Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 20.08.1979, Qupperneq 14

Dagblaðið - 20.08.1979, Qupperneq 14
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 1979. 14 (í Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir I Gústaf Baldvinsson (sést ekki á myndinni) hefur skorað fyrra mark Eyjamanna og vonbrigði þeirra Sigurðar Haralds- ' sonar og Grims Sæmundsen leyna sér ekki. DB-mynd Ragnar Sigurjónsson. Aftur unnu Eyja- menn Val öruggt —sigrudu2-0 íEyjum fgær ogopnuðu 1. deildina uppágáttáný Petur skoraði fyrir Feyenoord —þegar 1. deildin hófst í Hollandi f gær „Nei, blessaður vertu — þetta var lé- legur leikur hjá okkur í gær, a.m.k. var ég engan veginn ánægður með hann,” sagði Pétur Pétursson er við höfðum samband við hann í morgun en kcppnistímabilið hófst í Hollandi í gær og Feyenoord vann sinn fyrsta leik, 2- 0, gegn NAC Breda og það var enginn annar en Pétur sjálfur sem skoraði síð- ara mark Feyenoord. ,,Fyrra markið var sjálfsmark hjá NAC og þaö síðara tókst mér að skora,” sagði Pétur og var að vanda hógvær og ekkert fyrir það að gorta af afreki sínu. „Það voru um 36.000 manns á vellinum í gær og byrj- unin lofar góðu hjá okkur, hvað svo sem veröur í vetur.” — Nú skoraðir þú gegn Liverpool fyrir skömmu. Hvernig er að spila gegn þeim? „Það var mjög gaman að leika gegn þeim og við vorum virkilega óheppnir að vinna ekki leikinn — möguleikarnir voru fyrir hendi,” sagði Pétur. „Við leikum við NEC Nijmegen á miðviku- dag og síðan leikum við gegn PSV á laugardaginn kemur á útivelli.” Úrslit í Hollandi í gær urðu þessi: Roda — Twente 3-0 Feyenoord — PEC Zwolle 2-0 Utrecht — NEC Nijmegen 3-1 AZ ’67 — PSV Eindhoven 2-1 Haarlem — Maastricht 2-2 Vitesse Amhem — Haag 1-0 Go Ahead — Sparta 1-0 NAC Breda — Excelsior 1-1 Willemll — Ajax 1-3 — Hefur eitthvað verið rætt við þig um landsleikina í haust? „Nei, KSÍ hefur ekkert haft sam- band við mig varðandi leikina og ég veit ekkert hvað úr þessu verður en ætti að komast ef leikir Feyenoord stangast ekki á við landsleikina,” sagði Pétur i lokin og bað fyrir kveðju heim. -SSv. Njarðvfltvann Njarðvíkingar sigruðu í fyrsta körfu- knattleiksmótinu sem haldið var utan- húss er þeir lögðu KR 89-65 í úrslitaleik mótsins. Varð hann reyndar að fara fram innanhúss sökum úrhellisrigning- ar. Allir leikirnir á laugardag urðu einnig að fara fram innanhúss vegna veöurs. Það voru því aðeins leiknir tveir leikir utanhúss i öllu mótinu. Það voru leikirnir um 3. og 5. sætið. Vaiur vann Ármann og hlaut 3. sætið og B-liö Njarðvíkur burstaði Grindavík og tryggði sér 5. sætið f mótinu. íslandsmet Hugi Harðarson, sundkappinn frá Selfossi, setti nýtt íslandsmet í 100 metra baksundi á NM í gær er hann synti vegalengdina á 1:05,96 mín. Hugi átti sjálfur eldra metið. Eyjamenn settu heldur betur fótinn fyrir Valsmenn í hinni geysihörðu bar- áttu um 1. deildartitilinn þegar ÍBV sigraði Val í Eyjum í gærdag, 2—0. Öruggur og sanngjarn sigur ÍBV, sem opnar allt upp á gátt í baráttunni um ís- landsmeistaratitilinn í ár og möguleikar Eyjamanna eru vissulega fyrir hendi. Staðan í 1. deild eftir leiki helgarinn ar cr nú þessi: V ,1.,- 14 8 3 3 27-14 19 íli. 