Dagblaðið - 29.05.1979, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 29.05.1979, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 1979. 7 REUTER Nánari samvinna AlsírogLýbíu Alsír. og Líbýa ætla að treysta nánar samvinnu sína á sviði hernaðar og öryggismála eftir fund Gaddafi þjóðar- leiðtoga Líbýu í Alsír undanfarna daga. Brézkt flutningaskip bjargar fióttamönnum Brezkt flutningaskip bjargaði í gær fjörutíu vietnömskum flóttamönnum á Gula hafinu þar sem fleyta þeirra var að sökkva. Ætlar skipstjóri brezka skipsins að fara með flóttamennina til Wampoa í Suður-Kína. Bretar sam- þykktu nýlega að taka við eitt þúsund flóttamönnum, sem brezkt skip bjargaði nýlega úr nauðum. Holland: Mismunandi talsmáti geturvaldið f lugslysum Mismunandi talsmáti i fjarskiptum á milli flugvéla og flugumferðarstjóma í hinum ýmsu löndum getur stundum valdið alvarlegum misskilningi. Þetta kom fram í rannsóknarréttarhöldum, sem haldin eru í Haag i Hollandi um þessar mundir. Á þar að reyna að finna orsökina fyrir hinu mikla slysi er varð á Tenerife á Kanaríeyjum árið 1977, er hollenzk og bandarisk þota rákust á á flugvellinum og 583 fórust. VEIRA VELDUR SLÆMH TEGUND AF SYKURSÝKI uppgötvun bandarískra vTsindamanna gef ur vonir um að veita megi ónæmi með sprautun Vísindamenn í Bandaríkjunum hafa sýnt fram á, að vírus getur valdið vissri tegund af sjkursýki. Vekur það vonir um að jafnvel megi ■ koma í veg fyrir ýmsar verstu teg- undir sykursýki með ónæmisaðgerð- um. Umrædd tegund sykursýki er sú, sem beita verður insúltngjöfum gegn. Er hún mun alvarlegri en þær teg- undir veikinnar, sem venjulega má halda niðri með sérstakri fæðu og lyfjum. Vísindamenn, sem kannað hafa sykursýkina út frá kenningum um vírus, sem valdi vissum tegundum hennar hafa nú nýverið einangrað eina vírustegund, sem þeir telja með fullri vissu að valdi sykursýki. í einu tUvikinu fannst slíkur vírus í tiu ára gömlum dreng, sem fékk sykursýki af alvarlegri gerð og dó innan nokkurra vikna. Vísindamennirnir sem gert hafa þessar uppgötvanir starfa við Rann- sóknarstofu flotans i Marylandfylki í Bandaríkjunum. í grein i læknablaði segja vísinda- mennirnir að hinn svokallaði cox- sackie vírus, sem valdið geti sykur- sýki, geti farið i þúsundir fólks en án nokkurs skaða. Aftur á móti séu sumir einstakUngar móttækUegri fyrir vírusnum og sýkist þá hættu- lega. I blaðinu segir að þessi uppfinning geti leitt til margra mikilvægra ákvarðana í baráttunni _gegn sykur- sýki. Þar á meðal geti verið að takast megi að finna þá einstaklinga, sem líklegir séu til að bera vírusinn og þá setja móteitur í líkama þeirra. Einnig sé möguleiki á að koma i veg fyrir ýmsar afieiðingar veikinnar, sem snemma komi fram. Þar á meðal má nefna blindu, missi útlima og hjart- veiki af ýmsu tagi. Svo ekki sé minnzt á dauðsföll. MHATi ÍS HO/ý, * áns llil Taliö er ao meira en hunarað þusund manns hafi tekið þátt i göngu til að mót- bandaríska sendiráðinu i Teheran og i ræðum héldu iranskir trúarieiðtogar því mæla afskiptum Bandaríkjamanna af aftökum og dómum yfir þeim sem teknir fram að hendur bandariskra ráðamanna væru ataðar blóði og sæti sizt á þeim hafa verið af lifi f íran siðan keisaranum var steypt af stóli. Gengið var framhjá að gagnrýna aðra fyrir blóðsúthellingar. Vestur-Þýzkaland: Albrecht eöa Strauss —þeir munu berjast um stöðu Helmut Kohl sem kanslaraef ni Kristilegra demókrata Frans Josef Strauss, helzti stjórn- málamaður í Bæjaralandi um langt árabil. Fyrirsjáanleg er mikil barátta um forustuna í Kristilega demókrata- flokknum í Vestur-Þýzkalandi. Núver- andi formaður, Helmut Kohl, hefur til- kynnt að hann sé tilbúinn til að láta völdin í hendur Emst Albrecht hins 48 ára gamla forsætisráðherra Neðra-Sax- lands. Sjálfur þykir Kohl ekki lengur vænlegur til að sigra Helmut Schmidt kanslara jafnaðarmannastjórnarinnar í kosningunum sem fram eiga að fara 1980. Ekki er þó víst að Albrecht komist baráttulaust í stólinn þvi foringi bræðraflokksins í Bæjaralandi, Frans Josef Strauss, vill lika fá útnefningu sem kanslaraefni Kristilega demókrata- flokksins. Hann er einkum studdur af hægri mönnum. Strauss sem er 63 ára að aldri hefur lengi sótzt eftir þessu embætti og fyrir þrem árum tilkynnti hann að flokkur hans, Kristilegi sósial- istaflokkurinn í Bæjaralandi, mundi draga úr tengslum sínum við Kristilega demókrata. Síðar var þó hætt við slíkt aðsinni. Nicaragua: S0M0ZA ÁSAKAR GRANNANA UM SVIK VIÐ SIG Forseti Nicaragua, Anastasio Somoza, tilkynnti í gær að hann mundi kæra stjórnir Costa Rica, Panama og Venezuela fyrir Samtök- um Ameríkuríkja. Gefur hann þeim að sök að hafa stutt Sandinista skæruliða í Nicaragua við tilraunir þeirra til að steypa honum af stóli. Sagði Somoza í ræðu sem hann' hélt á hátíðisdegi hers -landsins, að verið væri að safna sönnunum um af- skipti stjóma hinna þriggja landa, sem síðan yrðu Iögð fyrir stjórn sam- takanna. Forsetinn sagði í fyrri viku, að vopn, sem send hefðu veriö til skæmliða í Venezuela frá Kúbu fyrir fimmtán árum væru nú notuð gegn hermönnum hans í Nicaragua. Skömmu eftir að Somoza forseti og hershöfðingi hafði haldið ræðu sína, réðust Sandinista skæruliðar á banka og bensinstöð nærri hátíðar- svæðinu. Þeir vom farnir á brott er herlið kom á árásarstaðina. Sængur- og skírnargjafir MagnÚS E. Baldvinsson SfLaugávegi 8 - Sími 22804.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.