Dagblaðið - 20.08.1979, Síða 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 1979. ,3
■ ................................. ...................... .......................... - 111 -............................................
\sólbaöi á ísafiröi:
ÍVONUMUT
Sólin hefur verið örlát við Sunnlendinga undanfarið, enda hafa þeir sem
hafa haft tækifæri til legið sem mest I sólbaði. Sunnlendingar eiga því að
venjast að sólin sé mest norðan til á landinu að sumri til, en stöku sinnum
snýst þetta við.
Aðrir staðir eru þó ekki alveg afskiptir hvað sólina snertir. Sól skein í heiði
er blaðamaður var á ferð á ísafirði nýlega og logn var, svo sem oft er á ísa-
firði.
Þá var heldur ekki að því að spyrja að menn tóku til við sólböðun. í einum
húsagarðinum hitti blaðamaður þau Friðgerði, Guðríði og Guðmund, þar
sem þau meðtóku sólargeislana i þeirri von að öðlast lit.
Þau sögðu að frekar litið hefði farið fyrir góða veðrinu i sumar, en það
væri notað þegar það kæmi. DB-mynd JH
Amerískir rithöfundar uppgötva
SJÓNVARPSBODM
frá JAPAN
W. J >■ V *, ..
Ódýrasta
á markaðnum
Útvarp með 12 watta magnara og 4 bylgjum, MW FM LW SW.
Kassettusegulband fyrir Normal og Cr Oi kassettur.
Innbyggðir mikrafónar. 2 hátalarar 5 !4 tommur hver.
Tækið er bæði fyrir straumog rafhlöðurog
\ vegur aðeins 5,1 kg. með
' .. rafhlöðum.
Crane, Ernest Hemingway, Mailer og
Joseph Heller. En eins og einhver
gagnrýnandinn komst að orði, þá er
það í raun álika vafasamt að kalla
„Goingafter Cacciato” bók um stríð
eins og að kalla „Moby Dick” bók
um hvalveiðar.
O’Brien hefur fyrir einkunnarorð
þau ummæli breska rithöfundarins
Siegfried Sassoon að „hermenn séu
draumóramennn” og þessi orð segja
okkur talsvert um hið draumkennda,
allt að því súrrealíska andrúmsloft er
ríkir í bókinni. Hún segir frá einu
litlu herfylki í Vietnam, en í því er
drengstaulinn Cacciato sem allt í einu
verður þreyttur á hernaði og ákveður
að labba sig til Parisar, borg lífsgleði
og friðar.
Herfylkið eltir hann, fyrst til að
koma fyrir hann vitinu, síðan til að
draga hann fyrir rétt og loks eins og
dáleiddir. Stríðið sjálft er í bakgrunn-
inum, í huga hermannanna og i bak-
skotum („flashbacks”). Hræðsla
þeirra, vantrú á málstaðinn, hug-
rekki, kímnigáfa og þrautseigja eru
gefin til kynna í hálfkveðnum vísum,
— óbeint, en þó af slíku öryggi að
unun er að lesa. Bókin verður eins
konar dæmisaga um stríð, um her-
menn allra tíma og viðbrögð þeirra.
En í ofanálag er O’Brien að snúa á
lesandann, því þegar á líður er ekki
IjóM hvort ferðalagið til Parísar er
raunverulegt eða einungis hugar-
fóstur eins óbreytts soldáta, Paul
Berlin að nafni. Það segir sig sjálft að
Vietnam stríðið á eftir að verða
mönnum uppspretta margra bóka, ef
ekki bókmennta, — hér mætti nefna
„Dispatches” eftir Michael Herr, —
en ólíklegt þykir mér að menn muni
komast betur frá þeim .hildarleik en
Tim O’Brien gerir.
Um John Irvingog
Tim O’Brien
Kyntruf lað f ólk
i jm
Going after Cacciato eftir Tim
O’Brien.
legu plani og byggja á mótaðri lífs-
skoðun? Ég bara spyr.
í bók Tim O’Briens eru þó fleiri
haldreipi, en það eina sem þessar
tvær bækur eiga sameiginlegt er hið
þjála og yddaða mál.
Að elta Cacciato
O’Brien er tiltölulega ungur maður
sem barðist í Victnam fyrir áratug
eða svo. Sú reynsla hefur litað öll
hans skrif síðan, en O’Brien vakti
.fyrst á sér athygli fyrir bók sem hét
„If I die in a combat zone”, ljóð-
ræna og tregablandna sögu, þar sem
fjallað er um tilfinningar hins
óbreytta hermanns í stríði. „Going
after Cacciato” mundi víst kallast
„stríðsskáldsaga” og er að því leyti í
góðum félagsskap bóka eftir Stephen
í millitíðinni skrifar Jenny ævisögu
sína og verður átrúnaðargoð rauð-
sokka, kynskiptinga og kyntruflaðs
fólks almennt og inn í þessa fjöl-
skrúðugu mynd koma svo ýmiss
konar ofstækismenn, fótboltaleikar-
ar, morðingjar, skógarbirnir o.m.fl.
Margir furðulegir atburðir gerast
og ekki skal spilla fyrir lesendum með
því að lýsa bókinni frekar. Irving
lætur vaða á súðum og bókin er allt í
senn, meinfyndin, sorgleg, fjar-
stæðukennd og raunsæ og höfundur
er fyrir alla muni lipur höfundur sem
skrifar agað og gott mál.
