Dagblaðið - 20.08.1979, Side 19
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 20. AGUST 1979.
I
íþróttir
iþróttir
19
Iþróttir
Iþróttir
I
Rokið réð ferðinni
á Akranesi
—þeg$r IA sigraði Hauka 1-0 í 1. deild á laugardag
Skagamenn sigruðu botniið Hauka
1—0 í ákaflega slökum leik á Akranesi
í 1. deild á laugardag. Suð-austan rok
var, þegar leikurinn var háður, og i
þeirri vindátt er varla hægt að leika
knattspyrnu á grasvellinum á Jaðars-
bakka. Rokið stendur beint upp á
völlinn úr fjörunni.
Í fyrri hálfleik skeði bókstaflega
ekki neitt — ekki einu sinni atvik,
sem hægt var að brosa að. Ekkert
marktækifæri en Haukar léku þá und-
an vindinum — og reyndar fengu
Haukar ekkert' marktækifæri allan
leikinn. Um það voru víst allir sam-
mála.
Skagamenn léku undan vindinum í
síðari hálfleik og voru þá heldur
líflegra liðið, þó svo þrír fastamenn
liðsins léku ekki með, þeir Jón'
Alfreðsson, sem var veikur, Matthias
Hallgrímsson og Guðjón Þórðarson,
sem voru í leikbanni. í þeirra stað léku
reyndir kappar, Jón Gunnlaugsson,
Kristinn Björnsson og Jón Áskelsson.
Eina mark leiksins var skorað á 59.
min. Eftir hornspyrnu Kristjáns Ol-
geirssonar skallaði Siggi Donna
(Sigurður Halldórsson) knöttinn í mark
Hauka. Gnæfði yfir varnarmenn.
Eftir markið fengu Skagamenn
nokkur tækifæri. Örn Bjarnason,
markvörður Hauka, sló knöttinn yfir
markið eftir gott skot Kristins — og
hann gerði enn betur fimm mínútum
fyrir leikslok, þegar Árni Sveinsson
komst frír að markinu. Bjargaði með
hnitmiðuðu úthlaupi.
Þ.að er lítið hægt að segja um leik-
menn liðanna — þeir verða ekki
dæmdiraf þessum leik.
-KP-
Páll Ólafsson, lengst til hægri, í baráttu við Ólaf Haraldsson
ingum að falli. Lengst til vinstri er Helgi Jónsson.
en ummæli Ólafs um Pál síðar i leiknum urðu Akureyr-
DB-myndir Bjarnleifur.
EKKERT NEMA FALL BLASIR
VK) KA MEÐ SLÍKUM LEIK
—Þróttur sigraði KA1-0 á Laugardalsvelli í 1. deild á laugardag
„Þetta er bölvuð kerling — getur
ekki neitt — kallaði KA-leikmaðurinn
Ólafur Haraldsson og beindi orðum
sinum að Páli Ólafssyni, Þrótti. Þetta
var i annað sinn i leiknum, sem Ólafur
sýndi Páli þessa lítilsvirðingu — og það
er ekki hægt að sleppa þessu,” sagði
Guðmundur Haraldsson, dómari, eftir
leik Þróttar og KA á Laugardalsvelli á
laugardag. Hann dæmdi aukaspyrnu á
KA rétt utan vítateigs vegna þessara
orða Óiafs Haraldssonar. Það var um
miðjan hálfleikinn. Óbein aukaspyrna
— og leikmenn KA steinsváfu, þegar
knettinum var ýtt til Páls Ólafssonar.
Hann spymti á markið — knötturinn
flaug framhjá leikmönnum KA og lenti
efst í markinu, rétt undir slá.
Aðalstcinn Jóhannsson átti ekki
möguleika að verja. Þetta var eina
mark leiksins — geysifallegt mark —
og færði Þrótti tvö dýrmæt stig í fall-
baráttunni í 1. deild en staðan hjá KA
er mjög slæm. Liðið hefur aðeins
hlotið níu stig í 14 leikjum.
„Þaðereinsgott aðhætta þessu —
fá á sig mark eftir slíka endaleysu hjá
--------------o------------------
Guðrún Ingólfsdóttir setti í gær nýtt
íslandsmet i kúluvarpi — varpaði 13,27
metra á móti í Vík í Mýrdal. Hún átti
sjálf eldra metið.
dómaranum,” sagði Einar læknir Þór-
hallsson eftir leikinn og það var þungt
hljóðið í leikmönnum KA. En það
þýðir ekki að deila við dómarann —
hann ræður — og auðvitað eiga leik-
menn ekki að vera að litilsvirða mót-
herja sína í leik.
Leikurinn á laugardag var afspyrnu-
lélegur. Ef nokkuð var verðskuldaði
Þróttur þó sigur. Tvivegis tókst varnar-
mönnum KA að bjarga á eigin
marklínu i leiknum — og varnarleikur
KA og markvarzla var oft i molum.
Sáralitlu munaði að KA skoraði
sjálfsmark en Aðalsteini tókst að
bægja hættunni frá á síðustu stundu.
Þaðvarrétt undir lok leiksins.