14 7 4 3 23-11 18 Akiancs 14 8 2 4 24-15 18 KR 14 7 3 4 22-20 17 Kcflavik 14 5 5 4 19-16 15 Fram 14 3 7 4 22-20 13 Víkingur 14 5 3 6 20-20 13 Þróttur 14 5 3 6 18-24 13 KA 14 3 3 8 17-30 9 Haukar 14 3 1 10 10-32 5 Staöan i 2. deildinni eftir leiki helgar- innar er nú bessi: FH 15 11 2 2 47-16 24 Breiðablik 14 10 2 2 32-9 22 Fylkir 14 7 2 5 25-18 16 Selfoss 15 6 3 6 21-17 15 Þróttur 14 6 2 6 11-14 14 Þór 15 6 2 7 17-21 14 Austri 15 4 4 7 14-24 12 ísafjöröur 14 3 5 6 19-33 11 Rcynir 15 3 4 8 12-26 10 Magni 15 3 2 10 15-36 8 Liðið leikur á þriðjudag gegn Haukum og sigur í þeim leik myndi færa ÍBV toppsætið í deildinni. Eyjamenn léku vissulega vel. Liðið barðist sem ein heild allan tímann og með ódrepandi baráttu tókst þeim að brjóta Val á bak aftur. Leikurinn fór fram á grasvellinum við Hástein í mjög góðu veðri í gærdag. Nokkur vestan- gola og léku Eyjamenn undan henni í fyrri hálfleik. Annars var völlurinn nokkuð háll eftir rigningu fyrr um dag- inn og gekk leikmönnum nokkuð illa að fóta sig á hálum vellinum. Eyjaskeggjar voru öllu ákveðnari í byrjun og náði strax betri tökum á miðjunni. Fátt var þó um færi fyrr en á 21. mínútu. Þá sendi Óskar Valtýsson góða sendingu fyrir markið beint á fætur Gústafs Baldvinssonar, sem af- greiddi knöttinn í netið með hörkuskoti út við stöngina, 1—0, án þess að Sig- urður Haraldsson næði að verja þrátt fyrir heiðarlega tilraun. ÍBV hafði þvi náð forystunni og fyrsta færi Vals- manna kom ekki fyrr en á 39. mínútu leiksins en þá léku Óli Dan og Albert Guðmundsson sig laglega í gegnum vörnina en Albert hitti ekki knöttinn í dauðafæri. Valsmenn voru heldur að hressast og aðeins mínútu síðar bjargaði Ársæll á ævintýralegan hátt föstum skalla frá Magnúsi Bergs af tveggja metra færi. Eftir þetta tókst þó hvorugu liðinu að skora fyrir hlé. Strax á 47. mínútu fengu Eyjamenn gullið tækifæri til að bæta við marki er Tómas Pálsson prjónaði sig í gegn og komst í gott færi. En í stað þess að reyna markskot renndi hann knettinum út á Gústaf Baidvinsson sem hitti ekki boltann i dauðafæri. Á 53. minútu gerðu Eyjamenn svo út um leikinn. Tómas Pálsson átti þá góða' sendingu á Ómar Jóhannsson, sem sendi áfram á Óskar Valtýsson, sem öllum á óvart var í dauðafæri á mark- teig Vals. Eftirleikurinn varð auðveldur og af miklu öryggi renndi hann knettin- um framhjá Sigurði Haraldssyni, 2—0. Valsmenn horfðu hver á annan og skildu ekki neitt í neinu en hinir fjöl- mörgu áhorfendur og leikmenn Eyja- manna fögnuðu mjög. Skyldi ÍBV tak- ast að vinna Val tvöfalt í sumar? En við markið var eins og Valsmenn vöknuðu af værum blundi og þeir sóttu töluvert og á 60. mínútu fengu þeir sitt hættulegasta færi er Háifdán Örlygs- son átti hörkuskot að marki sem Ár- sæll varði glæsilega. Valsmenn náðu nokkuð þungri pressu á ÍBV-markið en tókst ekki að brjóta niður vörn Eyja- manna og sigurinn var aldrei í hættu. Áhorfendur voru því ekki svo lítið ánægðir með strákana sína þegar góður dómari leiksins, Eysteinn Guðmunds- son, flautaði til marks um að leiknum væri lokið. Hjá fBV voru þeir beztir, Ársæll í markinu, sem varði frábær- lega, Örn Óskarsson, sem var geysi- sterkur í vörninni, Sveinn