Dagblaðið - 26.07.1979, Side 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ1979.
sem þarlend stjórnvöld geti engu
ráðið um. Brauð á að hækka þar um
50%, bifreiðar um 20% og bensin og
oliurum 30%.
Áætlanir um að brauð og aðrar
matvörur hækki í verði hafa legið í
loftinu um langt árabil i Ungverja-
landi. Brauð og brauðvörur hafa til
dæmis verið seldar á sama verði síðan
kommúnistar komust þar til valda
upp úr lokum síðari heimsstyrjaldar.
Hefur það verið framkvæmt með
niðurgreiðslum úr opinberum
sjóðum.
Hefur það meðal annars haft þær
afleiðingar oft á tíðum að ódýrara
hefur verið fyrir bændur að fóðra
svínin með brauði heldur en venju-
legu fóðri. Þrátt fyrir þetta og aðra
ókosd sem slíkar stórfelldar niður-
greiðslur hafa í för með sér þá hefur
þeim verið haldið áfram fram til
þessa. Niðurfelling þeirra hefur verið
talin svo pólitiskt hættuleg og vafa-
samt skref að enginn hefur fengizt til
aðstiga það.
Ungverjaland er vegna nær algjörs
skorts á ýmsum hráefnum dl
iðnaðarframleiðslu og orkuvinnslu,
sérlega viðkvæmt fyrir öllum verð-
breytingum á alþjóðamörkuðum.
Bæði Tékkóslóvakía og Ungverja-
land fá nær alla olíu sína og bensín
frá Sovétríkjunum vegna efnahags-
samvrnnunnar i Efnahagsbandalagi
Austur-Evrópuríkjanna COMEC-
ON. Þrátt fyrir það hefur olíuverð
þegar stigið innan bandalagsins og
búizt er við að svo verði áfram ef svo
fer sem allir hyggja, að oliuvörur
hækkiá alþjóðamörkuðum.
Fyrr á árum, þegar margir töldu”
stöðugt verðlag einn af þeim kostum
sem ríkisbúskapur eins og hann er
meira og minna rekinn í Sovétríkjun-
um og öðrum ríkjum í Austur-.
Evrópu, hefðu slíkar verðhækkanir
þótt stórtíðindum sæta.
öllum þeim sem kynnt hafa sér
málin og fylgzt með þróun þeirra er
þó löngu orðið Ijóst að það að taka
upp ríkissósíalisma að hætti Austur-
Evrópuríkja tryggir engan veginn
stöðugt verðlag. Þessi ríki eru háð
þróun alheimsverðlagsmála. Sum
Austur-Evrópuríki eru háðari henni
en önnur. Alveg eins og i vestrænum
ríkjum.
TR0TZKY0G
SÓSÍAUSMINN
Þann 20. þessa mánaðar birtíst í
Dagblaðinu grein eftir Ásgeir
Daníelsson undir fyrirsögninni „Það
sem frjálshyggjan og stalínisminn
eiga sameiginlegt.” Þótt margt sé
furðulegt í ritsmíð þessari, þá verður
hér aðeins tekið fyrir eitt atriði úr
henni, en það er að því er þar haldið'
jfram, að tilvitnun í byltingar-
foringjann Leon Trotzky í bók minni
„Frjálshyggja og alræðishyggja”,
bls. 87, sé í rauninni fölsuð, þvi að
orðum og efni sé þannig vikið við, að
slíkt gefi alranga mynd af því, sem
hann raunverulega sagði. Þar sem ég
tel þetta með öllu úr lausu lofti
gripið, tel ég rétt að fara hér um
þetta nokkrum orðum. Tilvitnunin í
bók minni hljóðar svo: ,,í ríki, þar
sem ríkið er eini atvinnuveitandinn,
leiðir stjórnarandstaða til hægs
'hungurdauða. Gamla reglan: ,,Sá
Isem ekki vinnur á ekki mat að fá,”
víkur fyrir reglunni: ,,Sá sem ekki
hlýðir fær ekki mat.” Heimild mín
fyrir þessu er sú, að þessi orð
Trotzkys eru notuð sem einkunnar-
orð eða mottó fyrir kafla í bók
iFriedrichs Hayek, „Leiðin til
ánauðar” (The road to serfdom).
