Dagblaðið - 29.05.1979, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 29.05.1979, Blaðsíða 11
DAGBLADID. ÞRIÐJUDAGUR 29, MÁÍ 1979. mikla þýðingu í sambandi við að tak- marka endurbót gereyðingarvopna og burðarmagn kjarnorkueldflauga. Samkvæmt hinum nýja samningi má hver eldflaug bera 10 sjálfstætt-skjót- anlega kjarnaodda, en hefði samn- ingurinn ekki komið til, væri hægt að margfalda fjölda þeirra. Þessar ráð- stafanir miða að því að koma á jöfn- uði hvað varðar helztu gerðir sóknar- vopna. Leiðtogar Evrópuríkja hafa oft- sinnis lýst sig fylgjandi Salt II samn- ingnum og það er því aðeins eðlilegt, að almenningur í Evrópu fagni væntanlegri undirritun. Ef samningurinn verður ekki undirritaður, mun vigbúnaðarkapp- hlaupið fljótt aukast mjög, en það mun verða skattgreiðendum þungt í skauti. Að áliti Harold Brown, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, mun Salt II samningurinn, sem eykur öryggi þjóðanna, gera Bandaríkja- mönnum kleift að spara a.m.k. 30.000 milljónir dollara, en dr. Barry Schneider, sérfræðingur í vopnaeftir- liti hjá bandaríska varnarmálaráðu- neytinu, telur, að sparnaðurinn muni nema allt að 100.000 milljónum doll- ara. Þótt undarlegt kunni að virðast, er það einmitt þessi væntanlegi sparn- aður, sem andstæðingar samningsins berjast gegn. Fremur fámennur en áhrifamikill hópur pólitískra „hauka” i öldungadeild Bandaríkja- þings, hershöfðingjar, aðmirálar og aðrir erindrekar hergagnaiðnaðar- auðhringanna hafa þyrlað upp miklu moldviðri í sambandi við möguleik- ana á því að fylgjast með því, að Sovétríkin standi við samninginn. Þeir beita þingmenn og menn í stjórninni þrýstingi til þess að knýja á um meiri fjárveitingar til smíði nýrra burðareldflauga og nýrra kjarna- vopna, sem ætlunin er að staðsetja í löndum Nató í Vestur-Evrópu. Loka- markmið þeirra er að ná hernaðar- yfirburðum yfir Sovétrikin. En staðreyndirnar hnekkja öllum . röksemdum þeirra. Allmikil reynsla, sem fengizt hefur af framkvæmd sovézk-bandarískra samninga, m.a. Salt I samningsins, sýnir að Sovétrik- in hafa ekki í eitt einasta skipti rofið skuldbindingar sem þar er kveðið á um. Þetta hefur verið staðfest, m.a. með yfirlýsingu Brown varnarmála- ráðherra. Sovétríkin hefðu að sínu leyti getað vakið máls á eftirliti með því að Bandaríkin héldu ákvæði samnings- ins, en þau hafa ekki gert það: í því tilfelli að samningurinn sé rofinn getur hvor aðili um sig skotið málinu til sameiginlegrar nefndar, sem tekur það til umfjöllunar. Allt er jjetta óvinum Salt II vel kunnugt. Þeir skilja, að þeir muni vart geta komið í veg fyrir að samn- ingurinn verði undirritaður. Og af þeim sökum er þeim það kappsmál að fá samþykktan textaviðauka þess efnis, að hann skapi Bandaríkjunum einhliða yfirburði, og að knýja bandarísk stjórnvöld til þess að krefj- ast þess, að á hann verði fallizt af sovézkri hálfu. Andstæðingar Salt II gera ráð fyrir því, að Sovétríkin hafi meiri áhuga á samningnum heldur en Bandaríkin, og af þeim sökum verði hægt að beita þau þvingunum. Sovétríkin hafa lengi verið mál- svari spennuslökunar og barizt stað- fastlega fyrir