Hins vegar er varla hægt að segja að
KA hafi fengið marktækifæri í leikn-
um. Ólafur markvörður Ólafsson
öruggur í marki Þróttar — og fram-
herjar KA komust varla nokkurn
tímann framhjá hinum sterku
miðvörðum Þróttar, Jóhanni Hreiðars-
syni og Sverri Einarssyni. Þeir voru
beztu menn liðs síns — snjallir leik-
menn. Þróttur var án þriggja góðra
leikmanna, Ársæls Kristjánssonar,
Ágústs Haukssonar og Úlfars Hróars-
sonar í þessum þýðingarmikla fallbar-
áttuleik.
Lið KA var mjög slakt í leiknum —
einu mennirnir, sem eitthvað kvað að,
voru læknarnir Elmar Geirsson í fyrri
hálfleik, og Einar Þórhallsson í þeim
síðari. Þeim tókst hins vegar ekki með
frammistöðu sinni að lækna deyfðina
og drungann í öðrum leikmönnum
liðsins. KA sleppur ekki við fallið ef
leikmenn liðsins berjast ekki af krafti
— leggja sig alla fram. Það gerðu þeir
ekki i þessum leik og því fóru þeir
tómhentir heim lil Akureyrar á laugar-
dag.
Sterk sunnan gola gerði leik-
mönnum erfitt fyrir- í leiknum en af-
sakar þó ekki hina slöku frammistöðu
flestra leikmanna liðanna. Þróttur lék
undan golunni í fyrri hálfleik — og var
heldur skárri. Baráttan þó í lágmarki.
Páll Ólafsson skallaði beint í fang
Aðalsteins af stuttu færi, Þorgeir Þor-
geirsson var klaufi að skora ekki fyrir
Þrótt á 20 mín. og Daði Harðarsson
enn meiri klaufi á 35. mín. eftir að
Sverrir Brynjólfsson hafði opnað vörn
KA og gefið á Daða, sem spyrnti yfir á
markteig. Ekkert mark í fyrri hálfleikn-
um og útlitið var því allgott fyrir leik-
menn KA. Þeir höfðu vindinn í s.h. og
Halldór Arason, sem hafði verið
baráttuglaðastur leikmanna Þróttar í
f.h. meiddist rétt undir lok hálfleiksins
og lék ekki í þeim síðari.
En það kom fljótt i Ijós að lið KA
var heillum horfið í þessum leik — og
það bætti lítið úr skák þó þeir Jóhann
Jakobsson og Óskar Ingimundarson
væru settir inn á. Deyfðin allsráðandi.
Þróttur fékk færi vegna mistaka
Aðalsteins markvarðar, en tvívegis
tókst samherjum hans að bjarga á
marklínu. Glæsimark Páls gerði svo út
um leikinn — Páll átti lagleg tilþrif í
leiknum en eins og svo oft áður sá hann
litla ástæðu til að vera nokkuð að nota
samherja sína. Gunnar Gislason og
Eyjólfur Ágútsson, báðir KA, bókaöir,
fyrirljót brot. -hsim.
íslandsmet Huga á NM
Hugi Harðarson, Selfossi, setti nýtt mín. Bjami Björnsson, Ægi, synti
íslandsmet í 200 m baksundi á 200 m skriðsund á 2:03,8 mín. og 400
Norðurlandamótinu í Motala í Svi- m skriðsund á4:21,12 mín.
þjóð á laugardag. Synti á 2:19,69
Fyrsti meiriháttarsigur
TonyJacklin ífimmár
Tony Jacklin vann um helgina sina fyrstu meiri háttar golfkeppni í 5 ár er
hann sigraði á opna þýzka meistaramótinu, sem fram fór í Frankfurt. Jácklín
lék 72 holurnar á 277 höggum — 7 undir pari og var tveimur höggum á undan
Antonio Garrido frá Spáni.
Jacklin náði forystunni á öðrum hring og hélt henni til loka. Margir héldu
að kappinn værí endanlega útbrunninn en svo virðist ekki vcra, a.m.k. lék
hann oft á tíðum mjög vel.
Margir frægir kappar urðu aftarlega á merínni í þessari keppni, þar á
meðal British-Open meistarinn Severiano Ballesteros frá Spáni. Hann lék á
286 höggum. John Fourie frá Englandi lék á 287 og það gerði Dale Heyes
einnig.
Hitabeltisplöntur
Ævintýrasvæði
fyriralla fjölskylduna
Garðyrkjusýningin að Reykjum er sannkölluð
fjölskyldusýning. 100.000 m2 sýningarsvæði, þar
af 6000 m2 undir gleri!
Kaffiveitingar, hestaleiga, gönguleiðir,
gróðurskáli, hitabeltisplöntur, gróður
og grænmeti.
Grænmetismarkaður
og blómavelta
Sérstakur grænmetismarkaður opinn allan
sýningatímann, auk Grænu Veltunnar -
hlutaveltu með blómum, plöntum og grænmeti
í vinninga.
Velkomin að Reykjum
Skoðið og kynnist undraheimi Garðyrkjuskólans.
Aðgangseyrir kr. 2000,- Ókeypis fyrir börn
innan 12 ára aldurs.
Opið daglega kl. 13-21. Laugard. og
sunnud. kl. 10-21.
Falleg sýning í fogru umhverfi
0% Garöyrkjuskóli ríkisins
Reykium Ölfusi -við Hveragerði