Vitnar Hayek í blaðsiðutal og út-
komuár bókar Trotzkys „Byltingin
svikin”. Ég hefi ekki kannað þetta
nánar, því að ég hugsaði sem svo að
jafnvel ómerkilegur ritsnápur myndi
ekki áræða, svo fremi hann væri heill
á geðsmunum, að vitna í ákveðna
blaðsíðu bókar, sem allir hefðu
aðgang að, en segja svo allt annað en
í tílvitnuninni stæði, hvað þá þegar
heimskunnur vísindamaður á í hlut.
Hin fyllri tilvitnun Ásgeirs í texta
Trotzkys (að visu eftir sænski
þýðingu) staðfestír að minum dómi
fullkomlega, að mat mitt á þessu var
rétt. En þýðing Ásgeirs á lengri til-
vitnun í Trotzky hljóðar svo: „Þeir
sem voru virkastir voru teknir hönd-
um og kastað í fangelsi eða fanga-
búðir. Hvað afganginn snertí, þá ráð-
lagði Stalín í Pravda yfirvöldum í
hverju héraði að útvega þeim ekki
vinnu. í landi þar sem ríkið er eini
atvinnurekandinn þýðir þetta hæg-
fara hungurdauða. Það er búið að
skipta á gömlu reglunni: „Sá sem
ekki vinnur á ekki mat að fá,” og
nýrri reglu: „Sá sem ekki hlýðir, fær
eicki mat.”
Skammirnar um Stalín eru óvið-
komandi efni jjess kafla, sem Hayek
velur þessi orð Trotzkys sem
einkunnarorð fyrir og því óviðeig-
andi að hafa þær með. Það, sem á
eftir fer, er því umorðun með tilliti
til þess, en án þess að um neina efnis-
breytingu sé að ræða. Að „stjórnar-
andstaða” kemur í staðinn fyrir
„þetta” er engin efnisbreýtíng, þvi
auðvitað er Trotzky hér að átelja
meðferð Stalíns á andstæðingum sín-
um.
Nú segir Ásgeir að vísu sennilega
svo: „Þetta er bæði rangt og villandi
hjá prófessornum. Ummæli Trotzkys
eru aðeins átölur á framkvæmd
sósíalismans i Sovétríkjunum á
valdatíma Stalíns. Ólafur, Hayek &
co. draga hins vegar fjöður yfir þetta,
en heimfæra þessi ummæli á
sósíalismann almennt. Þetta er það,
sem ég kalla fölsun.”
En hér er að mínum dómi misst
sjónar á því, sem ég tel kjarna þessa
máls. Trotzky er hér að lýsa um-
komuleysi einstaklingsins gagnvart
rikisvaldinu í landi, þar sem rikið er
eini atvinnurekandinn. Hann byggir
þetta að vísu á reynslunni í Sovét-
ríkjunum á valdatima Stalíns. En
auðvitaö á það sama við alls staðar,
þar sem því skilyrði er fullnægt, að
ríkið er eini atvinnurekandinn.
Annað væri rökleysa, sem sízt er á-
stæða til að skrifa á reikning svo
skarpgáfaðs manns sem Trotzky var.
Af þessu dró Trotzky þá röicréttu
ályktun, að í slíku þjóðfélagi gilti sú
regla, að sá sem ekki hlýddi fengi
ekki mat.
