Dagblaðið - 26.07.1979, Qupperneq 10
10
Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjótfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson.
RHstjómarfulltrúi: fjáukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjóman Jóhannes Reykdal. Fréttastjóri: Ómar
Valdimarsson.
íþróttin Hallur Siriionarson. Menning: Aðalsteinn Ingóffsson. Áflstoðarfróttastjóri: Jónas Haraldsson.
Handrit: Ásgrimur Pélsson.
Btaflamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Atli Steinarsson, Bragi Sigufðason, Dóra Stefénsdótt
ir, Gissur Sigurflsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Ólafur Geirsson, Sigurður Sverrisson.
Hönnun: Gufljón H. Pélsson. Hilmar Karisson.
Ljósmyndir Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamle'rfsson, Hörflur Vilhjálmsson, Ragnar Th.
Sigurflsson, Sveinn Pormóflsson.
Skrifstofustjóri: ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þráinn ÞorieHsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Drerfing-
arstjóri: Már E.M. Halldórsson.
Ritstjóm Slðumúla 12. Afgreiflsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrrfstofur Þverholti 11.
Aflalsími blaðsins er 27022 (10 inur).
Ólafur hvili sig utan stóls
Veruleg breyting varð á starfsháttum
forsætisráðherra um síðustu páska. Þá
hætti hann að stjórna ríkisstjórninni
með harðri hendi og tók í þess stað að
stjórna henni alls ekki neitt. Við þennan
skort á verkstjórn býr ríkisstjórnin enn.
Fram eftir vetri stjórnaði Ólafur Jó-
hannesson eins og hann hefði tögl og hagldir í ríkis-
stjórninni. Stundum hallaðist hann á sveif með
Alþýðubandalaginu og stundum með Alþýðuflokkn-
um. Hafði hann jafnan sigur í hverju máli.
Þá lét hann sér ekki bregða við að snúast gegn sjón-
armiðum flokksbræðra sinna í ríkisstjórn og á þingi.
Hann naut nægilegrar virðingar til að komast upp með
þetta. Talið var, að enginn flokksleiðtogi á landinu
væri jafnlítið umdeildur.
Hámarki náði þessi stjórnsemi, þegar Ólafur Jó-
hannesson kastaði burt efnahagstillögum, sem ráðherr-
ar allra stjórnarflokkanna höfðu barið saman með
ærnu erfiði. í staðinn flutti hann einn sitt Ólafsfrum-
varp og fékk það staðfest á alþingi. Þá varð vegur for-
sætisráðherra mestur.
Síðan hefur Ólafur Jóhannesson glutrað niður verk-
stjórn og frumkvæði. Sagt er, að hann sé ekki við góða
heilsu. Og óneitanlega var hann mjög þreytulegur að
s já síðustu daga alþingis í vor.
Engar staðfestingar hafa fengizt á þessu heilsuleysi,
enda eru slík mál talin til feimnismála hér á landi. í ná-
grannalöndunum er heilsufar landsfeðra hins vegar
verulegt áhyggjuefni á opinberum vettvangi, enda
mikið í húfi.
Fyrir flokksþing Framsóknarflokksins kvisaðist út,
að Ólafur væri að hugleiða, hvort hann skyldi hætta
formennsku í flokknum. Steingrímur Hermannsson
var eldfljótur að grípa boltann á lofti og sagðist vera í
kjöri, ef Ólafur hætti.
Með yfirlýsingu Steingríms rann frumkvæðið í
flokknum ósjálfrátt í hendur honum. Ekki er enn ljóst,
hvort Ólafur var í rauninni að hugsa um að hætta eða
hvort hann var að tefla innanflokksskák í von um
bænarskrár um framlengda formennsku. En Stein-
grímur skauzt á meðan í formannsstólinn.
Með frumkvæðinu í flokknum fór líka frumkvæðið
í ríkisstjórninni. í þeirri landsfrægu stofnun deila
menn í sumar jafnhart og í vetur. Ekki verður þar vart
handbragðs Ólafs frekar en hann væri ekki viðstaddur
á fundum ríkisstjórnarinnar, ef frá er skilin neitun
hans á að setja bráðabirgðalög um vísitöluþak.