eflingu allsherjarfriðar með afvopnun. Sovézkir leiðtogar hafa lagt ítrekaða áherzlu á mikil- vægi þess sem mannkynið þarf að velja: Annaðhvort verður að stöðva vígbúnaðarkapphlaupið og hefja af- vopnun eða hin hættulega stefna verður ofan á að tefla í tvísýnu með þeim afleiðingum sem henni munu fylgja, m.a. að komið verður i veg fyrir að hin brýnu efnahagsvandamál verði leyst. Lokamarkmið Sovétríkjanna er al- menn allsherjarafvopnun. Og þetta er einungis eðlilegt: í Sovétríkjunum eru engir þjóðfélagshópar sem hagn- ast á vopnaframleiðslu. Þess vegna er ekki til nein sú gerð vopna, og um- fram allt ekki gereyðingarvopna, sem Sovétríkin væru ekki reiðubúin til þess að banna framleiðslu á og að eyðileggja birgðir þeirra síðar meir — en einungis á grundvelli gagnkvæmni og samkvæmt samningum við önnur ríki. Sovétríkin munu hvorki láta undan utanaðkomandi þrýstingi eða fallast á að brotin verði reglan um óskert öryggi. Og það hafa sovézk stjórn- völd raunar sagt „haukunum”. Með tilliti til þessa reyna þeir að eyðileggja samninginn undir því yfirskini, að það sé að kenna „þrákelkni” Sovét- rikjanna. r Það eru fleiri gyðingar í Bandaríkj- unum heldur en í ísrael. Það er þvi tekki að undra, að þessi merki þjóð- eða trúarflokkur hafi mjög mikil áhrif áþjóðlífið hérívilltavestrinu. Vísindi, listir og verzlun hafa mót- azt mest af þátttöku gyðinga, en svo eru önnúr svið, þar sem þeir hafa ekki haft sig eins mikið í frammi. Þar má nefna hermennsku og stjómmál. Ég man ekki eftir neinum vel þekkt- um herforingja hér vestra af gyðinga- ættum, en á sviði stjórnmála hafa þeir þjáðst af sama sjúkdómi og íslendingar: Þeir geta aldrei komið sér saman um neitt! Samt em þeir nú farnir að sækja sig og eykst fjöldi þeirra í þingsölum og ráðhúsum landsins við hverjar kosningar. Telja má öruggt, að einhvern tíma komist gyðingur í Hvíta húsið. Það eru viðskiptagarpar af Abra- hamskyni, sem ég hefi helzt kynnzt hérna í henni Ameríku. Fjöldi gyðinga starfar við fískiðnað og verzlun. í þessari grein sem öðrum verzlunargreinum þykja þeir dugleg- astir, harðastir, iðnastir og ósvífnast- ir. Þeir svæsnustu hafa alizt upp á ný-fiskmörkuðum stórborganna og byrjað þar með tvær hendur tómar en hvomga í vasanum. Þeir hafa byggt upp fyrirtækin og höndla nú mest með frystan fisk. Þetta eru.mest ljótir kallar, bognir í baki og með bogið nef, háværir og orðljótir en samt oft kátir og hressi- legir. Margir bera þýzk og rússnesk gyðinganöfn eins og Kozloff og Soloff, Goldberg og Silverstein. Þeir berjast með kjafti og klóm fyrir hverjúm eyri og reyta hár sitt og ákalla guð sinn ef þeir tapa einum skilding. Þótt þeir séu hrein villidýr í vinnunni, eru þeir margir hverjir góðir fjölskyldumenn og sýna á sér aðra hlið, þegar þeir eru sóttir heim eða eru annars staðar en á vinnu- stað. Konur þeirra eru oft auðþekktar, því þær em jafn dæmigerðar og karl- arnir. Langoftast hafa þær svipaða rana-lengd og eiginmenn þeirra. Þær Laxinn er farinn að ganga. Fyrstu laxarnir veiðast oftast í net í Hvítá í Borgarfirði og svo er einnig að þessu sinni. í seinustu viku voru komnir