Dagblaðið - 05.07.1979, Side 2
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ1979.
Á Jónas enn eftir að
taka sinnaskiptum?
GJ skrifar:
Jafnan vekur það nokkra furðu,
blandaða meðaumkvun, þegar sam-
borgari tekur sinnaskiptum og hafnar
fyrri skoðun eða trú. Þetta hendir
stöku sinnum á vettvangi stjórnmál-
anna. Eitt eftirtektarverðasta dæmið
er Jónas Haralz bankastjóri. Hann
stóð lengst til vinstri í röðum komm-
únista. Kvað svo rammt að ofstæki
hans, að róttæk blöð töldu sér ekki-
fært að birta sum skrif hans. Slíkt var
orðbragðið. Eftir stutta dvöl i Banda-
ríkjunum sneri hann við blaðinu og
gerðist jafn ákafur fylgismaður
kapítalismans. Nú síðustu vikurnar
lofsyngur hann í dagblöðum hinn
„frjálsa markað” (enda þótt hann
viti líklega ekki, hvað í orðunum
raunverulega felst). Hann stendur
lengst til hægri í röðum íhaldsmanna.
Eðlilegt er, að menn vilji hafa það,
sem réttara reynist. En spurningin er
þessi: Hvenær skjátlaðist Jónasi? í
fyrra trúboði sinu, hinu síðara eða
e.t.v. báðum? Á hann eftir að taka
enn sinnaskiptum og verða t.d. hóf-
samur samvinnumaður í milliflokki?
Sannleikurinn er sá, að slíka mann-
gerð er ekki unnt að taka alvarlega.
Ef Jónas og hans likar væru skyn-
samir menn, myndu þeir kjósa þann
kost að þegja eftir að hafa einu sinni
boðað þjóð sinni ranga stefnu, nema
hringsnúningur þeirra stafi af henti-
semi, framavon eða öðru í þeim dúr.
Ef Jónas og hans líkar væru skynsamir
menn, myndu þeir kjósa þann kost að
þegja eftir að hafa einu sinni boðað
þjóð sinni ranga stefnu, segir bréf-
ritari.
Hefur fólk ekki tilfinningar?
N. M. skrifar: -
Mér finnst alveg hræðilegt að lesa
það sem einhver Helgi og 0755—
9436 hafa verið að skrifa á lesenda-
síður DB. Hefur þetta fólk ekkert
sem heitir tilfinningar? Er það gjör-
samlega frosið fyrir fólki sem þarf á
hjálp að halda?
Mig grunar að þessar tvær'
persónur yrðu fegnar að fá samastað
ef þær hefðu liðið aðra eins hrakn-
inga og þessir Víetnamar. Hér er
aðeins um 50 manns að ræða.
Hugsið ykkur ef þið væruð í þessum
hóp! Munduð þið þá ekki vilja
komast í heila höfn?
Mér finnst það ekki skipta máli
hvort fólkið er hvítt eða svart. Þetta
eru manneskjur eins og við.
Ég vona af öllu hjarta að íslend-
ingar sjái sóma sinn í að sýna þessum
Víetnömum að við getum hugsað um
fleira en okkur sjálf.
Eldunartæki eru í tjaldvagninum og má nota þau þó ekki sé tjaldað.
Bladaummæli sumarid 1978
Tjaldvagninn sem dreginn
verður út í sumargetraun Vísis
25. júli er sannkallaður
draumavagn fjölskyldunnar.
Tjaldvagninn er framleiddur í
Þýzkalandi en seldur í mörg-
um löndum og hér er það Gisli
Jónsson & Co. sem annast
söluna.
Kostir tjaldvagnsins eru fleiri
en svo að talið verði upp í
fljótu bragði. En hér verða
nokkrir taldir upp.
Vagninn er byggóur á stálgrínd og
undirvagn er mjög stcrkur með þver-
fjöðrun/dempurum. Stór 13" dekk.
Smá eldhús með eldahellu, gaskút,
þrýstijafnara og fleiru er I afturenda
vagnsins.
Fortjald — borð og sæti — svefnpláss
fyrir 5—7 manns;
Mikið geymslurými — má hlaða allt
að 140 kg.
Vagninn liggur sérstaklega vel á vegi
— léttur en sterkur. Uppsetning mjög
fljótleg.
„Það tekur bara 72 sekúndur að gera
vagninn tilbúinn fyrir nóttina ef tveir
eru um það og beita réttum handtök-
um” segir í grein 1 „Jyllands-Posten”.