Annað mál er svo hitt, hvort jafn-
aðarmerki beri að setja milli lands,
þar sem ríkið er eini atvinnurek-
andinn, og sósíalisma. Það er allt háð
þvi, hvaða skilningur er lagður í’
orðið sósíalismi. Ef Júgóslavía er til
^mmmm
Kjallarinn
Ólafur Bjömsson
dæmis talin sósiaiiskt rfki, þá gildi
þetta ekki. Þó að þar í landi sé vissu-
lega einræði á stjórnmálasviðinu, þá
er ríkið engan veginn alrátt á efna-
hagssviðinu. Þar á sér stað veruleg
valddreifing.
Sama átti í raun við í Sovétríkjun-
um á seinni hluta valdatíma Lenins,
meðan Nep.-stefnunni svokölluðu
var fylgt. Alræði rikisvaldsins i efna-
hagsmálum kom fyrst til sögunnar
með 5 ára áætlunum Stalíns.
En þetta alræði í efnahagsmálum
rikir ekki eingöngu i þeim löndum,
sem telja sig sósialísk. Það sama á við
i fasistaríkjunum, að minnsta kosti á
styrjaldartimum. Jafnvel í löndum
eins og Bretlandi og Bandarikjunum
var efnahagsvaldið á árum heims-
styrjaldarinnar síðari i þeim mæli
samþjappað hjá ríkisvaldinu, að ekki
var þá gott að standa uppi í hárinu á
þeim, ef það beitti jsessu valdi gagn-
vart andstæðingum. En ekki skal
þessi hlið málsins rædd hér frekar.
Ólafur Björnsson
prófessor.
NORSKUR „IMPERÍAUSMI”
bolfiskurinn er ca. 10 sinnum verð-
mætari en loðnan og jafngildir þetta
því 50.000 tonnum af loönu. Ef meta
á upp verðmætalega stöðu eftir við-
ræðumar við Norðmenn og þá
reynslu sem fyrir liggur um hlaup is-
lenzku loðnunnar í átt til Jan Mayen
og Norðmenn hefðu heimild til að
taka þar 100.000 tonn af loðnu á ári
væri hér um hámark að ræða fimmta
hvert ár, svo að aflinn yrði þá 20.000
tonn á ári tíl jafnaðar. Nú hefur
maður heyrt að það væri jafnvel enn-
þá lengra milli þess er loðnan hleypur
í átt til Jan Mayen, svo þá yrði
dæmið ennþá óhagstæðara fyrir
Norðmenn. En hvernig geta olíu-
furstarnir norsku, sem fá gefins jafn-
virði 50.000 tonna loðnu á ári í is-
lenzkri efnahagslögsögu, ætlað að
hrifsa til sín í viðbót við gjafirnar
(ölmusuna) með óþokkabrögðum
20.000 tonn til viðbótar á ári? Þetta
er svo furðuleg staða, að hún er ein-
stakt fyrirbæri og á sér ekki hlið-
stæðu í heiminum, þiggjandinn er
með kúgunaraðgerðir og hótanir.
Svona haga menn sér eingöngu, ef
þeir álíta að þeir séu að eiga við litað
fólk suður í Afríku fyrir 100 árum.
En því miður er ýmislegt í samninga-
sögu íslendinga á lýðveldistímanum
sem flokkast undir þetta eins og
þegar gengið var inn á þá kröfu
Norðmanna í járnblendinu, að þeir,
sem eru með 33% eignaraðild, skyldu
fá neitunarvald. Enda lét misnotkun-
in á þessu valdi ekki standa á sér, er
þeir hækka orkuverðið 1 norsku olí-
unni miskunnarlaust og verðið á is-
lenzka rafurmagninu skal standa í
stað. Þannig hagar sér eingöngu þjóð
með nýlenduhugsunarhátt gagnvart
kunnáttuminni og reynslusnauðari
smáþjóð.
