Dagblaðið - 29.05.1979, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 29.05.1979, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 1979. Hver er sjálf sábyrgð tryggða? I kringum tíu prósent —afflestumtegundumtrygginga Hafrannsóknastofnunin Ritara vantar vegna afleysinga í sumarleyfum, góð vélritunarkunnátta áskilin, hálfsdags- vinna kemur til greina. Umsóknir sendist stofnuninni fyrir 8. júní næstkomandi. Hafrannsóknastofnunin Skúlagötu 4, simi 20240. Kennarar Tvo kennara vantar Gagnfræðaskóla Húsa- víkur. Aðalkennslugreinar enska og danska. Uppl. veitir skólastjóri í síma 96-41166 eða 96- 41344 Skólanefnd Húsavíkur. Kvennaskólinn í Reykjavík INNRITUN Næsta vetur verður sú breyting á starfrækslu Kvenna- skólans í Reykjavík að hafin verður kennsla á uppeldis- sviði og verður tekið við nemendum á fyrsta ári þess sviðs. Starfræktar verða þrjár brautir, menntabraut sem leiðir til stúdentsprófs eftir fjögur ár, fóstur- og þroskaþjálfa- braut og félags- og íþróttabraut, sem ljúka má á tveimur árum en einnig geta leitt til stúdentsprófs eftir fjögur ár. Innritun fer fram í Miðbæjarskólanum í Reykjavík dagana 5.-6. júní ásamt innritun annarra framhalds- skóla höfuðborgarinnar. Innritunin stendur frá kl. 9 til 18 hvorn dag en einnig verður skrifstofa skólans að Frí- kirkjuvegi 9, sími 13819, opin þessa viku og hina næstu, kl. 9—17, og verður þar hægt að fá allar nánari upplýsingar. Samkvæmt ofanskráðu verður ekki tekið við nemendum í 1. bekk skólans (7. bekk grunnskóla) næsta vetur. . Skolastjori. Breiðholti Vakin skal athygli á því að nokkra kennara- stöður hafa verið auglýstar lausar til umsókn- ar við skólann og er umsóknarfrestur til 11. júní næstkomandi. Um er að ræða kennslu í eftirtöldum greinum: íslensku, stærðfræði, raungreinum (þ.e.a.s. eðlis- efna- og náttúrufræðigreinum) félags- greinum (sögu) viðskiptagreinum, tónmennt- um og íþróttum. Skólameistari verður til viðtals í sambandi við kennararáðningar þær, sem hér um ræðir frá 1.—8. júni kl. 9—12 á skrifstofu sinni í húsa- kynnum skólans við Austurberg. Sími skólameistara er 75710. Fjölbrautaskólinn Breiðholti. Þó húsið sé tryggt „upp I topp” bcra menn sjálflr vissan hluta skaðans þegar eitthvað kemur fyrir. DB-mynd Hörður Sjálfsábyrgð er nokkuð sem menn þurfa að athuga grannt áður en þeir tryggja hús sín eða innbú. Sjálfs- ábyrgðin er í einstökum tilfellum það há að tryggingin bætir ekki minni- háttar tjón heldur bera menn þau sjálfir, oft sér til mikillar gremju, er þeir uppgötva það. Húseigenda- trygging í tryggingarskilmálum Sjóvá, Al- mennra trygginga, Tryggingar, Ábyrgðar og Hagtryggingar er kveðið á um að sjálfsábyrgð tryggðs sé 10% af hverju tjóni, þó beri tryggður eigi lægri upphæð en 4 þús- und krónur og eigi hærri en 30 þús- und. Hjá Samvinnutryggingum eru mörkin 5 og 30 þúsund en hjá Ábyrgð 3 og 25 þúsund og hjá Trygg- ingamiðstöðinni 5 hundruð krónur og 10 þúsund en sama prósentutala. Heimilis- trygging Sjálfsábyrgð af heimilistryggingu er flóknara fyrirbæri en sjálfsábyrgð húseigendatryggingar. Þannig er ekki um neina heildartölu að ræða fyrir