Undanfarnar vikur hafa annir verið miklar í ríkis-
stjórninni vegna greiðsluhallans á ríkissjóði og verð-
hækkana á olíu. Deilurnar í ríkisstjórninni um þessi
mál hafa endurspeglazt í fjölmiðlum, svo að þjóðin
veit um ágreiningsefnin.
í vetur, sem leið, sat Ólafur Jóhannesson við enda
ráðherraborðsins og stýrði verkum, unz niðurstöður
fengust. Nú situr hann við enda borðsins án þess að
veita neina verkstjórn. Enda fást engar niðurstöður og
gatinu á ríkiskassanum hefur verið frestað til 1. sept-
ember.
Árstapið á ríkissjóði virðist ætla að verða 5—10
milljarðar. Fjármálaráðherra neitar réttilega að af-
henda peninga, sem ekki eru til, í hendur eyðslustofn-
ana, er farið hafa langt út fyrir mörk fjárlaga og eru
um það bil að verða gjaldþrota.
Á sama tíma eru ráðherrarnir sammála um það eitt,
að þeir geti ekki náð samkomulagi um lausn fyrr en í
ágústlok.
Við slíkar aðstæður duga feimnismálin ekki lengur.
Sé Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra ekki við góða
heilsu, á hann að vikja úr sæti, að minnsta kosti um
stundarsakir, og fá sér góða hvíld. Hitt væri skortur á
ábyrgð að sitja áfram í mesta valdastól þjóðarinnar án
þess að geta það.
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 1979.
Miklar veröhækk-
anir hjá Ung-
verjum og Tékkum
Nýlega tilkynnti hin opinbera tékk-
neska fréttastofa að bensín þar í
landi mundi hækka um 50%. Strax
einni klukkustund eftir að til-
kynningin var fyrst lesin var nýja
vcrðið gengið í gildi. Jafnhliða
bensínhækkuninni var tilkynnt um
jafnmikla hækkun á rafmagni, gasi,
oliu til húshitunar, kolum og koksi.
Þar með hafa allar tegundir eldsneyt-
is hækkað um 50% íTékkóslóvakiu.
Auk þessara hækkana hefur
verið ákveðið að póstburðargjöld og
öll þjónusta síma hækki verulega.
Auk þess á fatnaður á börn að
hækka. Ef litið er á tilkynningar
tékkneskra yfirvalda um verðhækk-
anir þá má segja að allar vörur og
þjónusta, sem haldið hefur verið
niðri í verði með niðurgreiðslum frá
ríkinu hækki verulega.
Embættismenn í Tékkóslóvakíu,
sem með verðlagsmál fara segja að
<ffh
sífellt hærra orkuverð og almenn
verðbólga hafi gjörsamlega kippt
fótunum undan niðurgreiðslupólitík
stjórnarinnar. Gildi þetta einkum um
almennar neyzluvörur og þjónustu.
Síðastliðinn laugardag tilkynnti
ungverska stjórnin um ráðagerðir
um mestu almennu verðhækkanir i
hinni þrjátíu og eins árs valdatíð
kommúnistastjórnar í Ungverjalandi.
Sagt er að verðhækkanir í Ungverja-
landi séu mun víðtækari en í ná-
grannaríkinu Tékkóslóvakiu.
Hækkanirnar séu aftur á móti ekki
eins miklar hlutfallslega.
Ráðamenn kommúnistaflokks
Ungverjalands segja að ástæðurnar
fyrir verðhækkunum séu versnandi
viðskiptakjör á alþjóðamörkuðum.
íslendingar
eiga Jan Mayen
Íslendingar eru lentir í átökum við
norskan imperialisma, heimsvelda-
stefnu. Norðmenn, sem ekkert eiga í
Jan Mayen skv. alþjóðalögum, eru
að reyna að beita íslendinga þeim sví-
virðilegu brögðum að fá þá til að
viðurkenna lögsögulegan rétt sinn til
Jan Mayen, óbyggðrar eyju á ís-
lenzka landgrunninu, með því að
hóta að öðrum kosti að hrifsa til sín
stóran hluta af íslenzka loðnustofnin-
um. Þetta eru andstyggileg hrekkja-
brögð, sem ekki eru viðhöfð vina í
millum, hvað þá frænda.