Norska ímyndin
í heiminum
Norðmenn hafa gjarnan viljað að
heimurinn liti á þá sem sérstaka sann-
girnis- og frjálslyndisþjóð. Ut á þessa
ímynd var Tryggve Lie skipaður
fyrsti aðalframkvæmdastjóri Sam-
einuðu þjóðanna. Og það er ekki nóg
fyrir Norðmenn að vera með pen-
ingalega og tæknilega aðstoð viö van-
þróaöar þjóðir, þegar þeir á sama
tima beita öllum brögðum og ósann-
girni við að reyna að hafa af smá-
þjóðinni íslendingum og nálægum
nágrönnum, að vísu með hvítan litar-
hátt, allt það sem þeir geta. Það er
kominn timi tíl að Norðmenn sýni
snefil af stórmennsku í framkomu
sinni gagnvart fslendingum. Gleggsta
dæmið um lítilmennskuna kemur
skýrt í ljós, þegar athuguð eru verð-
mætín í 20.000 tonnum af loðnu á ári
fyrir Norðmenn. Þeir voru nú um
daginn á landaþeytingi með 2 ráð-
herra og herflugvél til að tryggja sér
20.000 tonn af loðnu á ári. Vita menn
aö 1 tonn af loðnu kostar sama og 2
karton af sígarettum? Maður skyldi
halda að norskir ráðherrar hefðu
annað að gera en að eltast við 40.000
sígarettukarton á ári alla leið vestur
til íslands. Hvað kostaði eldsneytið á
herflugvélina fram og til baka og
kaupið á mannskapnum sem fylgdi?
Að því frádregnu, hvað eru mörg
sígarettukarton eftir? Nei, þegar
Norðmenn ætla að plata sveitamann-
inn þá verða þeir að finna því það
form, að þeir verði ekki að viðundr-
um sjálfir um leið.
Norsku kratarnir eru
heimsveldissinnarnir
Skv. mjög ábyggilegum heimild-
um, sem mér bárust með velþekktum
norskum blaðamanni, liggur það
fyrir að það eru norsku kratarnir,
sem ekki virðast skilja tímatöfluna í
samtíðinni viðvíkjandi landalegri út-
þenslustefnu. Norðmenn rekur þó
vist ennþá minni til, er ríki fullt hern-
aðarmáttar árið 1940 rak útþenslu-
stefnu gegn þeirra eigin landi og her-
nam allan Noreg. Þar sem ekki eru 40
ár liðin frá þessum atburðum ætti
þetta ennþá að vera í fersku minni.
Það eru ekki nema 34 ár síðan Norð-
menn losnuðu undan þessari út-
þenslustefnu Þýzkalands, þótt heitið
hafi að um stundarsakir hafi átt að
vera. Það er því óskammfeilið og
blátt áfram hjákátlegt og algjörlega
afsökunarlaust að Norðmenn skuli
ekki hafa, þegar samþykktírnar á
Hafréttarráðstefnunni frá 1958 öðl-
uðust alþjóðlegt lagagildi og fyrir lá
að strandríkið öðlaðist eignarheimild
til alls landgrunns, tilkynnt islenzku
ríkisstjóminni, að Jan Mayen væri
að sjálfsögðu hluti islenzka land-
grunnsins og þar með íslenzk eign.
En í þess stað kusu þeir að halda uppi
sams konar útþenslustefnu og Þjóð-
verjar beittu þá sjálfa 1940—1945.
Eftir allt þeirra tal um kvislinga og
kúgun nasistiskrar útþenslustefnu
höfum við íslendingar sizt af öllu átt
von á þvi i Norður-Evrópu, að 1 stað-
inn fyrir þýzka útþenslu-nasista væru
komnir útþenslu-Norðmenn. Það er
rétt að minna á það hér og nú, að á
íslandi var tekið á móti norskum
mönnum í herþjónustu sem frændum
og vinum, þótt þeir kæmu hér sem
bandamenn Breta, þeirrar þjóðar
sem hernam ísland og var á íslandi í
nákvæmlega sömu stöðu og Þjóð-
verjar í Noregi. Svo virðist að Norð-
menn séu búnir að gleyma þessu eða
hefur ef til vill alltaf verið fyrir ofan
þeirra skilning.
