Dagblaðið - 29.05.1979, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 29.05.1979, Blaðsíða 24
Islenzk „hamborgara- innrás” í Rússland? — íslendingurmun eftil villhafa milligöngu um að innleida „hamborgaramenningu” íRússlandi „Það voru einmitt Rússar hér hjá mér fyrir helgi og er það í þriðja skipti sem þeir heimsækja mig vegna þessa máls,” sagði Valgeir Tómas Sigurðsson, veitingamaður og heUd- sali í Luxemburg, í viðtali við DB í gær. Rússarnir eiga erindi við Valgeir í þeim tilgangi að kynna sér vélabúnað til hamborgaraframleiðslu og mat- reiðslu. Valgeir er umboðsmaður í Evrópu fyrir þrjá bandaríska fram- leiðendur á því sviði. Að sögn Valgeirs ræddu þeir í upp- hafi við hann um þessi viðskipti vegna ólympiuleikanna sem verða í Moskvu á næsta ári. Vilja Rússarnir geta boðið vestrænum gestum upp á létta rétti sem þeir þekkja, en ham- borgarar á vestræna vísu munu nær óþekkt fyrirbæri í Rússlandi. En nú segir Valgeir þá jafnvel vera að hugleiða að bjóða löndum sínum upp á hamborgara í veitingastöðum meðfram þjóðvegum og víðar. Kynnu viðskiptin því að verða mun meiri en bara fyrir ólympíuleikana. Engir samningar eru frágengnir, en í síðustu heimsókn Rússanna buðu þeir Valgeiri að koma til Moskvu í. haust og setja þar upp nokkurs konar sýningu. Yrði hún í raun dæmigerður hamborgarastaður þar sem vinnsla og matreiðsla færi fram. Þar munu svo Rússar í matvæla- iðnaði og við veitingastörf geta kynnt sér málið til hlítar. Valgeir vinnur nú aðfjármögnun Moskvufararinnar. -GS Eitt málverka Kára á sýningunni að Kjarvalsstöðum. Menn kaupa listina háuverði: Málverk komin áaðra milljón — en roksala þrátt fyrirþað Til skamms tíma taldist það til stór- tíðinda að málverk seldust á milljón á málverkauppboðum og skeði slíkt helzt ekki nema tveir til þrír „berðust” um myndina og byðu hærra, hvað sem það kostaði. En nú er svo komið að svonefndir betri málarar setji upp milljón og þar yfir fyrir myndir sýnar á málverka- sýningum. Þannig eru allnokkrar myndir Kára Eiríkssonar, sem nú sýnir á Kjarvals- stöðum, verðlagðar. En fólk setur það ekki fyrir sig hvort sem þar ráða fjár- festingarsjónarmið eða listáhugi, þvi DB hefur fregnað að strax fyrstu sýningarhelgi Kára hafi hann selt um 40 málverk. -GS. Hafísvandinn: „Ríkissjóð- urverður að hlaupa undir bagga” — segirformaður hafísnefndar „Þeir sjóðir sem til greina koma hafa ekki nægilegt fjármagn til að leysa vandann. Augljóst er, að ríkissjóður verður að hlaupa undir bagga, beint eða óbeint,” sagði Árni Gunnarsson, formaður hafísnefndar, í viðtali við DB i morgun. Ríkisstjórnin ákvað í gær að víkka út verksvið hafisnefndar, þannig að það tæki einnig til fiutninga á landi, og skipa sérstaka harðindanefnd til að bæta úr vandamálum bænda vegna tíðarfarsins. Árni sagði, að Viðlagasjóður kæmi ekki til greina við lausn vandans, sem hafísinn hefur skapað. Sá sjóður tryggði aðeins brunatryggðar fast- eignir. Til greina kæmu hins vegar Aflatryggingarsjóður, Bjargráðasjóður og Hafnarbótasjóður. Þeir hefðu þó ekki nægilegt bolmagn, þar sem vand- inn væri svo mikill. Ríkissjóður yrði að kopia til skjalanna. Þó mætti mikið draga úr slíkum útgjöldum með öðrum hætti. Til dæmis hefði í gær verið framlengt leyfi grásleppukarla til veiða til 15. júní, sem skipti miklu. Hugsan- legt væri að gera eitthvað svipað varð- andi þorskveiðarnar. -HH. Ólafur tók fram fyrir hendumar á Steingrími Ágreiningur kom upp í ríkisstjórn- inni í gær milli Ólafs Jóhannessonar forsætisráðherra og