Dagblaðið - 29.05.1979, Blaðsíða 10
10
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 1979.
uBlAÐIÐ
fifálsí, úháihdagblað
Útgefandi: Dagblaðið hf. f
Framkvœmdastjórí: Sveinn R. Eyjóifsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson.
Ritstjómarfulltrúi: Hai^kur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjómar Jóhannes Reykdal. Fróttastjóri: Ómar
Valdimarsson.
íþróttir Hallur Slmonarson. Menning: Aðalsteinn IngóHsson. Aflstoðarfróttastjóri: Jónas Haraldsson.
Handrit: Ásgrímur Pólsson.
Blaflamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Atli Steinarsson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefónsdótt-
ir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Helgi Pótúrsson, Ólafur Goirsson, Sigurður Sverrisson.
Hönnun: Gufljón H. Pólsson.
Ljósmyndir: Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur BjamleHsson, Hörður Vilhjólmsson, Ragnar Th. Sigurfls-
son, Sveinn Þormóflsson.
Skrifstofustjóri: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorieifsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Dro'rfing-
arstjóri: Mór E.M. Halldórsson.
Ritstjóm Siflumúla 12. Afgreiflsla, áskríftadeild, auglýsingar og skrifstofias ÞverhoKi 11.
Aflalsimi blaflsins er 27022 (10 línur). Áskrift 3000 kr. á mánufli innanlands. I lausasölu 150 kr. eintakið.
Setning og umbrot Dagblaflifl hf., Siflumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf. Síðumúla 12. Prentun:
Árvakur hf. SkeHunni 10.
Fínir menn á fínum bílum
Almenningur hefur tæpast nokkuð á
móti því, að ráðherrar hafi glæsilega
bila til afnota. Þvert á móti er ástæða til
að ætla, að menn vilji, að sýnd sé sæmi-
leg reisn á því sviði.
Fáir mundu rísa upp til andmæla,
þótt einkennisklæddir bílstjórar flyttu
forseta íslands og forsætisráðherra milli húsa á gljá-
fægðum Rolls Royce bílum.
Ekkert ætti heldur að vera því til fyrirstöðu, að ríkið
ætti nokkra glæsivagna til afnota fyrir ráðherra, for-
seta alþingis og forseta hæstaréttar.
Slík þjónusta gæti verið með stöðvarsniði. Lands-
feður gætu látið með símtali kalla til bíl og bílstjóra.
Væri enginn glæsivagn laus þá stundina, yrðu þeir að
sætta sig við leigubíl.
Aðeins framúrstefnumenn í nöldri mundu amast við
því, að ríkið kostaði slíka þjónustu, svo framarlega
sem hún yrði metin til tekna á skattskýrslum landsfeðr-
anna.
Gagnrýnin á bílabrask ráðherra stafar ekki af öfund.
Hún stafar ekki af, að gagnrýnendur séu á móti því, að
sjáist, hvar höfðingjar eru á ferð. En þetta hefur ein-
mitt misskilizt.
Gagnrýnendur vilja, að landsfeður borgi skatta eftir
sömu reglum og aðrir, svo og aðflutningsgjöld. Þeir
vilja, að landsfeður hafi sama aðgang að lánum sem
aðrir og með sömu kjörum. Um það snýst málið.
Ef ríkið ætti bíla til að flytja landsfeður milli húsa,
þyrfti það ekki að hafa frekari afskipti af bílamálum
ráðherra. Þeir gætu keypt og selt bíla eins og aðrir, án
nokkurrar afskiptasemi blaðamanna né þingmanna.
Til skamms tíma máttu fráfarandi ráðherrar kaupa
sér bil án aðflutningsgjalda. Ólafur Jóhannesson not-
færði sér þetta nýlega sem dómsmálaráðherra síðustu
stjórnar á undan þessari. Fríðindi þessi þóttu siðlaus
og hafa nú verið aflögð.
Nú mega ráðherrar taka úr ríkissjóði þriggja milljón
króna lán með 19—22% vöxtum til tíu ára til kaupa á
bíl. Það eru þessi fríðindi, sem gagnrýnd hafa verið að
undanförnu.
Ráðherrar, sem setja sér slíkar reglur um fríðindi,
haga sér eins og smáglæpamenn. Þeir eru að nota sér
aðstöðuna til að komast yfir eignir.
Svo virðist sem tveir af þremur ráðherrum, sem þetta
lán tóku, hafi séð að sér og skilað því. Situr þá Tómas
Árnason einn uppi með smáglæpinn og hefur af því lít-
inn sóma.
