Dagblaðið - 05.07.1979, Síða 28

Dagblaðið - 05.07.1979, Síða 28
Þjóöviljinn heimtar af- sögn utanríkisráðherra —breyti hann ekki ákvðrðun um útivist varnarliðsmanna „Þess verður að krefjast af utan- ríkisráðherranum að hann dragi heimildir þessar þegar til baka, en víki ella úr ríkisstjórninni fyrir manni sem reiðubúinn er að viðurkenna stjórnarsáttmálann í verki,” segir í leiðara Þjóðviljans í morgun. Þar er verið að mótmæla hinum nýju regl- um utanríkisráðherra um útivist varnarliðsmanna. Morgunblaðið tekur einnig afstöðu gegn ákvörðun utanríkisráðherra í leiðara í morgun. Telur blaðið hana ranga og segir að þau rök sem ráð- herrann hafi borið fram séu ekki haldbær. Morgunblaðið segir að ákvörðunin geti aukið á vandann i samskiptum íslendinga og varnarliðs- ins og valdið leiðindum, óþægindum ogúlfúð. -GM. Útívisthermanna: ir „Vissulega getur til þess komið,” sagði Einar Ágútsson, formaður utanrikismálanefndar, í viötali við DB í morgun þegar hann var spurður hvort nefndin kynni að álykta gegn Benedikt Gröndal utanrikisráðherra í deiiunni um útivistarleyfi hermanna. Margir nefndarmenn vilja fá fund í nefndinni til að taka ákvörðun Benedikts fyrir. Pitiar Acf ha fiáA ílA nefndarmenn vildu koma saman og taka máliö fyrir. ,,Min afstaða er Ijós,” sagði Einar. ,,Ég er mótfaliinn þessari ákvörðun, en ég get ekki gagnrýnt utanrikisráðherra fyrir að bera hana ekki undir nefndina. Þegar ég var utanríkisráðherra neitaði ég beiðnum um aukin útivistarleyfi án þess að bera undir utanrikismála- nefnd.” -HH. Borgarfulltrúarnir Sjöfn Sigurbjörnsdóttir (t.h.) og Guórún Helgadóttir hafa oft eldað grátt silfur um Kjarvalsstaði. Myndustarmenn hafa ekki heldur verið á eitt sáttir um húsið. Allir voru þó I góðu skapi I gær þegar sumardagskráin var kynnt DB-mynd: Bjarnleifur. Sumar á Kjarvalsstöðum: 35 USTAMENN SYNA VERK SIN Sumar á Kjarvalsstöðum nefnist sýn- ing sem opnuð verður á Kjarvalsstöð- um um næstu helgi. Þrír hópar lista- fólks sýna verk sín og er það nýbreytni hér á landi að svo margir hópar sýni í einu. Það er Septem-hópurinn, Gallerí Langbrók og Myndhöggvarafélagið sem sýna og verður sýningin opnuð í tvennu lagi. Septem '79 og Gallerí Langbrók laugardaginn 7. júlí kl. 14 og Myndhöggvarafélagið, gjömingur laugardaginn 21. júlí kl. 14. Ennfremur verða sýnd verk eftir Jóhannes S. Kjarval sem eru í eigu Reykjavíkurborgar. Sýningin er ætluð til að kynna íslenzka list fyrir ferða- mönnum og til ánægju og fróðleiks fyrir bæjarbúa, og verður hún opin fram yfir miðjan ágúst. -ELA STAÐAN HNIFJÖFN ágreiningur vegna leggsins milli Haf nar og Neskaupstaðar Keppni þeirra Signýjar 08 og Ingu 06 er hnífjöfn. Á síðasta viðkomu- stað í morgun, Raufarhöfn, voru bát- arnir jafnir, með 34 stig, en Inga lagði fyrr af stað til Akureyrar. Á leiðinni til Vestmannaeyja fékk Inga 10 stig, Signý 7 og Lára 5. Til Hafnar fékk Inga 7 stig og Signý 10. Til Nes- kaupstaðar fékk Inga 7 og Signý 10 og til Raufarhafnar fékk Inga 10 en Signý 7. Rétt er því að geta þess að ágrein- ingur er um legginn frá Höfn til Nes- kaupstaðar. Keppendur á Ingu segja að þeir á Signýju hafi beðið þá að bíða eftir sér í hálftíma vegna bilana. Síðan munaði aðeins 5 mínútum á bátunum, er þeir komu til Neskaup- staðar, en Signý var á undan. Kepp- endur á Signýju segjast oft.