Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 20.08.1979, Qupperneq 1

Dagblaðið - 20.08.1979, Qupperneq 1
5. ÁRG. — MÁNUDAGUR 20. ÁGUST1979 — 188. TBL. tC RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.—AÐALSÍMI27022. peacemenn I Höldum áfram “ I gefumst ekki upp „Handtaka okkar og varðhald um borð í Rainbow Warrior eru gersam- lega ólöglegt athæfi. Við höfum ekki verið kærðir, enda er barátta okkar fyrir hvalafriðun á alþjóðlegu haf- svæði réttmæt og lögleg. Við munum halda áfram baráttunni. Við gefumst aldrei upp,” sögðu Greenpeacemenn um borð í skipi sínu í Reykjavíkur- Loðnuveiðamar byrjuðu ámiðnstti: veiðarfaerin blotnuðu Laust upp úr kl. 8 í morgun höfðu 12 loðnubátar þegar til- kynnt Loðnunefnd um fullfermi og að þeir væru á leið til lands eftir að loðnuveiðarnar byrjuðu á miðnætti sl. Hinir 19 bátarnir sem komnir eru af stað eru á svip- uðum slóðum þannig að vænta má mun meiri aflafregna í dag. Afli bátanna 12 er 7.400 tonn og verður honum landað á svæðinu fráEyjafirði til Reykjaneshafna. Verksmiðjurnar vilja yfirleitt taka fremur lítið magn til að byrja með, eða þar til ljóst er hvernig hráefni er á ferðinni og hver vinnsluhraði getur orðið. Miðin eru nú á hinum ákjósanleg- asta staö miðað við árstíma, eða djúpt út af Halanum, milli Vest- fjarða og Grænlands. höfn í gærkvöldi. Varðskip kom með þá í togi af hvalamiðum, þar sem þeir höfðu truflað veiðar Hvals 7. tímun- um saman. ,,Við neituðum að sigla í land með eigin vélarafli og því tóku þeir okkurítog.” Um borð í Rainbow Warrior eru lögreglumenn og DB-mönnum var meinað að koma um borð. Meira að segja Greenpeacemönnum bannað að afhenda DB handskrifað blað með boðskap grænfriðunga. Sögðu lög- reglumenn það fyrirmæli yfirvalda. Greenpeacemönnum var greinilega heitt i hamsi og kunnu illa varðhald- inu um borð í skipi sínu. Enga upp- gjöf var að heyra á þeim, enda fundu þeir fyrir vaxandi samúð íslendinga með málstað Greenpeace. Sást það bezt á mannfjöldanum sem fylgdist með komu skipanna til Reýkájvíkur. „Það er skylda okkar og réttur að vera hér. Við erum fulltrúar vaxandi almennignsálits í heiminum. Við látum ekki slátra dýrum sem við eigum öll,” sögðu félagarnir í Rain- bow Warrior. - ARH — Sjá einnig bls. 26 Með verði laganna yfir höfðunum lásu Greenpeacemenn nokkur velvalin orð um samskipti sín við Landhelgisgæzluna yfir blaðamönnum. Lögreglan bannaði þeim að afhenda DB blaðsnifsið sem grænfriðungur- inn heldur á. John Castle skipstjóri er lengst til vinstri. DB-mynd Árni Páll ALÞJÓÐLEGUR TITILL í HÖFN HJÁ JÓNIL — setur nú stef nuna á ef sta sætið í mótinu Jón L. Árnason hefur að öllum lík- indum þegar tryggt sér alþjóðlegan meistaratitil á skákmótinu í Polancia Zdrój í Póllandi þótt tveimur um- ferðum sé enn ólokið. Jón hefur 7 vinninga og biðskák sem er sennilega unnin. Hann þarf 8 vinninga til að hljóta titilinn. í 10. umferðgerði Jón jafntefii við stórmeistarann Spassow frá Búlgaríu. í 11. umferð gerði hann jafntefli við annan stórmeistara, Farago frá Ungverjalandi. í 12. umferð sigraði hann Krusinski, Pól- landi, og í gær tefldi hann við Borkovski, Póllandi. Skák þeirra fór í bið en skákin er líklega unnin fyrir Jón. Rússin Razuvaen er efstur á mót- inu með 9 vinninga. Silic, Tékkóskól- vakíu hefur 8,5 v. Landi hans Jansa er með 8 v., Farago og Jezyk, Pól- landi hafa 7,5 v. Jón kemur síðan með7 og biðskák. Jón á eftir að tefla við efsta mann mótsins og stórmeistarann Knaak frá A-Þýzkalandi. Að sögn Ásgeirs bróður Jóns mun Jón leggja allt í sölurnar í skák sinni við Razuvaen og freista að ná efsta sætinu á mótinu enda engu að tapa þar sem alþjóðlegi titillinn er þegar i höfn ef að líkum lætur. Vegna hinnar frábæru frammi- stöðu Jóns í mótinu hafa Pólverjar nú boðið honum að taka þátt í öðru stórmeistaramóti sem hefst í borginni Slupsz strax að loknu þessu móti. Ætlar Jón að þekkjast það boð þar sem ekki verður af skákmóti í Hol- landi sem honum hafði verið boðið á. -GAJ/ÁÞÁ, Polancia Zdrój. m ■ > Jón L. Árnason stefnir á efsta sætið i mótinu í Póllandi. DB-mynd: Bj.Bj. : Eivind Bolle, sjávarútvegsráðherra Noregs: „Getum og viljum ekki stöðva loðnuveiðamar” —f agnar „íslenzkum stuðningi” við 200 mflna Iðgsögu við Jan Mayen! „Við drögum þá ályktun af við- ráðherrans. Vildi Bolle ómögulega ræðum okkar við Islendinga að ræða frekar hvaða forsendur væru ykkar menn skilji mæta vel sjónar- fyrir slíkum vangaveltum. „Nei, við mið Noregs að færa fiskveiðilögsög- getum og viljum ekki reyna að stöðva una við Jan Mayen út i 200 mílur,” ioðnuveiðamar við Jan Mayen,” sagðir Eivind Bolle, sjávarútvegsráð- sagði ráðherrann ennfremur. „Engin herra Norðmanna, við DB í morgun. stoð finnst i norskum lögum sem rétt- 1 viðtali íslenzka sjónvarpsins við lætir slikt veiðibann. Enda hefur ekki Bolle í gærkvöldi fagnaði hann sér- verið samið um loðnukvóta á svæð- stakiega því sem hann taldi vera inu. Ég held aðáframhaldandi veiðar „stuðning islenzkra stjórnvalda við muni ekki spilla væntanlegum samn- 200 mílur við Jan Mayen.” Urðu ingaviðræðum við íslenzk sljórn- margir hvumsa við þá yfirlýsingu völd.” -ARH. Drukknaði í kirkjugarði - sjá bis. 8

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.