Dagblaðið - 19.06.1979, Blaðsíða 24
Buízt við bráðabirgðalögum ífarmannaverkfallinu ídag:
frjálst, úháð daghlað
ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ1979.
Tvömorð-
málfluttí
Hæstarétti
Innan fárra daga kveður Hæstiréttur
væhtanlega upp dóma i tveimur morð-
málum. Annars vegar er um að ræða
mál Ásgeirs Ingólfssonar sem ákærður
er fyrir að hafa ráðið Lovísu Kristjáns-
dóttur bana 26. ágúst 1976. Hins vegar
er um að ræða mál Einars Hjartar
Gústavssonar sem ákærður er fyrir að
hafa ráðið Halldóru Ástvaldsdóttur
bana 15. ágúst 1977.
Sakadómur Reykjavíkur kvað upp
dóm í máli Ásgeirs í marz 1977 og i
máli Einars Hjartar í desember 1977.
Báðir voru dæmdir í 16 ára fangelsi.
Að sögn Björns Helgasonar, hæsta-
réttarritara, tekur rétturinn sér venju-
legt sumarhlé í kringum næstu
mánaðamót og fram til 20. september.
Taldi hann allar likur á að dómar yrðu
kveðnir upp áður. -GM.
Sauðárkrókur:
Kosið um
áfengisútsölu
Um næstu helgi ganga Sauðkrækl-
ingar að kjörborðinu og kjósa um,
hvort opna skuli áfengisútsölu á staðn-
um. Nokkrir áhugamenn um þessi mál
gengust fyrir undirskriftasöfnun þar
sem farið er fram á að kosning fari
fram. AUs rituðu um 90 manns nöfn sín
á þann lista. Árið 1974 var kosið um
þetta mál en þá var það kolfellt. Þeir er
gengust fyrir undirskriftasöfnuninni nú
munu bjartsýnir á að þeim takist að
koma málinu í höfn og yfirleitt er búizt
við tvísýnum kosningum. Á kjörskrá
eru alls 1315 mans.
-GAJ/TA, Sauðárkróki.
Sjórall '79:
FimmUárir
—4 heltast úr iestinni
vegna farmannaverkfalls
Nú er ljóst að a.m.k. fimm bátar
munu taka þátt í Sjóralli ’79, sem hefst
1. júlí. Hugsanlega kunna fleiri að
bætast við fram að þeim tíma, en far-
mannaverkfallið hefur sett strik í
undirbúning nokkurra áhafnanna.
Sýnist nú sem fjórir bátar hafi helzt úr
lestinni þar sem ýmis búnaður hefur
ekki borizt til landsins á tilsettum tíma.
Áhafnir þeirra fimm báta, sem sýni-
lega eru klárir, eru: Hafsteinn Sveins-
son og Runólfur Guðjónsson, sigur-
vegarar úr síðasta Sjóralli og keppa
aftur á 22 feta Flugfiskbáti. Gunnar
Gunnarsson, sem varð í öðru sæti í
fyrra og tekur nú með sér Ásgeir
Ásgeirsson á 22 feta Flecter báti.
Bjarni Björgvinsson og Lára
Magnúsdóttir, sem urðu í 3. sæti í fyrra
fara nú á nýjum 23 feta báti frá Mótun
hf. Eiríkur Kolbeinsson, Hinrik
Morthens og Tryggvi Gunnarsson ætla
á 17 feta Flugfiskbáti. Þeir ætluðu
með í fyrra en náðu ekki að ljúka
undirbúningi fyrir keppni. Þá ætla
Ólafur Skagevik og Bjarni Sveinsson úr
Vestmannaeyjum á 22 feta Flugfisk-
báti.
Keppendur komu saman í gærkvöldi
til skrafs um nýtt stigakerfi, viðkomu-
staði og fjarskiptaþjónustu FR manna,
sem þeir eru að fullmóta. -GS.
FRÍ hlaupið:
Morgunblaðsmiðamir
Ókáum-
valda dánægju manna
Mikillar óánægju gætir meðal ung-
mennafélagsmanna í Borgarfirði,
vegna þess að hlaupurum i lands-
hlaupi FRl hefur verið gert að hlaupa
með límmiða eins fjölmiðilsins,
Morgunblaðsins, á maganum.
„Þetta hafði ekki verið kynnt
okkur,” sagði Haukur Júlíusson á
Hvanneyri í morgun, en hann er for-
maður Ungmennafélagsins Íslendings
í Andakílshreppi og Skorradal. „Við
fengum styrktarmiða til þess að selja
og með fylgdi smá böggull með lím-
miðum Morgunblaðsins. Við fengum
engin fyrirmæli um hvað átti að gera
við limmiðana.
Heldur þykir okkur óeðlilegt að
bera þessa miða á brjóstinu og gildir
einu hvaða fjölmiðill á i hlut. Áður
hafði Vtsir verið nefndur í þessu sam-
bandi og höfðum við sömu afstöðu
til þess. Mér skilst að þessi auglýsing
hafi verið seld hæstbjóðanda.
Það hafa ekki verið ákveðnar
samræmdar aðgerðir ungmenna-
félaganna. Um það verður UMSB að
taka ákvörðun. Við munum þó ekki
skerast úr leik og hlaupa okkar
hluta.”
