Dagblaðið - 19.07.1979, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 19.07.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ1979. 5 Hoppað um borð í norskan hvalfangara í Grindavíkurhöf n: TEKUR STEFNU A GRÆNLAND EFTIR BOÐIFRÁ GERVUMETTI —sjónvarpsaugu „skippersins” hvfla á áhöf ninni alls staðar—nema á náðhúsum „Við höfum verið á hrefnuveiðum í Barentshafinu og stefnum nú á Græn- land. Þar verðum við næstu vikur og veiðum hrefnu. Leyfilegt er að veiða 120 hvali við Grænland í sumar og mér skilst að um þá bítist 12 bátar," sagði Steinar Bastesen, ljúfmannlegur „skipper” á norska hvalafangaranum Bastesen. Við fórum um borð í bátinn í Grindavíkurhöfn til að spjalla um stund við áhöfnina á þriðjudagskvöld- ið. Skömmu áður hafði norski dallur- inn setið fastur á grynningum í hafnar- mynninu, en „nojurunum” tókst að losa skip sitt og koma til hafnar. Baste- sen skipper þakkað það skrúfukerfinu á nafna sínum bátnum, en báturinn mun búinn voldugum skrúfum i bak og fyrir Skipstjórinn var þvi býsna gleiður yfir því hve farkosturinn stóð sig vel og eftir að hafa keypt 10 tonn af olíu — á þrefalt hærra verði en markaðsverð er í Noregi — og fengið uppgefið hjá kafara að botn bátsins væri óskemmdur eftir strandið, þá dró hann fram koníakstár og norskt kostaöl og skálaði fyrir öllu saman við gesti sina. Steinar Bastesen fékk bát sinn af- hentan fyrir aðeins 2 mánuðum og leyndi ekki stolti sínu með gripinn. Enda virtist leikmanni í sjómennsku Bastesen báturinn vera býsna merkilegt fley. Hann er 231 tonn að stærð og er Nafnabrengl íbflafrétt í DB var á dögunum sagt frá virðu- legri Dodge-bifreið á Akureyri sem nú er 31 árs að aldri. Varð okkur á að segja eigandann heita Gunnar Aust- mann. Hið rétta nafn hans er Gunnar Austfjörð og er hann og aðrir beðnir að virða villuna til betri vegar. Þeir voru ekkert sérlega ánœgjulegir á svip, strákarnir á Hnífsdal, sem blaöamaður hitti á dögunum, enda veiddist lítið á stöngina. DB-mynd JH búinn til veiða á línu, netum og trolli. Auk þess er öll aðstaða fyrir hrefnu- veiðar og þeir félagar skera, pakka og frysta hrefnurnar um borð. „Skipperinn” rölti með DB-mönn- um um bátinn og sýndi helztu tækni- undur sem fyrirfinnast um borð. Er þar fyrst að nefna merkilega tölvu sem tekur við skeytum frá sveimandi gervi- tunglum á braut um jörðu og út frá upplýsingum gefur tölvan upp staðar- ákvörðun, stefnu og ósköpin öll af alls konar fróðleik sem landkrabbi hættir sér ekki út í að skýra. í brúnni sáum við sjónvarpstæki og reyndist það tengt upptökuvélum niðri í vélarrúmi, í vinnslusal, á dekki og víðar. Steinar „skipper” hrærði í tökkum og við gátum séð um allt skip á skerminum. Erfitt getur reynzt fyrir hásetana að v» Lagt i’ann á Grænlandsmið. Grunnskólinn íGrundarfirði: Ahöfnin á Bastesen f brúnni. Steinar „skipper” svarfdælskur bóndi,” hljóðaði umsögn Arna Páls. Bastesen f miðið: „Eins og taka lífinu rólega á vöktunum, því sjónvarpsaugu „skippersins” hvíla á þeim á flestum stöðum. Ekkert benti þó til þess