öll tjón heldur fer það eftir eðli tjóns- ins hversu ábyrgðin er mikil. í skilmálum Sjóvá, Almennra trygginga, Tryggingamiðstöðvarinn- ar, Samvinnutrygginga, Tryggingar og Hagtryggingar er sagt að pen- ingar og annað sérlega verðmætt sé aðeins bætt að 1% af tryggingarupp- hæð. Verkfæri og varahlutir eru aðeins bættir að 5%. Munir vá- tryggða sem um stundarsakir eru annars staðar og skemmast þar eru aðeins tryggðir að 15% af tryggingar- fjárhæð. Þjófnaður úr íbúð barna- eða ungl- ingaskóla bætist aðeins að 5% af tryggingarfjárhæð þó þannig að vá- tryggði ber alltaf 10% sjálfur. Sé stolið úr bifreið hans ber hann sjálfs- ábyrgð í sama hlutfalli. Séstoliðreið- hjóli er sjálfsábyrgð 25% af verði þess og ef þvottavélin skemmir þvott ber eigandinn 10% skaðans. Ef hlutur sem ekki er tryggður af ann- arri tryggingu skemmist í umferðar- slysi ber sá tryggði sömuleiðis 10%. Hámarksbætur við ábyrgðartrygg- ingu eru 6 milljónir vegna hvers ein- staks tjóns en þó ber tryggði alltaf 10% skaðans. Altrygging Sjálfsábyrgðin er enn önnur þegar um altryggingu Ábyrgðar er að ræða. Þegar um lausafjármuni er að ræða takmarkast bætur við 10% af trygg- ingarfjárhæð ef þeir skemmast utan heimilis vátryggða. Ekki er bættur sá skaði sem menn verða fyrir á stuld- hættum munum í sumarleyfum nema þeir séu læstir niðri og þá ekki nema með 100 þúsund krónum hið mesta. Ef stolið er skuldabréfum eða öðru slíku verðmæti frá heimili vátryggðs bætist það með 100 þúsund krónum hið mesta og aðeins 50 þúsundum ef um mynt, seðlasöfn eða peninga er aðræða. Lifs- og líkamstjón er bætt með allt að 10 milljónum króna en eigna- tjón allt að 4 milljónum. Hafi tryggð- ur maður tekið að sér geymslu hlutar bætist tjón hans aðeins að 200 þús- und krónum. 1 tilfellum þar sem tryggingin tekur til réttarverndar einstakhngs er há- mark bóta 1 milljón króna en þó ber tryggði alltaf 10%. Hæstar skaðabætur tryggðs gagn- vart líkamstjóni eru 2 milljónir, jafn- vel þó fleiri en einn verði fyrir tjón- inu. Bætur eru við algjöra örorku 2 milljónir hið mesta, við dauða 100 þúsund, við lækniskostnað 800 þús- und og sama við tanntjón. Þó fara bætur ekki yfir 20 þúsund ef tryggði er yfir 67 ára að aldri. Ef tryggði þarf að rjúfa sumarleyfi sitt vegna veikinda eða slysa fær hann bætur vegna vannýtts ferða- kostnaðar en ekki meira en 300 þús- und krónur. Allt það sem nefnt hefur verið eru þær takmarkanir á bótum sem hver trygging felur í sér. En sjálfsábyrgð af hverju tjóni er enn eftir. Þannig er samkvæmt skilmálum sjálfsábyrgðin 13.600 fram að 1. júlí en þá er von á hækkun. Ekki er sjálfsábyrgð þegar um örorku eða andlát er að ræða en þegar um réttarvernd er að ræða bætast við 10% eins og áður var nefnt. Verði menn fyrir tjóni af völdum náttúruhamfara fá þeir 100 þúsund í bætur vegna einstaks tjóns en þó aldrei meira en 6 milljónir, sama hversu mörgum tjónum menn verða fyrir. Eins og sést af þessari löngu og ef til vill torskildu upptalningu er sjálfs- ábyrgðin hlutur sem menn verða að kynna sér mjög vel áður en þeir tryggja. - DS

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.