Dagblaðið - 29.05.1979, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 29.05.1979, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 1979. Símar: 29330/29331 Dodge Dart Swinger árg. '72, ekinn 70 þús. 6 cyl., sjálfsk., hvítur m/blá- um vinyltoppi, mjög fallegur og góóurbíll. Verð 2,6 millj. Saab 99 árg. ’73, drapplitur, sumar- dekk, vetrardekk, útvarp, segulband. Skoðaður '79, skipti á Camáro árg. '70—’71 koma til greina. Mazda 818 árg. ’74, 2ja dyra, ekinn 66 þús., grár, gott lakk, útvarp. Skipti á mjög ódýrum bíl koma til greina (ca 500 þús.). Verð 1900 þús. Ma/.da 929 árg. ’76, grænn, 4 cyl., beinsk., ekinn 41 þús. (íullfallegur og góður bíll. Kinn eigandi. Verð 3,6 millj. BÍLASALAN VITAT0RGI Ingvar Gíslason alþm.: T1LLÖGURNAR ÚT1L0K- UDU EKKIHV0R ADRA Athugasemd við rítstjómargrein Dagblaðið ræðst þannig á mig í rit- stjórnargrein í gær að furðu gegnir. Þar er staðreyndum algerlega snúið við. í greininni er sagt að ég hafi sem forseti neðri deildar „misst sjónar á þingsköpum” og valdið því að bændur „urðu af nokkrum milljörð- um króna”. Til hvers er þessi tröllalygi, Jónas Kristjánsson? Fyrr má nú vera að þú rekir erindi krataliðsins í einu og öllu. En að snúa svo gersamlega við staðreyndum eins og í þessu tilfelli er einum of mikið. Fylgdi þingsköpum Ég fór eftir réttum þingsköpum. Ég bar undir þingdeild mina fram komnar tillögur í rökréttu samhengi. Þingdeildin tók þátt í atkvæða- greiðslunni og skar sjálf úr um það að hinar umdeildu tillögur útilokuðu ekki hvor aðra. Það er mergurinn málsins. Því miður hljóp Sighvatur Björgvinsson alvarlega á sig þegar kom til lokaafgreiðslu málsins. Það leyndi sér ekki að maðurinn var skapsmunalega ekki í jafnvægi þessa stundina, því að hann æsti menn upp til ofbeldisaðgerða gegn mér og allri þingdeildinni. Minna mátd ekki gagn gera. Ég hef fyrirgefið Sighvati gerðir hans, enda veit ég að hann er oft hvatvís og honum verður stundum á í messunni. Og ég vil segja Dagblaðinu ,það í fullri vinsemd að þó að maður geti séð i gegnum fingur sér við Sig- hvat í máli sem þessu, þá er óþarfi að mæla upp i honum hvatvísina. Sig- hvatur hefur m.a. gengið með þá furðulegu grillu alla tíð að tillaga hans sé svo snjöll og yfirgripsmikil að hún útilokaði af sjálfu sér heimild til þess að ábyrgjast sérstakt lán fyrir Framleiðsluráð landbúnaðarins, eins og þeir lögðu til Stefán Valgeirsson, Lúðvík Jósepsson, Finnur Torfi Stefánsson og Þóarinn Sigurjónsson. Eins og aðrar grillur var þessi skoðun Sighvats eintóm della, sem ekkert mark var á takandi, síst fyrir þingfor- seta. Hlægileg hegöun sjálfstæðismanna En þó að Sighvatur hlypi á sig og hegðaði sér óþinglega, þá var það smáræði hjá því að horfa upp á við- brögð sumra sjálfstæðismanna á þessari umræddu stundu. Sumt af því sem þá bar fyrir augu var næsta skoplegt, reyndar harmskoplegt þvi að hér var um óþinglega hegðun að ræða, sem ekki er sæmandi mönnum eins og Geir Hallgrímssyni og Matt- híasi Mathiesen. Dagblaðið ætti að vanda um við þessa menn, en láta hina i friði sem fóru að lögum og gerðu rétt. Og hvað merkir það hjá Jónasi Kristjánssyni að bændur hafi „orðið af” milljónum króna? Getur J ónas svarað því hvers vegna bændur urðu af þessum peningum? Hverjir felldu tillöguna um ábyrgðarheimildina fyrir Fram- leiðsluráð? Ekki voru það fram- sóknarmenn. Ekki gerði ég það. Þeir sem felldu þessa tillögu voru alþýðuflokksmenn og sjálfstæðis- menn. Þeim verður ekki fagnað „heima í héraði”, því að þeir gerðust áníðslumenn á bændastéttinni. Alþýðuflokksmenn og sjálfstæðis- menn (Geirsliðar) beittu ofbeldi til þess að réttarbætur sem Framsóknar- menn gerðu tillögu um næðu fram að ganga. Þeirra er sökin ogskömmin. IngvarGislason. Raddir lesenda H jólreiðastíga í borgina Áhugamaður um hjólreiðar skrifar: Eftir síðustu eldsneytishækkun hef ég mikið verið að bræða það með mér að fara nú að hjóla um borgina. Veðrið hefur að