Þá ræddi DB við Hauk Ingibergs-
son stjórnarmann UMSB. Hann
sagði að nokkrir formenn ungmenna-
félaganna hefðu haft samband við sig
vegna þessa og ekki viljað auglýsa
einn fjölmiðil umfram annan. Menn
hafa lýst yfir undrun sinni vegna
þessará dreifimiða.
„Ég býst við því, að margir ungir
bændur séu ekki fúsir að hlaupa með
þetta merki, sem tengist náið brott-
hlaupi nokkurra þingmanna úr þing-
sal, rétt fyrir þinglok, þar sem
stöðvað var frumvarp landbúnaðar-
ráðherra og bændur sviptir tekjum,”
sagði Haukur i samtali við DB í
morgun.
-JH.
►
Ýmsum kom það spánskt fyrir sjónir
er borgarstjórí vinstri meirihlutans í
Reykjavik hóf FRÍ hlaupið með
Morgunblaðið á brjóstinu. Og ekki er
Úlfar Þórðarson síður merktur.
DB-mynd: Hörður.
ferðar-
merki og
Ijósastaur
Umferðarslys varð í Engidal í gær-
kvöldi, þ.e. á mótum Reykjanesbrautar
og Hafnarfjarðarvegar. Lögreglunni í
Hafnarfirði var tilkynnt um slysið kl.
20.07. Hafði bifreið verið ekið á um-
ferðarmerki og ljósastaur og hún síðan
oltið. Skemmdist bifreiðin mikið og
ökumaðurinn meiddist eitthvað. Var
hann fluttur á slysadeild. Grunur leikur
á, að hann hafi verið ölvaður.
- GAJ
Hann bætti þvi við, að hann væri
fyrir löngu kominn á þá skoðun, að
ekki þýddi að gróðursetja 17. júní
blómin fyrreneftir 17. júní.
-GAJ
Njósnaskipið méiab
— undan Stokksnesi
Landhelgisgæzlan fylgdist í sfðustu viku með ferðum sovézka njósnaskipsins Zaporoze, þar sem það var skammt undan
Stokksnesi.
Er varðskip kom að njósnaskipinu, 35—40 milur undan Stokksnesi, voru tveir litlir bátar við skipshlið og unnu skipverjar
við að mála skipið. Þótti varðskipsmönnum ekki vanþörf á, þar sem skrokkur njósnaskipsins var töluvert tekinn að flagna.
Zaporoze er eitt fullkomnasta njósnaskip Sovétmanna, en Sovétmenn eiga sex slik skip.
- JH
17. júní blómin gróðursett á nýjan leik,
þar sem blómabeðin voru orðin eins og
malbik eftir hátiðahöldin á Austurvelli.
DB-mynd Sv. Þorm.
Blómabeðin
urðusem
malbik
„Þetta er alltaf sama sagan. Blóm
sjást ekki á Austurvelli og við verðum
að gróðursetja allt upp á nýtt. Ég held,
að ástandið sé með alversta móti
núna,” sagði Thcódór Halldórsson,
yfirverkstjóri hjá Reykjavíkurborg, í
samtali við DB í morgun um skemmd
blómabeð á Austurvelli.
„Fólk er ekkert að spekúlera í, hvort
það stendur á malbiki eða í blómabeði.
Heilu blómabeðin líta út eins og mal-
bik,” sagði Theódór.
KRATARGÁFU
nDJCkiri inc
iMFwliiif V m OUO
— Vilmundurlautílaegra haldi—Alþýðufíokks- ogAlþýðu-
bandalagsmem lögðust gegn atriði íuppkastí að lögunum
Yfirgnæfandi meirihluti þing-
flokks Alþýðuflokksins samþykkti
um miðnættið að gefa ráðherrum
grænt ljós til setningar bráðabirgða-
laga til að stöðva farmannaverk-
'fallið. Vilmundur Gylfason og
nokkrir aðrir lögðust gegn þessu en
urðu undir. Þingflokkurinn gerði
hins vegar athugasemd við það upp-
kast að lögum, sem fyrir lá.
Þar var gert ráð fyrir, að farmenn
fengju 3% grunnkaupshækkun frá 1.
júni og síðan fjallaði gerðardómur
um, hvert kaup þeirra skyldi vera frá
þcim degi, er bráðabirgðalögin verða
sett. Þingflokkurinn vill fella niður
úr lögunum þessa 3% kauphækkun
frá 1. júni, sem ASÍ-fóik hefur ekki
fengið. Útkoman varð hin sama á
fundi þingflokks og framkvæmda-
stjórnar Alþýðubandalagsins í gær,
að þau 3% skyidu felld út.
Kaupið, sem gerðardómurinn mun
ákveða, skal gilda til áramóta.
„Ég geri ráð fyrir því,” sagði
Steingrunur Hermannsson dóms-
málaráðherra þegar DB spurði hann
hvort vænta mætti bráðabirgðalaga
til lausnar farmannadeilunni eftir
rík isstjórnarfund í dag.
Steingrímur kvaðst ekki hlynntur
þvi að lögfesta sáttatillöguna sem
fram kom um helgina.
Formlega er það samgönguráð-
herra sem gefa á út bráðabirgðalög i
farmannadeilunni. cn hann er er-
lendis. Steingrimur Hermannsson
sagðist búast við því að félagsmála-
ráðherra hlypi í skarðið.
Magnús H. Magnússon félags-
málaráðherra bætti því við að
þjóðin öll yrði að taka á sig skellinn
vegna olíuhækkananna og kvað
aðgerða að vænta t þeim málum
innan fárradaga. -HH/GM.