Dagblaðið - 20.08.1979, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 1979.
DB á ne ytendamarkaði
Merking lagmetis í bágbomu ástandi:
Framleiðsludagurinn
ekki runninn upp
Einhverjum þætti gott að
fá 7 þúsund kr.fyrir kg
af lituðum uf sa
í rannsókn Heilbrigðiseftirlits
ríkisins á niðurlögðu og niðursoðnu
lagmeti á markaðnum í Reykjavík
kom i Ijós að merkingu matvæla er
mjög ábótavant.
Merking innflutts lagmetis er bein-
linis ólögleg. í reglugerð nr. 250/76
um tilbúning og dreifingu matvæla
segir að merkingarnar skuli vera á ís-
lenzku. — Ekki nóg með að innflutt
lagmeti sé merkt á erlendri tungu,
heldur er einnig á boðstólum hér á
landi innlent lagmeti sem er með er-
lendum merkingum.
Og ofan á allt þetta bætist svo að
merking á innlendu lagmeti getur
beinlínis verið röng.
Framleiðsludagurinn
ekki enn runninn upp
Við rákumst á dós af sjólaxi. Dósin
er framleidd af Eldeyjarrækjunni sf.
Keflavík. Ofan á dósinni var prent-
aður miði sem á stóð að innihaldið
væri framleitt 30/8 1979.
Dósin var keypt 16. ágúst, þannig
að framleiðsludagurinn var enn langt
undan.
Á dósamiðanum stóð einnig að sið-
asti notkunardagur sé 29.2. 1980.
Fróðlegt væri að vita hvort það sé
jafnrétt og upplýsingarnar um fram-
leiðsludaginn. Kannske eru báðar
dagsetningarnar aðeins út í bláinn,
aðeins settar þarna til þess að upp-
fylla reglugerðarákvæði.
Enn fleira var athugavert við þenn-
'an prentaða merkimiða. Hann var
límdur ofan á lok dósarinnar en með
það lélegu lími að hann datt fljótlega
af eftir að hún var keypt.
Við bárum þetta undir Þórhall
Halldórsson, forstöðumann Heil-
brigðiscftirlits Reykjavíkur, og var
hann á sama máli að þessi merking
væri út i hött.
Þegar niðurlagðar eða niðursoðn-
ar vörur eru merktar með fram-
leiðsludegi á að gera það á þann hátt
að dagsetning er þrykkt i dósina,
Soðin ýsa:
SKAMMTURINN
280 KR. Á MANN
í dag skulum við borða soðna ýsu.
Þegar matreiða á ýsuna þannig er
hentugra að kaupa hana í heilu lagi,
það er hausaða, eins og það er kallað,
frekar en að kaupa flök. Fiskurinn
verður miklu bragðbetri auk þess sem
flökin eru dýrari. Kg af hausaðri ýsu
kostar nú 490 kr., en kg af flökum
kostar 890 kr. Að m'su þarf minna af
flökum heldur en heilli ýsu í máltíð-
ina.
í matreiðslubókum er gert ráð fyrir
400 g af fiski með beini, þannig að
handa fjórum þurfum við 1,6 kg af
ýsu, sem kostar 784 kr., við reiknum
með 200 g af kartöflum á mann eða
800 g, sem kosta 164 kr. og 100 g af
smjöri út á fiskinn. Þetta kostar mjög
nálægt 1129 kr. eða 282 kr. á mann.
Ef venjulegt smjörliki er notað í stað
smjörsins kostar hver skammtur í
kringum 250 kr. á mann.
- A.Bj.
Vöru-og brauðperangar-Vöruávísanir
Peningaseðlar og mynt
Gömul umslög og póstkort
FRIMERKI
Allt fyrir safnarann
Hjá Magna
Laugavegi 15
Sínri 23011
SKYNDIMYNMR
Vandaðar litmyndir
i öll skírteini.
barna&fjölsk/ldu-
Ijosmyndir
AUSTURSTRÆTI 6
SIMI 12644
þannig að ekki fari milli mála hvaða
dagsetning á við hvaða dós.
Niðurlagt lagmeti á að hafa 6 mán-
aða geymsluþoi við —4°C. Niður-
soðið lagmeti getur hins vegar haft
allt að árs geymsluþol og jafnvel
lengur. — Matvæli hafa mismunandi
geymsluþol og á það einnig við um
niðursoðnar matvörur. Eitt af því
sem kom i Ijós í rannsókn Heil-
brigðiseftirlitsins var einmitt að
framleiðsludagsetningar vantar á lag-
metisframleiðsluna. En jafnvel þótt
framleiðsludagurinn væri merktur á
dósirnar væri samt illt að átta sig á
hlutunum, því ekki er hægt að greina
á milli þess sem er niðurlagt og þess
sem er niðursoðið.
Annars eru umbúðir innlendu lag-
metisframleiðslunnar orðnar mjög
smekklegar og efnainnihald víða
tekið fram. Að vísu er notuð erlend
tunga utan á sjólax-dósinni, þó
stendur þar á íslenzku að hún skuli
geymd í kæli. Á límmiðanum sem
datt ofan af henni eru allar upplýs-
ingaráíslenzku.
- A.Bj.
Þegar við opnuðum dósina fannst okkur frekar lítið af sjólaxi i henni. Utan á
henni stóð hins vegar að nettó vigt væri 170 g. Sjólaxinn var veginn fyrir okkur
hjá Matvælaeftirliti ríkisins og reyndist hann 53,2 g. Olian hefur þvi verið 116,8
g. Dósin kostaði 387 kr. Það þætti iiklega einhverjum gott verð að fá 7.274,44 kr.
fyrir kg af lituðum ufsa!
' DB-mynd Ragnar Th.
Upplýsingaseðill
til samanburðar á heimiliskostnaði
Nafn áskrifanda
Heimili
Sími
Hvað köstar heimllishaldið?
Vinsamlegast sendið okkur þennan svarseðil. Á þann hátt verðið þér virkur þátttakandi i
upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu
af sömu stærð og yðar.
Kostnaðurí júlímánuði 1979.
Matur og hreinlætisvörur kr.
Annaö kr.
Alls kr.
m YIKIX
Fjöldi heimilisfólks