i stjóm Krabbameinsfélags Reykjavikur allt frá stofnun þess árið 1949.1 stað dr. Ólafs var dr. Gunnlaugur Snædal yfirlæknir kosinn formaður Krabbameinsfélags Islands. Hann hefur verið í stjórn félagsins síðastliðið starfsár en verið formaður Krabbameinsfélags Reykjavikur síðan 1966. Gengið GENGISSKRÁNING Feröamanna- Nr. 91 — 17. maí 1979. gjaldeyrir Eining KL 12.00 Kaup Sala Kaup Sala 1 BandaríkjadoHar 333,20 334,00* 366,52 367,40* 1 Steriingapund 686,20 687,80* 754,82 756,58* 1 Kanadadollar 288,10 288,80* 316,91 317,68* 100 Danskar krónur 6206,30 6221,20* 6826,93 6843,32* 100 Norskar krónur 6412,60 6428,00* 7053,86 7070,80* 100 Sasnskar krónur 7600,40 7618,60* 8360,44 8380,46* 100 Finnsk mörk 8355,10 8375,10* 9190,61 9212,61* 100 Franskir frankar 7560,70 7578,80* 8316,77 8336,68* .100 Baig. frankar 1092,30 1094,90* 1201,53 1204,39* 100 Svissn. frankar 19298,05 19344,35* 21227,86 21278,79* 100 GyNini 16040,05 16078,55* 17644,06 17686,41* 100 V-Þýzkmörk 17472,45 17514,45* 19219,70 19265,90* 100 Lirur 39,16 39,36* 43,08 43,19* 100 Austurr. Sch. 2372,40 2378,10* 2609,64 2615,91* 100 Escudos 673,95 675,55* 741,35 743,11* 100 Pesatar 504,10 505,30* 554,51 555,83* 100 Yen 154,89 155,26* 170,38 170,79* •Breyting frá sföustu skráningu. Sknsvari vegna gengisskráninga 22190.;

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.