Dagblaðið - 20.08.1979, Síða 3
DAGBLAðSx MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 1979.
Læknirinn tók of mik-
■A — máekkiveraaiþvíaðkynna
iu i ynr viuuiiiu
Spurning
dagsins
Áttu inniskó?
Sjúklingur kom að máli við blaðið:
Ég hef verið sjúklingur í mörg ár
og haft mikil samskipti við lækna og
lyfsala. Hingað til hef ég ekki hugsað
um hvað mér hefur verið gert að
greiða fyrir læknisþjónustu og lyf.
Tilviljun réði þvi að ég kannaði rétt-
mæti gjaldsins sem heimilislæknirinn
minn tók af mér fyrir viðtal. Það sem
í Ijós kom á erindi til fleiri. Því bið ég
blaðið að birta þetta.
Fyrir stuttu fór ég í viðtal til
heimilislæknisins. Hann sagði fyrst
að ég ætti að borga 50 krónur fyrir
það. Þegar mér fannst verðið
ánægjulega lágt, flýtti hann sér að
segja: ,,Nei, fyrirgefðu, þetta kostar
500 krónur.” Það fannst mér hins
vegar furðu mikið, en borgaði samt.
Ég fór aftur til sama læknis skömmu
siðar og þá kostaði viðtalið 400
krónur! Þá fór mér að finnast málið
einkennilegt og fékk verðskrá Trygg-
ingastofnunarinnar yfir læknaþjón-
ustu. Kom þar fram að viðtalið á að
kosta 350 krónur. Ég lét heimilis-
lækninn lesa verðskrána, en hann fór
að hlæja og sagðist ekkert mega vera
að þvi að kynna sér plögg Trygginga-
stofnunar um verð á þjónustu hans!
Mér var nóg boðið og ætla að fá ann-
an heimilislækni. Til að aðrir geti
glöggvað sig á verðinu, vil ég að DB
birti skrána. Ég á von á því að ein-
hver brögð séu að því að læknar taki
of hátt fyrir viðtöl.
Eftirfarandi 3 reglugerðir tóku
gildi 20. april 1979:
1. Greiðsluhluti sjúklings til sam-
lagslæknis (heilsugæzlulæknis)
hækkar úr kr. 250 í kr. 350 fyrir við-
tal og úr kr. 500 í kr. 700 fyrir vitjun.
2. Greiðsluhluti sjúklings fyrir sér-
fræðilæknishjálp, rannsókn á rann-
sóknarstofu og röntgengreiningu
hækkar úr kr. 600 í kr. 2000.
3. Greiðsluhluti samlagsmanna af
hverri afgreiðslu hækkar úr kr. 325 í
kr. 750 og skv. lyfjaverðskrá II (sér-
lyf) úr kr. 650 í kr. 2000.
Tryggingastofnun gefur út reglugerðir um gjaldskrá fyrir læknisþjónustu. Heim-
ilislæknirinn umræddi var of upptekinn til að kynna sér hana.
Varágangiá
Hafnarskeiði:
Sýslu-
maður-
inn vildi
skýr-
ingu
Útgerðarmaður í Þorlákshöfn kom
að máli við DB og sagði farir sinar
ekki sléttar.
Föstudaginn 3ja ágúst var ég
staddur á Hafnarskeiði skammt frá
Þorlákshöfn. Kemur þá til mín
maður með kiki og spyr um ferðir
mínar. Ég svaraði því til að honum
kæmi það bókstaflega ekkert við.
Mér væri frjálst að vera þarna án
þess að gera grein fyrir mínum at-
höfnum. Dregur hann þá upp skír-
teini og segist vera veiðieftirlits-
maður. Hann hélt þvi fram að ég
væri með eitthvað óhreint í poka-
horninu, stundaði líklega veiðiþjófn-
að eða álíka ólöglega iðju. Ekkert gat
maðurinn þó rökstutt áburð sinn.
Við þvörguðum góða stund, en síðan
skildu leiðir. Nokkru síðar var hringt
til mín og spurt hvort ég hefði verið í
tilteknum bil á Hafnarskeiði á
ákveðnu kvöldi. Reyndist svo vera.
Skömmu síðar var ég boðaður á fund
fulltrúa sýslumanns á Selfossi. Hann
tók af mér skýrslu vegna „óformlegr-
ar kæru” sem borizt hafði á mig.
Ekkert afrit fékk ég af kærunni og
ekkert kom fram hjá yfirvaldinu sem
gaf tilefni til yfirheyrslunnar. Fulltrú-
inn sagði að stranglega væri bannað
að veiða silung og lax í sjó í landi
Þorlákshafnar. Það hefur samt aldrei
verið auglýst sérstaklega, að mér vit-
andi, til að borgararnir séu meðvit-
aðir um það. Hvernig sem á því
stendur eru yfirvöld ekki eins fljót að
bregða við, eftir því hver á i hlut. Mér
er kunnugt um að menn sem teknir
voru við veiðiþjófnað á þessum
slóðum hafa ekki fengið kæru fyrir
verknaðinn. Ég fékk kæru í hvelli,
gersamlega að tilefnislausu, og yfir-
valdið var strax komið af stað í yfir-
heyrslu! Þetta eru ofsóknir á hendur
mér. Ég get ekki sætt mig við svona
lagað. í vetur kærði ég eyðileggingu
veiðarfæra báts míns til sýslumanns.
Ekki hefur heyrzt orð frá honum um
málið. Samt eiga siík mál að njóta
forgangs.
Stöðumælar
íolestri
Borgari hringdi:
Eg og örugglega margir fleiri eru á
þeirri skoðun að borgaryfirvöld eigi
að taka stöðumælana í Reykjavik
rækilega í gegn strax. Ástand margra
stöðumæla er i hreinum ólestri.
Nægir að benda á að glerið á fjöldan-
um öllum af mælum er skítugt og því
erfitt að lesa á þá.
VEM
1
Electropower
GIRMOTORAR
RAFMÓTORAR
EIGUM JAFNAN TIL
GÍRMÓTORA:
Ýmsir snúningshraðar lns fasa: 3/4 - 1 1/2 hö 3ja fasa: 1/3 - 20 hö
RAFMÓTORA:
1400 - 1500 sn/mín. lns fasa: 1/3 - 3 hö 3ja fasa: 1/3 - 20 hö
Útvegum allar fáanlegar stærðir og gerðir.
FÁLKIN N
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670
Asrún Gisladóttir nemi: Nei, enga. Ég
þarf ekki að eiga inniskó, ég geng alllaf
á sokkunum heima.
Sigurður Bragi Cuðmundsson verk-
stjóri: Já, og ég geng alltaf i þeim
heima. Inniskórnir mínir eru nýtízku
klossar.
Sigurður Steingrímsson, undirmaður
Braga: Nei, ég á enga inniskó. Hef ekk-
ert við þá að gera, geng alltaf á sokkun-
um heima.
Sigrún Guðmundsdóttir afgreiðsiu-
maður: Nei, ég á alla vega skó en enga
sérstaka inniskó.
Anna Hreinsdóttir uppeldisfutllrúi:
Já, ég á íslenzka loðna inniskó, sem eru
mjög góðir.
Rúnar Marvinsson matreiðslumaður:
Nci, enga, mér finnst bezt að ganga á
sokkunum.