vísu ekki verið upp á það bezta en stendur vonandi allt til bóta. En það er annað sem háir mér og öðrum meira og það er að við getum í rauninni hvergi verið. Á götunum þar sem okkur er sam- kvæmt lögum ædað að hjóla er mikið af bílum sem fara hratt og taka bílstjórar lítt eða ekkert tillit til fólks á hjólum. Á gangstéttunum er hins vegar gangandi fólk eins og vera ber og því örðugt að komast þar um án þess að valda smápúsúum og þar með óánægðuaugnatilliti. Þegar sjálfstæðismenn sátu að völdum í borginni lófuðu þeir fólki hjólreiðastígum víða. Við það stóðu þeir ekki nema að hluta og eftir að þeir fóru frá völdum hefur ekkert heyrzt um málið. Vilja nú ekki kommar, kratar og framsóknarmenn taka höndum saman og bæta úr vanda hjólreiðafólks. Þeim ætti að vera málið skylt, þar sem mikill hjól- reiðaáhugamaður situr í borgar- stjórninni og ætti hann að skilja betur en flestir þann vanda sem við blasir. Opnunar- tímiLands- bókasafns- ins — ranghermi leiðrétt Finnbogi Guðmundsson landsbóka- vörðurskrifar: Ólafur E. Einarsson forstjóri ritaði í Dagblaðið föstudaginn 25. maí kjallaragrein er nefnist Vafasamur sparnaður. Hann ræðir þar nokkuð um Landsbókasafnið, hlutverk þess og starfsemi. Honum þykir mikið til Safnahússins koma, einkum hið ytra, en finnst nokkuð drungalegt í lestrar- sölum, þegar inn er komið, og þá þurfi að færa ,,í léttara og nýtízku- legra form”. Hann lætur þó vel yfir afgreiðslunni í safninu, „því þar er frábært starfsfólk að verki”. Opiötil kl. 7 En „það, sem ekki verður komizt hjá að kvarta yfir, er hinn takmark- aði opnunartími lestrarsala.” Ólafur heldur nefnilega,- að lestrarsalir séu fimm daga vikunnar, mánud.— föstud., einungis opnir frá kl. 9 að morgni til kl. 5 e.h„ en sannleikurinn er sá, að þeir eru opnir þessa daga til kl. 7 e.h. eða tveimur tímum lengur á dag en hann gerir sér grein fyrir. Þegar hann segir síðar, að safnið hafi um árabil verið opið allt til kl. 10 á kvöldin umrædda daga, gætir hann þess ekki, að lestrarsalir voru þá ekki opnaðir fyú en kl. 10 f.h. og lokað var um hádegi, kl. 12—13, og aftur um kvöldmatarleytið, kl. 19—20, eða að opnunartíminn var jafnlangur samtals þessa daga og hann er nú, þ.e. tíu stundir ádag. Opnunartími á laugardögum Það er hins vegar rétt, að opnunar- tíminn hefur verið styttur á laugar- dögum, fyrst þrjár stundir, þegar farið var að loka kl. 16 á laugardög- um á tímabilinu sept.—maí, og nú síðast á þessu ári kl. 12 á hádegi. Ástæðan er sú, að nægilegt fé fékkst ekki til að halda opnu til kl. 16, þótt eftir væri leitað bæði við ráðuneyti og fjárveitinganefnd. Um það verður þó sótt að nýju, því að æskilegt er að geta haft opið nokkru lengur á laugardögum. Sumarmánuðina júní, júlí og ágúst er þó lokað á laugardögum, enda að- sókn þá lítil miðað við það sem er vetur, vor og haust. Hefði Ólafur E. Einarsson vitað, að lestrarsalir væru opnir til kl. 19 fimm daga vikunnar og opnunartím- inn alls verið í raun hinn sami og hann hafði þá verið um langt árabil, hefði hann ekki tekið svo til orða, að verið væri „að takmarka á grófan háttaðgang almennings aðsafninu”. í mörgum hliðstæðum söfnum, t.a.m. á Norðurlöndum, fá menn ekki bækur afgreiddar úr bókageymslum eftir kl. 17 á daginn, þótt þeir geti setið þar við lestur og ritstörf nokkru lengur. Opnunartími á laugardögum hefur þar og verið skertur, eflaust af svipuðum ástæðum og hér. Starfs- fólk bókasafna sem annarra stofnana vill gjarna geta lokið vinnuviku á fimm dögum eins og aðrir, og eftir að greiða verður laugardagsvinnu mun hærra verði, kostar það auðvitað sitt að halda opnu á þeim degi. Ég hef sem betur fer þau ár, sem ég hef unnið í Landsbókasafni, naumast heyrt nokkurn hafa orð á því, að þar væri drungalegt í lestrarsölum, heldur miklu fremur, að þeir kynnu vel við sig þar og þætti húsið ekki síður viðkunnanlegt hið innra en ytra.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.