Dagblaðið - 26.07.1979, Side 24

Dagblaðið - 26.07.1979, Side 24
Þorskskammturinn til áramóta, verði staðið við kvótann: INNAN V» 100 TONN Á TOGARA Á MÁNUÐI FRAM TIL ÁRAMÓTA —eru að fá það magn á nokkrum dögum nú—togurum hugsanlega lagt Allar líkur eru á að þorskaflinn nú í júlí verði ekki minni en í síðasta mánuði, eða um 30 þúsund tonn, enda er mjög góður afli hjá togurum og bátum víðast um land. Skv. því mun þorskaflinn um næstu mánuð.i mót verða kominn í um 255 þúsund tonn á árinu, en þorskveiðikvóti ríkisstjórnarinar fyrir allt árið er 280 til 290 þús. tonn. Verða þá aðeins eftir um 35 þúsund tonn í fimm mán- uði, miðað við hærri mörkin. Sé því magni deilt niður á 70 skut- togara okkar í fimm mánuði kemur í Ijós að hver togari má að meðaltali fá innan við 100 tonn á mánuði af þorski það sem eftir er af árinu. Þessa dagana er algengt að þeir séu að fá 200 til 300 tonn í 5 til 10 daga veiðiferðum, aðallega þorsk. Að vísu munu nær allir togararnir taka út sitt 30 daga þorskveiðibann í næsta mánuði, allar netaveiðar verða bannaðar í ágúst og að auki verður algert þorskveiðibann i viku. Það breytir þó litlu ofangreindum skammti á togara því í þeim reikning- um var öllum bátaflotanum ekki reiknaður neinn þorskafli það sem eftir er ársins. Þorskafli bátaflotans er alltaf mun minni síðari hluta árs en fyrri hlutann. Hið opinbera hefur ekki enn boðað peinar ráðstafanir í ljósi þessa, né gefið ádrátt um að hækka kvótann. Margir útvegsmenn telja hins vegar ókleift að halda úti togurum mánuð- um saman til að veiða nær eingöngu ódýrar tegundir svo sem karfa og ufsa og horfa jafnvel fram á að leggja tógurum sínum um tíma síðla árs. - GS Kröfugerð háskóla- manna: ingarorlof „eignist starfsmaður bam”—frí vegna veikinda bama Keflavíkurdeilan Úrskurður kaupskrár- nef ndar lagður f ram í dag „Hér er um úrskurð kaupskrár- nefndar að ræða en um innihaldið get égekkert sagt,” sagði Helgi Ágústsson i varnarmálanefnd í samtali við DB í morgun. Helgi átti kl. 11.30 að ganga á fund kapteinsins á Keflavikurflugvelli í morgun og afhenda honum úrskurð kaupskrárnefndar til lausnar vinnu- deilu þeirri sem Verzlunarmannafélag Suðurnesja hefur átt í á Keflavíkurflug- velli að undanförnu. Magnús Gíslason, varaformaður Verzlunarmannafélags Suðurnesja, sagði í samtali við DB í morgun, að einkum hefði verið rætt um tvær leiðir í kaupskrárnefndinni. Annars vegar að hækka alla aðila um einn flokk en jafn- framt myndi hlutlaus aðili kanna kjör verzlunar- og skrifstofufólks í Keflavík og Reykjavík og yrði því lokið i októ- ber. Hin leiðin væri að 5% hækkun kæmi ofan á laun. Sagðist Magnús eiga von á að fundur yrði haldinn í félaginu í kvöld eða á morgun þar sem afstaða yrði tekin til úrskurðar kaupskrár- nefndar en sem kunnugt er hafði félag- ið boðað verkfall á föstudagskvöld. -GAJ Nauðgunar- tilraun og líkamsárás Fertug kona hefur kært ákveðinn mann, 35 ára gamlan, fyrir nauðgunar- tilraun og misþyrmingar. Hefur mað- urinn verið úrskurðaður i viku varðhald, en nýverið var kveðinn upp yfir honum dómur vegna nauðgunartil- raunar á sl. ári og árásar á konu. Hlaut hann 10 mánaða fangelsisdóm, sem hann áfrýjaði til Hæstaréttar. ' Nauðgunartilraunin sem nú er kærð átti sér stað í íbúð mannsins í vestur- bænum. Höfðu maðurinn og konan hitzt í Nauthólsvíkurlæknum og voru bæði ölvuð. Er partíið barst heim til mannsins réðst hann að konunni, barði hana og reyndi nauðgun en ekki þykir Ijóst hvort tilraunin tókst vegna ölvun- arástands parsins. -ASt. Rótaðífar- angriígeymslu á Hótel Esju Þrír náungar, sem allir eru kunningjar lögreglunnar, voru