Dagblaðið - 20.08.1979, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 20.08.1979, Blaðsíða 7
DAGBLADID. MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 1979. 7 NEWYORK: ISLENZKU DIPLÓMATARNIR LEGGJA ALLTAF RÉTT eða næstum því íslenzkir diplómatar í New York eru með þeim þægilegustu við að eiga þegar kemur að því að leggja bilum sínum í stórborginni, að sögn þess fulltrúa borgarinnar sem annast sam- skiptin við Sameinuðu þjóðirnar og erlenda sendimenn. íslenzku diplómatarnir gæta þess yfirleitt mjög vendilega hvar þeir leggja bílum sínum, að sögn fulltrú- ans, Gillians Sörensens, í viðtali við New York Times nýlega. Það hefur löngum verið til vand- ræða í New York hversu hirðulausir diplómatar eru um að leggja bílum sínum á löglegum stöðum. Sér- staklega eru Rússar frægir að endemum fyrir að láta sem þeir viti ekki ' til hvers stöðumælar eru notaðir, og vísa síðan til diplómatískrar „friðhelgi” sinnar í stað þess að borga sektirnar. Meðal „hinna beztu”, að sögn Sörensens, eru auk íslendinga, diplómatar frá Malawai, Djibouti, Hondúras, Paráguay, Chile og Kína. -ÓV. Flugfélagið Ernir á ísafirði: „GETUM TEKIÐ AÐ OKKURHLUTA FLUGGÆZLUNNAR" myndi spara ríkinu stórfé ef hluti landhdgisgæzlunnar færi fram á ísafirði „Það hefur verið minnzt á það að við tækjum að okkur hluta af land- helgisgæzlufluginu,” sagði Hörður Guðmundsson eigandi flugfélagsins Arna, er blaðamaður ræddi við hann á ísafirði nýverið. „Megnið af togaraflotanum er oft steinsnar héðan. Það myndi spara ríkinu stórútgjöld vegna minni elds- neytiseyðslu. Vilji ráðamanna er fyrir slíkri landhelgisgæzlu, en dómsmála- ráðherra sjálfur hefur rekið sig á veggi landhelgisforkólfanna í þessu máli. Þeir standa eins og staðir tréhestar.” Flugfélagið Ernir á Isafirði heldu - -uppi reglubundnu áætlunar- og póst flugi á þéttbýlisstaði á Vestfjörðum. auk sjúkraflugs, en leitar á fleiri mið o;; þá hefur landhelgisgæzluflug verio nefnt, en enn sem komið er með litlum árangri, eins og áður er nefnt. Félagið á tvær tveggja hreyfU vélar, sex sæta Piper Aztec vél og 10 sæta Islandervél. Á síðasta ári flutri félagið tæplega 3 þúsund farþega. Sjúkraflug er ríkur þáttur í starf- seminni, en á sl. ári fór félagið 71 sinnum í sjúkraflutninga og töluver 5 Skattar bankastjóranna skoðaðir: Hálfdán Ingólfsson flugmaður Arna við islanuervel telagsins. Litla myndin er af Herði Guðmundssyni, eiganda fyrir- tækisins. DB-myndir: JH. NORDALFREMSTUR MEÐAL JAFNINGJA Jóhannes Nordal er fremstur meðal jafningja þegar skattar bankastjóranna í Reykjavík eru kaunaðir. Hann greiðir tæplega 5,8milljóniri opinber gjöld í ár. Ekki tókst að hafa upp á sköttum Stefáns Hilmarssonar, bankastjóra Búnaðarbankans, þar sem hann hefur lögheimili í Hveragerði, og búið var að loka hjá embætti sýslumannsins í Ár- nessýslu þegar sú staðreynd varð undir- rituðum ljós. Eins og talan sýnir þá eru flestir bankastjóranna með rúma milljón i út- svar þannig að tekjur þeirra flestra ættu aðvera um lOmilljónir. Bankastjórar