Dagblaðið - 05.07.1979, Qupperneq 14
14
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. JÚLl 1979.
rc
Iþróttir
íþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Brian Little til Birming-
ham fyrir600.000
Brian Little.
Brian Little, cinn allra bezti leik-
maður Aston Villa, var í gærkvöld
seldur til nágrannaliðsins og erkifjend-
anna Birmingham City fyrir 600.000
sterlingspund. Sala hans kcmur mjög á
óvart, en hins ber að gæta að Birming-
ham hefur haft góð fjárráð cftir söluna
á Trevor Francis til Nottingham Forest.
Þar kom milljón í kassann. Það sem
mesta athygli vekur er sú staðreynd að
Little skuli ganga til liðs við
Birmingham sem er í 2. deild.
Aston Villa lét ekki þar við sitja í gær
og seldi einnig John Grcgory til Brigh-
ton fyrir 300.000 pund. Alan Mullery
er greinilega byrjaður að styrkja lið sitt
en eigendur Brighton segjast ieggja allt
í sölurnar ef það megi verða til þess að
félagið standi sig vel á sínu fyrsta
keppnistímabili i 1. deild i sögu félags-
ins. Gregory kom til Villa frá Peter-
borough fyrir smápening fyrir
nokkrum árum og sala hans kom álíka
mikið á óvart og sala Little.
Þá var gamla kempan John Hollins
scld í gær frá Queen’s Park Rangers til
Arsenal fyrir 75.000 pund og kemur
það jafnvel enn meira á óvart en hinar
sölurnar tvær til samans. Hollins er
orðinn 32 ára gamall og búinn að lifa
sitt fegursta skeið sem knattspyrnu-
maður. Hollins lék lengst af með..
Chelsea og varð t.d. bikarmeistari með
Chelsea 1970 og Evrópumeistari bikar-
hafa árið eftir með félaginu.
í gærkvöldi var einnig skýrt frá því
að framkvæmdastjóri Ipswich, Bobby
Robson, væri líkast til á förum til
spænska liðsins Atletico Bilbao, en
ekki var það staðfest. Ef af veröur er
það nokkuð óvænt því ekki er nema
rúmt ár síðan að Ipswich gerði 10 ára
samning við Robson i kjölfar bikar-
sigursins yfir Arsenal.
Annað mark KR-inga i uppsiglingu. Stefán Örn S
KR-in
3. deild
—blanda sér varla íbatc
Það voru áhyggjufullir forráðamenn KR '■
sem fylgdust með leik sinna manna gegn 3.
deildar liði Siglufjarðar í bikarkeppni KSÍ á
Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Þrátt fyrir
3-1 sigur KR höfðu þeir fulla ástæðu til að
vera áhyggjufullir því að á köflum var erfitt
að greina, hvort liðið er í hópi efstu liða 1.
deildar og hvort liðið er neðarlega í 3. deild.
Siglfirðingar komu verulega á óvart í
leiknum með góðri baráttu. Þrátt fyrir að
KR-ingar skoruðu strax á 9. minútu leiksins
gáfust þeir ekki upp heldur börðust vel leik-
inn á enda og það var ekki fyrr en á loka-
Létthjá
— spiluðu Fylki sundur c
Hinir ungu og frísku Blikar úr Kópavogin-
um áttu ekki í miklum vandræðum með að
tryggja sér þátttökurétt í næstu umferð
bikarkeppninnar, er þeir unnu Fylki næsta
auðveldlega 4-0 í fjörugum og oft bráðvel
lciknum leik á grasvellinum í Kópavogi.
Staðan í hálfleik var 2-0.
Blikarnir höfðu undirtökin allt frá fyrstu
mínútu og það var aðeins um miðbik fyrri
hálfleiksins að Fylkir náði að sýna eitthvað
að ráði. Sóknin var þó næsta bitlaus allan
tímann og varnarmenn Blikanna afstýrðu
hættunni venjulega löngu áður en til kasta
Sveins markvarðar kom.
Strax á 2. mínútu komst Sigurður Grétars-
son í gegn en skaut framhjá. Þar með var
tónninn gefinn og á 9. mínútu skoruðu Blik-
arnir fyrsta markið. Eftir hornspyrnu náði
Sigurður Grétarsson að gefa vel fyrir markið
þff sem nýliðinn Ólafur Björnsson skallaði í
markið af stuttu færi, en minnstu munaði að
varnármönnum Fylkis tækist að bjarga.
Eftir þetta mark kom eini dauði kafli leiks-
ins. Lítið var um færi og áhugaleysi ein-
kenndi bæði lið, einkum Blikana sem voru
næsta öruggir með sig. Fyrsta hættulega
sókn Fylkis kom á 27. mínútu en endahnút-
inn vantaði eins og endranær og ekkert varð
úr. Blikarnir náðu hins vegár af og til stór-
skemmtilegum sóknarlotum og úr einni slíkri
brenndi Ólafur Björnsson af í dauðafæri
eftir að Sigurður hafði hlaupið vöm Fylkis af
sér og gefið mjög vel fyrir markið.
Á 43. mínútu kom síðan annað markið.
Heiðar Breiðfjörð lék skemmtilega í gegnum
vörnina og einn varnarmanna Fylkis renndi
sér á knöttinn og greip með höndum —- víta-
spyrna. Úr vítinu skoraði Sigurður Grétars-
son af miklu öryggi. Kunnugir segja að