teknir fyrir utan Hótel Esju í nótt. Voru þeir grunaðir um að hafa farið i geymslu- herbergi í hótelinu og rótað þar í dóti sem hótelgestur hafði sett í geymslu. Málið er enn í rannsókn, því ekki liggur Ijóst fyrir hvort einhverju, eða þá hverju, var stolið úr föggum ferða- mannsins. * -ASt. Yfirvinnukaup verði 1,25 prósent ,»f mánaðarlaunum i stað 1%. Vinnuvika verði 38 stundir. Per- sónuuppbót, sem nemi einum mánaðarlaunum viðkomandi starfs- manns, verði greidd i desember. Þetta eru nokkrar af sérkröfum Bandalags háskólamanna, sem nú eru komnar fram. Laugardagar verði ekki taldir meö orlofsdögum. Þá er gerð krafa um 5 daga vetrarorlof og 10 daga fyrir þá sem hafa lOárastarfsaldur. Um fæðingarorlof er gerð þessi krafa: „Eignist starfsmaður barn, skal hann eiga rétt á að vera fjarver- andi á fullum launum i samtals 6 mánuði. Njóti maki launaðs barns- burðarleyfis skal samanlagt barns- burðarleyfi foreldra þó aldrei vera lengra en 6 mánuðir. Sömu reglur gilda um sambýlisfólk og ef starfs- maður tekur kjörbarn.” Um frí vegna veikinda barna er gerð þessi krafa: „Geti starfsmaður ekki sótt vinnu vegna veikinda barna skulu um þau forföll gilda sömu reglur og um veikindi starfs- manns . . .” Starfsmenn verði iíftryggðir. Rikissjóður greiði 0,25‘ío af launum st ."smanna í eftirmenntunarsjóð. ' kki er að sinni búið að ákveða grunnkaupskröfur. Efnt verður til skoðanakönnunar um verkfallsrétt meðal BHM-fólks í september, og verði vilji fyrir honum mun þungi lagðuráþá kröfu. -HH. frjálst, úháð dagblað FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ1979. Iscargoflugvél hætt komin við Rotter- damflugvöli DC—6 vöruflutningaflugvél Iscargo lenti í alvarlegum erfiðleikum skömmu eftir flugtak af flugvellinum í Rotterdam um helgina vegna gang- truflana. Er vélin var komin hlaðin á loft fóru tveir af fjórum mótorum hennar að ganga skrykkjótt og var þá strax snúið við aftur til lendingar. í lendingunni fór svo þriðji mótorinn að „fúska” eins og sagt er á flugmannamáli, þannig að vart mátti tæpara standa. Verið er að rannsaka hvort óhreinindi í eldsneyti kunni hugsanlega að hafa valdið gangtruflunum. Fyrirhugað er að leigja aðra vél, líkleg- ast frá Spáni, til að hlaupa í skarðið. -GS. SOS-merki frá bátiútaf Seltjamamesi Dreginn ílandafgúmbáti björgunarmanna Tveir eftirtektarsamir íbúar á Sel- tjarnarnesi veittu í nótt kl. 1.30 athygli blikkandi ljósum úti á sjó, undan Suðurnesi á Seltjarnarnesi. Sáu þeir fljótt að ljósmerkin þýddu SOS og brugðu skjótt við, fór annar að gera SVFÍ viðvart en hinn ók niður í fjöru og svaraði Ijósmerkjunum. Var þá kveikt á kyndli og greinilegt að þarna var bátur í erfiðleikum. SVFÍ menn á Seltjarnarnesi, björg- unarsveitin Albert, skutu út gúmbáti og fóru á vettvang. Komu ljósmerkin frá 18 feta plastbáti af Flugfiskgerð en í honum hafði orðið alvarleg vélarbilun, svinghjólið farið af vélarásnum og næstum sett gat á bátinn. Bátsverjar höfðu brugðizt rétt við, lagzt við stjóra og reyndu ljósmerkin áður en gripið var til neyðarblysa. Gúmbáturinn dró svo bátinn inn á Reykjavíkurhöfn og var þangað komið um kl. 3.30 í nótt. Engum varð meint af. 700þús. kr. horfnar undan koddanum Þjófnaðarmál, sem snýst um tæplega 700 þúsund krónur, er nú í rannsókn hjá RLR. Peningarnir eru taldir hafa horfið úr íbúð á Klappar- stíg. Áttíi þeir að vera í leðurpyngju undirkodda í rúmi. Talið er hugsanlegt að málið geti verið fjölskyldumál og var í gær leitað að bróður eiganda peninganna, ef ske kynni að hann hefði tekið leðurpung- inn með öllu innihaldinu. -ASt.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.