Seðlabankans hafa vinninginn þegar bankarnir eru bornir saman hvað varðar skattgreiðslur bankastjóranna. Ekki munar þó miklu og einkennist listinn einkum af því jafnræði sem er með bankastjórunum í skattgreiðslum. -GAJ- Jóhannes Nordal, bankastjóri Seðla- bankans, greiðir hæsta skatta af bankastjórunum. LANDSBANKINN Tckjusk. Eignarsk. Útsvar Barnab. Samtals Björgvin Vilmundarson 2.592.478 469.140 1.069.200 100.660 4.243.049 Helgi Bergs 2.837.706 149.112 1.011.700 0 4.198.787 Jónas Haralz SEÐLABANKINN 3.477.591 81.894 1.093.900 0 4.873.924 Davíð Ólafsson 3.353.715 294.697 1.080.300 0 4.943.058 Guðmundur Hjartarson 3.340.736 582.620 1.094.300 0 5.265.098 Jóhannes Nordal SAMVINNUBANKINN 3.793.923 640.263 1.340.600 251.646 5.792.573 Kristleifur Jónsson 2.910.375 111.588 1.016.400 0 4.231.509 Pétur Erlendsson VERZLUNARBANKINN 1.677.872 58.660 748.000 0 2.634.216 Höskuldur Ólafsson 2.869.218 332.233 1.057.400 100.660 4.368.711 Kristján Oddsson IÐNAÐARBANKINN 2.430.171 185.023 972.600 0 3.780.063 Bragi Hannesson 3.280.995 210.100 1.155.777 100.660 4.848.827 Pétur Sæmundsen ÚTVEGSBANKINN 3.867.805 284.226 1.260.000 0 5.666.291 Ármann Jakobsson 2.752.967 0 915.100 0 3.848.414 Bjarni Guöbjörnsson 3.630.354 174.346 1.134.800 0 5.165.000 Jónas Rafnar BÚNAÐARBANKINN 2.734.888 261.186 1.023.600 0 4.222.416 Magnús Jónsson 3.636.818 308.322 1.140.100 0 5.306.662 Þórhallur Tryggvason ALÞÝÐUBANKINN 3.147.018 232.813 1.070.100 0 4.661.743 Stefán Gunnarsson 3.056.421 22.725 1.234.400 251.646 4.309.491 Smurbrauðstofan BJORNINN Njálsgötu 49 — Slmi 15105 aukning hefur orðið í þessum flutningum í ár. Félagið stundar sjúkraflug af öllum Vestfjarðakjálkan- um, til Reykjavikur og ísafjarðar. Þessi þjónusta sparar bæði lækna og sérfræðinga. Að sögn Harðar Guðmundssonar hélt félagið uppi áætlun inn í Djúp fjóra mánuði í vor og sumar. Það varð þó að hætta við flugið vegna þess að tap var á því. „Ég vonast þó til þess að hægt verði að taka upp þetta flug á ný þegar forsendur breytast,” sagði Hörður. „Félagið þyrfti að fá ákveðna upphæð frá ríkinu til þess að flugið stæði undir sér. Nefna má að Djúp- báturinn fær 80 milljónir kr. á ári í styrk frá ríkinu, en við gætum flutt alla farþega úr Djúpinu fyrir 6 milljónir króna á ári. Allar hreppsnefndir i L fjarðardjúpi eru inn á því að þetta vciði gert. Væri einni ferð Djúpbátsins í mánuði sleppt gæti það greitt allan hallann af fluginu. Það þýddi því ekki aukinn kostnað fyrir ríkið.” -JH. Skóverzl. Þórðar Pétvr™'"'nv Kirkjustræti 8 v/Austurvöll. Sími 14181. Noppy Heilsubótartajjian gefur yður ótal möguleika til notkunar, eru góðar fyrir heilsu yðar, þœr má notaheima, í sundlaugunum, ígufubaði, ígarðinum, á ströndinni o.s.frv. Töfflurnar eru léttar og laga sig eftir fætinum, örva blóð- rásina og auka velKðan, þola olíur og fitu, auðvelt að þrífa þær. Fáanlegar í 3 Irtum: Gult, rautt, blátt Stærðirnr. 33 - 46 ,, , . Verð kr. 4.200.- POSTSENDUM

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.