á leiðinni hafa beðið eftir Ingu. Dómnefnd mun skera úr þessu ágreiningsátriði þegar komið verður til Akureyrar og kann sá úrskurður að breyta stöðunni eitthvað. -JH í höfn á Norðfirði. Þar voru kepp- endurnir ekki á eitt sáttir með frammistöðu hvor annars á leiðinni frá Höfn. Það setti hörku í málið og einvígið var hafið. Ólafur Skagvik og Bjarni Sveinsson um borð i Ingu, Ásgeir Ásgeirsson fylgist með. DB-mynd Ragnar Th. frjálst, úháð dagbiað FIMMTUDAGUR 5. JÚLl 1979. 50 manna hópur leit- ar bangsa „Ég verð með öruggt skotvopn í farangri mínum þegar lagt verður í leiðangur Útivistar um Hornstrandir á .föstudaginn,” sagði Jón I. Bjarnason fararstjóri. „Við munum að sjálfsögðu leita bjarndýra, ef þau er > þarna að finna og skotvopnið verður ekki notað nema í nauðvörn.” Það verða um 50 Útivistarfélagar í þessari 9 daga sumarleyfisferð um Hornstrandir. Gengið verður um víkur og voga, yfir fjöll, heiðar og firnindi. Hefur ekki áður farið stærri hópur frá Útivist í Hornstrandaferð. __________________-ASt. Kratarvilja minnka bensínskatta Alþýðuflokksmenn hafa lagt til, að ríkið taki ekki jafnhátt hlutfall og áður af bensínverðinu í skatta og gjöld, nú þegar verðið hækkar næst. Ekki var vitað í morgun, hvernig viðtökur tillagan fengi, enda reyndust ráðherrarnir Svavar Gestsson og Hjörleifur Guttormsson báðir úti á landi, en þeir fjalla sem kunnugt er um viðskipta- og orkumálin. Mikil bensín- hækkun er væntanleg, en ríkisstjórnin mun leitast við að halda olíuverði óbreyttu til húshitunar og fiskiskipa. -HH. EM íbridge: íslendingar unnu Norðmenn íslendingar unnu Norðmenn í 5. um- ferð EM i bridge með 12—8 en töpuðu fyrir Pólverjum í gær með 3—17. Pól- verjar eru nú í 2. sæti með 89 stig næstir á eftir Frökkum sem töpuðu nú loks leik, gegn ísrael, 9—11. ítalir eru nú komnir í 3. sæti með 82 stig, írar eru í 4. sæti með 80 stig, Svíar í 5. sæti með 76 stig. íslenzka sveitin er nú í 8.—9. sæti með 64 stig en þátttökuþjóðirnar eru 21. í dag spila íslendingar gegn Hollendingum og Þjóðverjum. -GAJ- Haukur ennefstur Þegar aðeins einni umferð er ólokið á World Open skákmótinu í Bandaríkj- unum er Haukur Angantýsson enn i efsta sæti, hefur hlotið 7,5 vinninga að loknum 9 umferðum. Jafnir honum að vinningum eru þrír stórmeistarar, Miles, Georghiu og Bisuquir. Haukur vann Bandaríkjmanninn Peltz í 8. um- ferð og gerði jafntefli við brezka stór- meistarann Miles í 9. umferð. Margeir Pétursson fylgir efstu mönnum fast eftir með 7 vinninga. Sævar Bjarnason 'hefur hlotið 5,5. -GAJ-

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.