Það er blátt áfram þjóðamauðsyn
Norðmanna að skila Jan Mayen til
íslendinga, ef þeir á annað borð vilja
láta taka mark á sér og söguskoðun
sinni í 2. heimsstyrjöldinni. Annars
7yppta menn einfaldlega öxlum og
segja, hernám Noregs, þýzk út-
þenslustefna, sjáið þið norsku út-
þenslustefnuna, Svalbarði, Austur-
Grænland og Jan Mayen. Þýzka her-
námsliðið er á brott frá Noregi, en
Norðmenn halda ennþá í hluta is-
lenzka landgrunnsins á Jan Mayen.
Prófsteinn á íslenzka
pólitíkusa
Það er óþarfi að fara yfir sögu
samninga íslands við erlendar þjóðir
á undanfömum áratugum. Sú hörm-
ungarsaga er íslenzku þjóðinni
nægjanlega kunn. En það sló mig
nokkuð illa, þegar á því þinginu, sem
samþykkti aö íslendingar ættu að
halda einarðlega á málum sínum
gagnvart Jan Mayen, skyldu vera
samþykkt lög, þar sem landgrunn ís-
lands er takmarkað við 200 mílur og
talað um samninga við aðrar þjóðir
þar fyrir utan, þegar fyrir liggur að
landgrunn tslands nær langt út fyrir
200 mílur samktæmt alþjóðalögum.
Hefði verið nokkru vitmeira að hafa
orðalagið, „landgrunn íslands nær
eins langt út og alþjóðalög frekast
heimila”. Ef til samninga þyrfti að
koma, sjá allir, hversu samnings-
staðan er miklu sterkari, þegar is-
lenzk lög stoppa ekki við 200 mílur.
Annars er hér um landaréttindi að
ræða, sem hafa verið takmörkuð
með lögum og því brjóta þessi lög
sennilega í berhögg við stjórnarskrár-
ákvæði. En, að þessi lög skuli hafa
farið athugasemdalitið gegnum Al-
þingi, sýnir bezt, hvers konar stimpl-
unarskrifstofa Alþingi er orðið í
þinglok. En því hvílir ennþá meiri
ábyrgð á þeim mönnum sem með
þessi mál fara nú. Þingmenn Norð-
lendinga og Austurlands verða að
standa saman sem einn maður, því
það það er fyrst og fremst um at-
vinnulegt athafnasvæði þessara
fjórðunga hér að ræða í framtíðinni.
Hætt er við því, að þeir þingmenn frá
þessum fjórðungum sem ekki standa
fast á rétti íslendinga og kröfunni til
Jan Mayen, fái lítinn trúnað kjós-
enda og máttu sumir lítið missa sið-
ast, þótt ágætir gáfu- og dugnaðar-
menn séu.
Lokaorð
Það er landfræðileg staðreynd, að
Jan Mayen er hluti islenzka land-
grunnsins, sem í formi smáeyjar fer
upp fyrir yfirborð sjávar. Það er al-
þjóðleg lagaleg staðreynd, að strand-
rikið á landgrunnið og það takmark-
ast ekki viö 200 mílur heldur nýt-
ingarmörk. Það er staðreynd, að ef
Norðmenn ætla ekki að drýgja óaft-
urkallanlega sögulega synd gagnvart
tslendingum og söguskoðun sjálfra
sin ber þeim að afhenda íslendingum
þann hluta íslenzka landgrunnsins,
sem þeir hafa gert tílraun til að slá
eign sinni á. Að þetta verði gert er
forsenda þess, að skynsamlegasta
stjórnun á veiðum íslenzka loðnu-
stofnsins takist og þar með verði
tryggður einn hornsteinn íslenzkra
efnahagsmála og sjálfstæðis.
Pétur Guðjónsson,
form. Félags áhugamanna
um sjávarútvegsmál.
/