Dagblaðið - 26.07.1979, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 26.07.1979, Blaðsíða 1
5. ARG. - FIMMTUDAGUR 26. JULI1979 — 168. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÍJLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI1 l.-AÐALSÍMI 27022. SkattarniríReykjavík 1 _____________— sjábls.8—9 J — en hugsanlega á morgun „Dagurinn I dag er nú heldur skýjaður, ” sagði Guðmundur Hafsteinsson veður- frœðingur í samtali við DB i morgun. Sólin kemurþó aftur, hugsanlega um helg- ina, sagði Guðmundur, en vildi þó ekki lofa neinu. Dagurinn I dag er þvl á- kjósanlegur til þess aöjafna sig eftir sólbrunann. -ELAJDB-mynd Bjarnleifúr. ENGIN SÓL í DAG Stoftmtlmst^spm^s^tveðim^ SPA RISJODUR- INN VERDUR STRAXm SVIFAMIKILL t „Ef vel tekst til verður þessi spari- sjóðsstofnun liður í þeirri baráttu, sem háð er gegn margvíslegum félagslegum vandamálum, samhliða því að vera traust fjármálastofnun,” sagði Albert Guðmundsson alþingismaður í viðtali við DB um fyrirhugaða stofnun spari- sjóðs, sem nú hefur verið ákveðin. Hann sagði að áherzla yrði lögð á að veita margvíslega persónulega fjár- málaráðgjöf. Ekki sízt á þetta við um þá mörgu, sem ekki átta sig í vaxandi frumskógi hvers konar fjármála og við- skipta. „Það má segja að með þessu framtaki sé verið að fjárfesta í fegurra mann- lífi,” sagði Hilmar Helgason, for- maður SÁÁ í viðtali við DB. „Við höf- um séð í þeirri baráttu, sem háð er við alkóhólismann, að samtakamáturinn lyftir grettistökum.” „Við treystum á samtakamátt fjöld- ans og velvilja hans. Það er í okkar samfélagi talsverður hópur manna sem hafa misst áttir i flóknu efnahags- og fjármálakerfi, þar á meðal gamalt fólk eða heilsulítið,” sagði Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verka- mannasambandsins, í viðtali við DB. „Þetta fólk sem og aðrir eiga í þess- um nýja sparisjóði aðgang að trúnaði sérfróðra manna og persónulegri ráð- gjöf. Þetta verður strax sterkt fyrirtæki til heilla fyrir fjöldann,” sagði Guð- mundur. Áformin um stofnun sparisjóðs eru ofan og utan við pólitík. Auk þeirra sem að ofan eru nefndir, má nefna í undirbúningsnefndinni fólk eins og al- þingismennina „Jóhönnu Sigurðardótt- ur, Svövu Jakobsdóttur, Árna Gunnarsson. Ennfremur Guðmund G. Þórarinsson og Pétur Sigurðsson fyrrv. alþingismann. Fyrir væntanlega stofnfélaga munu liggja frammi listar i öllum hverfum borgarinnar og þegar er sýnt að fjöldi fólks úr öllum stéttum mun taka þátt í stofnun hins nýja sparisjóðs. - BS Setlögin fyrir NA-landi: „Staöfest- ingáþví sem Rússar bentuá” — segirJúlfusSölnes „Þetta kemur alls ekki á óvart. Þetta er aðeins staðfesting á því sem Rússarnir bentu á,” sagði Júlíus Sólnes verkfræðingur er Dagblaðið innti hann álits á fréttum af óvenjustórum set- lögum fyrir norðan land þar sem hugsanlegt væri að olía fyndist. Kvaðst Júlíus mest undrandi á að þetta væri sett fram eins og um éinhver ný sannindi væri að ræða. „Þessar rússnesku mælingar .voruáárunum 1973—74 að þvier mig minnir. Það gekk heldur illa að fá upplýsingar frá þeim en að lokum kom mjög ófullkomin skýrsla, sem benti á þetta sama, þ.e. að þarna fyrir Norðaustur- landi væru setlög sem gæfu til kynna kolvetni,” sagði Július. „Þetta er nákvæmlega það sama og Rússarnir bentu á og enginn veit meir. Það verður að biða eftir frekari rannsóknum,” sagði Július og tók fram að hann hefði ekki fyigzt með þessum mælingum. Orkustofnun hefði verið falið að fylgjast með þeim fyrir íslands hönd og aðrir kæmu þar ekki nærri. Kvaðst Júlíus alveg sáttur við þá tilhögun. -GAJ- Svipti vindur orsök Flugmaður og farþegar vélarinnar sem brotlenti á Hveravöllum við komuna til Reykjavíkur I gær. DB-mynd Arni Páll. brotlendingarinnar _________ — sjábls.5 Þrátt fyrir að Asgeir Sigurvinsson léki í fyirsta sinn með ÍBV siðan hann gerðist atvinnumaður var enginn vafi á að það var Pétur Pétursson, sem var maður dagsins þegar Feyenoord vann Eyja- menn, 4—0 í einmuna- blíðu á grasvellinum við Hástein í gærkvöld. Mesti áhorfendafjöldi á kapp- leik í Eyjum, rúmlega 1500 manns, varð vitni að stórkostlegum leik Péturs þar sem hann var allt í öllu hjá liði sínu. Nokkr- um sekúndum eftir að Bjarnleifur smellti þessari mynd af lá knötturinn í netinu hjá Eyjamönnum. — Sjá íþróttaslður.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.