nokkrir laxar, 10—12 pund, á land í Ferjukoti við Hvítárbrú. Þetta sýnir að laxinn lætur ekki kuldann tefja sig. Það undrar margan, að laxinn skuli koma utan úr hafsauga til fyrri uppeldisstöðva, þar sem hann hrygnir og ný kynslóð hefur þá aftur göngu sína. Laxinn hefur verið lengi hér á íslandi. Hann flutti sig t.d. í burtu, þegar seinasta ísöld gekk yfir og gekk þá í ár í löndum sunnar á hnettinum, jafnvel suður í Afríku. Með hlýrra loftslagi kom hann svo afturánorðurslóðir. Margur laxveiðimaðurinn hugsar nú með tilhlökkun til að geta eytt nokkrum sumardögum við fagra veiðiá. Þessi vetur hefur verið mörgum langur og vorað hefur seint. En á laxveiðimálunum eru margir skuggar og má í raun og veru tala um óstjórn laxaræktarmála, eins og ég segi í fyrirsögn á þessari grein. Útlendingar leggja í vaxandi mæli undir sig veiðiár hér á landi og bola „innfæddum” í burtu. Einnig hefur orðið miklu minni árangur af laxa- rækt hér á landi heldur en efni standa til. Þetta ber aðgagnrýna. Veiðar útlendinga Ég hef fengið í hendur skýrslu, sem tekin hefur verið saman um veiðar út- lendinga í íslenzkum veiðiám árið 1978. Veiðivatn Laxá í Kjós Laxá í Leirársveit Grímsá og Tunguá Þverá Norðurá Langá Hítará Haffjarðará Straumfjarðará Laxá í Dalasýslu Miðfjarðará Víðidalsá, Fitjaá Vatnsdalsá Laxá í Þingeyjarsýslu Deildará-Hölkná-Hafralónsá Hofsá Stóra-Laxá Sog 11 \ GULLBERGUR 0G SILFURSTEINN Þórir S. Gröndal eru háværar og blátt áfram eða jafn- vel oft hranalegar. Um daginn heyrði ég eina um sextugt, hverrar maður var að jafna sig eftir hjartabilun, gefa helmingi yngri konu lifsheilræði: „Lífið er svo Bréf frá henni Ameríku: sem ekki búið, væna mín, og það er ýmislegt, sem hægt er að hlakka til. En svo verða dætumar fullorðnar, ef þær þá ekki fara í hundana sem tán- ingar, og svo verður stórhætta á því, að þær giftist einhverjum dauðyfl- um, skilji og komi aftur heim til mömmu með rollingana. Svo geturðu náttúrlega reiknað með því, að kall- inn þinn fái hjartaslag. Líka er til í því, að hann geti orðið alkóhólisti eða fari að halda framhjá. Ef þú verður óheppin lendir hann í öllu þrennu. Vegna alls þessa er nauðsyn- legt að vera sæmilega loðin um lóf- ana, því óhamingjan er bærilegri ef maðurer ríkur!” Einn viðskiptavina okkar í Miami, bjúgnefur á bezta aldri, fékk alvar- legt hjartaáfall í fyrra og var honum ekki hugað líf í margar vikur. Fyrir áfallið var hann álitinn einn af þeim allra skæðustu í stéttinni og var sagt, að hann myndi selja ömmu sína fyrir dollar, ef hann gæti fundið kaup- anda. Hann var talinn eitilharður, ófyrirleitinn og algjörlega hjartalaus og auðvitað varð hann forríkur. En svo kom hjartaslagið. Nú er hann breyttur maður. Meira nð segja röddin er næstum blíð og nú erhann alltaf rólegur og gefur sér tíma til að spjalla um daginn og veginn. Hann brosir og talar um að lífsvið- horf sitt hafi breytzt og nú fyrst sjái hann hið fallega í lífinu og kunni að meta það. Ekki veit ég, hvort það er ástæðan fyrir því, að hann losaði sig við kellinguna skömmu eftir hugar- farsbreytinguna, en hún var sögð hafa verið all ófrýnileg. Hann segist