Dagblaðið - 29.05.1979, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 29.05.1979, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 1979. Sviss: Setja strang- arí regjiur um kjamorkuna Svisslendingar hafa samþykkt í al- mennri atkvæðagreiðslu, að hér eftir verði reglur um kjarnorkustöðvar, þar i landi, mun strangari en hingað til. Koma þarna fram enn ein áhrifin frá kjarnorkuslysinu við Harrisburg í Pensylvaníu í Bandaríkjunum í apríl síðastliðnum. Samkvæmt hinum nýju lögum um slíkar orkustöðvar í Sviss verður að samþykkja byggingu þeirra í báðum deildum svissneska þingsins áður en til framkvæmda kemur. Áður var nægilegt að orkumálaráðuneytið féllist á bygginguna. Áður en veita má leyfi til að reisa 'kjarnorkustöð þarf að sýna fram á að slíkt sé í þágu þjóðarheildarinnar. Einnig verður að færa sönnur á að alls öryggis sé gætt og tryggt sé að auðið verði að losna við allan geisla- virkan úrgang frá kjarnorkustöðinni. Tillögurnar um orkustöðvarnar voru samþykktar með 70% atkvæða og voru þær aðeins felldar í einni kantónunni í Sviss. Kaupmannahöfn: HJÓ NUNNUNA MEÐ ÖXINNI írsk nunna þrjátíu og átta ára að hún fljótlega undir læknishendur og aldri var fyrir þvi á götu í Kaupmanna- mun nú ekki vera í lífshættu. höfn fyrir helgina, að ráðizt var að Maðurinn, sem var um tvítugt komst henni með öxi. Var þar á ferð ungur undan en er leitað. Var hann klæddur maður. Hjó hann öxinni í háls konunni kúrekafötum. Ekki er vitað hverjar og fékk hún mikið svöðusár af. Komst ástæður lágu að baki árásinni. frúfní Bjóddu henni í SKOÐAALLAR DC-10 ÞOTUR —talið að bolti haf i meðal annars valdið því að hreyf illinn rifnaði af bandarísku þotunni öllum DC-10 þotum i eigu banda- riskra flugfélaga var skipað að lenda fyrir klukkan sjö í morgun. Átti þá að athuga bolta, sem talið er að hafi getað orsakað flugslysið í þotunni, sem fórst við Chicago fyrir helgi. Þá fórust 273 menn og hafa aldrei farizt fleiri í flugslysi í Bandaríkjunum. Þó svo að aðeins hafi verið fyrir- skipað að vélar í bandarískri eigu ættu að fara til athugunar er talið víst að allar flugvélar af þessari gerð verði samstundis kannaðar. Umræddur bolti heldur hreyflinum og við rannsókn hefur komið í Ijós að verið getur að hann hafi brostið og hreyfillinn því farið af væng vélar- innar. Könnun á hreyflunum á ekki að taka nema tvo til fjóra klukkutima en þegar athuga þarf allar vélar af gerð- inni DC-10 nær þvi í einu getur áætlun ýmissa flugfélaga raskazt nokkuð. Tilkynnt var strax í gærkvöldi, að allar þotur af gerðinni DC-10 í eigu vestur-evrópskra flugfélaga yrðu kannaðar strax í morgun. Ekki hafa komiö neinar skýringar á ástæðunum fyrir slysinu við Chicago. Segulband, sem tekur upp öll orðaskipti í flugstjórnarklefanum hefur stöðvast í sama mund og hreyfillinn fór af þotunni. mmmm Ekki eru allir Vestur-Þjóðverjar ánægðir með nýjan forseta landsins, Karl Carstens. Andstæðingar hans I Bonn gengu þar á götum i gömlum nasistabúningum til að minna á að hann var félagi I nasistaflokknum á árum siðari heimsstyrjaldarínnar. Danmörk: Femúngin varö mll- jón dýrari þegar tollaramir komu ,,Ég skrapp aðeins til Vestur- Þýzkalands og verzlaði smávegis fyrir fermingu drengsins,” sagði fjónskur heimilisfaðir, sem gripinn var með ýmsar smyglvörur á báti sínum. Toll- verðir komu að honum við Suður- Fjón en smygl einstaklinga sjóleiðis hefur mjög vaxið undanfarið og toll- gæzlan danska því aukið mjög eftirlit á þessum slóðum. Þegar tollverðirnir sáu bát manns- ins, sem vitnað var í fyrst í greininni, þótti þeim hann heldur djúpristur í sjónum. Við leit í bátnum fundu þeir um það bil fimmtán hundruð flöskur af bjór og fjörutíu flöskur af sterku áfengi. Hafði maðurinn keypt það í Kappeln í Vestur-Þýzkalandi en þar eru seldar tollf rjálsar vörur. Skýring mannsins var sú að hann hafi ætlað að gæða gestum sínum á veigunum, í fermingarveizlu sonar- ins. Ekki varð honum að þeirri ósk sinni því yfirvöld gerðu honum að greiða 18.000 kr. danskar eða jafn- virði rúml. einnar milljónar isl. kr. í sektir og toll til ríkisins fyrir að hafa gert tilraun til smygls. Danska tollgæzlan segir að frí- höfnin í Kappeln sé mjög mikil freist- ing þeim Dönum sem umráð hafi yfir bátum til að skreppa þangað.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.