Sveinsson, sem vafalítið var bezti maður vallarins og hafði hreint ótrúlega yfirferð. Þá var Tómas Pálsson að vanda góður frammi. Erfitt er að gera upp á milli Vals- mannanna. Helzt var það Magnús Bergs sem eitthvað reyndi en annars stóð enginn upp úr meðalmennskunni og voru Valsmenn daufir í þessum leik. Sigur ÍBV var samt sem áður geysi- lega öruggur og með slíku áframhaldi ættu Eyjamenn hæglega að geta unnið íslandsmeistaratitilinn. —FÓV. Firmakeppni KR í knattspyrnu utanhúss 1979 Hin árlega firmakeppni knattspyrnudeildar KR verður haldin í byrjun september nk. Helgina l — ’ 2. september verður keppt í riðlum, en úrslitakeppnin verður viku síðar. Keppt er utanhúss. Skulu 7 leikmenn vera í hverju liði auk 3 skiptimanna. Leiktími er 2x 15 mín. Þátttökugjald er kr. 30.000. Þátttöku skal tilkynna fyrir 24. ágúst hjá framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar, Guðjóni B. Hilmarssyni, sími 18177, eftir hádegi, eða í símum 25960 (Kristinn Jónsson) og 12388 (Haukur Hjaltason). Þessir aðilar gefa jafnframt nánari upplýsingar um keppnina. Knattspyrnudeild KR Tíu menn Celtic náðu jöf nu —gegn Rangers á Ibrox á laugardag Skozku meistararnir Celtic komust hcldur betur í krappann dans á Ibrox á laugardaginn er Glasgowrisarnir Celtic og Rangers léku saman. Þegar aðeins 6 mínútur voru til leiksloka leiddi Rang- ers 2—0 og leikmenn Celtic voru aðeins 10 talsins, þar sem Roy Aitken var vikið af leikvelli á 35. mínútu fyrir Ijótt brot á Ally Dawson. Þrátt fyrir að vera manni færri börðust leikmenn Celtic, Jóhannes var ekki með, eins og Ijón í leiknum og þeim tókst að jafna metin fyrir leikslok. Fyrst skoraði Aalan Sneddon og siðan Tom McAdam. Danny McGrain var langbezti maður vallarins og þessi frábæri bakvörður er nú alveg búinn að ná sér af þeim meiðslum er hafa gert honum lífið leitt undanfarna tvo vetur. Úrslit urðu annars þessi í Skotlandi: Rangers—Celtic 2—2 Aberdeen—Hibernian 3—0 Dundee—St. Mirren 4—1 Kilmarnock—DundeeU 1—0 Morton—Dartick 2—1 Eftir þessa leiki er þar með tveimur umferðum lokið i Skotlandi og staðan þarernúþannig: Rangers 2 110 5—3 3 Celtic 2 110 5—4 3 Kilmarnock 2 110 3—2 3 Aberdeen 2 10 17—12 DundeeUtd. 2 10 13 12 Dundee 2 10 1 4—4 2 Morton 2 10 1 4—4 2 Partick 2 10 1 2—2 2 St. Mirren 2 0 11 3—6 1 Hibernian 2 0 0 2 1—6 0 -SSv. KR-dagurinn var haldinn með pompi og pragt i gær á félagssvxðinu við Kapla- skjólsveg. Þar var margt sér til gamans gert og var mikill Qöldi fólks saman kominn. Sveinn Jónsson, formaður KR, sagði við DB i gær, að yfir 2000 manns hefði heimsótt félagið i gæt og vel á annað þúsund manns hefðu komið i kaffi. Knattspyrna skipaði stærsta sessinn á KR-deginum i gær en auk hennar var boðið upp á handknattleik, lyftingar, fimleika, badminton o.fl. KR-konur sáu um kaffið að vanda og gerði það af stökum myndarskap. Bjarnlcifur brá sér í vesturbæinn og smellti þessari mynd af litlum 5. flokkssnáða sem var að taka við verðlaunum úr hendi Kristins Jónssonar, formanns knattspyrnudeildar KR. Það er Guðjón Hilmarsson sem heldur á pattanum og ekki er annað að sjá en að vel fari á með þeim öllum.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.