Saga norsks
imperialisma
Um leið og Norðmenn öðluðust
sjálfstæði frá Dönum fóru þeir ekki
eins og íslendingar að berjast harðri
baráttu til að öðlast yfirráð yfir sinni
landhelgi og sínu landgrunni. Nei,
þeir létu íslendingum eftir að berjast
einir í þeirri baráttu og hirtu svo fyrir
ekki neitt árangurinn af öllum land-
helgisstríðum íslendinga. Aldrei kom
fram stuðningsyfirlýsing af hálfu
norskra stjórnvalda við íslendinga,
meðan á þessum átökum stóð, ekki
einu sinni þegar brezka rikisstjórnin
sigaði margsinnis öðrum stærsta
flota NATO á íslendinga. Nei, Norð-
menn fóru til landvinninga um leið
og þeir sluppu undan Dönum. Þeir
helguðu sér Svalbarða, sem orsakaði
deilumál við fjölda þjóða, sem var
svo leyst með samningi sem heimilar
yfir 20 þjóðum að stofna til atvinnu-
rekstrar á Svalbarða réttindalega til
jafns við Norðmenn. Rússar eru með
kolanám á Svalbarða í dag skv. þess-
um samningi, en Bandaríkin gætu
einnig hafið þar atvinnurekstur hve-
nær sem er í krafti réttar síns skv.
samningum. Norðmenn ætluðu líka
að leggja undir sig austurströnd
Grænlands og stofnuðu þar til veiði-
mennsku um nokkurt skeið. Var þar
Kjallarinn
Pátur Guðiónsson
um ákveðinn atvinnurekstur að
ræða. Þeir lentu að sjálfsögðu í úti-
stöðum við Dani, sem töldu sig hafa
eignarrétt á allri eyjunni Grænlandi.
Málið lenti fyrir Alþjóðadómstólnum
í Haag, og hann staðfesti eignarrétt
Dana til alls Grænlands. Norðmenn
urðu því að hundskast burt með allt
sitt hafurtask frá Austur-Grænlandi.
En þeir hugsuðu sér sárabót. Jan
Mayen, óbyggð smáeyja á íslenzka
landgrunninu, skyldi þó í það
minnsta veröa norsk.
Þjóðréttarleg staða
Þjóðréttarlega spurningin er þessi:
Getur þjóð unnið sér lögsögulegan
rétt til óbyggðar smáeyjar á land-
grunni annars lands með því að stað-
setja þar nokkra menn um nokkurra
ára skeið við lestur á veðurathugana-
mæla? Fólk þarf ekki að vera lang-
skólagengið til þess að sjá í hendi
sinni hversu fráleitt slíkt væri. Þótt
Norðmenn hafi að einhverju leyti
byrjað að senda menn til Jan Mayen
um 1930 þá slitnaði sú vera sundur
frá 1940 til 1945 og byrjaði sú starf-
semi ekki aftur fyrr en einhvern tíma
að lokinni síðari heimsstyrjöldinni.
Svo Norðmenn geta bent á um 30 ára
veru. Ekki er að vita nema gervi-
tunglaveðurathuganatækni geri veru
veðurathuganamanna á Jan Mayen
óþarfa.
Stóri þátturinn í alþjóðalögum við-
víkjandi Jan Mayen eru samþykktir
hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóð-
anna, sem haldin var í Genf 1958,
sem öðluðust alþjóðlegt lagagildi
1963. En samkvæmt þessum lögum á
strandríkið allt landgrunn út í nýt-
ingarmörk og skipta hér 200 milur
ekki máli. Það skiptir heldur ekki
máli, hvort hluti þessa landgrunns
teygist upp fyrir yfirborð sjávar í
formi óbyggðrar smáeyjar, sem Jan
Mayen er á landgrunni Islands, land-
grunnið ailt er eign strandríkisins ÍS-
LANDS.
Olíufurstarnir
beiningamenn á
íslandsmiðum
Olíufurstarnir norsku eru bein-
ingamenn á íslandsmiðum. Síðan
1976 hafa íslendingar gefið Norð-
mönnum, skv. norskri beiðni, 5000
tonn af bolfiski á ári, þar af 1500
tonn af þorski. Nú er vitað mál, að
Þingið samþykkti lög, þar sem laiidgrunn íslands
er takmarkað við 200 milur, þegar fyrir liggur, að
landgrunnið nær langt út fyrir 200 mílur samkvæmt
alþjóðalögum!
Ql