Dagblaðið - 29.05.1979, Blaðsíða 1
5. ÁRG. — ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ1979 — 120. TBL.
RITSTJÓRN SÍÐUMÍJLA 12. AÚGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI1 l.-AÐALSÍMI 27022.
KONA MARGSTUNGIN
Mri\ uiiipi í uatT
Iwltil nNlrl I NUII
—úrlífshættu eftirmargra klukkustunda aðgerd—tilræðismaðurínn ígæzluvarðhaldi
Ung kona, fædd 1957, var í nótt
stungin alvarlegum hnifstungum i
húsi við Biómvallagötu og síðast er
lögreglan vissi um afdrif hennar, kl.
06,30 i morgun hafði hún verið í
aðgerð i þrjár klukkustundir og var
þá talin úr lífshættu. M.a. var hún
stungin á kviðarhol og í fót og ef til
vill viðar.
Það var um þrjúleytið í nótt að
fólk, sem býr á hæðinni fyrir neðan
ungu konuna, hringdi á lögregluna
vegna óeðlilegs hávaða í hljóm-
flutningstækjum samfara brothljóð-
um ogskarkala.
Er lögreglan kom að, hitti hún
fyrst fyrir ungan mann, fæddan
1955, í miklu uppnámi, Játaði hann
strax verknað sinn og var tekinn í
vörzlu lögreglunnar.
Konan var þá enn með meðvitund,
en blæddi mikið. Var hún þegar flutt
á Borgarspítalann undir læknis-
hendur. Ekki voru fleiri í íbúðinni er
atburðurinn varð.
Ungi maöurinn er skráður til heim-
ilis á sama stað og unga konan, en
ekki er ljóst hvort þau bjuggu enn
saman eða höfðu nýlega slitið sam-
vistum. Allt bendir til að þau hafi
bæði haft vín um hönd i nótt. Yfir-
heyrslur yfir manninum áttu að
hefjast í morgun.
-GS.
Hafísvandinn:
Ríkissjóð-
urverður
að hlaupa
undir bagga
Fremur er kuldalegt um að litast á
Ströndum eins og þessi mynd frá Hólma-
vik ber með sér, en í fréttum þaðan segir,
að Steingrimsfrörður hafi verið fullur af
is i nokkum tima og hamliþað mjög öllu
atvinnulifi. öllu einmanalegra hafi verió
fyrir íbúa Ámeshrepps, en hann hafi
verið einangraður frá umheiminum um
tíma, ,Jlugvöllur vegna aurbleytu, sjó-
leiðin vegna íss og landleiðin vegna
snjóa...”
DB-mynd Kristján Jóhannsson
— sjá baksíðu
Aðeins sex mjólkur-
f ræðingar hafa lagt
niðurvinnu
— aðeins stöðvað hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík
sem tapar 25 milljón króna sölu á dag en verður að
greiða þrjár milljónir í laun
Engin mjólk er unnin í Mjólkursam-
sölunni í Reykjavík í dag og engum
mjólkurvörum dreift eftir að ekki
náðist samkomulag á milli mjólkur-
fræðingi og stjórnenda fyrirtækisins
um hvernig vinnslu og dreifingu skyldi
háttað á meðan á verkfalli stæði.
Standa þá um það bil hundrað og
sextíu manns uppi verklausir hjá
Samsölunni vegna vinnustöðvunar
þeirra sex mjólkurfræðinga, sem þar
starfa. Annars staðar munu mjólkur-
fræðingar vinna fulla vinnu við vinnslu
mjólkur.
Laun og launatengdur kostnaður
hvern dag i Mjólkursamsölunni nemur
að sögn Guðlaugs Björgvinssonar
• framkvæmdastjóra um það bil þrem
milljónum.
Mest af framleiðslu fyrirtækisins er
staðgreitt og við fulla vinnslu nemur
hún tuttugu til tuttugu og fimm
milljónum á dag.
Engir fundir hafa verið boðaðir með
aðilum í verkfalli mjólkurfræðinga.
Mjólkursamsalan í Reykjavík er í
eigu bænda og þeirra mjólkursamlaga,
sem flytja og selja mjólk til Reykja-
víkur og nágrennis.
- ÓG
Bráðabirgðalausn rædd:
HALDA SKIPIN ÚR
HÖFN í VIKUNNI?
Tveggja mánaða frestun á umfjöll-
un á farmannadeilunni kann að verða
sú lausn til bráðabirgða, sem aðilar
gætu fallizt á. Til greina gæti komið
að sá frestur yrði lengri, ef nauðsyn
krefur, eða allt til 1. desember, takist
ckki samningar fyrr.
Ljóst er, að forsætisráðherra og
ríkisstjórnin telja ekki bera brýna
nauðsyn til þess að skipa launamál-
um farmanna eða samningum þeirra
og útgerðarmanna með bráðabirgða-
lögum.
Brýna nauðsyn ber hins vegar til
þess að rjúfa þá flutningateppu, sem
ieiðir af því, að öll skip í verzlunar-
flota landsins liggja bundin við
bryggjur.
Kæmi fram tillaga um ofangreinda
tilhögun, til dæmis frá sáttanefnd,
gæti ríkisstjórn skipað málum þann
veg með bráðabirgðalögum, ef óhjá-
kvæmiiegt þætti.
Ofangreindurmöguleiki hefurekki
fengizt staðfestur né heldur þau at-
riði, sem næst virðist liggja að samn-
inganefndir ræði, svo sem mönnun,
einkum í vél og hugmyndir um
tveggja vikna vetrarfrí farmanna.
Samkvæmt heimildum DB eru
yfirgnæfandi líkur til þess, að sátta-
nefndin í þessari vinnudeilu leggi
fram mótaðri tillögureftir fundsinn í
dagkl. 15enhingaötil.
- BS