Dagblaðið - 04.07.1979, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 04.07.1979, Blaðsíða 23
Nú er tími sundnámskeiðanna og í Litla barnatímanum í dag verður einmitt fjallað um sundkennslu. IÞRÓTTIR - útvarp kl. 21,45: Knattspyrnumenn — eru þeir góðir eða slæmir? íþróttaþáttur Hermanns Gunnars- sonar er á dagskrá útvarpstns í kvöld kl. 21,45 og verður meðal annars rætt við formann Ungmenna og íþróttasam- bands Austurlands, Hermann Níels- son. Að sögn Hermanns verður spjallað um allt í sambandi við iþróttir á Austurlandi en þar eru nú blómlegir tímar þó að rígur sé á milli fjarða. Einnig verður rætt um 1. deild í fót- bolta, en tvö stig skilja nú 1. og 7. lið. Eru íslendingar svona góðir eða svona lélegir? Þeirri spurningu verður reynt að leita svars við. Að síðustu ef tími vinnst til verður spjallað við dómara um þeirra starf, hvort þeir verði fyrir ásókn leikmanna og fleira í þeim dúr. Þátturinn er tuttugu mínútna langur. -ELA Hermann Gunnarsson verður með sinn vanalega iþróttaþátt i kvöld. DB-mynd Bj.Bj. Helga Þ. Stephensen heldur áfram að kynna Lagið mitt á morgun. DB-mynd Jim Smart UMRÆÐUÞÁTTUR — útvarp sunnudag: ÞINGMENN STJÓRNA UMRÆÐUM Á síðasta útvarpsráðsfundi fyrir sumarfrí var ákveðið að næstu sunnu- daga yrðu umræðuþættir í útvarpi. Ekki þó venjulegir umræðuþættir þar sem fréttamaður stjórnar heldur verður breytt út af venju. Ætlunin er að fá einn þingmann úr hverjum stjórn- málaflokki til að stýra umræðunum og jafnframt að velja mál sem yrði til umræðu. Þó er sú krafa gerð að við- komandi þingmaður velji ekki flokk- pólitískt þingmál til umfjöllunar. Ekki hefur enn fengizt þingmaður sem taka vill að sér verkið. Útvarpsráð stakk upp á fjórum þingmönnum, þeim Vilmundi Gylfasyni, Friðriki Sophus- syni, Ólafi Ragnari Grímssyni og Páli Péturssyni. Ekki hefur þó enn náðst í þessa menn þannig að hugsanlega gæti orðið breyting á. Fyrsti þáttur verður sem sagt næsta sunnudag, en ennþá hefur tíminn ekki verið ákveðinn. -ELA Eflaust verður skemmtilegt að heyra þingmenn setja sig I fréttamannastöðu. í fyrramálið er á dagskrá útvarpsins þátturinn Verzlun og viðskipti kl. 11,00 og er það Ingvi Hrafn Jónsson sem er umsjónarmaður. í þættinum verður fjallað um lífið í stórmarkaði og spjallað við verzlunar- stjóra í Hagkaup og viðskiptavini þar um hvernig það sé að verzla i stór- markaði og fleira. Þátturinn nefnist Heimsókn í stórmarkað og er hann stundarfjórðungs langur. -ELA Margir tclja sig gera betri kaup I stór- mörkuðum og myndast oft gífurlegar biðraðir eins og meðfylgjandi mynd sýnir. DB-mynd: Ragnar Th. Lagið mitt heldur áfram Á siðasta útvarpsráðsfundi fyrir sumarfrí, var ákveðið að Lagið mitt, þáttur fyrir yngri en 12, héldi áfram. Útvarpsráð féllst ekki á að þátturinn yrði lagður niður og verður hann því á morgun á sínum venjulega tíma kl. 17.20. Áður auglýst dagskrá breytist þvi eftir því. -ELA DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 1979. Utvarp Sjónvarp ELÍN ALBERTS DÖTTIR LITU BARN ATÍMINN - útvarp M. 17,20: HBMSÓKNÁ SUNDSTAÐI Litli barnatíminn er á dagskrá út- varpsins í dag kl. 17,20 og er hann að þessu sinni í umsjá Steinunnar Jóhannesdóttur. Steinunn hefur gert fyrir útvarpið fjóra litla barnatima sem fluttir verða einu sinni í viku í júlí- mánuði. j hverjum þætti er tekið fyrir ákveðið afmarkað efni og að þessu sinni er það sund og sundkennsla. Flest börn á aldrinum 6—8 ára eru um þessar mundir upptekin í sundnámskeiðum sem haldin eru um allt land. Steinunn heimsækir nokkra staði þar sem sundkennsla fer fram og ræðir við börn og kennara. í þættinum verður ennfremur lesið úr tveim bókum, Adda lærir að synda eftir Jennu og Hreiðar og Jón Oddur og Jón Bjarni eftir Guðrúnu Helgadóttur og er það höfundurinn sjálfur sem les kafla úr bókinni sem fjallar um sama efni og þátturinn sjálfur. Litli barnatíminn er tuttugu mínútur aðlengd. -ELA VERZLUN 0G VIÐSKIPTI —útvarpkl. 11,00: HEIMSÓKN í STÓRMARKAÐ

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.