Þetta svindlbrask var svo mikið feimnismál, að fjár-
málaráðherra neitaði stöðugt að segja fjölmiðlum frá
því. Það var svo mikið feimnismál, að ráðuneytisstjóri
fjármála neitaði í tvígang að segja þingnefnd frá því.
Málið upplýstist ekki fyrr en Ólafur Ragnar Gríms-
son knúði ráðherrana út í opinbera umræðu á alþingi.
Sumir hafa legið honum á hálsi fyrir smámunasemi. En
í raun á hann heiður skilið.
Gagnrýnin snýst nefnilega ekki um, hverjir megi aka
um á fínum bílum. Hún snýst hins vegar um, hverjir
megi stela. Á þessu tvennu hafa sumir ekki gert
greinarmun.
Almenningur vill áreiðanlega, að ríkið hafí einkabíla
og einkabílstjóra handa forseta íslands og forsætisráð-
herra. Almenningur vill sennilega, að ríkið hafi sam-
eiginlega bíla og bilstjóra fyrir aðra ráðherra, forseta
alþingis og forseta hæstaréttar.
Fólk er ekki andvígt bílareisn landsfeðra. En það er
andvígt pukri með lánsfjárhæðir, vexti og lánstima.
Það telur slíkt sýna litla reisn landsfeðranna.
BRÉZNEF 0G FÉ-
LAGAR LEGGJA
MIKK) UPP ÚR
SAMÞYKKT
SALTII
Sovétmönnum er mikið í mun að
samkomulagið sem nefnt hefur verið
Salt II og er um takmörkun kjarn-
orkuvígbúnaðar verði fullgilt. í
Bandaríkjunum er veruleg andstaða
gegn þvi að Jimmy Carter, forseti
landsins, fullgildi samkomulagið á
fyrirhuguðum fundi fians í Vin með
Leonid Bréznef, forseta Sovétríkj-
anna. Fundur þjóðarleiðtoganna á að
verða í Vínarborg dagana 15. til 18.
júní næstkomandi.
í Bandaríkjunum mun andstaðan
aðallega byggjast á tvennu. í fyrsta
lagi telja sumir að fulltrúar Carters
hafi samið af sér og afleiðingar Salt
II verði að Sovétmenn muni skjóta
Bandaríkjamönnum ref fyrir rass í
vígbúnaðarmálum í framtíðinni. I
öðru lagi er sá hópur sem telur að í
hinu sex ára málaþrasi, sem farið
hafi fram á milli sérfræðinga og emb-
ættismanna, hafi allt bitastætt verið
tekið úr Saltsamkomulaginu. Þarna
sé aðeins verið að semja um takmark-
anir á vopnum sem þegar séu orðin
úrelt. Salt II samkomulagið verði
aðeins áróðursplagg sem aðeins geti
slegið ryki í augu fáfróðra og jafnvel
tafið fyrir raunverulegum viðræðum
um frið og afvopnun.
Eftirfarandi grein er eftir einn sér-
fræðing Sovétríkjanna um Salt II og
kann hann ýmsar skýringar á afstöðu
ýmissa þeirra Bandaríkjamanna, sem
andstæðir eru samkomulaginu.
í samræmi við samkomulag, sem
gert hefur verið, munu Leonid
Bréznef, aðalritari miðstjórnar KFS
og forseti Sovétríkjanna, og Carter,
forseti Bandaríkjanna, hittast í
Vínarborg 15.—18. júní, ef ekki
verður öðru vísi ákveðið, til þess að
undirrita nýjan samning um tak-
mörkun árásarvopnabúnaðar, Salt II
samninginn.
Carter forseti segir, að yfirgnæf-
andi meirihluti Bandaríkjamanna
samþykki Salt II og vilji ekki að
kalda stríðið endurtaki sig. Af opin-
berri hálfu í Washington hefur verið
lögð á það áherzla, að hinn nýi samn-
ingur sé mjög mikilvægt skjal. Fimm-
tíu fundir voru haldnir í bandaríska
þjóðaröryggisráðinu til þess að
’marka afstöðu Bandaríkjanna til við-
ræðnanna og semja svör af hálfu
Bandaríkjanna við sovézkum tillög-
um. Skynsamlegt samkomulag hefur
náðst: Höfuðmarkmið Salt samn-
ingsins er að draga úr og um síðir að
útrýma hættunni á kjarnorkustyrj-
öld.
Þannig er með Salt II ekki aðeins
sett þak á sóknarvopnabúnaðinn,
heldur er og í fyrsta sinn í sögunni
kveðið á um verulegan samdrátt hans
frá því sem nú er. Samningurinn
leggur að vissu marki hömlur á
endurbætur vopna, sem hefur afar-