nú ekki lengur hafa áhuga á að græða eingöngu peninga, heldur vill hann aðeins stunda heiðar- leg viðskipti og njóta sambgnds við góða viðskiptavini. Svo segist hann vilja láta gott af sér leiða og bæta lífið hjá sem flestum. Hvernig sem í þessu liggur, finnst mér athyglisvert, að þessi bróðir okkar skyldi vera álit- inn „hjartalaus” á meðan hann hafði hjartað í lagi, en nú virðist „hjarta- lagið” betra eftir að hjartað er orðið veikt og næstum óvirkt. Það má nú segja, að skrítið er lífið! Þórir S. Gröndal Óstjóm laxa- ræktarmála Kjallarinn Liíðvík Gizurarson Veiðidagar Veiðidagar erl. manna íslendinga 360 560 470 160 280 475 293 903 243 861 238 866 231 252 270 85 182 90 640 210 562 480 256 140 285 410 1052 360 360 325 109 140 660 170 765 Ekki er þetta glæsilegt og von að margir krefjist takmarkana á þessum útlendingaveiðum. Laxaræktunin Nútima laxaræktun á íslandi á sér ekki langa sögu. Við þekkjum dæmið um EUiðaárnar, sem voru endurreist- ar fyrir u.þ.b. 40 árum með ræktun, en áður höfðu þær verið ofveiddar. Einnig voru tUraunir fyrir um 50 árum með laxaklak á Alviðru verðar athygli. Þetta var lax úr Soginu og það voru óhemju stórir laxar, sem komu af þessu klaki. Ég hef heyrt margar frásagnir um 20 punda laxa, sem fengust i ám,.eftir að klak frá Al- viðru var sett þar, þar sem áður var einungis smálax. Þetta er löng saga, sem ekki verður sögð hér. En snúum okkur að nútímanum. Laxaeldisstöðin Kollafirði Það er fallegt í Kollafirði undir Esjunni. Þótt oft sé þar hvasst, geta lognkvöldin borið með sér blæ friðar og mikUlar fegurðar. Þarna undir hlíðinni stendur Laxa- eldisstöð ríkisins. Um þessa stöð hafa lengi staðið stormar og þar hefur oft verið misvindasamt, bæði í eiginlegri merkingu og einnig þó talað sé lík- ingamál. Mér hefur samt alltaf fundist það merkast við þessa laxarækt þarna, að hún er nánast á þurru landi. Þarna eru að vísu 2—3 bæjarlækir, sem safnað hefur verið saman, en skortur á vatni veldur mikilli hættu á meng- un. Ef veirur og bakteriur taka þarna völdin, verður að loka, eins og hjá Skúla á Laxalóni, en þar vantaði meira gott vatn. Þetta segi ég aðeins sem leikmaður, en ekki sem „sér- fræðingur”. Samt er það svo, að Laxaeldis- stöðin hefði átt að vera staðsett i sveit, en ekki alveg í útjaðri Reykja- víkur. Það er nokkuð langt gengið, þegar aðal-laxaræktin er nánast heimilisiðnaður í þéttbýli, þar sem mengunarhætta er mikil. Laxaræktin á að vera í mörgum og smáum stöðv- um um allar sveitir landsins hjá sér- hverri veiðiá laus við alla einokun og stjóra. Ef hægt er að rækta lax í 2—3 bæjarlækjum undir Esjunni, hvað er þá hægt að gera, þar sem mikið hreint vatn gerir aðstæður ákjósan- legar? Endurbóta er þörf Lög um lax- og silungsveiði munu enn einu sinni vera í endurskoðun, hvað svo sem út úr þvi kemur. Stangaveiðimenn og aðrir áhuga- menn um laxveiði þurfa því að safna liði og koma á framfæri nauðsynlegri gagnrýni og tillögum til úrbóta. Lúðvík Gizurarson hæstaréttarlögmaður ^ „Stangaveiðimenn og aörir áhugamenn um laxveiði þurfa að safna Iiói.” /V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.