Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 26.07.1979, Qupperneq 5

Dagblaðið - 26.07.1979, Qupperneq 5
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ1979. 5 Brotlendingin á Hveravöllum í gær: SviptMndur grandaöivéfínni > — er líklegast ónýt eftir Eftir því sem næst verður komizt mun sterkur sviptivindur aftan- og ofaná flugvélina skömmu eftir flugtak af Hveravallaflugvelli, hafa orðið til þess að 4 sæta vélin TF-ROM brotlenti með fjórum mönnum í gærmorgun. Björgunarþyrla af Keflavíkurflug- velli sótti mennina fjóra, sem í vélinni voru og sluppu ómeiddir nema einn, sem skarst eitthvað. Flugmaðurinn var íslenzkur og þrautreyndur á vélina, en farþegarnir erlendir. Vélin er jafnve! talin ónýt eftir. Hún er metin á um 16 milljónir og er rétti- lega vátryggð. Starfsmenn loftferða- eftirlitsins héldu landleiðis til Hvera- valla í gær til að kanna vettvang. -GS. Flugmaðurinn, Björn Rúriksson, þakkar bandarískum flugliða fyrir hjálpina við komuna til Reykjavikur í gær. DB-mynd: Árni Páll. ► Einn farþeganna skarst í brotlending- unni og var fiuttur á sjúkrabörum á sjúkrahús, þar sem hann átti skamma viðdvöl. DB-mynd: Árni Páll. r r HREFNUHASAR AISAFIRDI — réttur settur út af href nukjöti í norskum báti „Við og aðrir norskir sjómenn höfum alltaf fengið hjartanlegar mót- tökur í íslenzkum höfnum, en ,,mót- tökurnar” á ísafirði eru miklu verri en ég hugsaði að gæti gerzt,” sagði stýri- maður á norska hvalfangaranum Toft- buen i samtali við DB í gærmorgun. Norðmennirnir voru á leið til hrefnu- veiða á Grænlandsmiðum og komu inn til ísafjarðar að taka olíu og ís, en einnig tii að fá gert við bilun um borð. Á dekki bátsins var hrefnukjöt undir plasti. Einhverjum ísfirðingum datt í hug að hrefnan hefði verið veidd i íslenzkri landhelgi og kærðu norsku sjóarana til bæjarfógetaembættisins. „Skipstjórinn var færður til yfirheyrslu hjá fógeta í fyrrinótt og við fjórir saman teknir af lögreglu og yfir- heyrðir,” sagði Ragnar stýrimaður og var auðheyrilega allt annað en ánægður með viðskipti sín við laganna verði á ísafirði. „Við fengum alvana hrefnuveiðimenn til að skoða kjötið og þeir báru fyrir rétti að útilokað væri að það væri meira en 20 klukkustunda gamalt,” sagði Guðmundur Sigurjónsson, full- trúi bæjarfógeta á ísafirði. „Norski skipstjórinn stóð hins vegar fastur á því að þeir hefði veitt hvalinn fyrir þremur sólarhringum milli Islands og Noregs. Framburður hinna úr áhöfninni kom heim og saman við má! skipstjórans. Ég ákvað í samráði við vararíkissak- sóknara að fella málið niður og því er þar með lokið,” sagði Guðmundur. „Það er blóðugt að fá á sig vitlausar ákærur á borð við þessa, á sama tíma og íslendingar sjálfir brjóta alþjóðleg lög um hvalveiðar,” sagði norski stýri- maðurinn. „Það er algerlega bannað að koma með hrefnur í heilu lagi í land og skera þær þar. Lög mæla fyrir um að hvalirnir skuli skornir um borð.” -ARH Hrefnuskurður á bryggjunni á Ölafsfirði i júní sl. Þar voru sjómenn af Nirði frá Akur- eyri að gera að afla sinum. Norskur hrefnuveiðimaður hélt þvi fram við DB, að lögum samkvæmt eigi að skera hrefnurnar um borð. DB-mynd: Árni Páil. Ökuleikniskeppni BFÖ og DB Næst keppt íKefla- víkogáSelfossi Það verða Keflvíkingar og Selfyss- ingar sem næst reyna sig í ökuleiknis- keppni BFÖ og Dagblaðsins.Keppnin i Kefiavík fer fram á laugardaginn og er umsjónarmaður með henni þar Gottskálk Ólafsson í síma 92-2664. Á Selfossi verður keppt á sunnu- daginn við Barnaskólann. Umsjónar- maður þar er Smári Guðmundsson í síma 99-1598. Þeir sem hug hafa á þátttöku á þessum stöðum eru beðnir að til- kynna þátttökuna til ofangreindra manna. Keppnin er opin öllum, ekki aðeins heimamönnum á stöðunum. Sigurvegarar eða þeir tveir sem eru á aldrinum 18—25 ára og bezt gengur öðlast rétt til úrslitakeppninnar í haust um það hverjir tveir hljóti Lundúnaferð og keppnisrétt fyrir íslands hönd í ökuleikni á alþjóðlegri keppni í Englandi. Það er því að miklu að keppa auk þess sem ökuleiknisþrautirnar eru skemmtilegt viðfangsefni fyrir góða ökumenn. -ASt. V Teg.853. Utur Ljösbrúnt leður Lrtur Ljösbrúnt leflur Stœrflir 37-41 > Áflur kr. 11.470. Núkr. 7.500.- Tog.858 Áflurkr. 11.270. Nú kr. 5.995.- Stœrflir: 38-41 Áflurkr. 11.470. Núkr. 7.600.- Stærflir: 36-41 Áflur kr. 9.995.- Nú kr. 5.995.- ,Teg. 857. Utir Natur leflur efla beige nubuk leflur Stærðir 36-41 flur kr. 11.470.- Núkr. 7.500.- Teg. 856. Litin Gulbrúnt leflur efla beige nubuk leflur mzöZíéiéSk- Stœrflin 36-41 Mk ' Áflurkr. 11.470. Núkr. 7.500.- Teg. 75201. Litir: Brúnt demin efla beige demin. Teg. 75309 Litin Beige domin efla biátt demin. Súciúir: 36—41. Stærflin 36-41 Áflurkr. 7.980.- Nú kr. 4.995. Áflurkr. 7.980. Núkr. 4.995.- Teg. 63/414 .'Litin Brúnt nubuk leflur efla öNfugrænt nubuk leflur. Áflurkr. 17.885.- Núkr. 7.885,- Teg.360 Utur Natur laflur. Stærðir 40 og 41. Aflurkr. 13.770.- Núkr. 6.995.- KJARAKAUP — MIKIL VERDLÆKKUN L: Skóverzlun Þórðar Péturssonar Kirkjustræti 8 v/Austurvöll Sími 14181 — Póstsendum

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.