Steingríms Her- mannssonar dómsmálaráðherra. Ólafur stöðvaði hugmyndir ráðherra- nefndarinnar um bráðabirgðalög um launamál fyrir 1. júní, þótt ráðherra- nefnd undir forystu Steingríms hefði tillögur um þau. Samkomulag hafði orðið í ráð- herranefndinni um visitöluþak við 400 þúsund króna mánaðarlaun 1. júní. Ráðherrar Alþýðubandalagsins vildu strax láta setja bráðabirgðalög um þakið, eins og fram kom í viðtali við Svavar Gestsson í DB í gær. Auk þess var nefndin nálægt samkomu- lagi um hátekjuskatt, þótt enn væri rætt um möguleika á skyldusparnaði. Steingrímur vildi, að ráðherranefnd- in kostaði kapps um að leggja fram „pakka” fyrir 1. júní, sem geymdi slík atriði og hugsanlega 3% grunn- kaupshækkun til launþega almennt, þótt samkomulag væri enn ekki í nefndinni um það atriði. Forsætisráðherra benti á, að „brýna nauðsyn” þyrfti að bera til setningar bráðabirgðalaga. Væri ekki unnt að kalla brýna nauðsyn bera til setningar visitöluþaks eins né annars þess, sem nefndin hefði komið sér niður á. Ólafur vildi því, að lagasetn- ing biði, unz betur sæist, hvert. stefndi í farmannadeilunni. Ráðherr-. ar segja, að niðurstaðan hafi orðið „frestun” á setningu bráðabirgða- laga. Þau verði ekki sett fyrir I. jiini en hugsanlega snemma í júni. Var i morgun ekki búizt við miklum breyt- ingum á ríkisstjómarfundi fyrir há- degiídag. -HH Ungfru Hollywood var kjörin með pompi og prakt I veitingahúsinu Hollywood i gærkvöldi. Hnossið hreppti Auður Eifsabet Guðmundsdóttir, 21 árs Reykjavíkurstúlka, sem á myndinni erfagnað af ungffú Reykjavik ’79. Að launum fær hún ferð til draumaborgarinnar Hollywood með öðrum ritstjóra timaritsins Samúel, sem stóð að keppninni ásamt Hollywood og Flugleiðum. Sex stúlkur kepptu um titilinn og voru allar leystar út með blómum, peningum til fatakaupa og „bjútíboxum” svokölluð- . um. - JH / DB-mynd Ragnar Th. frjúlst, óhið dogblai ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ1979. Nauðgunarmálin: Sáþríðji handtekinn ínótt — tveir hafa þegar játað Tveir menn voru handteknir í gær vegna tveggja nauðgunarkæra er rann- sóknarlögreglunni bámst um helgina, og sá þriðji var tekinn í nótt. Einn hefur viðurkennt nauðgun í Öskjuhlíð aðfaranótt sunnudags með aðstoð annars manns, sem játaði einnig í morgun. Ekki er ljóst hvemig Arnari Guð- mundssyni miðar í að yfirheyra mann- inn, sem tekinn var vegna nauðgunar- innar í Kópavogi aðfaranótt laugar- dagsins, þar sem hann var upptekinn við það í morgun. -GS Steindórsplanið: háhýsi meö bifreiða- geymslu i kjallara. DB-mynd Bjarnleifur Skipulagssjálfheldan á dýrustu lóðum horgarinnar leyst? Stórhýsi reistá Steindórs- planinu Stórhýsi rís innan tíðar á Steindórs- planinu sem svo er nefnt í hjarta borgarinnar, nr. 1. við Austurstræti og nr. 2 við Hafnarstræti. Samkvæmt heimildum, sem DB telur áreiðanlegar verður á næstunni hafizt handa um að grafa þarna fyrir grunni. Bifreiðastöð Steindórs heitins Einarssonar hefur um áratugi haft aðsetur á nokkur hundruð fermetra lóð á þessum stað. Hugmyndin er sú, að bílastæði verði á neðstu hæð hins nýja húss og þá trúlega að einhverju eða öllu leyti neðan þess yfirborðs, sem nú er, samkvæmt upplýsingum DB . Ekkert virðist því til fyrirstöðu, að þarna megi ganga svo frá kjallara, að ekki stafi vandkvæði af sjávarföllum, sem þarna gætir eins og í kjöllurum miðborgar- innar. Með þessu framtaki virðist skipu- lagssjálfhelda á dýrustu lóðum borgar- innar verða leyst. -BS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.