Vagninn má geyma á hliðinni yflr vet-
urinn með þvi að nota sérstök járn og
tekur hann þá mjög lítið pláss.
Eigin vigt tjaldvagnsins er 270 kg.
Lengdin er 2,27 metrar, breidd 1,50
metrar og hæðin cr 85 cm.
Með þennan vagn aftan í bilnum er
hægt að ferðast um hvaða vegi sem er
og velja sér gististaði hvar sem'er.
Eldunartækin eru aftast I vagninum og
ef fólk vill fá sér heitan kaflisopa er
ekkert auðveldara en að laga hann á
svipstundu án þess að reisa tjaldið
sjálft.
Gísli Jónsson & Co. hf.
Sundaborg, sími 86644.
, AUGLÝSING,
Af hverju eru salernin á Hlemmi ekki opnuð fýrr en klukkan 10 á morgnana? Það
er sjálfsögð þjónusta að opna þau um leið og biðstöðin sjálf er opnuð.
-DB-mynd Ragnar Th.
Opnið salemi
á Hlemmi fyrr
ámorgnana!
Strætisvagnafarþegi hringdi:
Ég kem oft við á Hlemmi og hélt
að þetta ætti að vera þjónustustöð
fyrir almenning. Yfirleitt ris stöðin
undir nafni, en einn leiður galli er þar
á. Salerrú eru ekki opnuð fyrr en eftir
kl. 10 á morgnana. Farþegar eru þó
farnir að streyma þarna um,strax upp
úrkl. 7.
Ég spurði konu á staðnum hverju
þetta sætti. Hún sagði að ef opnað
væri fyrr þá kæmu rónarnir sem
verið væri að sleppa útog yllu spjöll-
um.
Mér finnst þetta ekki ná nokkurri
átt. Ef rónarnir geta ekki verið til
friðs hljóta lögregluverðir að halda
uppi röð og reglu. Það er ekki viðun-
andi að beygja sig svona fyrir þessum
lýð.
Það er sjálfsögð þjónusta við
okkur farþegana að opna salernin á
Hlemmi um leið og stöðin sjálf
opnar.
Viðgengst klikuskapur i fnhomiuiu a ivenavikuniugvelli? Það vill bréfrítarí meina
og er ómyrkur i máli.
KLÍKUSKAPUR
í FRÍHÖFNINNI
3066—3853 skrifaði:
Hann kvaðst hafa verið að lesa
blaðagrein eftir Kristján Thorlacius,
formann BSRB, um svokallað fri-
hafnarmál og vilja gera athugasemd
við þau skrif.
í fyrsta lagi kveðst hann undrandi
yfir því að formaður stéttarsamtaka
skub leggja blessun sína yfir klíku-
skapinn í fríhöfninni. Hann ætti að
hafa annað þarfara að gera.
Bréfritari staðhæfir að ráðningar í
fríhöfnina fari ekki fram á eðlilegan
hátt. Þær fari fram í skútaskotum,
miðist við fjölskyldubönd og flokks-
hagsmuni. Þegar Guðmundur í. hafi
verið utanríkisráðherra hafi eingöngu
kratar verið ráðnir til starfa, og þegar
Einar Ágústsson var ráðherra hafi
framsóknarmenn setið einir að
þessum störfum.
Þá gagnrýnir hann að starfs-
mannafjöldi skub ætíð miðaður við
lágmark. Það sé gert til að næg yfir-
vinna fáist. Fólk sé stundum kallað
út á nóttunni til að afgreiða eina vél,
sem taki klukkustund, en fái fyrir
það greidda fjóra tíma og auk þess
næturvinnu daginn eftir.
Lausar stöður í fríhöfninni eru
ekki auglýstar, segir bréfritari. Dæmi
séu um að tveir til þrír ættliðir starfi á
staðnum.
Loks kveðst hann hafa heyrt frí-
hafnarmenn gorta af því að þeir þurfi
ekki á föstum mánaðarlaunum sinum
að halda. Svo mikið fái þeir greitt í
yfirvinnu og næturvinnu að önnur
laun þurfi þeir ekki.
Bréfritari spyr síðan hvort 40
stunda vinnuvika sé ekki baráttumál
BSRB og af hverju formaðurinn
styðji nú hátekjuhóp sem stefni í
þveröfuga átt. Hann lýsir loks yfir
stuðningi sínum við hinn nýja fjár-
málastjóra fríhafnarinnar, Þórð
Magnússon, og kveðst vona að
endurskipulagning hans á málum frí-
hafnarinnar leiði til þess að sukkið
þar líði undirlok.