Dagblaðið - 29.05.1979, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 29.05.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 1979. Stefania Ösk Þórisdóttir barnapía: Það er nú alveg óvíst. Ég veit ekki ennþá hvort ég fer eitthvað en ég hugsa nú samtaðégfari. Gripið simann gcriðgóð kaup Smáauglýsingar mmiABsiNs Þverholtill sími 2 70 22 Opið til kl.101 kvöld Jóhann Pétursson kennari og leiðsögu- maður: Já, alveg örugglega. Ég verð nú erlendis í Búlgaríu í sumar og verð eitt- hvað i útilegum þar og í haust fer ég síðan undir Eyjafjöllin í útilegu þar. Elínborg Guðbjörnsdóttir Nei, ég held ég fari nú ekki í útilegu, hins vegar aetla ég í Grundarfjörðinn næstu helgi og verð þar fram í vikuna. Maria íris Guðmundsdóttir, 8 ára: Nei, en ég fer tO Svíþjóðar bráðum í sumar því að hann pabbi minn ætlar að farai að læra þar næstu fimm árin. Guðrún J.M. Þórisdóttir, 8 ára: upp í sveitina bráðum og verð þar kaupakona í sumar. Sigmar Guðmundsson húsvörður: Já, það ætla ég. Ég hef þegar afráðið að fara og dvelja eina viku í Grimsnesinu. Dagblaðið virðist viða lesið, jafnt af stórum sem smáum. Dagblaðið í Ameríku — bréf frá skiptinema Sirrý Garðarsdóttir, Pennsyl- vaniu USA, skrifar: Ég er AFS-nemi hér í Banda- ríkjunum og verð það í eitt ár. Af og til fæ ég send eintök Dagblaðs- ins sem í einu orði sagt er frá- bært. Manni finnst maður vera kominn heim þegar maður les hið eina sanna íslenzka blað, sérstak- lega þættina Raddir lesenda og einnig spurningu dagsins. Upp- skriftirnar eru allar mjög góðar. Ég hef reynt flestar og kunna Ameríkanarnir vel að meta þær, sérstaklega fiskuppskriftirnar. Mig langaði bara til að láta ykkur öll vita að þó að ég sé mörg þúsund mílur í burtu les ég samt hið frjálsa og óháða dagblað. Ég vil að lokum senda beztu kveðju mína til allra landsmanna. EF EINN ÍBÚISKULDAR — fær enginn íhúsinu heitt va tn Ætiarðu í útilegu í sumar? Yfirleitt sér sameiginlegur hússjóður um greiðslu hitaveitureikninga. G.G. i Keflavík hringdi: Hingað til hefur hver íbúð fyrir sig fengið sendan reikning frá hitaveit- unni. Nú stendur hins vegar til að sameina þessa reikninga og senda einn hitaveitureikning á allt húsið. Mig langar til þess að vita hvort þetta séu löglegar aðfarir og hvort heimilt sé að loka fyrir hitaveitu í öllu húsinu ef einn íbúðareigandi skuldar reikn- ing sinn. Ég vil taka það fram að það er einn hemill fyrir allt húsið. DB hafði samband við Albert Albertsson hjá Hitaveitu Suðurnesja: Það er rétt að hingað til hefur hita- veitukostnaði verið skipt niður á íbúðirnar og hver íbúð fyrir sig fengið reikning. Nú stendur hins veg- ar til að breyta þessu eins og gert er í Reykjavík, þannig að húsfélag hvers fjölbýlishúss er skrifað fyrir inntak- inu. Ef hins vegar einn íbúi skuldar sinn reikning er hægt að skrúfa fyrir allt inntakið. Raddir lesenda RAGNHEIÐUR KRISTJÁNfeDÓTTI mm Spurning

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.