Dagblaðið - 18.05.1979, Qupperneq 28

Dagblaðið - 18.05.1979, Qupperneq 28
Eldhúsdagsumræður ígærkvöídí: Forseti með vald forsætisráðherra? - fjármálarádherra villafnema vísitölukerfid stefntað aðgerdum gegn hálaunamönnum „Kerfið er ekki lengur nothæft.” Kannski væri rétt að breyta því, þannig að' kosinn yrði forseti með vald forsætisráðherra. Hann skipaði síðan 8 einstaklinga i ráðherrastöður. Þessi tillaga kom fram hjá Eiði Guðnasyni (A) í eldhúsdagsumræö- unum í gærkvöld. Tómas Arnason fjármálaráðherra vildi láta afnema visitölukerfið, Kjartan Jóhannsson sjávarútvegsráð- herra sagði, að almannaheill væri stefnt í voða með núverandi verkföll-. um og þyrfti harðar aðgerðir i þeim efnum, þótt alþýðuflokksmenn vildu annars frjálsa samninga. Ragnar Arnalds menntamálaráðherra sagði, að Alþýðubandalagið mundi engan þátt eiga i boðum og bönnum i al- mennum kjaramálum, „en siðferðis lega rökrétt” væri, að önnur lögmál giltu um hálaunahópa. Steingrímur Hermannsson dóms- málaráðherra sagti, að sáttanefndir í verkföllunum heföu lítinn tima og „fljótlega” yrði á að reyna og rikis- stjórnin yrði að grípa í taumana i verkföllunum. „Dauðateygjurnar" Ellert B. Schram (S) sagði, að nú gætu menn sennilega greint dauða- teygjur ríkisstjórnarinnar, sem væri að springa á margs konar tillögum um kjaraskerðingu. Matthías Á. Mathiesen (S) sagði, að eftir nær 9 mánaða stjórnleysi blasti við eitt mesta efnahagsöng- þveiti, sem við heföum kynnzt. -HH. Krafla: Sér fyrir endann á hrinunni ,,Það sér fyrir endann á þessari hrinu,” sagði Páll Einarsson jarðeðlis- fræðingur við Kröflu í morgun. „Það hefur hægt á siginu og skjálftum hefur fækkað. Við sjáum því fram á rólegan tíma, líklega fjóra næstu mánuði, en erfitt er að segja nákvæmlega hvenær vænta megi næstu umbrota á svæðinu.” -JH. Ólaf ur bakk- armeð þingslitin Ólafur Jóhannesson forsætisráð- herra hefur „bakkað” frá hugmyndum um að slita þingi á morgun. Hann upp- lýsti á alþingi i dag.að hann stefndi að þingslitum næsta miðvikudag. Sjálfstæðis- og Alþýðuflokksmenn vilja.að þing sitji, þar til ljóst sé, til hvaða aðgerða rikisstjórnin hyggist,, grípa í launamálunum. -HH. Sprengiefni stolið í nótt í morgun varð ljóst að brotizt hafði verið inn í geymslur Vatnsveitunnar hjá Jaðri. Er talið að eitthvað af sprengi- efni hafi horfið, en málið var í rann- sókn. —ASt. Það er Ijót aðkoman að húsinu við Jðnsteig I Mosfellssveit. Dýrar rúður hafa verið múlhrotnar og einangrun brennd úr loftinu (litla myndin). DB-myndir Ragnar Th. RÁÐIZT AÐ FOK- HELDU HÚSIMED GRJÓTIOG ELDI Furðulegar aðfarir í Mosfellssveit Mjög mikil og nánast óskiljanleg skemmdarverk hafa verið unnin á húsi, sem stendur fokhelt viö Jónsteig i Mos- fellssveit. Er nú svo komið að húsið vekur athygli sérhvers vegfaranda, en skemmdarverkin hafa verið unnin smátt og smátt, sennilegast af ungling- um. Nú er svo komið að tíu rúður hússins eru brotnar. Allt hafa þetta verið tvö- faldar rúður í stállista og mun hver rúða kosta nokkra tugi þúsunda auk ísetningar. Þegar betur er að gáð kemur i ljós að plasteinangrun sem steypt hefur verið í loft bílskúrs sem áfastur er við húsið hefur á kafla verið brennd. Hafa