Dagblaðið - 05.07.1979, Síða 17

Dagblaðið - 05.07.1979, Síða 17
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 1979. 17 Selur f bala. Á efri myndinni er Kjammi i taugastriði við selkóp á hlaðinu. DB-myndir Dagbjartur Jónsson Veiða sel þrátt fyrir mótmælaraddir Sædýrasafniö Selaveiðar eru ekki ýkja algengar hér á landi enda mjög margir á móti því að selir séu drepnir, hvort sem um er að ræða hér eða annars staðar. Jafnvel frægustu kvikmyndaleikkonur láta sér annt um selinn og berjast af fullum krafti til að fá hann friðaðan. Bændur i Gaulverjabæ láta sér fátt um finnast aðgerðir leikkvennanna og annarra og veiða sinn sel þrátt fyrir há- værar mótmælaraddir. Þeir hafa þó ekki orðið fyrir aðkasti ennþá að minnsta kosti. Jón Sturluson, Jón Tómasson o£ Þormóður Sturluson á Fljótshólum í Gaulverjabæ hafa veitt sel undanfarin sumur í Þjórsá. Hafa þeir selt Sædýra- safninu selina sem aftur selur þá til fjarlægra landa. Nú á dögunum veiddu þeir nokkra seli í háf og komu þeim lifandi heim á bæjarhlað. Hundurinn á bænum, Kjammi, var nú ekkert sérlega hrifinn af þessum kynlegu gestum og snerist í kringum selina eins og meðfylgjandi ‘myndir sýna. - ELA Htibner heitur Dr. Robert Húbner, vestur- þýzki stórmeistarinn sterki, einn alsterkasti skákmaður heimsins um þessar mundir, hefur svarað boði SÍ og TR um þátttöku í næsta Reykjavikurskákmóti. Kveðst hann mjög gjarna vilja taka þátt í því, en vill þó sjá aðeins til fram yfir millisvæða- mótið, sem hann ávann sér rétt til þátttöku í í Luzern. Telur hann sig eiga nokkra möguleika á að komast í áskorendaeinvígin og ef þau rekast ekki á við mótið í Reykjavík þá er hann tilbúinn að koma. Hverfandi líkur verður að telja á því að áskorendaein.vígi heims- meistarakeppninnar hefjist fyrr en næsta vor, þar eð millisvæða- mótunum lýkur ekki fyrr en f októberlok. Þá er eftir að draga um hverjir tefla saman og útvega mótshaldara. Það ættu því að vera mjög miklar líkur á því að dr. Húbner sláist í hóp þeirra sterku skákmanna sem þegar hafa tilkynnt þátttöku en það eru stór- meistararnir Kortsnoj, Browne og Stean eins og DB hefur áður greint frá. - GAJ Hestur týndur í Mosfelts- sveit Einn af blaðberum okkar varð fyrir því óhappi að hestur hans hvarf frá Laxnesi í Mosfellssveit fyrir um tveimur vikum. Sást síðast til hans við Geitháls á laugardaginn. Hesturinn er rauður, glófextur, með hvíta stjörnu í enni og stórt L er merkt á vinstri síðu hans. Þeir sem gætu gefið einhverjar upplýsingar vinsamlega hringi i ölmu í síma 16967 eða Henning Clausen, 18836. Hljómgæði í sérflokki, tvöfaldur tónbreytir. Söpholt, 19 -Reykjav Ekta viður, hnota, palisander. 3ja ára ábyrgð á myndlampa, 1 á áöHuöðru. \>Ss? Gertfyrir flarlægðina 2 6 metrár. 100% einingarkerfi, - '. - -' Kah-kerfi. i tommur. pi high bright, sem er KYNNINGAR VERÐ 26" KR. 559.900.- Útborgun frú kr. 200þús. Eftirstöðvar á 6 mánuðum.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.