að menn þyrftu að óttast sjónvarpsupptöku á náðhúsum um borð i Bastesen. En það er líka nánast eini staðurinn. Að lokum fórum við niður í vélar- rúm. Þar sýndi Steinar merkilega vél Stef nt að því að skólinn verði nothæf ur f haust Unnið er af fullum krafti við lagfær- ingu skólahússins nýja i Grundarfirði en eins og kunnugt er af fréttum skemmdist skólinn mjög í bruna í vor. Stefnt er að því að kennsla geti hafizt í skólanum í haust. Guðmundur Os- valdsson, sveitarstjóri í Grundarfirði, sagði í samtali við Dagblaðið, að ekki Miklar skemmdir urðu á þaki skólans' eins og mvndin sýnir. DB-myndir Arni Páll væri vist, að kennslan gæti hafizt 1. september eins og hafði staðið til en skólastjóranum er frjálst að byrja ekki fyrr en 1. október. Kennsluhúsnæðið, alls um 1000 m’ skemmdist verulega af völdum sóts. Ekki sízt varð bókasafnið mjög illa úti en þar skemmdust um 1500 bókatitlar. Safnið var illa tryggt og fengust ekki nema um 1300 þúsund í bætur fyrir bækurnar. Þá fengust rúmar 30 millj- ónir fyrir fasteignaskemmdir og alls greiddu tryggingarnar 38,5 milljónir vegna brunans. Guðmundur sagði að kennsla yrði undir öllum kringumstæðum hafin í skólanum í haust jafnvel þótt við- gerðum yrði ekki að fullu lokið. Ekkert íþróttahús er í Grundarfirði og sagði Guðmundur, að það væri eini þéttbýliskjarninn á Vesturlandi sem þannig væri ástatt um. Nú hefði hins vegar fengizt 300 þúsund króna fjár- veiting og sagði Guðmundur að þing- menn kjördæmisins hefðu orðið að berjast- fyrir þeirri upphæð með oddi og egg. - GAJ sem vinnur ferskvatn úr sjó. Að því búnu hoppuðum við í land, en Bastesen stýrði nafna sínunt út úr Grindavíkur- höfn og álei is til Grænlands. Þar mega hrefnui fara að biðja fyrir sér hvað úr hverju. -ARH Fiskumbúðir skemmdust afvöldum reyks Laust eftir miðnætti a sunnu- dagskvöld var slökk viliðið í Grundarfirði kallað að Fisk- vinnslustöðinni Sæfangi. Talið var að eldur hefði kviknað í stöð- inni þar sem talsverðan reyk lagði frá henni. Við athugun kom í ljós áð reykurinn stafaði frá blásara í frystiklefa stöðvarinnar. Gekk greiðlega að komast fyrir upptök reyksins. Einhverjar skemmdir urðu á fiskumbúðum. - GAJ / BC, Grundarf. Tilkynning frá Nýja hjúkrunarskólanum Nám í félagshjúkrun hefst 7. jan. 1980. Upplýsingar veittar í skólanum. Um- sóknareyðublöð liggja frammi frá 1. til 7. sept. 79. Framkvæmdastjóri Staða framkvæmdastjóra við Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri er laus til umsóknar. Umsóknir, er greini aldur, menntun og fyrri störf, berist til stjórnar Fjórðungssjúkrahússins fyrir 10. ágúst nk. Staðan verður veitt frá 1, okt. nk. eða eftir sam- komulagi. Umsækjendur skulu hafa menntun í viðskipta- fræði, stjórnun eða hliðstæðum greinum. Laun samkv. kjarasamningi starfsmanna Akur- eyrarbæjar. Allar nánari upplýsingar veitir stjórnarformaður Stefán Stefánsson, bæjarverkfræðingur, sími 96—21000. StjórnF.S.A. SUMAR STRIGA SANDALAR VERÐ AÐEINS KR. 7.950.-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.