ungl- ingar sézt að verki kringum húsið með logandi flyksur úr lofteinangrun bíl- skúrsins. Á skrifstofu Mosfellshrepps fengust þær upplýsingar að hús þetta hefði verið í smiöum í fimm ár. Mun það hafa verið byggt til sölu, en sölu þess frestað allan þennan tíma af ástæðum sem sérfróðum eru taldar skiljanlegar. Eigandi hússins er skráður til heimilis í Reykjavík. Hjá lögreglunni í Hafnarfirði liggur engin kæra fyrir, varðandi skemmdirn- ar á húsinu, en athygli lögreglunnar hefur þó verið vakin á skemmdarverk- unum, sem síðan hafa aukizt að mun. —ASt. Leyfi þarf til myndatöku á Alþingi: MNGMÖNNUMILLA VID SKRÍPAMYNDIR Þegar blaðamaður og ljósmyndari Dagblaðsins gerðu sér ferðá Alþingi í gær, vakti það athygli að ljós- myndara blaðsins var visað burt af göngum Alþingis. Þingverðir báru þvi við að blaðaljósmyndarar lægju nú öllum stundum fyrir þingmönn- um, til þess að ná af þeim myndum í ýnisum afkáralegum stellingum. Því mætti ekki lengur koma inn í húsið, án leyfis.. Friðjón Sigurðsson skrifstofustjóri Alþingis. sagði að hér væri ekki um neinar nýjar reglur að ræða, heldur væri aðeins verið að framfylgja gömlum venjum. Blaðamenn ættu að snúa sér til þingvarða, eða forseta hverrar deildar og biðja um leyfi til myndatöku og viðtala. Hér væri aðeins um formsatriði að ræða og hingað til hefði engum verið neitað um slíkt leyfi. „Við ætlumst til háttvísi af blað'a- mönnum, en nokkrir þingmenn hafa kvartað við mig, vegna þess að ljós- myndarar hafa legiö yfir þeim lengi, til þess að ná af þeim myndum í óþægilegum stellingum. Við erum aðeins að tryggja starfsfrið þing- manna. Þetta hefur þó ekki verið rætt nýlega við forsetana og hér er ekki um neinar hömlur að ræða. Hér er aðeins verið að framfylgja reglum.” -JH. ,Bara að ég væri ennþá ráðherra, þá kæmust þið ekki upp með þessar mynda- ökur.” DB-mynd: Ragnar Th. Irjálst, nháð dagblað FÖSTUDAGUR 18. MAl 1979. f Skipum fjölgkr óðum i höfnum. Farmenn: Fundur með f sáttanefnd f Farmenn funda í dag með sáttanefnd ríkisins. Fundurinn hefst kl. 16. AUt situr við það. sama í farmannaverkfall- inu, ‘ að sögn Páls Hermannssonar blaðafulltrúa FFSÍ í morgun. Alls hafa •nú stöðvast 24 skip i verkfallinu, sem staðið hefur á fjórðu viku. -JH I I „Verkfall” mjólkurfræðinga: I „Stöðvið í þessa löglausu I í í kúgun” — segja Neytenda- samtökin — Munum leggja áherzlu á skyr, rjóma, undanrennu ogjógúrteftir helgina, segir forstjórí Mjólkur- samsölunnar „Mjólkursamsalan mun leggja áherzlu á að vörum eins og skyri, rjóma, undanrennu og jógúrt verði dreift í verzlanir eftir helgi,” sagði Guðlaugur Björgvinsson fram- kvæmdastjóri í samtali við DB í morgun. Næg mjólk á að vera í verzl- unum í dag og um helgina. Neytendasamtökin hafa mótmælt framkvæmd verkfalls mjólkurfræð- inga, sem þau segja bitna eingöngu á neytendum. Einu störfm sem stöðvazt hafi í verk- fallinu séu við dreifingu mjólkur og mjólkurvara í verzlanir. Þau störf séu hins vegar aldrei í umsjá mjólkurfræð- inga. Þetta telja Neytendasamtökin lög- laust og skora á stjórnvöld að „stöðva slíka kúgun”, sem enga stoð eigi í lögum um vinnudeilur. -ÓG. 4 4

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.