En eftir að hafa spáð í þennan
gnægtarbrunn, þá liggur við að
maður sé jafnnær um tilganginn.
Bókin er ríkuleg skemmtun, á því er
enginn vafi, en verður rithöfundur
ekki að vinna eftir einhverju siðferði-
John Irving.
furðuraunsæið
Það virðist ljóst af þeim skáldsög-
um sem bandarískir rithöfundar
senda nú frá sér og fjallað er um í
gagnrýni, að tími alls kyns einkan-
legra tilrauna með mál og ytra byrði
skáldsögunnar sé nú á enda, a.m.k.
að sinni. Fjallað er fremur stuttara-
lega um verk manna sem áður þóttu
verðugir spaklegra langhunda i bóka-
blaði N.Y. Times, þ.á m. Donald
Barthelme, Thomas Pynchon,
William Glass, John Barth o.fl. og
hafa sumir meira að segja hafið skot-
hríð með kanónum á víglínur slíkra
höfunda. Einna mesta athygli hafa
vakið greinar og bækur rithöfundar-
ins John Gardner (höfundur Grendel
sem Þorsteinn frá Hamri þýddi af
snilld og las í útvarp . . .) sem skorið
hefur upp herör gegn tilraunabók-
menntum sem hann segir úr sér
gengnar og ómóralskar.
Ekki allt sem sýnist
Þeir sem orðð hafa fyrir skeytum
hans hafa svo svarað fullum hálsi. En
Gardner virðist óneitanlega endur-
spegla viðhorf ansi margra í bók-
menntaheiminum bandaríska, ef
marka má blöð og timarit þar í landi
undanfarna mánuði.
Hvers konar skáldsögur skyldu
menn svo skrifa í staðinn? Jú, ætli
það séu ekki sögur í svipuðum bún-
ingi og hafa verið skrifaðar frá upp-
hafi, — með samhangandi sögu-
þræði, holdugum persónum og hefð-
bundinni stígandi, — þótt inntakið sé
af þessum áratug. Þó er ekki allt sem
sýnist hvað snertir útlit þessara bóka.
Frásagnarmátinn er gjarnan ofur
venjulegur og laus við allar ýkjur en
frásögnin sjálf getur verið stórfurðu-
leg. Hafa sumir kennt um áhrifum
hins suður-ameríska „furðu-raun-
sæis” eins og það kemur fram t.d. i
bók Marques, Hundrað ára einsemd.
Þar rennur blóð skyndilega eftir
götum og gamlar konur svífa í loft
upp eins og ekkert væri eðlilegra.
Enginn
nýgræðingur
Slíkir taktar kunna að hafa sett
svip á tvær nýlegar verðlaunaskáld-
sögur og metsölubækur bandarískar,
— „The world according to Garp”
eftir John Irving og „Going after
Cacciato” eftir Tim O’Brien, — í
mismunandi mæli þó. Irving er ekki
nýgræðingur í kúnstinni, hefur ritað
þrjár aðrar skáldsögur, en engin
þeirra hefur náð svipuðum vinsæld-
um og „Garp”. Þó ber að taka með í
reikninginn að útgefendur þeir sem
sendu bókina á pappírskiljumarkað
hafa sjaldnast hamast eins mikið við
að auglýsa eitt ritverk. í New York
var hún boðin til sölu með þrenns
konar kápum sl. vor og alls staðar
mátti sjá plaköt og borða með
áletruninni „Garp is wonderful”.
Flestir rithöfundar eiga sér ein-
hvers konar uppáhalds hugarheim
sem þeir byggja á er þeir skrifa
bækur sínar. John Irving virðist ein-
kennilega samsettur náungi sem ein-
hvern tímann hefur dvalið í Vínar-
borg, hefur dálæti á dýragörðum og
dýrum, sérstaklega skógarbjörnum
og nú skrifar hann og kennir hvort
tveggja, bókmenntir og grísk-róm-
verska glímu við skóla í Vermont.
Lamaður getur barn
Þessi lífsreynsla kemur sterklega
fram í öllúm skáldsögum hans til
þessa, þ.á m. „Garp”. Bækur hans
fjalla nefnilega um unga menn, amer-
íska eða austurríska, dvöl þeirra og
ævintýri í Vínarborg og feril þeirra í
Bandaríkjunum, þar sem þeir skrifa
fantasíur um skógarbirni og kannski
slavneska hryðjuverkamenn, kenna
bókmenntir og stunda grísk-róm-
verska glímu. í „Garp” eru þó ýmsar
nýjar hugmyndir reifaðar, þ.á m.
kvenréttindabaráttan. Jenny er
sómakær hjúkrunarkona af góðum
ættum og hún er aldrei við karlmann
kennd utan einu sinni, er hún að-
stoðar lamaðan hermann við að geta
sér barn, en hann er ósjálfbjarga og
getur ekki sagt annað en „garp”.
Hún eignast síðan son er hún nefnir
Garp og um lifshlaup hans er bókin.
Garp vex úr grasi, býr um tima í
Vínarborg þar sem hann stundar
bæði nætur- og menningarlíf, snýr
síðan heim og gerist/rithöfundur,,
heimilisfaðir og glímumaður.
Bók
menntir